Fylkir


Fylkir - 02.04.1971, Síða 2

Fylkir - 02.04.1971, Síða 2
o LJ Pylkir oooooooooooooooooooooooooooooo Ritnefnd: Steingrímur Arnai (áb.) Ármann Eyjólfsson Helgi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guðmund'.’r Karlsson Auglýsin'>ar: Steingrímur Arnar Sími 1620 Málgagn S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag V es tmannaey j a Prentsmiðjan Eyrún h.f. oooooooooooooooooooooooooooooo Sukkíð segir tii sín INGOLFUR ■ ■ Nýafgreiud fjárhagsáætlun Vestmannaeyjakaupstaðar fel ur í sér það fyrirheit, að hafi núverandi bæjarstjórnarmeiri hluti hingað til reynt að gæta einhvers hófs í einhverri mynd í því sem við kemur að reita út úr bæjarbúum hvern þann eyri, sem af- gangs kynni að leynast í vös um þeirra að loknum löngum vinnudegi, þá skal þess hátt ar tillitssemi hér með vera úr sögunni. Bæjarbúar verða nauðugir viljugir að baygja sig fyrir þeirxú staðreynd, að fjármál kaupstaðarins eru í miklum ólestri, og ráðamenn byggðar lagsins virðast ekki sjá önn- ur ráð út úr ógöngunum, en þvílíka skattpíningu, sem ekki á sér fordæmi, svo vit- ao sé. Það er meira en lítið spaugilegt, þegar bæjarstjóri vill í blaði sínu kenna Al- i þingi um það fjárhagsöng- | þveiti, sem kaupstaðurinn er sokkinn í undir stjórn nú- verandi meirihluta bæjar- stjórnar. Allir vita vel að verðbólga veður uppi og Al- þingi hefur ekki ráðið við hana. Dýrtíð er mikil. En fróðlegt væri að heyra um, hvað það er í störfum Al- þingis, sem sérstaklega veld- ur því, að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum þarf að skattpína þegna sína langt umfram það, sem þekkist í öðrum sambærilegum kaup- stöðum, og svo lætur sig hafa það, á þessu ári, að slá út öll þekkt met í þessum efn- um og einnig sín eigin, og er þá mikið sagt. Það vakti nokkra athygli þegar fjárhagsáætlun þessa árs var endanlega afgreidd, að þá var aðalíulltrúi Fram I sóknarflokksins, sjálfur for- i seti bæjarstjórnar, ekki | heima. Hann hafði um þær j mundir verið kvaddur til | höfuðboi'garinnar af flokki sínum, til þátttöku í störfum Alþingis. Sú var tíðin, að Fi-amsókn arfiokkurinn hafði talsvert út á fjármál kaupstaðarins að setja, og einkum hvað snerti álögur á almenning. Þá var flokkurinn í minnihluta og kunni ráð við öllu. Nú er svo komið eftir nokkurra ára mcirihlutaaðstöðu, að Fram- sókn virðist ekkert i-eyna að hamla á móti þeirri óheilla- þróun, sem orðin er í þess- urn efnum. Vestmannaeyingar eru látnir bera meiri álögur en nokkui-sstaðar þekkist á byggðu bóli, og breyta full- yrðingar bæjarstjóra um hið gagnstæöa þar engu um. Það er ekki launungarmál að hvorki bæjarstjórnir né ríkisstjórnir fá setið að völd- um til langframa, ef þær hnfa ekki til umráða og ráð stöfunar hæfilega fjármuni til framkvæmda og annarra | a'mennra þarfa. Hvað hæfi- legt er í þessum efnum, hef- ur oft verið deiluefni. En reynslan er sú, að þeim opin bcru ráðamönm m, sem sýna hyggindi og ráðdeildarsemi í meðferð fjáx-muna, verða létt ir sjóðir oft furðu notadrjúg ir, og' hinum sem verr tekst til, fylgir einatt sú árátta að sjá ekki leiðir út úr ógöng- unum aðrar en þær, að seil- ast sífellt dýpra og dýpra í vasa gjaldendanna til að að jafna metin. Vinstri stjói’nin gamla und ir handai-jaðri Framsóknar- flokksins varð ekki ellidauð, og rífast vinstri menn um það innbyrðis enn þann dag í dag hver dánarorsökin hafi ver- ið. Það er kannski engin tii- viljun, að um það leyti sem ábyrgux- meirihluti bæjar- stjórnar Vestmarmaeyja aug i lýsir þrautaráð sín til að | skrimta eitthvað lengur, j skuli forsetinn kallaður til | æðstu starfa á vegum flokks j síns. Vera má, að Framsókn- I arflokkurinn finni nú loks Framliald af 1. síðu. skóla í Eyjum. Loforð er feng | ið fyrir því, að heimildin verði notuð. Það fer vel á I því að fiskiðnaðarskóli verði starfræktur hér. Á sínum tíma beitti Guð- laugur Gíslason sér fyrir stofnun Stýrimannaskólans í \ estmannaeyjum. Var rekst- ur hans í fyrstu kostaður bæði af ríki og bæjarfélag- inu. Stefnt er að því, að skól inn verði framvegis kostaður að mestu eða öllu leyti af ríkinu. — Hvað viltu segja um fjárveitingarríkisins til fram kvæmda í Vestmannaeyjum? — Það er oft rætt um fram lög ríkisins til hinna ýmsu byggðarlaga og flestum finn- ast fjárveitingar til sinna heimabyggða of litlar. Senni lega er þessu á líkan hátt farið með Vestmannaeyinga; að þeim íinnist fjárveitingar of litlar til framkvæmda hér. Á árinu 1971 voru veittar á fjárlögum til Vestmanna eyja 55 millj. króna. Auk þess hefur 8 mill. króna fjár útvegun tekizt til flugvallar- framkvæmda, og verður þeim hjá forseta þessum þau úr- ræði, sam á hefur vantað, til að tryggja honum varan- legri valdasatu en seinast, ef úrslit kosninganna í vor gefa flokknum byr inn í stjórnar- ráðið'. Bæjarbúar ganga ekki að því gruflandi, að sá meiri- hluti bæjarstjórnar, sem nú fer með völdin, hefur stór- aukið allar gjaldaálögur í scinni ííð, án þess að þess sjáist nokkur ytri merki í auknum framkvæmdum, nema ' síður sé. Vinstri flokkarnir scm núðu völdum 1966 hafa einskis svifizt í þessum efn- | um, og slá nú loks öll fyrri met með því að hækka út- svörin á einu ári um nær 70%. Það eru þeir íulltrúar meirihlutans, sem að undan- förnu hafa lagt talsverða vinnu í að tryggja sér og sín um sæmileg sæti á framboðs listum til Alþingis, sem á- | byrgð bera á þeim ömurleika er einkennir stjórn bæjarmál j anna um þessar mundir. Hvernig væri að þeir not- uðu fyrst krafta sína til að I bjarga því sem bjargað verð | ur hér heima fyrir. Landinu á eftir. útvegunum haldið áfram eft ir því, sem þurfa þykir. Og enn sagði Ingólfur Jóns son: — í Vestmannaeyjum er blómlegt athafnalíf. Atvinnu leysi er óþekkt fyrirbæri, og atvinnutekjur yfirleitt góðar. Útflutningsverðmæti sjávar afurða frá Vestmannaeyjum er mjög mikið, á árinu 1970 því sem næst um 15% af heildarútflutningi lands- manna. Starfsamt og duglegt fólk skapar verðmætin og velgengni kaupstaðarins, með hverju með bættum hafnar- framkvæmdum, sem nú er unnið að. Er ánægjulegt til þess að vita, að fólkið á stöndinni, sem áður varð að sækja sjó í gegnum brim- garðinn vegna þess að hafnir vantaði, getur nú með hæg- ara móti sótt á hin nálægari fiskimið á Selvoogsbanka og víðar. því að nýta atvmnutækm, fiskvinnslustöðvarnar ásamt 80 vélbátum. Höfnin er mikið mannvirki og gott. Samt sem áður hef- urnú undanfarin 2 ár verið veitt mikið fé úr ríkissjóði til endurbóta á höfninni. Rafmagnsstrengurinn milli lands og Eyja er mikilvæg taug, sem flytur orku til vinnslustöðva og verkstæða og færir ljós og hita inn á heimilin. Orkan kemur frá Scgsfossurn og Þjórsá, sem til síðustu tíma hefur runnið ó- hindruð til sjávar, án þess aðnokkur hluti af afli henn- ar kæmi landsmönnum að notum. Það er ánægjuefni, að vatnsorkan er beizluð í æ rík ari mæli með ári hverju, og að orkan er nú notuð til þess að vinna fjármuni fyrir þjóð- ina og auka tekjur þjóðar- búsins. Vatnslögn frá Eyjafjöllum til Eyja er mikið og kostnað- arsamt fyrirtæki. Hreint og gott vatn er eitt af því nauð synlegasta í lífi manna, ekki síður en heilnæmt fæði og húsnæði. Þótt athafnalífið í Vest- mannaeyjum sé þróttmikið og íbúarnir duglegir, hefði vatnsveitan tæplega orðið að veruleika, ef ríkisvaldið hefði ekki veitt verulega að- stoð á ýmsan hátt. Vatnslögn in, rafmagnsslrengurinn, loft- brúin og sjóleiðin tengja Eyjarnar og landið saman. Suðurlandskjördæmi er stórt, og það er landkosta ríkt. Vestmannaeyjar eru við beztu fiskimið landsins, sennilega beztu fiskimið heimsins. Útgerðin er og verð ur þróttmikil þar, og gefur þjóðarbúinu mikil verðmæti. En útgerð er einnig eð auk- ast á ströndinni, í Þorláks- höfn, á Eyrarbakka og Stokks eyri, og eykst nú með ári En í Suðurlandskjördæmi eru einnig landkostir miklir. Suðurlandsundirlendið er blóminn af landinu til bú- skapar og landbúnaðarfram- leiðslu. Það fer vel á því, að þessi svæði öll eru saman tengd af frændsemi og vin- áttu, með sömu hagsmunum og svipuðum sjónarmiðum og viðhorfum til margra mála. Til þess að geta haldið uppi stöðugum framkvæmd- um og uppbyggingu, eins og hin síðustu ár, þarf atvinnu- reksturinn, sem er undir- staða framfaranna, að ganga snurðulaust. í Vestmannaeyj- um er blómlegur atvinnu- rekstur og atvinnulífið þrótt mikið. Á suðurströndinni er einnig að verða blómlegur útvegur. Inni í landinu er umfangsmikil landbúnaðar- framleiðsla, og fer hagur bændanna batnandi, þrátt fyrir erfitt árferði undanfar- iíi. Á Suðurlandsundirlendi eru að rísa myndarleg kauptún, þar sem þjónusta við land- búnaðinn er rekin og iðnað- ur er að rísa upp í myndar- legum mæli. Með því að koma upp iðnaði í þéttbýlis- kjörnum sveitanna, er komið í veg fyrir strauminn til Reykjavíkur, sem áður var svo ör, að fólkinu í hinum blómlegu byggðum fækkaði, en sem betur fer er þetta nú á annan veg. Fólkinu í Suð- urlandskjördæmi hefur fjölg að nokkuð á þriðja þúsund manns á því kjörtímabili, sem nú er að líða, og er fólks fjölgunin í Suðurlandskj ör- dæmi nokkru meiri hlutfalls lega, heldur en í Reykjavík á sama tíma. Er það áreiðan- lcga í fyrsta sinn, sem þróun- in hefur orðið á þann veg. Eg óska og vona, að í framtíðinni megi tryggða- bönd frændsemi og vináttu tengja Eyjabúa og aðra Sunn lentíinga enn fastar saman um sín hagsmuna- og áhuga- mál en verið hefur, og verði þar þungar á metunum veru lega bættar samgöngur á landi, á sjó og í lofti. Að þessu vil ég vinna, framveg- is sem hingað til.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.