Fylkir


Fylkir - 02.04.1971, Blaðsíða 3

Fylkir - 02.04.1971, Blaðsíða 3
FYLKIR Mskfllfi K.F.UI Eins og flestum mun vera kunnugt, hefir Samband ísl. kristniboðsvina rekið kristni- boð í Konso-héraði í Eþió- píu um nær tvo áratugi. Nú hefir starfið breiðzt út fyrir héraðsmörk Konso, svo að í dag er jafnan talað um kristni boðið í Eþíópíu, meðal kristni boðsvina. Jafnframt því, sem starfið hefur vaxið, þá gefur það auga leið, að fjárþörfin til alls ,sem framkvæma þarf hefir vaxið að sama skapi. Og þó má geta þess t. d-, að læknirinn Jóhannes Ólafsson, tekur að launum aðeins brot af því, sem hann sem lækn- ir gæti fengið hér heima og svo er um annað starfslið. Kristniboðarnir eru ein- staklingar, sem hafa fengið ákveðna köllun frá Guði og án þess kalls væru þeir ekki þarna. Um þá eiga við orð Páls postula: „Kærleikur Krists knýr . . ." Kristniboð arnir fara til starfs knúðir af kærleika Krists til þess að gefa meðbræðrum og systr- um í myrkviðum Afríku það bezta, sem þeir sjálfir hafa eignazt, trúna á Drottinn Jcsúm Krist. Sr. Friðrik Friðriksson orti eitt sinn sálm, sem hefst á þessu versi: Við fórn og starf þú fagna skalt, þó fórnað verði sjálfum þér, því það var Drottins þyrnibraut, má þjónn hans betri kjósa sér. Þetta sívaxandi starf, sem rekið er í Eþíópíu nýtur engra opinberra styrkja, það er rekið fyrir þær gjafir, sem þeir leggja að mörkum, sem skilja þörf þessa starfs og bera kærleika í brjósti sér til þess. Og það væri vissulega efni í langa grein, fróðlega og yljandi að segja frá þeim mörgu leiðum, sem kristniboðsvinir fara, til þess að safna fé til starfsins, en þar sannast, að kærleikurinn gefur hugkvæmni. Um áraraðir hafa félags- konur í K. F. U. K. hér í bæ, haft kaffisölu í húsi sínu á Pálmasunnudegi til ágóða fyr ir kristniboðið í Eþíópíu. Þessi kaffisala hefur notið mikilla vinsælda. Og einstök ánægja hefur verið að sjá heilu fjölskyldurnar og skips hafnir vertíðarbáta koma og drekka síðdegiskaffið með gómsætu meðlæti í húsi K. F. U- M. og K. þennan dag. Kaffisalan hefst á Pálma- sunnudag kl. 3 e. h. og er kaffi á boðstólum allt til kl. 23;30 á miðnætti, og er þá til- valið, að bíógestir og aðrir fái sér kvöldkaffi að gömlum og góðum íslenzkúnT sið hjá konunum í K. F. U. K. En konunum, sem fyrir kfffisölunni standa skal þakk að af hjarta fyrir þeirra.,góða framlag til styrkíaíí kristni- boðinu í Eþíópíu. En Vestmannaeyinga vil ég hvetja til þess að styrkja gott málefni og njóta góðra veitinga-kvennanna. Með vinarkveðju. Jóhann S. Hlíðar. VELHEPPNAÐUR FULLTRUARÁDSFUNDUR Fulltrúaráð Sjálfstæðisfé- laganna í Vestmannaeyjum hélt fund um síðustu helgi. Á fundinn komu þingmenn flokksins héðan úr kjördæm inu, þeir Ingólfur Jónsson, ráðherra, Guðlaugur Gíslason alþm. og Steinþór Gestsson, alþm. Þeir fluttu hver um sig greinargóðar framsöguræður um þau mál, sem hæst ber í stjórnmálabaráttunni. Einnig viku þeir að þeim málum, sem snerta Vestmannaeyjar sérstaklega svo sem landhelg ismálið, samgöngumálin og menntunarmál fiskiðnaðarins. Á eftir urðu allfjörugar um- ræður um þessi mál. í lok fundarins kvaddi sér hljóðs Sigfús J. Johnsen, er kvaðst vera kominn á fund- inn til að kveða niður þann orðróm, sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa breitt kappsamlega út, að hann væri kominn í andstöðu við flokkinn og væri í slag- togi með Frjálslyndum og vinstri mönnum, krötum og Páskaegg - Páskaegg! Páikaegg handa allri fjðkkyldunnl. Verí við allra hælL YERZLUNIN GEYSIR Nýkomið; Söltuð skata. Reykt ýsa. ¦ 1 B ¦• iKjor Sími 2444. ölu er lítill borðstofuskápur, ennfremur borð og stól- -ar. Selzt mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 1337. jl\. u s k i n n éíta lif-ir. og ennfremur óvenjufallegt úrval af efnum. FERMINGARFÖT! Eingöngu ný snið. Drífandi janfvel framsóknarmönnum- Slíkt hefði altírei komið til greina af sinni hálfu og.-þessi kvittur uppspuni einn. Fundurinn, sem • markaði; upphaf kosningabaráttunnar; var á allan hátt vel heppn- aður og mikill hugur í mönn um að yinpa markvisst að því að gera hlut Sjálfstæðis flokksins í kjördæminu sem stærstan. -. . ¦ Sveinar í Byggingariðnaði! (Húsasmiðir, Húsgagnasmiðir, Rafvirkjair, Múrarar, Málarar, Pípulagningamenn). ¦ ;? ¦• ¦ Fundur um fyrirhugaða stofnun Sveinafélags Byggingariðnaðarmanna verður haldinn mánudaginn 5. s.príl kl. 20,30 að Hótel Hamri. Á fundihn' kemur Jón Snorri Þorleifsson, fof- niaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. MÆTUM AIXIR SEM EINN! UNDIRBÚNINGSNEFNDIN. ! Við höfum fyrirliggjandi mikið af galvaniseruðum fittings á mjög hagstæðu verði. Einnig allar stærðir af rennilokum og keilulok- um. Yélsmiðjan MAGNIh.f. Hjúkrunarkona óskast í Sjúkrahús Vestmanna- eyja frá 1. júní n. k. Ennfremur hjúkr'unarkonur til sumarafleysinga. Heil eða hálf vinna. Upplýsingar gefur yfirtíjúkrúnarkoha á staðn- um. — Sími 1955. . Tilboð óskasl. Tilboð óskast i smíði á handriði í nýbyggingu Samkomuhúss Vestmannaeyja h. f. _ Upplýsingaír um verkið veitir forstjóri Samkomuhússins, Óli ísfeld. Tilboðum sé skilað eigi síðár en ki. 24,00 mánu- daginn 12. apríl n. k. Stjórh Samkomuhúss Vestmannaeyja.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.