Fylkir


Fylkir - 17.04.1971, Blaðsíða 1

Fylkir - 17.04.1971, Blaðsíða 1
Félagsvistin litt spilakvöld af 5 kvölda keppni er eftir. Nánar auglýst síðar. Sjálfstæðisfélögin. 23. árg. Vesímannaeyjum, 17. apríl 1971 9. tbl. Landhelgismálið Stjórnmálaflokkarnir eru í grundvallarat- riðum sammála « iandhelgismálinu. Á- greiningurinn er aðeins um tímasetningu á útfærsiu fiskveiðilógsögunnar og nokk- ur skoðanamunur á stærðarmörkum land- grunnsins og nauðsyn og gildi friðunar- ráðstafana. í þeim umræðum, sem orð' i'ð hafa á Alþingi um land- helgismálið, hefur það greini lega komið í ljós, að stjórn- málaflokkarnir eru í grund- vallaratriðum sammálr, Bæði st ðningsflokkar ríkisstjórn arinnar og stjórnarandstað- an eru sammála um að síefna beri að einu marki, það er að íslendingar fái ó- skoraðan rétt yfir landgrunn inu öllu, bæði til fiskveiða og nýtingar hugsanlegra jarð efna á hafsbotninum. Ágrein ingurinn er um það eitt, hve nær rétta augnablikið sé að tilkynna umheiminum, að við munum taka okkur þenn an rétt. Þá er og riokkur skoðanamunur milli stuðn- ingsmanna ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar á því, hver séu endamörk land grunnsins og einnig á nauð- syn og gildi friðunarráðstaf- ana til verndar fiskstofnin- um. Skal að þessum ágreiningi og skoðanamismun vikið. Hvcrs vegna 1. sept 1972 og hvers vegna aðeins 50 mílur? Þegar tillaga stjórnarand- stöðunnar um útfærslu land helginnar í 50 mílur 1. sept. 1972 var lögð á borð þing- manna, áttu þeir erfitt með að átta sig á hvers vegna einmitt þessi dagsetning hafði verið valin. í umræðum á Alþingi fékkst engin skýring á þessu. Hinsvegar kom það í ljós í viðræðum við þingmenn, sem tillöguna studdu, að innan stjórnarandstöðunnar var á- greiningur um hvaða dagsetn ingu skyldi velja og mun það hafa orðið samkomulagsat- riði að velja 1. september 1972. Ef litið er til baka og at- hugað hvernig útfærsla land helginnar hefur verið látin bera að þau þrjú skipti, ssm fiskveiðimörkin hafa verið færð út, kemur í ljós, að í 611 skiptin, bæði 1950, 1952 og 1958 var þetta gert með reglugcrð byggðri á land- grunr.slögunum frá 1948 og í I öll skiptin með um aðeins tveggj.i mánaða fyrirvara. ÞaS hlýtur því að vakna sú spurning í sambandi við til- tillögu stjórnarandstöðunnar, hvaða nauðsyn hafi verið á því, að láta þetta bera að nú með nær hálfs annars árs fyrirvara, og hvers vegna ekki var lagt til að fiskveiði lögsagan yrði færð út í enda mörk landgrunnsins, eins og a'lir virðast sammála um, heldur einskorðað sig við 50 Gæti komið okkur illa í koll. Ef við hefðum tekið þá á- kvörðun nú, að færa fisk- veiðilögsöguna út í aðeins 50 mílur hinn 1. september 1972, hefði vel getað farið svo, að það kæmi okkur illlega í koll fyrr en varði. Vitað er, að Landhelgis- gæzlan hefur, að tilhlutan ríkisstjórnarinnar, fylgzt með veiðum erlendra skipa á haf- inu umhverfis landið um nokkurt árabil. Tala þessara skipa hefur verið nokkuð misjöfn og árstíðabundin eða frá 60 til 120 skip samtímis. Nú liggja hinsvegar fyrir upplýsingar um, að Bretar og ef til vill fleiri þjóðir séu með ráðagerðir um — annað mun það ekki enn vera — að stórauka sókn sína á íslands mið til fiskveiða. Ef að fregn ir berast um, að úr þessu verði gerð alvara, er ég al- veg sannfærður urn, að Al- þingi verður um það alveg sammála að grípa til skjótra gagnráðstafana og leggja land grunnið allt fyrirvaralaust undir íslenzka lögsögu. Við værum þá illa komnir og að- staða okkar mun veikari, ef við værum áður búnir að til- I kynna umheiminum, að við ! miðvðum þessar ráðstafanir i við 1. sept. 1972, og þessir að- f ilar hefðu þá haft aðstöðu til fiskveiða á landgrunninu, allt upp að 12 mílunum í heilt ár, i eða meira. I Af þessum ástæðum ogfleir 1 um, taldi meirihluti Alþingis tillögu stjórnarandstöðunnar óaðgengilega. Stöndum á vegamótum. — Tíminn vinnur með okkur Eins og kunnugt er, ákvað alsherjarþing Sameinuðu þjóð anna hinn 17. des. 1970, að kveðja saman alþjóðaráðstefnu um réttarreglur á hafinu ár ið 1973. Undirbúningsnefnd fyrir þessa ráðstefnu hóf störf sín hinn 1. marz s. 1. í undir- búningsnefndinni eiga sæti fulltrúar 86 þjóða og er ísland eitt af þessum ríkjum, og mun ákveðið að annar fund- ur verði haldinn síðar á þessu ári. Vitað er, að verkefni þess- arar ráðstefnu verður all víð tækt. En eitt aðalverkefni hennar verður að ákveða rétt strandríkis til nýtingar auð- æfa á landgrunninu og hafa íslendingar og aðrar fiskveiði þjóðir haldið því mjög fram, að nýting auðæfa á land- grunninu nái einnig til haf- svæðisins yfir því, það er fiskveiðanna. Mun þessi skoð Frh. á síðu 2. Hrossokaup mei MeisihSuti bsejarstjórnar ómerkir gerðir Æskulýðsráðs með því að samþykkja til- ice 5J3 ^jarstjóra um að ráða æskulýðsfull- | trúa fyrrverandi formonn Framsóknarfé- Eagsins, sem hlaut 1 atkvæði af 8 í Æsku- iýðsráðinu. Á s. 1. ári sagði Hermann Einarsson, sem gegnt hafði störfum formanns Æskulýðs ráðs, svo og Elías Baldvins- son, sem ráðinn hafði verið sem Æskulýðsfulltrúi, báðir af sér störfum. Fljótlega eftir að þetta gerðist, sótti Gísli Eyjólfsson, um starf Æskulýðsfulltrúa, en alllengi dróst að ganga formlega frá .ráðningu hans í ráðinu, þar sem Framsókn arflokkurinn var ekki tilbú- inn að tilnefna formann ráðs ins í stað Hermanns. Þetta tókst svo ágætlega og var Örn Ólafsson kjörinn formaður í febrúar s. 1. í millitíoinni hafði bæjar- stjórinn marglýst velþóknun sinni me ðumsókn Gísla og m. a. sagt honum, að ekki yrði frekar auglýst starfið. Þetta fór þó á annan veg og á fundi Æskulýðsráðs 26. febrúar s. 1. lágu fyrir fimm umsóknir um starf Æskulýðs fulltrúa að undangeginni aug lýsingu bæjarstjóra þar um. í upphafi þess fundar upp lýsti frú Ingibjörg Johnsen, sem um áraraðir hefur starf að að æskulýðsmálum af al- kunnum dugnaði, og verið fulltrúi í ráðinu frá upphafi, að hún hefði verið að tala við bæjarstjórann í síma, og hefði hann lagt áherzlu á, að bæjarstjórn mundi að öllu fara eftir tillögum Æskulýðs ráðs um ráðningu Æskulýðs- fulltrúa. Fundargerð Æskulýðsráðs estmannaeyja 26. febrúar 1971. 1. Formaður tók fyrir um- sóknir um ráðningu æskulýðs fulltrúa í Vestmannaeyjum. Umsækjendur voru 5 talsins. Arnar Einarsson, Gísli Eyj- ólfsson, Trausti Eyjólfsson, Ingvar Viktorsson, Magnús Magnússon. 2. Talað var vítt og breitt um þessar umsóknir. Allir fundarmenn voru sammála um að sá maður, sem ráðinn yrði, verði ráðinn til 6 mán- aða reynslu. Varaformaður, Þorkell Sigurjónsson hélt því fast fram, að reglusemi væri nr. 1 hjá þeim, sem valinn yrði og voru allir fundar- menn því sammála. a. Næst * var gengið til at- kvæðagreiðslu um ráðningu umsækjenda. Atkvæði féllu þannig: Gísli Eyjólfsson, 4 atkvæði, Ingvar Viktorsson 2 atkvæði, Arnar Einarsson 1, Trausti Eyjólfsson 1, og Magnús Magnússon ekkert atkvæði. Með tilliti til undangenginn ar atkvæðagreiðslu, teljum Framh. á 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.