Fylkir


Fylkir - 17.04.1971, Blaðsíða 7

Fylkir - 17.04.1971, Blaðsíða 7
FYLKIR 7 Bæjarstjóra andmælt Framhald af 8. síðu. en víðasi; annarsstaðar, og í öðru lagi er tiltölulega meira um það í Eyjum en víðast hvar utan Reykjavíkur að menn stofni til félagasamtaka um atvinnurekstur sinn. Þetta hvorttveggja ætti auð- vitað að geta leitt til meiri hófsemi í gjaldaálögum á einstaklinga hér í Eyjum, en mcgulegt er í öðrum kaup- stöðum. En lítum á stað- í niðurstöðum sínum lagði Fylkir til grundvallar heild- arálagningu kaupstaðanna (útsvör-f aðstöðugjöld) og komu þá Vestmanaeyjar út með 73 millj. og 305 þús. kr. Samkv. útg. útsvarsskrá V'estm.eyja fyrir árið 1970, eru útsvör félaga kr. 7.288. 700,00 og aðstöðugjöld félaga kr. 14.219.600,00. Útsvör og aðstöðugjöld félaga eru því smntals 21 millj. og 508 þús- krónur það ár. Sé þessi vpphæð dregin frá hcildarsummunni, verða eft- ir 51 millj. og 797 þús. krón- ur. Ef þessari upphæð er svo deilt á íbúafjöldann, fæst kr. 10.209,00. Niðurstaðan verður því sú, að einstaklingar í Vestmanna eyjum greiða til kaupstaðar- ins nálega sömu meðal- gjöld á íbúa og aðrir kaup- staðir leggja að meðaltali á sína íbúa að viðbættum út- svörum og aðstöð'ugjöldum félaga. Útsvör og aðstöðu- gjöld félaga fær bæjarsjóður Vestmannaeyja því sem næst aukreitis ,sé miðað við aðra krupstaði. Hvað vill nú herra bæjar- stjórinn í Vestmannaeyjum annað gera en biðja afsök- unar á blekkingaspjalli sínu. ÞRIBJA; MM heldur áfram og segir: >,í ÞNðja lagi Ieggur Fylkir að jöfnu heildarálögur í fá- mennum kaupstöðum (eins og t. d. Seyðisfirði) annars- vegar og í Reykjavík hins- vegar . . (Leturbr. mín). Það er rétt, að fyrir margra hluta sakir er ekki réttlátt að hafa Reykjavík með í þess- um dæmum, en það er á all- an hátt til hagsbóta fyrir yf- irklór MM að svo sé. Lítum á dæmið án Reykjavík'jr. í skrá Fylkis kemur fram, 'að meðalálögur kaupstaðanna (Reykjavík meðtalin) er kr. 10.557,00. Að Reykjavík slepptri verður meðaltalið nokkru lægra, eða krónur 10.258,00. Ef Seyðisfirði er i líka sleppt, sem tæplega er I réttlátt vegna þess að ætla má, að svo smár kaupstaður þurfi á meira fé að halda á hvern íbúa en stærri byggðar löe. verður útkoman kr 10.341,00. Allt ber hér að sama brunni Magnús minn. FJÓRÐA og FIMMTA: i MM heldvr áfram og segir: „Þá tslur Fylkir að útsvör nafi hækkað hér meira í tíð núverandi meirihluta, en dæmi eru til um fyrr og síð- ar.“ (Leturbr. mín). Síðan gerir MM samanburð á hækk un gjalda í meirihlutatíð sjálfstæðismanna og í tíð nú- verandi meirihluta og fær allt aðrar niðurstöður. Og mig skal ekki undra það. Sannleikurinn er sá, að Fylkir hefur aldrei haldið bcssu fram, sem MM vísar íil Fylkir hefur einungis S3gt, að áætlun gjalda fyrir árið 1971 beri vott um stór- met í aukningu gjalda á einu ári miðað við kaupstaði lands ins fyrr og síðar. Það er at- hyglisvert í fyrsta lagi, að MM sleppir í samanburði sín um árinu 1971, einmitt því ár- inu, sem deilur hófust út af. í öðru lagi er athyglisvert að þarna er hann allt í einu kominn með aðstöðugjöldin í spi'ið, en hefur ekki mátt heyra þau nefnd fram að því. í þriðja lagi er meira en lít- ið hæpið að gera samanburð á þann hátt, sem MM gerir, vcgna bess, að þarna er um tvenna ólíka tíma að ræða, raoð ólíkum breytingum á groiðslu- og þjónustuskyld- rm kaupstaðanna, og forsend ur samanbvrðar eru því vart fyrir hendi. En við það, sem Fylkir hefur sagt, má gjarnan bæta þ'essu: í valdatíð Sjálfstæðis- flokksins voru álögur á ein- staklinga í Vestmannaeyjum í lágmarki kaupstaðanna. Ilækkanir gjaldanna voru þá hóflegri frá ári til árs en gerð ist á sama tíma í öðrum kaup stöðum landsins. Nú í valda tíð vinstri flokkanna eru á- lögur á einstaklinga í Eyjum í liámarki káupstaðanna og a. m. k. á árinu 1970 miklum mun hærri en þekkist annars staðar í kaupstöðum. MM vill blanda Alþingi í sakirnar og telur upp að svo og svo mörg prósent af út- gjöldum bæjarsjóðs séu beint ákveðin af Alþingi. Auðvitað er þetta rétt hjá MM. Þarna erhann einmitt kominn að því atriði, sem orsakaði óvenju I örar hækkanir gjalda í kaup stöðum landsins í meirihluta tíð sjálfstæðismanna, þ. e. auknar félagslegar kvaðir s/citaríélaganna fyrir tilstilli Alþingis. Meirihluti sjálfstæð ismanna sá bara um, að auk- j in útgjöld bæjarsjóðs komu I yfirleitt ekki eins harkalega niður á gjaldendum í Eyjum og almennt gerðist í öðrum lcaupstöðum. Og þó að félags legar kvaðir á bæjarsjóði Vestmannaeyja séu um þess- ar mundir þungar, þá eru þær auðvitað ekki þyngri en í öðrum bæjarfélögum og I ættu því ekki að orsaka meiri gjaldaálögur hér en annars staðar. Röksemda- færsla MM þar að lútandi er því haldlaus. TIL GAMANS. MM kvartar undan því, að Fylkir geri ekki greinarmun á áætlunum annars-vegar og raunverulegri álagningu hins vegar. Þarna segir MM ekki rétt frá. Allar þær tölur, sem Fylkir hefur nefnt, miðast við raunverulegar álögur og eru skjalfestar. Undantekning er þó fjárhagsáætlun ársins 1971 af skiljanlegum ástæð- um. Eg get ekki breytt frásögn af þeirri áætlun í frásögn af raunverulegum gjöldum, því að þau eru ekki fyrir hendi eins og allir vita. En ég get | sýnt fram á, hvers má e. t. v. vænta í þeim efnum. Það vcrður vitanlega ekki til að byggja á, þó að segja megi að niðurstaðan verði varla vit iausari en margt það, sem MM ber á borð. Áætlun útsvara í Eyjum fyrir árið 1970 var 43 millj. og 900 þúsundir kr. Raun- veruleg álagning varð 56 millj. og 691 þús. kr. Áætlun aðstöðugjalda 1970 var 14 millj. og 800 þús. kr., en á- lagning varð 16 millj. og 700 þús. kr. Heildaráætlun þess- ara gjalda var því 58 millj. og 700 þús., en raunveruleg álagning varð 73 millj. og 305 þús. krónur. Samanlögð áætlun þessara gjalda fyrir árið 1971 er kr 91 millj. (heildartekjur eru áætlaðar kr. 107 millj. — þar af beint úr vösum bæjarbúa kr. 95 millj. og 200 þús.). Ef nú eins stórstígar framfarir í skattpíningu verða hjá MM á þessc. ári og varð á síðasta ári frá því að áætlun var gerð og þar til lagt var á, þá verða þecsi gjöld 113,6 millj. króna í ár. Það er aldeilis kominn tími til að sjá að sér, herra bæjarstjóri. STÓRA TROMPIÐ. Loks skorar MM á Fylki að nefna þann kaupstað lands- ins, sem lægri útsvör leggi á meðalfjölskyldu en Vest- mannaeyjar, miðað við sömu tekjur. Þetta ætti að vera auðvelt, segir hann, ef hið minnsta mark væri takandi á fullyrðingum blaðsins. Hér vill MM sýnilega að svo sé á litið, að hann hafi slegið út stóra trompinu, þ. e. hann minnir á hinn opin- bera álagningarstaðal og frá vik frá honum, þar sem Vest mannaeyingar virðast standa vel í stykkinu. En í þessari áskorun MM er einnig falin stóra blekkingin, sem mun valda því, að þeir sem gleypa trompið ómelt í andstöðu við Fylki, munu einnig lenda í andstöðu við budduna sína, þegar þar að kemur. MM nefnir það ekki, að staðallinn er ekki miðaður við brúttótekjur, heldur svo- nefndar útsvarsskyldar tekj- ur. Það þýðir, að afstaða er tekin til breytinga á honum til eða frá, þegar útsvarsskyld ar tekjur að mati yfirvalda á hverjum stað, hafa verið fundnar. Ákvörðun frádráttar liða er æði misjöfn í kaup- stöðrm, þó að hún sýnist svip uð í aðalatriðum, og gildið fer ekki eftir fjölda þeirra. T. d. getur einn liður í sveit- arfélagi verið á við þrjá til fjóra í öðru o. s. frv. Þessu er öðruvísi farið með ríkis- skattinn og er þar ein af skýr ingunum á misræminu, sem oft verður vart við milli rík isskatta og sveitargjalda frá manni til manns og þó eink um milli sveitarfélaga. Með skýrskotun til þess, er sýnt hefur verið fram á, hef ég ástæðu til að nefna alla kaupstaðina, en ákveðnar tölulegar sannanir eru ekki fyrir hendi og þær verða vandfengnar, og það veit MM mætavel. KJARNI MÁLSINS. Hvernig sem á er litið verður niðurstaða þeirra um- ræðna, sem fram hafa farið þær, að Eyjabúar greiða til kaupstaðarins stórar fúlgur fjár á hvern íbúa, umfram það, sem annarsstaðar þekk- ist í landinu. Það er alveg sama, hvernig dæminu er velt; aðstöðugjöld með — að- stöðugjöld frá, félög með — félög frá, o. s. frv., o. s. frv. Allt ber að sama brunni. Fjárhagsáætlanir eru gerð- ar með þungum álögum. Þar er að finna fyrirheit um stór fé til sundlaugar — engin sundlaug fæst. Þar flæðir stórfé í malbikun _ ekkert er malbikað. Stórfé í skóla- hús — engin skólahús, Stór- fé í íþróttamannvirki úti og inni. Stórfé í eitt og annað, sem ekki gerist. Ýmsar eignir drabbast nið ur. Ein aðalbryggjan er að hrynja. Malbikuðu göturnar verða að urð. Áhaldahúsið ekki svipyr hjá sjón vegna vöntunar á endurnýjun tækja og verklegar framkvæmdir líða fyrir. Þannig mætti lengi telja. Bæjarsjóður innporterar stórfé umfram áætlanir og er samt svo illa staddur að sögn að maður þorir ekki að hafa eftir þær tölur, sem nefndar hafa verið þar um. Hver er ástæðan íyrir þessu öllu? Er glæpur að spyrja þannig? AÐ LOKUM. Þannig vill til, sem kunn ugt er, að mér hefur um stundar sakir verið falið að bera ábyrgð á efni þessa blaðs. Eg ber því fulla á- byrgð á öllum þeim greinum, sem blaðið birtir nafnlausar og mun svara fyrir þær, ef þurfa þykir sem eigin verk. MM og aðrir geta feimnis- laust beint máli til mín, ef þeir þeirra vegna telja sig þurfa að sletta úr klaufum pcrsónulegum skætingi. Þegar fyrirrennarar mínir við blaðið „2 ungir kennar- ar“ störfuðu ennþá, réðst MM og samstarfsmenn hans alloft að þeim á fremur ó- sanngjarnan hátt og stundum af furðulegum ódrengskap. Þeim var tíðum borið á brýn framburður órökstuddra full yrðinga og heimska í mál- fiutningi, og þá helzt þegar greinar þeirra voru skynsam lega rökfestar ádeilur á til- tektir MM og félaga hans við stjórnvöl bæjarmálefna. Þessi iðja þeirra MM og co. bar nokkuð góðan árangur og vafalaust af þeim sökum, sem áður hafa verið raktar hér í blaðinu. MM hrósaði sigri í kosningunum og nýt- ur nú valda sinna og notar þau. Hvort sérstök ástæða er til að fagna því, verður matsatriði eitthvað lengur. Eg skrifa ekki annað um þessi mál en það, sem hverjum venjulegum manni liggur í augum uppi að athug uðu máli. Hvort sú viðleitni verður nýtur þáttur í að upp- lýsa, að MM er ekki sá ein- stakur Sókrates í þessum efnum og hann vill sjálfur vera láta, mun varla skipta máli. Það upplýsist af sjálfu sér. Steingrímur Arnar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.