Fylkir


Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 6

Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 6
Fylkir 6 Frá landsfundi brigðisþjónustu til að tryggja sem bezt heilbrigði allra lands manna. Komið verði á sem víðtsekastri menntunaraðstöðu fyrir allt starfsfólk heilbrigð isþjónustu, svo full nýting fá ist a þeirri dýru aðstöðu, sem fæst með byggingu lækna- miðstöðva og sjúkrahúsa. Byggðar verði endurhæfingar og hjúkrunardeildir. Næsta stórátak verði gert í heilbrigð ismálum. Náttúru- og gróðurvernd. Leggja ber mikla og raun- hæfa rækt við náttúru- og gróðurvernd landsins, enda sé staðið vel á verði gegn hverskonar mengun í lofti, láði og legi. Markmiðið sé verndun umhverfis okkar til sjávar og sveita, svo að allir íslendingar geti notið þess jafnt í önn dagsins sem tóm- stundum, til að skapa sér auðugra og fegurra mannlíf. Jafnrétti til náms. Tryggja verður jafnrétti tii náms í samræmi við hæfileika og áhugamál hvers og eins, og sjá til þess, að fjárskortur, búseta eða aðrar aðstæður meini mönnum ekki fram- leiðslu hópsálna. Menntun er fleira en fræðsla um stað- reyndir. Hún á að auka mönnum skiining og víðsýni, byggjast á kristinni lífsskoðun og og miða að góðri sambúð sjálfstæðra einstaklinga í heilbrigðu samfélagi. Æskulýðs- og íþróttastarf. Lýst er yfir eindregnum stuðningi við frjálsa æskulýðs -bindindis- og íþróttastarf- semi, enda verður að telja eðlilegt, að slíku starfi verði komið á sem víðast um lands byggðina, og njóti fyrir- greiðslu sveitarfélaga og rík- isins. Styðja ber og vernda fjöl- skylduna og heimilið, kjöl- festu þjóðfélagsins. Leggja ber áherzlu á jafna aðstöðu karla og kvenna til menntun ar, starfa og launa. í upp- eldi og fræðslu barna þarf að stuðla að virðingu fyrir öllum störfum í þjóðfélaginu utan heimilisins og innan, og forðast einstrengingslegar hugmyndir um störf kynj- anna. Frjáls listsköpun. Frjáls listsköpun og óháð menningnrstarf er einkenni lýðræðis og andlegs þroska. Leggja ber kapp á að skapa iistamönnum lífvænleg starfs | skilyrði og öllum almenningi aðstöðu til að njóta listar, svo að hún verði eðlilegur þáttur daglegs lífs. Vísindr.- og rannsóknastarf. Vísinda- og rannsókna- starfsemi er vaxtarbroddur þjóðfélagsins. Þess vegna skal vinna skipulega að því að nýta hér á landi starfskrafta íslenzkra mennta- og vísinda manna, með því að skapa þeim viðunandi lífskjör og starfsaðstöðu, enda sé viður- kennt í x-eynd ,að launa beri menn að verðleikum og taka tillit til dugnaðar, hæfileika og menntunar. Viimumarkaður. Efla ber skilning á því með aðiL’m vinnumarkaðarins, að raunhæfar kjarabætur verði bezt tryggðar með aukinni framleiðslu, framleiðni og bættum viðskiptakjörum, jafnframt stöðugu verðlagi. Til þess að jákvæður árang j ur náist á þessu sviði, er vinnufriður grundvallarnauð syn. Endui-skoða ber vinnu- löggjöfina í samráði við sam- tök launþega og vinnuveit- enda Ber við þá endurskoðun m. a. að hafa í huga ný á- kvæði laganna, er tryggi rétt sáttasemjara til frestunar á boðuðu verkfalli eða verk- banni, ásamt öðrum ákvæð- um, er tryggi að til hins ýtr- asta verði reynt að ná sam- komulagi, áður en til vinnu- síöðvunar kemur. Stuðlað verði að því, að að- ilar þessir komi á með sér rammasamningum um sam- starfsnefndir með aukið at- vinnulýðræði í huga. Áfram verði unnið að vinnurannsókn um, hagræðingu og hag- kvæmni í rekstri fyrirtækja, auk hvetjandi launakex-fa, sem munu ásamt frjálsum samningum þessara aðila stuðla að réttlátri skiptingu þjóðai’tekna. Utanríkismál. Sjálfstæði lands og þjóðar verður bezt tryggt með traustri varðstöðu um tungu og menningu, samhliða eðli- legum samskiptum við aðrar þjóðir á sviði stjórnmála og j m'enningar. Kappkosta ber | góð samskipti á jafnréttis- ] gruntívelli við allar þjóðir, innan vébanda Sameinuðu þjóðanna, og leitast við að efla þar áhrif smáþjóða og aðstoð við þi’óunarlöndin. Áherzlu ber að leggja á sem nánust samskipti Norður landaþjóðanna. Öryggi landsins verði áfram tryggt með þátttöku í Atlants hafsbandalaginu og viðbúnaði til varnar í landinu, meðan ástand í alþjóðamálum, eink um í Evrópu og við N-Atlants haf, er með þeim hætti, að það teljist nauðsynlegt. -------O-------- Lantísfundur Sjálfstæðis- flokksins fagnar þeim árangri, sem náðst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar, en fyrir atbeina hennar hefur auðnast að draga úr afskipt- um ríkisins, en auka athafna frelsi einstaklinga. Rúmur áratugur er nú liðinn síðan mikilvægar efnahagsráðstaf anir voru gerðar til afnáms víðtæku hafta- og spillingar- kerfi. Síðan hafa miklar breyt ingar orðið í íslenzku þjóð- iífi, og nauðsynlegt er að að- laga stjórnkerfið á hverjum tíma að breyttum aðstæðum. Landsfundui’inn lýsir því yf- ir, að Sjálfstæðisflokkurinn muni því aðeins taka þátt í stjórnarmyndun að kosning- um afstöðnum ,að unnt verði að halda áfram á braut auk- ins frjálsi’æðis og dreifingar valtísins í þjóðfélaginu til þegnanna. Sjálfstæðisflokkur- i.xn mun beitp sér fyrir því, að það svigrúm, sem verð- stöðvunarlögin hafa veitt, verði notað til að halda verð bólgu í skefjum og gera ráð stafanir til þess að tryggja á- fram atvinnuöryggi og vax- andi hagsæld, og varðveita þá sterlcu stöðu þjóðarbúsins inn á við og út á við, sem nú hef ur skapazt. Landsfundurinn þakkar forustumönnum flokksins, sem leitt hafa sókn þjóðarinn ar til framfara siðasta ára- t' ginn, og lýsir því yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn muni ha’.da áfram að berjast fyrir þcim markmiðum, sem þeir hafa átt að leiðarljósi, fullu sjálfstæði og öi-yggi landsins, verntíun fiskimiða landgrunns ins, einstakingsfrelsi, íslenzkri þjóðmenningu og alhliða fram förum. Orðsending Bæjarstjóri er beðinn vel- virðingar á því, að lokasvör til hans verða að bíða næsta blaðs. i Sumaráæliun Herjóifs ákveðin Á fundi, sem samgöngu- i málaráðherra Ingólfur Jóns- j son, hélt s .1. þriðjudag með j forstjóra og stjórnarnefnd ] Skipaútgerðar ríkisins ,náðist j samkomulag um tillögu nefnd ! ar þeirrar, sem samgöngu | málaráðuneytið skipaði í vet ur til að gera tillögu um sem hagkvæmasta nýtingu m/s Herjólfs fyrir Vestmannaey- inga. Tillaga nefndarinnar var, eins og áður hefur verið skýrt frá i blaðinu, að yfir sumar mánuðina yrðu tekne.r upp daglegar ferðir með m/s Herj ólfi milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnai' 5 daga vikunn | ar, en skipið færi eina ferð til j Reykjavíkur og lestaði þá ! vörur ti! Eyja. Tillaga nefnd- arinnar var að þessar ferðir yrðu teknar upp frá og með 1. maí s. 1. En vegna mun rneiri seinkunar á afhendingu m/s Esju 'frá skipasmíðastöð inni á Akureyri en fyrirsjá- anlegt var þá, varð því ekki við komið. Hinsvegar er nú ákveðið að skipið taki upp þessar ferðir nú í þessum mánuði eftir að m/s Esja hef ur verið afhent og verða þá ferðirnar milli Eyja og og Þoiiákshafnar farnar á mið- vikvdögum, fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnutíögum. En á sunnudags kvöld fer skipið til Reykja- víkur og lestar vörur til Eyja á mánudögum. Frá Hinn 29. apríl verður lagt upp í síðustu Kanaríeyjaferð ina, sem Flugfélag íslands efnir til að þessu sinni. Alls efndi félagið til níu ferða til þessara sólarlanda s. 1. vet- ur og vor. Flugfélag íslands mun haida áfram fei’ðum til Kan- aríeyja næsta vetur. Fyrsta ferðin verðvr farin um miðj- an desember og síðan á 2ja vikna fresti, til 1. febrúar, en frá þeim tíma eru ráðgerð ar vikulegar ferðir til Kana- ríeyja. Aðra vikuna tii eyj- arinnar Gran Canaria en hina til eyjarinnar Tenerife. Segja má að vetrarorlofs- ferðir íslendinga hafi byrjað með fyrstu ferð Flugfélags ís- lands til Kanaríeyja 31. des. 1970. Síðan hafa verið farn- ar þangað orlofsferðir á 2ja | \ikna fi-esíi og cin þriggja j vikna ferð. Alls níu ferðir. til nýja sjúkrahússins í Vest mannaeyjum: Frá starfsfólki Hraðfrysti- | stöðvar Vestmannaeyja, á- j góði af dansleik. Kr. 13.400,— I — þrettán þúsund og fjögur j hundruð. — Með beztu þökk j um móttekið. Einar Guttormsson. Tgjgir í’egufído ef Reynslan, sem fengist hefir af þessurn fyrstu vetrarorlofs ferðum íslendinga er mjög góð. Flestar ferðirnar hafa verið þétt setnar og ferðafólk ið ánægt með dvöl sína syðra og ferðina í heild. Dvalið er á tveim stöðum á eyjunni Gran Canaria. í höfuðborginni Las Palmas, þar sem hægt er að í-eka um þrjá gististaði og á Playa del Inglés á suður odda eyjarinnar. Flvgfélag íslands mun taka upp þráðinn að nýju næsta vetur og verður efnt til fleiri ferða en í ár. Fyrst verður jólaferð og verður lagt upp frá íslandi hinn 16. desember. Þá verður nýjársferð og verður brottför frá íslandi 30 des. Síðan verða ferðir til Gran Canai’ia á tveggja vikna ivesti til aprílloka. Frá byrj- uix febrúar er einnig í ráði að taka upp ferðir til eyjarinn- ar Tenerife. Verða þá brott farir frá íslandi til Kanarí- cyja vikulega og getur ferða- fólkið valið um mun fleiri dvalarstað en áður. Á Gran Canaria hefir Flvgfélag ís- lantís gengið frá samningum við ný hótel og eigendur ferða mannaíbúða, svo að um fleiri gististaði verður að velja þar en í ferðum þeim, sem nú standa yfir. Gisting á Tene- rife er fyrirhuguð í nýbyggð- um íbúðum. Þess má geta, að Tcnerife er stærst hinna sjö Kanaríeyja og er næst fyrir vestan Gran Canaria. Nú þegar hefa margar far- pantanir borist í ferðir Flug- félags íslands til Kanaríeyja næsta vetur.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.