Fylkir


Fylkir - 21.05.1971, Qupperneq 1

Fylkir - 21.05.1971, Qupperneq 1
T$orhátíð 13. tbl. Að venju halda Eyverjar Vorhátíð um Hvítasunnuna, og| jverður þar margt til skemmtunar. Barnaskemmtun verður /í Samkomuhúsmu kl. 3 á Hvítasunnudag og kvöldskemmtunl 'kl. 8.30 um kvöldið. — Dansleikir hefjast á mi'ðnætti í báð-l Jum húsum og standa til kl. fjögur. Tvær hljómsveitir úr Reykjavík koma fram á hátíðinni, (auk nokkurra, þekktra skemmtikrafta. Ræðumaður á kvöld-' ^skemmtuninni verður ióhann Ilafstein forsætisráðherra. Vorhátíðin verður nánar auglýst næstu daga. n Reynslai dl vinstri stjórn Nú þegar gengið er til kosninga, er eðlilegt að kjós endur staldri við og íhugi hvaða stefnu þeir vilja marka í þjóðmálum með atkvæði sinu. Þeir, sem muna vinstn stjórnina hafa nokkuð til sam anburðar við það sem gerst hefur síðasta áratuginn. Vinstri stjórnin var á sínum tíma stofnuð með meira þing fylgi á bak við sig, en nokk- ur ríkisstjórn önnur, og hefði því mátt ætla að um sterka og langlífa stjórn yrði að ræða. En allt fór á annan veg eins og kunnugt er. Til þess að reyna að halda dýrtíðinni niðri greip vinstri stjórnin til þess ráðs, að setj ast á laun hinna lægst laun- uðu Dagsbrúnarverkamanna, jafnt og annarra og brengluðu kjör sjómanna með hlutfalls- lega lægra skiptaverði, en nokkurt dæmi er um bæði fyrr og síðar. Þrátt fyrir þessar harkalegu aðgerðir tókst vinstri stjórn inni verr en nokkurri ann- arri ríkisstjórn að halda verð bólgunni í skefjum. Og þeg- ar svo var komið að kaupgjald átti að hækka um 17 vísitölu- stig um haustið 1958, fór rík isítjórnin fram á við Alþýðu sambandið að það frestaði eða gæfi eftir töku þessara vísitölustiga. Þessu neitaði Alþýðusam- bandið og leiddi það til þess, eins og kunnugt er, að vinstn stjórnin sagði af sér, með hinni frægu yfirlýsingu þá- verandi forsætisráðherra, að stjórn hans sæi engin ráð til lavsnar vandanum fyrst laun þegasamtökin vildu ekki taka á sig þá kaupskerðingu, sem fram á var farið. Þetta eru staðreyndir, sem allir þekkja, sem nokkuð muna aftur í tímann eða kynnt sér hafa málin eins og þau gengu fyrir sig í tíð vinstri stjórnarinnar og þarf engan í sjálfu sér að undra þó að þannig hafi farið, pví allir vita um þá hagsmuna- streitu og það ósamkomulag, sam ríkir innan vinstri flokk anna og aldrei hefur verið meira áberandi en nú, er þeir ganga til kosninga í hvorki meira né minna en fimm and stæðum fylkingum. Vinsri stjórn bæjarmálanna. Ekki er eðlilegt, að þeir kjósendur, sem nú kjósa í fyrsta eða annað sinn, þekki hörmungarsögu þeirra einu vinstri ríkisstjórnar, sem hér hefur setið að völdum. Hinsvegar ættu þeir að í- huga sögu vinstri stjórnar | bæjarmálanna, sem hér var | stofnað til eftir kosningarnar | 1960. Vitað er, að útsvör voru j lægri hér i Eyjum fram að | þeim tíma, meðan að Sjálf- j stæðisflokkurinn réði, en í nokkrum öðrum kaupstöðum á landinu, og var þetta ljóst orðið um tand allt og iðulega rætt á fundum Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga. Svo er nú komið eftir að- eins rúmlega eitt kjörtímabil vinstri stjórnar á bæjarmál- unum, að Vestmannaeyingar munu í ár verða með hærri útsvör en nokkur annar kaupstaður á landinu. Dæminu er þannig alveg snú- ið við til óhagræðis fyrir bæj arbúa. Verið að eyðileggja lánstraust bæjarins. Áður en vinstri flokkarnir tóku hér við, eftir kosningarn ar vorið 1966, var Vestmanna eyjakaupstaður talinn einn fjárhagslega sterkasti kaup- staður landsins, sem stóð við skuldbindingar sínar gagn vart einstaklingum og lána- stofnunum, bæði utanbæjar og innan. Á þessu hefur því miður einnig orðið breyting. Greiðslum er að vísu enn nokkurn veginn haldið í horf j inu innanbæjar. En allt aðra sögu er að segja um skuldbind ingar bæjarsjóðs út á við. Þar virðast vera að safnast fyrir hættulegar óreiðuskuld- ii'. j Vanskil frá fyrra ári nema { á einu láni 5.3 millj. króna. | Á rniðju ári 1969 tók bæjar i sjóður 8 millj. króna lán til J aðeins tveggja ára hjá At- j vinnujöfnunarsjóði. Fulltrúar | Sjálfstæðisflokksins í bæjar- j stjórn vöruðu við þessari lán- I töku, þar sem ráðamenn bæj j arins gátu enga grein gert bæj arstjórn fyrir hvernig lánið ætti að greiðast upp á svo skömmum tíma og það auk þess fengið á fölskum for- scndurn, þar sem það var feng ið til greiðslu kostnaðar við lagningu innanbæjarkerfis vatnsveitunnar, sem búið var að leggja útsvör á bæjarbúa fyrir, en hinsvegar fyrirfram vitað að það yrði að mestu leyti notað til greiðslu óreiðu skulda, sem þá höfðu safnast fyrir. Reynslan hefur sýnt, að þessi aðvörun fulltrúa Sjálf- Frh. á síðu 2. Skólaslit Stýrimannaskólans Stýrimannaskólanum hér | var slitið s .1. laugarlag, 15. J maí og útskrifuðust 14 nem- | endur með fiskimannapróf 2. j stigs ,sem veitir skipstjórnar j rétt.intíi á islenzk fiskiskip | af hvaða stærð sem er og j hvar sam er. Lauk þar með I | 7. starfsari skolans. Hæstu einkunn á prófinu hlaut Atli Einarsson, Vest- mannaeyjum 170 1/3 stig eða 7,41, sem er ágætiseinkunn, en hæst er gefið 8. Annar var Sigurpáll Einarsson Grindavík með 169 1/3 stig eða 7,36, einnig ágætisein- kunn. Þriðji var Gísli Krist- jánsson Vestm. með 7,12, sem er mjög góð 1. einkunn, og þá Guðmundur Vestmann Ottósson, Neskaupstað, með 7,00. Hæstu einkunn í siglinga- fræði hlaut Sigurpáll Einars- son 45 1/3 stig af 48 mögu- legum. Nemendur og skólastjóri. Við skólaslitin var hæstu ncmendum veitt verðlaun fyr ir góðan námsárangur og á- stundun í námi. Einar Sigurðsson, útgerðar- maður, og frystihússeigandi hér hefur frá því árið 1966 gefið forkunnarfagran vegg- skjöld sem verðlaun fyrir hæstu einkunn og er fyrir- myndin alltaf sitthver mynd- in héðan frá sjávarsíðunni í Vestmannaeyjum. Afhenti Friðfinnur Finnsson skjöid- inn, en auk þess fékk Atli frá skólanum bókaverðlaun og síðar mun hann fá áletr- aða bókapressu Sjóvá og svo á Sjómanndaginn hin glæsi- legu verðlaun skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda _ VERÐANDA _ úrið. Sigur páll Einarsson fékk vandaða landabréfabók og fyrir hæstu einkunn í siglingafræði bók- ina Hafísinn. Verðlaun úr verðlaunasjóði frú Ástu Sigurðardóttur og Friðfinns Finnssonar fyrir sér staka reglusemi og ástundun Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.