Fylkir


Fylkir - 21.05.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 21.05.1971, Blaðsíða 2
2 FYLKIR <>00000000000000000000000000000 j I Ritnefnd: Steingrímur Arnai (áb.) Málgagn S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Prentsmiðjan Eyrún h.f. Ármann Eyjólfsson He.'gi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guðmundur Karlsson Auglýsin?ar: Steingrímur Arnar Sími 1620 OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Hvert tr vdl hjósenda vinstrí jlohhanna Reynslan af.. Við þær kosningar, sem í hönd fara hljóta kjósendur vinstri flokkanna að vera í enn meiri vanda en nokkurn- tíma áður. Fylking þessi er nú klofin í fimm ósamstæð flokksbrot, sem öll segjast stefna að því að sameina vinstri öflin, en gera það á þann furðulega hátt, að kljúfa sjálfa sig í smærri og smærri einingar. Þegar kjósandi, sem áður hefur fylgt vinstri stefnu í þjóðmálum ,gengur nú að kjörborðinu ,hlýtur hann að ienda í hreinum vandræðum, þar sem hann getur ekki haft hugmynd um hvaða þjóðmála stefnu hann er að marka með atkvæði sínu, og gildir einu hvaða flokk er um að ræða, sem hann annars viidi ljá at- kvæði sitt. Það eina, sem hugsanlega gæti sameinað vinstri flokk- j ana í framtíðinni og komið j vitinu fyrir þá, er að Sjálf- stæðisflokkurinn kæmi enn sterkari en áður út úr kosning unum 13 júní n. k. Ætla mætti að forystumenn vinstri flokkanna lærðu eitt- hvað nf því, og reyndu í fram tíðinni að haga sér eins og menn og hættu þeirri mold- vörpustarfsemi, sem nú á sér stað innan þessara flokka- og flokksbrota. Fyrir þjóðfélag- ið í heild væri þetta einnig heilbrigðast. Þá myndi hér með tíman- um verða aðeins um tvo flokka að ræða. Sjálfstæðis- j flokkinn annarsvegar og sam ! einaðan vinstri flokk hins- vegar. Stjórnmál eru þess eðlis, að kjósendur vilja vita fyrir fram hvaða flokk þeir eru að styðja til valda og hvaða þjóð málastefnu þeir eru að marka með atkvæði sínu. Þannig á þetta að vera og þannig er þetta þar sem lýðræðið hef- ur þróast í rétta átt. Margir smáflokkar leiða alltaf afsér spillingu og skapa óheilbrigð innbyrðis lirossa- kaup um framgang mála. Sé hinsvegar aðeins um tvo flokka, tvær þjóðmálastefnur að ræða, vita kjósendur fyrir- fram nákvæmlega hvað þeir eru að gera meo atkvæði sínu. í þessu felst einnig nauð synlegt aðhald fyrir ráðamenn þessara fiokka. Þeir verða allt af að vera sér þess meðvit- andi, að geri þeir eitthvað rangt, eða eitthvað sem al- menningsálitið vill ekki fall- ast á, verða þeir afdráttar- laust að víkja. Þeir eiga sér þá engrar undankomu auðið. Geta engum öðrum um kennt eins og nú á sér stað, en verða að standa algerlega á- byrgir gerða sinna gagnvart kjósendum þegar að kosning- um kemur. Einmitt í þeim kosningum, sem í hönd fara er hægt að skapa þennan stjórnmálagrundvöll hér á landi, með því að efla Sjálf- stæðisflokkinn. Þessu geta kjósendur ráðið við kjörborð ið og það eitt gæti orðið til þess að ráðamenn vinstri flokkanna hættu þeirri tog streitu, sem þar ríkir og létu sér slíka ábendingu kjósenda að kenningu verða. Framh. af bls. 1. stæðisflokksins var rétt. Meiri hluti bæjarstjórnar hefur ekki sýnt nokkurn lit á að endur- greiða lánið, ekki einu sinni vexti af því. Nema vanskil bæjarins frá fyrra ár i af þesu eina láni við Atvinnu- jöfnunarsjóð 5,3 millj. kr., auk dráttarvaxta og er auk i þess stór hætta á, að bæjar- sjóður verði út með nokkur hundruð þúsund krónur í máiafærslulaun, þar sem bú- ast má við, að sjóðurinn sjái sig tilneyddan til að afhenda það lögfræðingi til innheimtu þar sem hér er orðið sumpart um meira en ársgömul van- skil að ræða. Svipaða sögu mun því mið- ur vera að segja um fleiri lán kaupstaðarins og hafa þó út svarsálögur verið stórhækk- aðar á bæjarbúa ár frá ári og ekki staðið á innheimtu þeirra. Slík vanskil og slóða- skap. r meirihluta bæjar- stjórnar kosta bæjarbúa auð- vitað stórfé. Miíhikuiiarféð hirt — Engar framkvæmdir. Á það var bent hér í blað- inu fyrir nokkru, að framlag ríkisins af vegafé til gatna- gerðar úr varanlegu efni hefði í tíð núverandi bæjar- stjórnar numið rúmlega 9 millj. kr. og hefði að mestu verið hirt eða ráðstafað, án þess að um nokkrar malbik- unarframkvæmdir væri að ræða undanfarin nær fimm ár. öllum almenningi ama og leiðindum. Ríkisframlag til sund- hallarbyggingar, _ Engar framkvæmdir. Við afgreiðslu fjárlaga fyr- ir árið 1970 var tekin all á- litleg fjárhæð inn á fjárlög ríkisins til byrjunarfram- kvæmda sundhallarbyggingar hér í Eyjum. Hefði því mátt ætla að einhver hreyfing hefði komist á málið. En svo er ekki þrátt fyrir að bæjaryfirvöldum hefur staðið til boða fé úr ríkissjóði til byrjunarframkvæmda og þrátt fyrir almennan áhuga um málið, eins og fram kemur í áskorun s. ndlaugarnefndar og allra helztu félagasamtaka, sem birt er í Framsóknarblað inu 15. apríl s. 1. Það viðurkenna allir, að sundhalk.rmálið hefur dregist lengur en æskilegt er. En eftir að það liggur fyrir, að fjárveitingavald ríkisins hef- ur boðið fé til byrjunarfram- kvæmda, fer fimm ára afsök- un ráðamanna bæjarins, að ekki hafi fengist teikningar frá þeim arkitekt, sem falið var að teikna sundhöllina, að verða heldur léleg og ófram- bærileg. Hálfnað verk þá hafið er, segir máltækið og mættu ráða menn bæjarins gjarnan hafa það í huga í sambandi við þessa framkvæmd jafnt og aðrar. Eg hefi hér rakið reynslu Vestmannaeyinga af vinstri stjórn bæði í sam- bandi við bæjarmálin og stjórn landsins. Er það gert vegna þess, að Ijóst liggur fyrir, að þótt enginn þessara flokka vilji segja fyrir hvað þeir ætli sér eftir kosningarnar, haía þeir samciginlegt eitt markmið, að fella núverandi ríkisstjórn, sam ætla verður að leiða rnyndi til nýrrar vinstri stjórnar, og er af þeirri á- stæðu rétt að menn hafi í huga hvað gerst hefur þegar slíkt hefur borið að. GuSI. Gíslason. Skólaslii.... ÉCARÖ: Hamborgarar Folaidabuff Foiaidaguilos fiálföbjúgu Kpfbúðingur Sími 2444 Bæjarstjóri reynir í blaði sínu, Brautinni, að klóra yfir vanrækslu ráðamanna bæjar- ins í sambandi við malbikun arframkvæmdirnar með, stað hæfingum um að féð hafi svo gott sem allt verið notað til húsakaupa í vegstæði Skóla- vegar. Hér er auðvitað um hreinar blekkingar að ræða, eins og bókhald bæjarins og reikningar sýna, enda vita þeir víst bezt, sem þessar eignir seldu hvort þeir fengu greiddar 7 milljónir út í hönd þegar þeim var afsalað. Eftir stendur sú sorglega staðreynd, að þrátt fyrir ein- hvern bezta vélakost til mal- bikunar, sem nokkur kaupstað ur utan Reykjavíkur á ,hefur ekkei't verið malhikað liér síðau 1966. Þetta er rnergur málsins og hefur þessi vanræksla meiri- hluta bæjarstjórnar valdið Framliald af 1. síðu við námið hlaut Björn Al- freðsson, í þetta skiptið bók- ina Skipið, bók úr alfræði- safni AB. Við skólaslitin bárust skól- anum góðar gjafir. Bræðurnir Björn og Tryggvi Guðmunds- synir gáfu 15.000 krónur í minningarsjóð um foreldra sína, hjónin í Miðbæ Áslaugu Eyjólfsdóttur og Guðmund Eyjólfsson. Þeir bræður stofn uðu sjóð þennan með 50.000 kr. gjöf árið 1968, en hafa síð an á hverju ári bætt í sjóð- inn, auk þess sem fleiri aðil- ar hafa gefið til sjóðsins. Er hann nú með vöxtum nálægt 100.000 kr. og mun á næstunni verða gerð skipulagsskrá sjóðsins og standa vonir til að veitt verði úr honum á næsta ári. En tilgangur hans er að styrkja efnalitla sjó- menn til náms í Stýrimanna- skólanum í Vestmannaeyjum. Þá gaf Fri'ðfinnur Finnsson 2.500 kr. í verðlaunasjóð þeirra hjóna ,og er sá sjóður nú rúmlega 20.000 kr. en ár- lega eru veitt verðlaun úr sjóðnum til nemenda, sem sýna sérstaka ástundun og reglusemi við nám í skólan- um. Auk þessara sjóða eru við skólann sjóður Jóhanns Páls- sonar skipstjóra, sem hann gaf 10.000 kr. til við skólaslit in í fyrra, svo og tækjasjóður sem að stofnfé var gjöf hjón ?.nna í Gerði Sigurfinnu og S'efán Guðlaugssonar. Skólastjóri þakkaði þessar rausnariegu gjafir til skól- ans, en auk þess hafa skólan- u.m borizt margar minni gjaf- ir s?m vitna um góðan hug t. d. bókagjöf frá Guðrúnu Scheving, Heiðarhvammi, mynd frá Einari Hauk Eiríks- syni ,skattstjóra, svo og mynd frá stjórn DAS í Reykjavík, bókagjöf frá Magna Kristjáns syni, skipstjóra, á m.b. Barða Neskaupstað o. fl, Þakkaði skólastjóri þessar góðu gjaf- ir og velvild. Kennarar við Stýrimanna- skólann í vetur voru auk skólastjóra, Steingrímur Arn ar, Sr. Þorsteinn Lúther Jóns- son, Hermann H. Magnússon, Brynjúlfur Jónatansson, Örn Bjarnason, Jón Kr. Óskarsson Sigurður Ingi Ingólfsson, Hall grímur Þórðarson, Jón Einars

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.