Fylkir


Fylkir - 21.05.1971, Side 3

Fylkir - 21.05.1971, Side 3
FYLKIR son, Ólafur Jónsson, Sig- mundur Böðvarsson. í samvinnu við Matsveina- og veitingaþjónaskólann í Reykjavík var haldið mat- sveinanámskeið við skólann og útskrifuðust 7 matsveinar með full réttindi á flutninga- og fiskiskip 15. janúar. Að- alkennari var Sigurgeir Jó- hannsson matsveinn, en auk hans kenndu bóklegar grein- ar skólastjóri og Helgi Bern- ódusson kennari. Hinn 3. apríl útskrifuðust 13 nemendur með fiskimanna próf 1. stigs. Hæstu einkunn hlaut Þórarinn Ingi Ólafsson 7,04. Samtals hafa 34 sjómenn fengið yfirmannsréttindi á fiskiskipaflotann frá Stýri mannaskólanum hér á liðnum vetri. Skólinn hefur við þessi skólaslit gefið út 130 skírteini til 110 aðila. Nokkrar umsóknir um skólavist fyrir næsta vetur hafa borizt. Prófdómarar við fiskimanna prófin í siglinga.fræðifögunum voru Róbert Dan Jensson, Reykjavík, og Angantýr Elí- asson, skráningarstjóri, Vest- mannaeyjum. Auk þeirra dæmdu prófin: Einar H. Ei- ríksson, Einar Guttormsson, j Hörður Bjarnason, Kjartan B. j Kristjánsson, Einar Guðmunds son, Örn Aanes og J'ón Hjalta son hrl., sem var formaður prófnefndar. Próf matsveina dæmdi Magnús Guðmundsson bryti á Hrafnistu Reykjavík, en hann er fastur prófdómari við Matsveina- og veitinga- þjónaskólann í Reykjavík. Nöfn þeirra stýrimanna, er luku fiskimannaprófi 2. stigs: Atli Einarsson, Vestm., Björn Alfreðsson, Vm. Bragi Fannberg Vm. Eiríkur Þor- leifsson, Vm. Gísli Kristjáns son Vm, Guðmundur Guð- laugsson Vm., Guðmundur Matthíasson, Seyðisfirði. Guð mundur Vestmann Ottósson, Neskaupstað, Halldór Almars son, Vm. Hjörleifur Alfreðsson Vm., Kristján Adolfsson, Vm. Sigmar Þór Sveinbjörnsson Vm., Sigurður Magnússon, Vm., Sigurpáll Einarsson, Grindavík. FATÁSECÁPUR Óska eftir að kaupa tvö- faidan fataskáp. Upplýsingt ; í síma 1590, eftir kl. 6 á kvöldin. Herbergá óskasl' fi! feigu sem fyrsl. Uppiýsingar í síma 1858 á daginn Tímabilið 1. til 15. maí: 25 bátar voru með net og öfluðu 818 lesta í 101 róðri, 40 bátar stunduðu veiðar með troll og var afli þeirra 1185 lestir í 178 sjóferðum, en 8 rninni bátarnir fiskuðu 93 lestir á línu og færi í 30 róðr um. Samtals bárust hér á land á tímabilinu 2.145 lestir, en á sama tímabili í fyrra var aflinn 2.081 lest, svo þetta er annað tímabilið í vetur, sem skilar heldur skárri afla en í fyrra, seinni hluta janúar var líka lítið eitt skárri. Vertíðinni er skipt niður í hálfsmánaðartímabil og afli gefinn upp eftir hvert tíma- bil. Gæftir voru góðar síðasta hálfa mánvðinn. Mestan afla á tímabilinu höfðu: Andvari 104 lestir, Eyjaver 83 lestir, Viðey 82 lestir og Halkion 81 lest. Rýr vertíð. Heildarafli vertíðarinnar var 22.912 lestir, sem er minnsti vertíðarafli hér í Eyjum síðan 1961, en þá gaf vertíðin 18017 lestir. Aflinn féll úr 37217 lestum frá árinu 1960, svo þetta er ekki í fyrsta skipti, sem við fáum aflasveiflu sem þessa. Vertíðaraflin nsíðustu 6 ár- in hefur verið: 1970 39.034 lestir 1969 31.473 _ 1968 27.776 _ 1967 25.255 _ 1966 26,362 - 1965 38.445 _ MeðalaLi 5 efstu bátanna í vetur er 699 lestir, en var i fyrra 1157 lestir, en þá var Leó aílahæstur með 1282 lest- ir. Áleitnar spurningsr. Þótt samanburðvr meðal- afla 5 efstu báta gefi ef til vill ekki alveg rétta mynd af ástandinu, er þessi ver- tíð hin rýrasta um langt ára- bil og margur sjómaðurinn hlýtur nú að harma hlut sinn og vafalaust er mörg pyngja útgerðarmannsins létt þessa dagana. Margan manninn hlýtur sú umbreyting, sem orðin er frá fyrri vertíðum, að vekja til umhugsunar um, hvað sé að gerast á miðunum. Hvað veld ur því, að fiskur gengur ekki á venjulega fiskislóð hér við Eyjarnar til hrygningar? Eru það einhver óvenjuleg skil yrði í sjónum í dag, sem vaida. eða eitthvað, sem áður ur hefur gerzt, en okkur ekki verið ljóst, þegar það gerðist? Slíkar spurningar hljóta að gerast áleitnar og við þeim verðum við að fá svör vegna framtíðarinnar. Aflasveifla er ekki nýtt fyr- irbrigði, en við verðum að vita orsakir hennar og helzt verðum við að vita með nokkr um fyrirvara, hvenær hennar er von, svo að við verði brugð ið á réttan hátt. Þær gátur, sem náttúran Jeggur fyrir okkur, verða að- cins ráðnar með auknum rannsóknum og athugunum á fiskinum og hafinu hér í kring. Um lausnir þeirra ættu fiskifræðingar, haffræðingar og fiskimenn að sameinast, þá aðeins fáum við þau svör, sem okkur er nauðsyn á. Vnfaiaust myndi fastur, starfandi fiskifræðingur hér í Vestmannaeyjum, sem búin væri góð aðstaða til starfs, verða að miklu liði í rann- sóknum og til aukins og gagn kvæms skilnings milli fiski- manna og vísindamanna, en milJi þeirra er enn of langt bil. Aflaskýrslan: Eftirtaldir bátar öfluðu yfir 400 lestir á vertíðinni ,en þeir stunduðu veiðar ýmist með nct eingöngu, línu og net eða troll og net. Andvari lestir: 850 Sæbjörg 712 Huginn 683 Þórunn Sveinsd. 635 Hamraberg 622 Kristbjörg 616 Ver 575 Engey 554 Lundi 536 Elliðaey 531 Blátindur 528 Kópur 523 Hellisey 487 Leó 444 Gullberg 423 Sindri 419 Mars 414 Ófeigur II. 414 Eyjaver 413 Kap 409 Eftirtaldir trollbátar fisk- uðu yfir 200 lestir á vertíð- inni: Stakkur 276 Gullborg 274 Öðlingur 237 Haförn 205 Af minni bátunum var Bár- an langaflahæst, en hún fisk- aði 205 lestir, á líriu og færi, enda sjór stundaður af miklu kappi og dugnaði ,eins og þcirra bræðra var von og ví.sa. 1 Sumarið: 1 i Sumarúthaldið fer vel af stað. Afli trollbátanna hefur verið góður undanfarið og hafa margir komið með ágæt an ýsuafla, t. d. var Gull bergið með 52 tonn á mánu- daginn, mest ýsu. í morgun voru Baldur, I i Frigg, Stígandi, Blátindur og Eyjaver að landa, allir með á milli 20 og 30 tonn. Humarafli hefur verið ágæt ur bæði hér heima og austur í bugtum. Guðm. Karlsson. Kjörísterturnar vin sælu. SöSufruminn Sími 1126 Rjómaís með súkku- íaðidýfu og í boxum Sölufurninn Sími 1126 Til sölu LáiÉH triHubótur. Upplýsingar að Urðavegi 28 Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins að Vestmannabraut 25, er opin alla daga fró kl. 13 — 19 og 20,30 —22. Sími skrifstofunnar er 1344. Stuðningsfólk Sjólfstæðisflokks- ins er beðið að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst og veita upp- lýsingar um kjósendur, sem verða fjarverandi ó kjördag, — innanlands sem utan. - Upplýsingar um kjör- skró eru veittar í síma 1344. iandshoppdrœtti Sjdlfstsðisflohhsins Þeir, sem hafa fengið senda miða í Landshappdrætti Sjólfstæðisflokks ins, eru vinsamlega beðnir að gera skil til Steins Ingvarssonar ó Kosn- ingaskrifstofu Sjólfstæðisflokksins. í SAMKOMUHÚSINU. Skrifstofan er opin alla daga fró kl. 2 - 6 e. h. Síminn skrifstofunnar er 2233. \ \ \ ;.f • • Á7| , ' vnVA\w«i\,flnV-;AVw "ív$& » "\^ | Barnagæzla ítótTv q t. ti Stúlka 13 - 14 óra óskast í vist í í sumar. - Upplýsingar í síma 1118 fyrir hódegi.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.