Fylkir


Fylkir - 04.06.1971, Blaðsíða 8

Fylkir - 04.06.1971, Blaðsíða 8
Sjdvarútvegur er 09 veriur undir- stöðuaívinnuvegur þjóðarinnar En nýjar atvinnugreinar, - sfórvirkjanir og sfóriðja, " hljófa einnig að koma fii. Ljóst er að sjávarútvegur- inn verður enn um langa framtíð undirstöðuatvinnu- vegur ísiendinga. Hinsvegar er einnig ljóst, að ef nauð- synlegt jafnvægi og öryggi á að haldast í efnahagsmál- um, verða að koma til nýjar atvinnugreinar, sem eru ekki cins háðar sveiflum í sam- bandi við afla og verðlag er- lendis og sjávarútvegurinn er. Þetta hefvr Sjálfstæðisflokk urinn gert sér ljóst og hefur því verið að því stefnt í rík- isstjórninni, undir hans for- ustu ,að koma á fót nýjum atvinnugreinum. Stórvirkjun og stóriðja. Á árunum 1965 og 1966 var mörkuð ný stefna í íslenzkum atvinnumálum, þegar hafizt var handn við Búrfellsvirkj- vn og samningar gerðir við svissnesKa álfyrirtækið um byggingu álvers í Straums- vík. Ríkisstjórnin taldi þá þegar nauðsynlegt að auka fjölbreytni íslenzks atvinnu- J lífs og skjóta fleiri stoðum | Þar er að vísu um minna fyrirtæki að ræða en álverk- smiðjuna. En þetta fyrirtæki nrn þó skila verulegum nettó gjaldeyristekjum, sérstaklega þegar verksmiðjan hefur náð íullum afköstum. Fyrirhugaðar stóriðju- framkvæmdir. j Eins og kunnugt er, hefur i á undanförnum árum verið unnið mikið rannsókna- og undirbúningsstarf í sambandi við fyrirhugaða sjóefnaverk- smiðju á Reykjanesi. En þar ciu taldar sérstakar aðstæður j til byggingar slíkrar verk undir afkomu þjóðarinnar, en verið hafði, þó að á þeim tíma léki allt í lyndi við sjávarsíð- una og aflabrögð væru í há- marki. Fyrr en nokkurn varöi, kom glöggt í ljós, að stefna ríkisstjórnarinnar var rétt, þegar verðfall og . aflabrestur olli miklum skakkaföllum í þjóðarbúinu og á afkomu al- nennings. Stórframkvæmdir við Búrfell og í Straumsvík áttu verulegan þátt í því, að atvinnuleysið varð ekki til- finnanlegra en raun varð á, á árunum 1968 og 1969. Önnur stóriðjuframkvæmd hefur einnig orðið að veru- leika á því kjörtímabili, sem nú er að líða. Það er Kísil- gúrverksmiðjan við Mývatn. 11 millfarðar kr. ít framlciðslugfald\ og orkukaupi Framsóknarmenn og þó sérstaklega kommúnistar liafa að undanförnu reynt að blása því út, að álverk- smiðjan í Straumsvík sé baggi á íslenzka ríkinu og þjó'ðinni tii óþurftar. Sjórnarsndstöðuflokkarnir eru með þessum áróöri að reyna að breiða yfir furöulegheitin, fjarstæðu- kenndina og ílialdssemina í þeirri afstöðu sinni, að vcra á móti byggingu þessa fyrirtækis, þegar það mál var til urnræðu og afgreiðslu á Alþingi. En staðreyndirnar eru að sjálfsögðu á allt ööru máli en stjórnarandstaðan. Samningar við cigendur þessa fyrirtækis sýna tvennt: í fyrsta lagi að álverfð kemur til með aö greiða 4400 milljónir krónai í framleiðslugjald til íslenzka ríkisins á næstu 25 árum. Og í öðru lagi að raforku kaup þess frá Búrfellsvirkjun koma til með að nema tæpum 7000 milljónum á sama tíma. Samtals eru þetta um 11 milljarðar króna, mið- ; ð við núverandi aðstæður, sem er nær þrefaldur stofnkostnaöur Búrfellsvirkjunar. Þessíi' tekjur munu nægja til að’ endurgreiða á 15 árum öil lán vegnai Búrfellsvirkjunar með 7% vöxt- um. Almenningur getur svo dæmt um, hvort þarna hafi vei.'J um óhagstæða framkvæmd að ræða, þjóðfélags- lega séð. smiðju, vegna jarðhitans, sem þar er. Ekki er eingöngu talin hag- kvæm aðstaða til saltvinnslu þarna, heldur einnig til vinnslu á ýmsum öðrum efn- um, vandfengnum og dýrum. Talið er að hagkvæmni og vaxtarmöguleikar sjóefna- vinnslu mvni aukast mjög, ef olíuiðnaður kæmist á hér á landi. Nú þegar er hafinn und irbúningur könnunar á þeim möguleika, að hér verði kom ið á fót olíuhreinsunarstöð. Fullvíst þykir, að sjóefna- vinnsla myndi skila veruleg- urn gjaldeyristekjum þegar í upphafi, og mjög miklum, þegar verksmiðjan fullbyggð, hefði náð þeim endanlegu af- köstum ,sem áætlanir gera ráð fyrir. Kyrrstöðumenn. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa á Alþingi verið andvígir hugmyndum ríkisstjórnarinn ar og stjórnarflokkanna um stóriðjuframkvæmdir, og má það teljast alveg furðuleg í- haldssemi nú í lok tuttugustu aldarinnar, þegar iðnaður og tækniþróun er að verða alls- ráðandi. Upphitun húsa með rafmagni getnr orðið ódýrari en olíu- kynding í samræmi við tillögu, sem íulltrúar Sjálfstæðisflokksins báru fram í bæjarstjórn og fengu þar cinróma samþykkta samþykkti Alþingi eftir til- lögu minni og Jóns Árnason- ar, alþingismanns, heimild til handa ríkisstjórninni, að sslja Rafveitu Vestmannaeyja sæstrenginn milli lands og Eyja og línuna úr Landeyja- sandi upp að Hvolsvelli. Var um það rætt í bæjar- sljórn ef þetta tækist, að stcfna að almcnnri hitun húsa hér í Eyjvm með rafmagni, s:m þá yrði selt á því verði, að um lækkun hitunarkostn- aðar yrði að ræða, miðað við olíukyndingu. Þegar í vetur voru teknar upp viðræður við Raforku- málaráðuneytið og fulltrúa Rafmagnsveitna ríkisins um yfirtöku þessara mannvirkja og hefur þessum viðræðvm verið haldið áfram og má scgja að þær séu vel á veg komnar. í lögunum um Landsvirkj- | un er meðal annars gert ráð j fyrir sölu á rafmagni beint til rafveitna sveitarfélaga og er ætlun Rafveitu Vestmanna eyja að semja beint við Lands j virkjun um kaup á rafmagni ef af yfirtöku framangreindra mannvirkja verður. Ef svo fcr ætti rafveitan sjálf að geta ráðið, hvað mikla orku hún kaupir á hverjum tíma og gæti hún þá hagað dreifingu orkunnar bæði til hitunar húsa og annarra þarfa á þann veg að scm bezt kæmi út fjárhags- lega fyrir byggðarlagið í heild. En til þess að losna við Raf- magnsveitur ríkisins, sem millilið, verður Rafveita Vest mannaeyja annað hvort ein, eða í sameign við aðra aðila, að taka á sig að leggja línu frá Hvolsvelli upp að Búr- fellsvirkjun. Hér er um fram kvæmd að ræða, sem í upp- hafi kostar nokkurt fé, en mun borga sig mjög fljótlega og margborga sig þegar fram í sækir. Fyrir framtíð byggðarlags- ins er hér um stórmál að ræða, sem ábyggilega verður íbúum þess til aukins hag- ræðis, sérstaklega eins og mál virðast ætla að þróast, að olíu verð fari stöðugt hækkandi. Guðl. Gislason. Cisti Siál$sia>ðis$l. er V-listi

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.