Fylkir


Fylkir - 11.06.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 11.06.1971, Blaðsíða 2
2 FYLKIR oooooooooooooooooooooooooooooo Málgagn S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Prentsmiðjan Eyrún h.f. Ritnefnd: Steingrímur Arna: (áb.) Ármann Eyjólfsson He’gi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guðmundur Karlsson Auglýsin°ar: Steingrímur Arnar Sími 1620 ooooooooooooooooooooooo RÁÐAMENN VINSTRI FLOKKANNA ÞURFA AÐ FÁ ÁMINNINGU í ÞESSUM KOSNINGUM Áður en kjósendur ganga að kjörborðinu á sunnudag- inn kemur, vilja þeir vafa- laust vita, hvaða stefnu í þjóðmálum þeir veita braut- argengi með atkvæði sínu. Enda eiga þeir fullan rétt á því. Eins og nú er ástatt geta þeir kjósendur, sem stutt hafa vinstri flokkana svo- kölluðu, á engan hátt gert sér grein fyrir, til hvers stuðning ur við þessa flokka kann að leiða að kosningum loknum. þetta á við um þá alla jafnt Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir því á s. 1. hausti, að vinstri flokkarnir og flokks- brotin tóku upp viðræður sín í milli um sameiningu þeirra ailra, þ. e. hugsanlega mynd- un eins vinstri flokks. Sennilega hefur aldrei ver- ið viðhafður annar eins hrá- skinnaleikur í íslenzkum stjórnmálvm og í þessum við- ræðum og kringum þær, þar sem forustumenn hvers flokks íyrir sig sátu á svikráðum við viðsemjendur sína og inn- byrðis hver við annan. Raun- ar voru tilraunir þessar fyr- irfram taltíar dauðadæmdar af flestum. Og sá varð líka endirinn. Síðar hófust ámóta viðræð- vr milli Hannibalista og heimings Framsóknarflokks- ins. Þær fóru einnig út um þúfur, enda upp teknar án samráðs við stjórnarmenn Framsóknar af mönnum inn- an þess flokks, sem ekki höfðu talið frama sinn nægi- legan á stjórnmálasviðinu. Þeir sem trúa á entíurreisn vinstri stjórnar í landinu, hafa enga tryggingu fyrir, að slíkri stjórn yrði komið á, þótt þessir flokkar fengju j til þess nægilegt þingfylgi. j Fins cr vitað að þcssháttar [ stjórn myndi t.æplega verða | langlíf, eins og sambúðin er j milli forustumanna. Innbyrðis togstreita og ó- samlyndi milli ráðamanna j vinstri flokkanna getur aldrei I leitt til annars en ófarnaðar | fyrir þjóðina í heild, ef þeir fengju stjórn landsins í sínar hendui'. En það en hægt, einmitt í l, þessum kosningum, að knýja foringja vinstri flokkanna til að haga sér framvegis eins og menn og hætta persónulegum erjum og ásteitingi hver í ann ars garð, sem síðan leiðir til klofnings á klofning ofan. Þetta geta kjósendur gert rneð því að efla Sjálfstæðis- flokkinn til áframhaldandi for ustu um málefni þjóðarinnar. Það væri eina raunhæfa á- minningin til ráðamanna vir.stri flokkanna. Slík áminn- ing gæti leitt til þess, að í framtíðinni yrði hér aðeins um tvær stefnvr eða tvo flokka að ræða, sem kjósend ur gætu þá valið á milli — stutt eða hafnað á víxl — eftir ástæðum og mati á i stjórn þjóðmálanna í það og j j þr'ð skiptið. Harkaleg áminning kjós- j I , 1 | cnda til ráðamanna vinstri ílokkanna í þessum kosning- um er eina leiðin til að koma framangreindu skipulagi á. Ef það gerist ekki, er það eins víst og nótt fylgir degi, að deilurnar og rifrildið milli þessara stjórnmálamanna halda áfram um ófyrirsjáan- lega framtíð. OCiósutn V-listann Forusto Sjdlfstœðisflohhsins Framliald af 1. síðu. rikisstjórn 1959, og var þá aftur tekið til að vinna skipu lega að landhelgismálunum og á mannsæmandi hátt, und ir forustu Sjálfstæðisflokks- ins. Einstakur stjórnmálasigur. Það kom því í hlut ríkis- stjórnar, Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokks- ins, undir forsæti Ólaís Thors árið 1961, að tryggja viðurkenningu Breta á 12 mílna fiskveiðilögsögunni. í samkomulagi við Breta frá 1961 fólst m. a. það, að þeir viðurkenndu 12 mílna fiskveiðilögsögu íslendinga, Þeir samþykktu enn frekari I útfærslu hennar til svæða, sem vinstri stjórnin hafði van rækt. Sá útfærsluauki leiddi til 20% stækkunar á aukn- ingunni frá 1958. 1970 og 1971. Eitt síðasta verk Bjarna Benediktssonar, forsætisráð- hcrra, var að skipa nefnd með fulltrúum allra þingflokka ti að vinna að undirbúningi til- lögugerðar á Alþingi um frek ari útfærslu fiskveiðimark- anna. Og á þessu ári gerði Al- þingi afgerandi samþykkt í . landhelgismálinu að tillögu | ríkisstjórnar Jóhanns Haf- j stein. Fram skal hs.iida af einurð, en. lægni. Af þeim staðreyndum, sem nú hafa verið raktar, má sjá, að strax að lokinni síðustu heimsstyrjöld var undir for- ustu Sjálfstæðisflokksins haf- in sókn til að tryggja vernd- un fiskimiðanna og sp.mþykkt lög, sem aðgerðir í þessu efni hafa síðan byggzt á, þar á meðal allar útfærslvr fisk- veiðilögsögunnar. Lögin mæla fyrir urn ó- skoraðan eignarrétt íslend- inga á landgrunninu og rétt þeirra til að vernda fiskimið in yfir því og til að grípa til nau.ðsynlegra ráðstafana í þeim tilgangi, þegar á þarf að halda. Ef sókn erlendra fiskiskipa á íslandsmið eykst að ráða á næstunni, kann að verða ó- hjákvæmilegt að færa fisk- veiðilögsöguna út, fyrirvara- laust. Af þeirri ástæðu meðal annars hefur Sjálfstæðisflokk urinn ekki viljað binda hend- ur þjóðarinnar með tímasetn ingu næstu útfærslu. Feli þjóðin Sjálfstæðis- flokknum áframhaldandi stjórnarforustu eftir þessar kosningar, mun hann beita sér af einurð en lægni til að koma fram þessu stærsta hagsmunamáli íslendinga; verndun fiskimiðanna og nýt- ingu þeirra í þágu þjóðar- innar. fleiri kjósa eyja Fra SjaSfstæðis- kvennaféBaginu Eygló Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló hélt fund að Hótel Hamri miðvikudaginn 9. júní s .1. Fundurinn var mjög vel sóttur. Forma’ður félagsins, frú Ingibjörg j Johnsen, bauð konur vel- I komnar og stýrði fundin- ! um, \ Formaður sagði frá 19.. landsfundi Sjálfstæðis-1 fiokksins, sem haldinn var í Reykjavík 25. til 28. apríl s, I. Frú Jóhanna Valdimars [ dóttir sýndi snyrtingu við mikla ánægju fundar- kvenna, og Sigurður Grét- ar Benónýsson sýndi hár- greiðslu me’ð hártoppum og hárkoilum, með sinni sérstöku leikni. ' Síðan voru bornar fram [ kaffiveitingar. Sjálfsæðiskvennafélagið ■ Eygló vill livetja allt stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins til að kjósa [ snemma á kjördegi . Stjórnin. Sjálísfæðisíélögin í Vestmannaeyjum verða með kaffiveitingar í Sam- komuhusinu á kosningadaginn fró kl. 10 órdegis. Allir velkomnir. Tílkynninci um aikvæðagreiðslu Atkvæðagreiðsla um lokun á- fengisútsölunnar í Vestmannaeyj- um fer fram sunnudaginn 13 júní og hefst kl. 9 árdegis. Kosið verður í tveimur kjördeiid um og er fyrsta kjördeild í Akó- geshúsinu en önnur kjördeild í húsi K.F.U.M.&K. Niðurröðun í kjördeildir verður hin sama og við Alþingiskosning- arnar og lýkur atkvæðagreiðslu á sama tíma. Vestmannaeyjum 9. 6. 1971, Bæjarstjóri.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.