Fylkir


Fylkir - 11.06.1971, Blaðsíða 6

Fylkir - 11.06.1971, Blaðsíða 6
FYLKIR Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Þorsteins Gíslasonar, skipstjóra. Lilja Ólafsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Erna Þorsteinsdóttir, II Ida Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Ólafur Þorsteinsson, Finnbogi Ólafsson, Tómas Guðmundsson, Yngvi Guðnason, Eygerður Jónasdótir, Sigríður Þórðardóttir, og barnabörn Beztu þakkir fyrir gjafir, hlýjar kveðjur og árnaðaróskir í til- efni af 70 ára afmæli mínu þann 6. júní s. 1. Traust stjórnarforusta... Framhald af 5. siðu. öll hefur reynslu af vinstri stjórn. Það er kjósendum til varnaðar nú, þegar rætt er um fyrirhugaðar viðræður vinstri flokkanna eftir kosn- inger, með það fyrir augum, að mynda vinstri stjórn. En það var ekki aðeins laun þegum, sem vinstri stjórnin var slæm. Hún var slæm þjóðarheildinni. Hún var s!æm fyrir framtíðina, því hún safnaði skuldum. Hún stöðvaði atvinnuvegina. Hún hljóp frá borði, þegar mest á reið. Eins og forsætisráðherra hennar sagði, var þjóðin á barmi hengiflugs. Verðbólgu- alda var skollin yfir og ekk- ert samkomulag um nein úr- ræði þjóðfélaginu til bjarg- ar. Og forsætisráðherra sagði af sér fyrir hönd síns ráðu- neytis. Ekki aftur. Þannig er reynslan af þess- urn svonefndu vinstri flokk- um, sem nú biðla til þjóðar- innar um atkvæði, og reyna að telja kjósendum trú um að þjóðinni verði vel borgið, kom ist þeir til valda. Það er von- andi að sú gæfa fylgi fram- tíð lanös og þjóðar, að forð- að verði frá þeim ömurleika, sem af nýrri vinstri stjórn myndi leiða. ísleikur Jónsson. Bifreiðaeigendur ! FRÁ SJÁLFSBJÖRG: Fundur verður haldinn laugardag- inn 12. júní kl. 2 e. h. í Oddfellow- húsinu við Heimagötu. Mætið stund- víslega. Stjórnin. Mænusóttarbóluselning fyrir fullorðna fer fram í heilsuverndarstöðinni, að Arnardrangi. Síðasti dagur ■ dag. Iljólbarðar fyrirliggjandi. Skrifstofuslarf Öskum eftir að ráða stúlku til starfa á skrifstofum kaupstað arins í sumar, um framtíðar- starf getur verið að ræða. Skriflegar umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 12. júní. Upplýsingar um vinnuna gef- ur bæjarritari, sími 2013. Bæjarstjóri. Ufsvarsgjaldendur Vesfmannaeyjum Héraðslækrúr. H. Sigurmundsson, h.v. FRÁ SJÓMANNADEGINUM Þeir njóta gó'ðsi veðursins og þess sem fram fer á túninu. FRÁ VINSTRI: Stefán á Sléttabóli, Guðmundur í Heiðardal, Guðjón á Lögbergi, og Guð- mundur á Háeyri. Hinn 1. júní s. I. var síðasti gjalddagi fyrirframgreiðslu upp í útsvar þessa árs og eiga allir út- svarsgjaldendur nú að hafa greitt 60% af útsvari síðasta árs. Lögtaksúrskurður fyrir ógreidd- um fyrirframgreiðslum verður kveðinn upp á næstunni. Minnt er á, að því aðeins kemur útsvar þessa árs til fulls frádrátt- ar við álagningu næsta ár, að skil séu gerð á fyriframgreiðslum. UTSVARSINNHEIMTAN SÍMI 2014. FRÁ SJUKRAHÚSSSJÓÐI K./F LÍKNAR: Þákkum innilega hjónunum Málfríði Matthíasdóttur og Sigurði Ólafssyni, fyrir liöfð- inglega gjöf 10.000,- til sjúkra hússsjóðs. Bókasaf nið: Lokað óákveðinn tíma J (sumarlokun). Auglýst er útlán liefjaist aftur. Bókavörður.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.