Fylkir


Fylkir - 02.07.1971, Blaðsíða 1

Fylkir - 02.07.1971, Blaðsíða 1
23. -árg. Veestm.eyjum 2. júlí 1971 17. tbl. Máigagri Sjálfsræðis fíokksins *g>ii Bœjnrsíjéri í einní gryfjunni enn Aðalkosningablað Brautar- innar 12. júní si'ðastliðinn, síðasta blað bæjarins fyrir kosningar, gerir mér þann heiður að helga mér persónu lega og skrifum mínum í Fylki að undanfórnu tvær eða þrjár greinar. Og það er bæjarstjórinn sjálfur, sem skrifar. Einhver hefði nú von að, að bæjarstjóri teldi sig hafa öðrum hnöppum að hneppa um það leyti. í einni þessara greina minnir MM á ummæli Fylk- is frá í vor, þess efnis, að vatnsveituframkvæmdir hér hefðu ekki verið eins þung- ur baggi á bæjarsjóði og ráðamenn hafa stundum gef ið í skyn. Síðan hafi Fylkir heitið því að rökstyðja þá skoðun síðar. Síðan segist MM hafa beð- ið í ofvæni eftir þessum rök- stuðningi mínum og spyr loks hinn hróðugasti: „hvað dvel- ur Orminn langa?" Einkum þriðji liðurinn. Það er rétt, að frekari um- ræður um þetta efni hafa dregizt úr hömlu hjá mér, og liggja til þess ýmsar ástæð- ur. í fyrsta lagi fóru Alþing- iskosningar í hönd og önnur umræðuefni aðkallandi, en blaðakostur rýr . í öðru lagi vorum við MM búnir að karpa svo mikið um ýms efni, að gjarnan mátti verða smáhlé á því. í þriðja lagi vissi ég, að MM er snillingur í að snúa upp á annarra manna tölu- legar ályktanir, þó rökréttar séu. Þess vegna lagði ég fyr ir hann smágildru í 14. tbl. Fylkis, eimitt með þetta efni í huga. Og hann fellur svo vandlega í hana að einstakt má telja af jafn slyngum á- róðursmanni og MM óneitan- lega er. AEIt á somo stað. í sama blaðinu og hann j innir eftir rökstuðningi mín- um, svarar hann sér sjálfur I svo rækilega, að ekki verður i á betra kosið, — og það á forsíðu blaðsins. Þar segir I frá framkvæmdum bæjar- sjóðs 1970 í þeim anda, sem um var beðið í 14. tbl. Fylk- is. Sú upptalning Brautarinn ar orkar þó tvímælis að sumu leyti, en það er önnur snga. Þetta svar MM sjálfs er af- dráttarlaus játning hans lút- andi því, a'ð skoðanir mínar á þessu umrædda efni eru á rökum reistar. Maður skilur ekki eftir hverju MM var að bíða. Hann hefur greinilega vitað þetta allan tímann. Á barminum. Forsíðugrein Brautarinnar 12. júní s. 1. segir frá því, að kostnaður við vatnveitufram kvæmdir hafi á árinu 1970 numið 20,9 milljónum króna. Þar af greitt af ríkissjóði 7,5 milljónir króna. Mismunur er því 13,4 millj .kr., sem gæti verið útlagt fé bæjarsjóðs til vatnsveituframkvæmda á ár- inu — í hæsta lagi. Tekjur bæjarsjóðs Vest- mannaeyja á árinu 1970 af útsvörum og aðstöðugjöldum eingöngu voru 73 millj. og 305 þús. krónur. Þegar 13,4 millj. króna hafa verið dregn ar frá, eru eftir 59 milljónir og 905 þúsund krónur, sem Framhaild á 5. síðu. Þakkir færðar Frambjó'ðendur Sjálfstæðisflokksins £ Suðurlands- kjördæmi þakka öllum stuðningsmönnum D-listans drengilegan stuðning við Alþingiskosningarnar 13. júní s. 1. Að þessu sinni höfðu andstæðingar Sjálfstæð- isflokksins uppi mikinn áróður gegn sjálfstæðisstefn- unni og ríkisstjórninni, sem Sjálfstæðismenn hafa veitt forstöðu í nærri 12 ár. Stjórnarandstæ'ðingar hétu því í kosningabaráttunni að veita þjóðinni betri lífs- kjör, ef þeir fengju völdin, að kosningum loknum. Þótt allir hafi nú atvinnu og góða afkomu, munu ýms- ir hafa trúað loforðum stjórnarandstæðinga um batn- andi hag almenningi til handa. Eíkisstjórnin missti meirihlutann, stjórnarandstað- an fékk hreinan þingmeirihluta, eða 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur eigi að síður trausta stöðu, bæði hér í kjördæminu og yfir allt landið. Sú staðreynd eykur bjartsýni og gefur vissulega góðar vonir um framtíðina, þótt bliku hafi dregið á loft um stundarsakir. Gerum allt, sem í okkar valdi stendur til þess, a*ð góður málstaður megi sigra og þjóðarhag- ur eflast. Fyrir hönd frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæini. INGÓLFUB JÓNSSON. Alögð útsvör og að - stöðugjöld 105 millj. og 386 þús. króna Skrá um útsvör og aðstöðugjöld í Vestmannaeyjum 1971 var togo ira.m miðvikudaginn 23. júní. HeiidarupphæÖ útsvara S^m jatnað var niður að þessu sinni, nam kr. 82.757.900,00 á l.VÖU gjaldendur, emstaklinga og félög. ^oscoðugioid greiða 283 aöiiar, og nemur upphæð að- sioougjalda alls kr. 22.027.900,00. beinar ráðstófunartekjur bæjarsjóðs Vestmannaeyja, þær er íyrirsjáaniegar eru, munu því á þessu ári nema að minnsta kosti iM miilj. og 6ö2 þús. króna, eóa um þrjátíu þúsund og sex hundruo krónum á hvert mannsbarn í bænum. EFTIBTALDI AÐILAB BEBA HÆST ÚTSVOE: A: Einstaklingar: 1. Arnoddur Gunnlaugsson, útgeröarmaður Kr. 44b.7Uu,uo 'A. Jón Hjaltason, logmaöur ............................ _ Sötf.000,00 á. Kmii Andersen, útgeröarmaður ................ — 336.200,00 4. Sigmund Johannsson, ettirlitsmaöur ........— 3U5.ö0U,U0 0. Kristjan Hallgrimsson, lyfsaii .................... _ Z29.5UU,UU b. ttigmunaur Andrésson, bakari ................ _ 2'áö:á00,00 'i. Porsteinn Sigurösson, framkvæmdastjóri — 193.100,00 ö. Jon Valgarö Guðjónsson, skipstjóri .... _ 192.800,00 9. uretar Þorgilsson, útgerbarmaöur ............ — 185.100,00 ÍU. Trausti iiyjoiisson, lorstjori ........................ — 171.300,00 B: Félög: i. isléiag Vestmannaeyja h. i..................... kr. 4.633.100,00 2. v ínnsiustooin n. i..................................... _ 1.365.100,00 ó. Gunnar Olaísson & Co. h. f..................... _ 479.900,00 Leó h. i.........................................................-----378.900,00 5. Einar Guðmundsson h. f............................ _ 342.100,00 6. Smiður h. i................................................. _ 325.t00,00 V. Haraldur Kiríkssoix h. í............................. _ 264.200,00 'ó. Arsæii Sveinsson d. b............................. _ 261.400,00 9. Dráttarbraut Vestmannaeyja h. f......... _ 244.200,00 10. Huginn h. i..................................................... _ 242.200,00 MÆSTÚ ADSTÖÐUGJÖLD GEEIÐA: A: Einstaiklingar: 1. Kristjan Hallgrímsson, lyfsali ................ kr. 202.000,00 2. Sigurður Þórðarson, útgerðarmaður ........ _ 200.000,00 3. Björn Guðmundsson, kaupmaður ............ _ 188.600,00 4. Hallberg Halldórsson, kaupmaður ............ _ 180.000,00 5. Ingólfur Theódórsson, netagerðarm......... _ 172.500,00 6. Helgi Benediktsson, kaupm., d.b............. _ 131.200,00 7. Axel 00. Lárusson, kaupmaður ................ _ 99.300,00 8. Finnbogi Friðfinnsson, kaupmaður ............ _ 99.100,00 Frh. á 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.