Fylkir


Fylkir - 02.07.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 02.07.1971, Blaðsíða 2
2 FYLKIR oooooooooooooooooooooooooooooo ‘f lölj 'LWf * Bitnefnd: Steingrímur Arnai (áb.) Ármann Eyjólfsson Helgi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guðmundur Karlsson Málgagn S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Prentsmiðjan Eyrún h.f. Auglýsingar: Steingrímur Arnar Sími 1620 ooooooooooooooooooooooooooo<>oo Urslit kosninganna — Vinstri stjórn Úrslit kosninganna 13. júní s. 1. sköpuðu nýtt viðhorf í stjórnmálum landsins. Stjórnarandstaðan, sem áð ur var, það er Framsókn, kommúnistar og flokkur Hannibals Valdimarssonar, fengu hreinan þingmeiri- hluta, eða 32 þingmenn. Þess ir flokkar gagnrýndu mjög stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og fleiru og töldu, að margt mætti betur fara og lofuðu stefnubreyt- ingu og umbótum á ýmsum sviðum. Út á þetta juku þeir fylgi sitt. Verður því að ætla ,að úr- slit kosninganna leiði til þess að mynduð verði vinstri stjórn á ný hér á landi, enda umræður um það efni þegar í fullum gangi. Ekki er því þó að neita, að hjá mörgum kjósendum vinstri flokkanna er nokkur uggur um hvern- ig sú stjórn muni fara. Sér- staklega er þetta áberandi hjá þeim, sem muna hina fyrri vinstri stjórn, sem hafði meira þingfylgi á bak við sig en nokkur stjórn önnur, hefur haft hér á landi, en tókst þó ekki að halda sam- an nema í tvö og hálft ár. En reynslan ein getur skorið úr um, hvernig fer um stjórn þá, sem nú er í burðarliðn- um. Hvað sem um stefnu fyrr- verandi rikisstjórnar má segja, blasir sú staðreynd við að íslendingar hafa almennt aldrei haft það betra en nú í dag. Stjórnin var athafna- söm og liggur það alveg Ijóst fyrir, að aldrei hefur á ein um áratug orðið meiri fram- þróun í málefnum þjóðarinn ar en eftir að vinstri stjórn in fór frá eftir kosningarnar 1959. Þetta vita fulltrúar þeirra flokka, sem nú eru í viðræð um um stjórnarmyndun og er það ábyggilega þeirra hrollvekja að finna leiðir til að halda í horfinu í málefn- um þjóðarinnar þó ekki verði meira krafizt, enda eru stjórn arandstöðuflokkarnir þegar farnir að draga í land hin stóru orð sín og yfirlýsing- ar, sem þeir settu fram í kosningabaráttunni. Eru hinir 19 liðungar, sem Alþýðu- bandalagið hefur sett fram í málgagni sínu glöggt dæmi um það. Þar er slegið af í svo að segja hverju einasta atriði og sagt að þetta sé óskalisti þess, sem settur muni verða fram í sambandi við stjórnarmyndunina, en beinlínis gert ráð fyrir að fulltrúar þess séu reiðubúnir að kingja megninu af þessum óskalista, ef nauðsynlegt reynist til að koma vinstri stjórn á laggirnar. Svo mun einnig fara um fullyrðingar og stóryrði sem hinir stjórn- arandstöðuflokkarnir gáfu fyrir kosningarnar, og fer þá hlutur kjósenda þessara flokka að verða harla lítill, en það er víst heldur létt- vægt í augum ráðamanna þessara flokka. KARÓ Káltabjúgu, Kjötbúðingur, Hrossabjúgu, frá Reykhúsinu. Eyjakjör ooooooooooo opnar ip fejorti í tilefni nýrar flugáætlun- ar Flugfélagsins til Frankfurt í Suður-Þýzkalandi, bauð fé- lagið fulltrúum flestra lands málablaða til stuttrar kynnis- farar í s.l. viku. Að þessu sinni verður ekki rakin saga þessarar ágætu ferðar, en frá Eyjum tóku þátt í henni: Hafsteinn Stef- ánsson, Hjörleifur Hallgríms, Jóhann Björnsson og Jóhann Friðfinnsson. Fararstjóri var Sveinn Sæ- mundsson, blaðafulltrúi Fl.ug félagsins, og mun á engan hallast þótt vakin sé athygli á myndarlegri framgöngu | þessa ágæta manns, í nafni Flugfélagsins og um leið landsins, hvar sem leiðir hans liggja. Flogið var með þotum Flug félagsins yfir hafið, en auk þess farið frá Danmörku til Frankfurt í bifreiðum til að ferðalangarnir gætu kynnzt meiru af landsháttum og gæðum. Þátttakendur fararinnar voru alsælir yfir mikilli rausn Flugfélagsins og mun síðar gefast tækifæri til að skrá ferðasöguna, sem vert er. J. F. SPENNIÐ BELTIN Fræðslustarf hafið að nýju um gildi öryggisbelta. Umferðarráð hefur að nýju hafið fræðslustarf um gildi öryggisbelta, en áætlað er að nú séu í landinu 9—10 þús. bifreiðar búnar öryggisbelt- um. Þetta er í annað sinn, sem efnt er til slíkrar fræðslu en í fyrrasumar beitti Um- ferðarráð sér fyrir fræðslu- starfi, sem þótti gefa góða raun. slysum, væru öryggisbeltin notuð. Viðurkennt öryggis- belti þolir átak, sem nemur um þrem tonnum, eða sam- svarandi því átaki, sem verð ur, ef bifreið er ekið með 60 km. hráða á steinvegg. í Bandaríkjunum er nú hafin framleiðsla á öryggis- beltum, sem þannig eru út- búin, að ekki er hægt að ræsa bifreiðina nema beltin séu spennt. Hefur mikil á- herzla verið lögð á gildi ör- yggisbelta þar í landi og ný- lega var reglugerð um flutn- ingabifreiðar breytt þannig, að öryggisbelti verða að vera í öllum þess konar bifreið- um, sem framleiddar eru eft ir 1. júlí 1971. Samkvæmt skýrslum National Safety Council er áætlað, að örygg- isbelti hefðu bjargað 2700— 3300 mannlífum í Bandaríkj- unum árið 1969. 1. janúar 1969 tóku gildi lög um, að í öllum fólks- og sendiferðabifreiðum, sem skráðar eru í fyrsta sinn hér á landi eftir þann tíma, skuli vera öryggisbelti fyrir ökumann og.farþega í fram- sæti. Fullsannað er með ítar legum rannsóknum, að örygg isbelti hafa mikla þýðingu fyrir umferðaröryggið. Niður stöðum rannsóknanna ber flestum saman um, að koma mætti í veg fyrir átta af hverjum tíu meiriliáttar mei'ðslum og fjögur af hverj um tíu minniháttar meiðsl- um á ökumönnum og farþeg um, sem lenda í umferðar- 0 d ý r t Kæfukjöt, oh Slög. Sími 2444. 3CDCDCXUXCXZXD>OCDC>< Frd AKOGES Félagið Akóges í Vest- Sæbjörg, VE — 4.800,00 mannaeyjum gekkst fyrir Halkion, Ve _ 8.100,00 fjársöfnun í vetur leið til ísleifur 4. VE — 10.500,00 tækjakaupa í nýja sjúkrahús Sindri, VE — 8.400,00 ið. Söfnuðust fjögur hundr- Ver, VE — 8.400,00 uð þúsund krónur, og vill Mars, VE — 8.400,00 félagið sérstaklega þakka hin Sævar, VE _ 8.400,00 ar frábæru undirtektir og Sæunn, VE — 8.400,00 rausnarlegu framlög frá eft- Erlingur, VE — 5.000,00 irtöldum skipshöfnum, út- Hafliði, VE — 6.300,00 gerðarmönnum, Fiskimjöls- Skúli fógeti, VE — 3.000,00 verksmiðjunni o. fl. Stakkur, VE — 8.400,00 Huginn VE kr. 64.000,00 Ófeigarnir, VE — 12.000,00 Gullberg VE _ 8.400,00 Sv. Hjörleifs — 10.000,00 Bára, VE - 8.400,00 Fiskimjölsv. — 10.000,00 Gjafar, VE _ 12.600,00 Frigg, VE -10.000,00 Björg, VE _ 12.600,00 Akógesfélagið — 42.600,00 Bergur, VE _ 20.000,00 Samtals kr. 400.000,00 Andvari, VE Danski Pétur VE Jökull, VE Elliðaey, VE Gullborg, VE Sig. Gísli, VE Lundinn, VE ísleifur, VE 23.000,00 12.600,00 8.400,00 16.000,00 16.000,00 8.000,00 21.300,00 6.000,00 OOOOOOOOO<OO<OOO< FYLKIR síðasta bldð fyrir SUMARFRÍ oooooooooooooo<

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.