Fylkir


Fylkir - 02.07.1971, Blaðsíða 6

Fylkir - 02.07.1971, Blaðsíða 6
6 Fylkir Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnu- dag kl. 10,30 f. h. Séra Jó- hann S. Hlíðar prédikar. Betel: Landsmót Hvítasunnusaín- aðarins hefur staðið undan- farna daga. Meðal þátttak- enda í mótinu eru margir gamlir Vestmannaeyingar, er alltaf eru aufúsugestir á forn um slóðum. Einar J. Gíslason .er sem kunnugt er leiðtogi hvíta- sunnusafnaðanna á landinu. Jarðarför: Á morgun verður gerð frá Landakirkju útför Páls Odd- geirssonar, er lézt í Rvík 24. júní s. 1., 83 ára að aldri. Páll setti svip á bæinn um langt árabil, er hann hafði með höndum verzlun og út- gerð, en einnig lét hann rækt unarmál Eyjanna sig miklu varða. Fyrir forgöngu Páls var minnisvarði hrapaðra og drukknaðra reistur við Landa kirkju á sinni tíð. Herjólfsbær: Fyrir margra ára undirbún ingsstarf Stefáns Árnasonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns hefur nú verið hafizt handa um að grafa í rústir bæjar landsnámsmanns Eyjanna, Herjólfs Bárðarsonar. Eru það 2 fornminjafræði- nemar, er vinna verkið und- ir leiðsögn Þórs Magnússon- ar þjóðminjavarðar. Samgöngurnar: Greiðar samgöngur hafa verið að undanförnu enda veðurfar óvenjulega hagstætt og er langt síðan slíkur góð viðriskafli hefur komið hér um slóðir, eins og undanfarn ar vikur. Vegna lagfæringa á vélum Herjólfs mun skipið ekki komið aftur fyrr en í næstu viku, eftir nokkurra daga stöðvun, og að sögn kunnugra mun ferð milli Eyja og Þor- lákshafnar taka mun styttri tíma eða innan við 3 klst., er vélar skipsins verða komnar í lag. Fet'ðafólk: Óvenju mikið hefur venð um ferðafólk að undanförnu. og hafa heyrzt allmargar þjóðtungur á götum bæjar- ins. Malgogn Sjálfstæðis- flokksins Föstudaginn 2. júlí 1971. HUGGUNARORÐ Bráðum fimm ára. 1 kosningablaði sínu send- ir bæjarstjóri mér kveðju sem oftar og volar yfir, að ég hafi tíundað laun hans einhverntíma í vor. Þetta hafi ég gert til að vekja öf- und í hans garð. Síðan þyk- ist hann rekja einhver dæmi um laun sín og kemst að þeirri óhugnanlegu niður- stöðu, að mannsæmandi kjör um nái hann ekki fyrr en á árinu 1973 eða svo. Öll eru þessi klögumál hin argasta vitleysa, sem við var að búast. í fyrsta lagi hef ég alls ekki tíundað laun hans, hvorki þau sem hann hefur nú, né heldur þau sem hann mun hafa 1973. Eg hef aðeins bent á einn þátt þeirra; þann þáttinn, sem heyrir undir launaflokk B-4. Eg sagði: Endanleg laun hans (þ. e. á mi'ðju ári 1972) verða miðað við núverandi uppbætur rúmlega 61 þús. krónur á mánuði. Þar á ég eingöngu við þessi laun. Vorla öfuredsves'ður. Það, að ég tiltók aðeins þessi laun en ekki heildar- launin, stafaði af því, að ver ið var að tala um aðra hluti, en MM vill nú í málefnalegri neyð sinni vera láta. Til um- ræðu var möguleikinn á af- stöðubreytingu bæjarstjóra til opinberrar skýrslugerðar og malbikunar, af tilgreind- um ástæðum þessum launa- flokki viðkomandi. Og hvernig má það vera, að partur launa þess manns, sem um árabil greiðir í hæsta lagi meðalútsvör vel vinnandi manna, sé til þess fallinn að vekja almenna ötund? sem áður hefur komið fram: Bæjarstjóri hefur nú þegar a. m. k. 61 þús. krónur í laun til jafnaðar á mánuði, þegar allt er talið. Laun hans 1973 verða að líkindum miklu hærri en 61 þús. pr. mán., þótt ekki sé þá reikn- að með öðru en launaflokki B-4. Eg heiti á MM að af- sanna þessar fullyrðingar, ef hann getur. Og gaman væri að heyra, hvaða „aukastörf" það eru, sem hann fær ekki greitt fyrir. Hitt vil ég taka skýrt fram, að ég tel þessi laun ckki ósanngjörn handa góð i.m bæjarstjóra í Vestmanna eyjum. Góðum bæjarstjóra er seint ofborgað, en lé’.eg- um ævinlega. Skilgreinir.g þar í milli mundi gers þessa grein of langa. Kosningabomban. MM lýkur grein sinni með eftirfarandi orðum, sem hafa víst átt að vera kosninga- bomba Alþýðuflokksins hér að þessu sinni: „En hvernig væri, Stein- grímur góður, að þú gæfir upp þín laun, eins og þau vei’ða 1973, sem verkstjóra Flugmálastjórnarr og auk þess starfsmanns bæjarsjóðs og Vegainálastjórnar, og ekki má gleyma greiðslum fyrir hugsanlega aukavinnu, því þær eru innifaldar í mínum launum. Almenningur á ekki síður rétt á að vita um þín laun, sem opinbers starfs- manns, en mín.“ (Leturbr. mín) Undir feidinn með þig. Nú verð ég að segja það, sem bæjarstjórinn okkar á iíklega bágt með að skilja: Eg get ekki gert það sem hann biður um, því að ég er ekki og hef aldrei verið opin ber starfsmaður. Eg hef al- drei verið skipaður né settur ’ eitt eða annað, og er aðeins lausráðinn á tímakaupi hjá þessum stofnunum, en ekki Framhald á 5 .síðu. Þá það. En fyrst bæjarstjóri kýs að taka þessa stefnu, get ég bætt eftirfarandi við það, - 19innuskólinn - Ritstjóri þessa blaðs hefur beðið mig að segja fáein orð um Vinnuskólann og þau verkefni, sem honum eru fal in. Eg mun fúslega verða við þessum tilmælum, þar sem ég veit, að hann vill með þessu vekja athygli á nytsemi þessa þáttar, frá uppeldislegu sjón armiði, sem og verkefnunum er unnið skal að, en þau eru fyrst og fremst að fegra og bæta landið. Það er ungmenn unum hvatning að finna, að þeir eldri virða og meta störf þeirra. Þess vegna þakka ég þetta veitta tækifæri. Vinnuskólinn hefur starfað hér undanfarin vor og hefur verið leitazt við að sameina störf og leik, fyrir ungling- ana, og jafnframt vinna byggðarlaginu gagn. Einkum hefur verið unnið að hreins- un opinna svæða í bænum og nokkuð að heftingu upp- blásturs. Nú í vor sóttu um 60 börn um þessa vinnu og skiptist hópurinn nokkurn veginn jafnt eftir kynjum. Katrín Magnúsdóttir, kennari, sér um stúlknahópinn. — Nokkur ásókn hefur verið í þessa vinnu, síðan störf hófust, og hefur hópurinn stækkað nokk uö. Skólinn var formlega sett- ur í Félagsheimilinu við Heið arveg þann 9. júní og hófst vinna daginn eftir. Eins og áður, hefur hreinsun opinna j svæða í bænum verið mikið I verkefni, en ætlunin var að j snúa sér með auknum krafti | að hreinsun nærliggjandi svæða, svo sem austur á Urð um og vestur i Hrauni, þar sem segja má að nú sé orð- inn einn samfelldur rusla- haugur vestur á Hamar. Um báða þessa staði hafa alla tíð verið vinsælar gönguleiðir og útivistarsvæði, en eru nú svo hörmulega útleikin að nátt- úruunnendur geta vart tára bundizt. Og í framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess, að nú verður komið í veg fyrir frekari safnhauga- myndun vestur á torfmýri. Verður svæðið nú friðað með öllu, jafnað og í það sáð. (Nú má losa sig við drasl í nyrðri enda malargryfjunnar vestan í Helgafelli. Þar verð ur það þakið mold og vænt- anlega gengið frá flaginu með sáningu næsta vor.) Elcki hefur verið hægt að sinna uppblástursrofunum enn, að neinu marki, þó hef ur flokkur drengja unnið við stóra rofið norðan í Stór- höfðanum, en það var friðað og í það sáð fyrir tveim ár- um. Vegna þess, hve bratt það er, hefur gróður ekki tollað í því á köflum. Hefði þurft að stinga það mun meira niður í upphafi. Það verk er erfitt og varla á færi barna að inna það af hendi í miklum mæli. Eg tel þó, að með þessum aðgerð- um sé uppblástur stöðvaður þarna og er það vel. — Ef fjölyrt er frekar um uppblást ursrofin, sem allstaðar blasa hér við og alla stingur í augu, þá er það staðreynd, að aðstoð fullorðinna verður að koma til. í framhaldi af þessu vil ég taka fram, að í samvinnu við Vinnuskólann hafa nokkrir kraftmiklir piltar úr Skáta- félaginu Faxa, nú nýlega, stungið niður og gengið frá ljóta rofinu suð-vestan í Helgafellinu. Einnig hafa Rótary-félagar hafið sams- konar aðgerðir í hlíðum Sæ- fjalls. En betrr má ef duga skal. Fleiri hendur þarf til verka, ef skjótur sigur á að nást í þessu efni. Þess vegna vil ég nota þetta tækifæri og benda forráðamönnum félaga á, svo og öðrum þeim, sem ljá vildu hönd að þessu starfi, að enn er ekki of seint að hefj- ast handa. Vildu ekki fleiri fórna svo sem 2—3 stundum á laugardagseftirmiðdag og gera þar með sitt til að hefta frekari uppblástur, græða og fegra Heimey. Vinnuskólinn hefur áburð. fræ og nauðsyn Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.