Fylkir


Fylkir - 23.12.1971, Blaðsíða 6

Fylkir - 23.12.1971, Blaðsíða 6
6 FYLKffi Ingólfur Jónsson, fyrrv. ráðherral Afshipti ríhisstjórnarinnar of kjaramdlunum hefur gert hiu nsstum óleysanleg. Með samkomulagi, sem und irritað var 4. þ. m., milli vinnuveitenda og launþega, var komið í veg fyrir allsherj arverkfall nú fyrir jólin. Eigi að síður eru nokkur félög ut- an við samkomule.gið og hafa þau boðað veritföll. Má m. a. nefna prentara og bóka- gerðarmenn, bakarasveina og undirmenn á farskipum. Al- menningur mun verða var við ýmisskonar óþægindi vegna verkfallanna, þótt komið hafi verið í veg fyrir allsherjarverkfall að sinni. Skipin stöðvast um leið og þau koma til landsins. Blöðin koma ekki út og húsmæðurn ar verða að baka brauðin heima. Þótt samningar hafi verið undirritaðir eru mörg atriði, sem lögð hafa verið til hliðar og eftir er að semja j um. Eru það ýmsar sérkröf- J ur, sem launþegafélögin hafa I gert. Er ætlunin að semja um | þær fyrir 15. janúar n. k. j Takist það ekki getur Lomið til verkfalla, eftir því sem forseti Alþýðusambandsins hefur sagt. Samningatilraunir hafa staðið óvenjulega lengi að þessu sinni. Er það skoðun þeirra, sem að samningunum stóðu, að erfiðara hafi verið nú en oftast áður að koma þeim saman. Það mun ýms- um finnast ósanngjarnt, að halda því fram, að ríkisstjórn in hafi tafið fyrir samning- um. Eigi að síður er því þann ig varið. í stjórnarsamning- unum segir, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir lögfest- ingu á styttingu vinnuvikunn J ar og lengingu orlofs. Einnig | muni hún beita sér fyrir því, j að kaupmáttur launa aukist um 20% á næstu tveimur ár- um. E'kki er unt að segja um, hversu kaupið þarf að hæk'ka mikið til þess að ná 20% kaupmáttaraukningu. Fer það eftir því, hversu mik ið af kauphækkuninni fer út í verðlagið. Hætt er við að ekki verið staði við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um kaup- máttaraukninguna. Verðbólgu flóð er framundan, eins og margir halda nú þegar fram og má því búast við, að kjara bæturnar verði litlar, þegar frá líður. Ríkisstjórnin settist í gott bú og fók við gildum sjóðum. Ríkisstjórnin settist í gott bú á miðju þessu ári. Þá stóðu atvinnuvegirnir i blóma. í bjartsýni sinni gaf hún út óheppilega tilkynningu um t jaramálin, með því að fara í kapphlaup við forustu launþegasamtakanna. Laun- þegasamtökin gátu ekki gert iægri kröfur um kjarabætur en það, sem ríkisstjórnin hafði gefið loforð um. Laun- þegaforustan taldi sig nauð- beygða til þess að gera aðeins hærri kröfur, í því skyni að njóta áfram trausts umbjóð- enda sinna. Það var óhyggi- legt af ríkisstjórninni að gefa loforð og yfirlýsingar, eins og gert var. Hyggilegra hefði verið að lofa aðeins því, að gera það sem unnt væri til þess að bæta kjör almenn- ings. Launþegar vilja fá beina kauphækkun. Þeir, sem minnst bera úr býtum þurfa þess vissulega með. Ef samn ingar hefðu verið frjálsir milli samningsaðila má vel vera, að launþegar hefðu ósk að eftir því, að stytting vinnuvikunnar og lenging or- lofs væri að þessu sinni frest að. Talið er, að útgjaldaaukn ing atvinnuveganna aukist um 14 — 15% vegna lengingu orlofs og styttri vinnuviku. Ef | ekki væri stofnað til þeirra útgjalda nú, hefi verið mögulegt að hafa beina kaup hækkun allt að því helmingi hærri en um var samið. Ef launþegar hefðu fengið frjálst val um beina kauphæ1.- kun í j stórauknum mæli, eða þau hlunnindi, sem felast í stytt- ingu vinnuvikunnar og leng- ingu orlofs, er mjög líklegt að sú leiðin, sem gefur meiri kauphækkun hefði verið val- in. Það hefði einnig auðveld að samningsgerðina, ef rík- isstjórnin hefði ekki tekið val frelsið af launþegunum. Svo er að sjá, að~ ríkis- stjórnin hafi ekki gert sér grein fyrir því, að hlunnind- in, S2m felast í lengingu or- lofs og styttingu vinnuvikunn ar, ná ekki til allra starf- stétta, svo sem bátasjómanna og bænda. Brýna nauðsyn ber til að finna leiðir til þess að jafna þann aðstöðumun, sem nú er greinilega stóraukinn. Með au' inni tækni og vax- andi framleiðni ber að stefna að því, að vinnutíminn sé hæfilegur. Með því geta af- kösf orðið meiri á hverja vinnustund. Með löggjöf þeirri, sem áður getur, mun vinnuvikan verða 37 stundir þar sem kaffitímar eru greiddir með fullu tímavinnu kaupi. Hafa íslendingar því styttri vinnuviku en aðrar þjóðir. Of langur vinnutími sh íðir gegn eðhlegri þróun og heilbrigðu lifi í menning- arþjóðfélagi. Hæfilegur vinnu tími og kauphækkun á hverj- i m tíma, í samræmi við aukn ar þjóðartekjur og af'komu atvinnuveganna er sjálfsögð og eðlileg krafa frjálslegra manna. Lífskjörin batna með auknum þjóðartekjum. Lífskjörin hér á landi hafa batnað mjög í seinni tíð, vegna vaxandi þjóðarte’.-na, tækniþróunar og aukinnar fjölbreytni í atvinnulífinu. Fyrrverandi ríkisstjórn stuðl >aði að fjölbreytni í atvinnu- lífinu með því að koma á nýjum atvinnugreinum og efla þær, sem fyrir voru. Þjónustuatvinnuvegirnir gefa nú milljarða í gjaldeyristekj- ur árlega. Fyrrverandi stjórnarand- staða var neikvæð og á móti flestu þvi, sem fyrrverandi ríkisstjói-n vann að. Þess vegna hugleiða margir, hvern ig þjóðin væri nú á vegi stödd, ef núverandi stjórnar- flokkar hefðu ráðið síðustu 12 árin. Margir gera sér grein fyr- ir því, að síðasti áratugur markar tímamót í framfara- og atvinnusögu þjóðarinnar. Þá var grundvöllur lagður að meiri uppbyggingu á öllum sviðum atvinnulífsins en nokkru sinni áður. Þá var lagður hornsteinn að vel- gengni í þjóðarbúskapnum rneð stöðugt vaxandi þjóðar- tekjum. Þannig var unnið að bættum lífskjörum almenn- ingi til handa, og atvinnuör- yggi fyrir alla landsmenn. Vegna nýrra atvinnugreina og aukinnar fjölbreytni í at- vinnulífinu er nú mikil at- vinna í landinu. Segja má, að atvinnuleysi heyri nú fortíð- inni til. Unnið er að fram- kvæmdum víða um land, sem fyrrverandi ríkisstjórn und- irbjó og byrjað var á fyrir stjórnarsliiptin. Skömmtunarskrifstofan mun tefja framkvæmdir. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um Fram- j kvæmdastofnun ríkisins. Verð J I ur það stórt ríkisbákn, sem á I | að taka til starfa um næstu • áramót. Stofnunin verður al- menn skömmtunarskrifstofa, sem akveður í hvaða fram- kvæmdir skuli ráðizt. Vest- mannaeyingar muna skömmt unartímana, þegar fjöldi manna var ákærður fyrir að byggja þak yfir höfuðið, án þess að hafa til þess leyfi frá valdhöfum í Reykjavík. Hlutverk skömmtunarskrif stofunnar er a.ð koma í veg fyrir að einstaklingsframtak geti notið sín. Enginn fær fjármagn til framkvæmda, nema Framkvæmdastofnunin hafi gefið til þess leyfi. I stofnuninni verður þriggja manna framkvæmdaráð, einn frá hverjum stjórnarflokki, sem sér um daglegan re'kstur. Þannig verður réttlætinu fullnægt með hæfilegri hlut- drægni, að ætla má, eins og dæmi eru til um. Ríkisbákn þetta mun leggja fjötra á frjálst framtak og eðlilegar framfa.rir í landinu. Aí því getur leitf samdrátt og minnk andi atvinnu. Almenningur mun óska þess að aftur homi I tímar frelsis og framfara. Á líðandi ári hefur verið ár- gæzka til lands og sjávar. Við stjórnarskiptin stóð þjóðarbúið í blóma og at- vinnuvegirnir styrkum fæti. Þar er því mikið sjálfskapar- víti, ef samdráttur verður nú í framkvæmdum, atvinna fer minnkandi og atvinnuleysi jafnvel boðið heim. Allir vona að hjá vandræðum verði komizt, þótt blikur séu á lofti vegna óviturlegrar stjórnar- stefnu og stjórnaraðgerða. Ingólfur Jónsson. Kjðrístertuiw eru væntanlegar fyrir jól! 9 manna á kr. 155,00. Einn- ig 3 tegundir af Fromage. Tökum pantanir og sendum heim á rðfangadag. Viö erum líka með úrval af konfo tkössum, spilum, öli og gosdrykkjuin og allskonar sælgæti. GLEÐILEG JÓL! Búr h. f. SÍMI 1310. hefur hjólkoppur og hringur af Volkswagen. Upplýsingar í síma 1299.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.