Mjölnir


Mjölnir - 22.12.1972, Page 1

Mjölnir - 22.12.1972, Page 1
Mjölnir XXXV. árgangur. Föstudagnr 22. des. 1972 10 tölublað. Oóí Er skammdegið ógnar með ísum og frostum og óttan er löng, höldum við jól með kynjum og kostum og kæti og söng. Er mangarar hafa hirt sinn gróða og hátíð fer að virðist það allt, sem við ætlum að bjóða svo innpakkað. Því trúin, sem eitt sinn átti sinn ]jóma er orðin hró. Minningarorð í myrkri hljóma um mann, sem dó. Friðrik Guðni Þórleifsson , Stórsigiríslands á Dingi Sþ Á allsherjarþingi S. Þ. var s. 1. nuánudag samþykkt til- laga íslands, Perú og fleiri þjóða um rétt strandríkja til auðæfa hafsins, með 102 atkvæðum gegn engu, en 22 ríki sátu hjá. Sú tillaga, sem réði úrslit- um um málið og sem jafn- fnamit var hættulegust mál- stað Islandinga, var tillaga, sem flutt var af Afganistan og fól í sér yfirlýsingu þess efnis, að málið heyrði undir Hafréttarráðstefnuna. Þessi tillaga, sem í reynd var frá- vísunantillaga, var felld með 50 atkvæðum gegn 45, en 28 ríki sátu hjá. Norðurlönd, önnur en Is- land, sátu hjá við atkvæða- greiðsluna, og finnst mörg- um, að við það hafi fallið ofurlítill skuggi á hið marg- umtalaða bræðraþel Noröur- landaþjóðanna. Öll Evrópuríkin sátu hjá, nema Irland, Júgóslavia, Rú- menía, Spánn og Portúgal. Afgreiðsla þessa máls er stórsigur fyrir málstað Is- lands í landhelgisdeilunni. — Brezkir togaraeigendur töldu ástæðu itil þess að kallia í skyndi saman ráðstefnu strax daginn eftir, og kom- ust eins og vænta mátti að þeirri niðurstöðu, að meira bæri að meta úrskurð Haag- dómstólsins. Verkalýðsfélagið VAKA sendir meðlimum sínum og allri alþýðu Sigluf jarðar óskir um GLEÐILEG JÓL og farsæld á komandi ári Óskum öllu starfsfóllii voru og viðskiptamönnum. gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Lagmetisiðjan Siglósíld Siglufirði Tanniækningar teknar inn í sjúkratryningakertið segir Magnús Kjartansson, heilbr.m.ráðh. I viðtali, sem Þjóðviljinn átti við Magnús Kjartansson heilbrigðismálaráðherra fyr- ir nokkrum dögum, þar sem ráðherrann ræddi um geng- islækkunina og þær hliðar- ráðstafanir, sem ríkisstjórn- in hefur fyrirhugað að gera vegna hennar, kemur fram, að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að gera tann- lækningar að hluta af sjúkra tryggingakerfinu. Ekki kemur fram í viðtal- inu, á hvern hátt það verði gert, hvort t. d. áformað er að taka tannlækningarnar inn í sjúkratryggingarnar í einum áfanga, þannig að tannlækningar verði ókeypis strax og lög þar um hafa verið samþykkt, og fyrir alla, eða hvort það verður gent í áföngum. Ekki kemur heldur fram í viðtalinu, hve- nær frumvarp um þetta efni verður lagt fyrir Alþingi, en þess ætti að mega vænta, að það verði á þessu þingi, sem nú situr, Hér er um að ræða mjög brýnt hagsmunamál margra,' einkum barnmargra fjöl- skyldna, því að tannlækning- ar eru dýrar, eins og flestir vita. Það hefur verið baráttu- mál á íslandi áratugum sam- an, að tannlækningar yrðu teknar inn í hið almenna heilsugæzlukerfi. Er ánægju- legt til þess að vita, að sá draumur verði nú innan skamms gerður að veruleika. Bjarni Guönason ler úr þingflokki frjálslyndra Bjarni Guðnason alþingis- maður kvaddi sér hljóðs á jAlþingi áður en umræður um gengislækkunina hófust, og lýsti yfir því, að hann segði skilið við þingflokk frjálslyndra og vinstri manna Tilfærði hann sem orsök fyr- ir úrsögn sinni m. a. þá á- stæðu, að þingflokkur frjáls- lyndra og vinstri manna hefði átt frumkvæði að og knúið það fram, að ríkis- stjórnin leysti efnahags- vandann með gengisfellingu, sem bersýnilega væri aðeins bráðabirgðaráðstöfun. Jafnframt lýsti Bjarni yf- ir því, að hann mundi halda áfram stuðningi við ríkis- stjórnina, þar sem hún hefði á stefnuskrá sinni ýmis mál, sem hann styddi heils hug- ar, svo sem útfærslu land- helginnar og brottför hers- ins. Óskum allri alþýðu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Alþýðusamband Norðurlands Lokun sölubúða í Siglufirði Verzlanir verða opnar í desember umfram venjulegan afgreiðslutíma: . .Föstudag 22. des. til kl. 22 Laugardag (Þorláksd.) kl. 13-24 Kaupmannafélag Sigluf jarðar

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.