Fylkir


Fylkir - 29.01.1977, Blaðsíða 5

Fylkir - 29.01.1977, Blaðsíða 5
FYLKIR 5 Frd shólastjóra Iðnshólans í Vestmannaeyjum Skólanefnd Iðnskólans í Vestmannaeyjum. Talið frá vinstri: Guð- mundur Karlsson, forstjóri; Hafsteinn Stefánsson, skipasmiður; Ingólfur Arnarson, skólanefndarformaður; Guðjón Scheving, fyrr- verandi skólanefndarformaður og fyrrverandi formaður Iðnaðar- mannafélags Vestmannaeyja; Jónas Guðmundsson, húsamíðam. Árið 1976 var blómlegt ár hjá ' Leikfélagi Vestmannaeyja. — Strax í öndverðan janúar var hafist handa við endursýningu á leikriti Jökuls Jakobssonar, Hart 1 bak, sem Unnur okkar Guðjónsdóttir hafði leikstýrt. Aðsókn að því leikriti var mjög góð, enda þótti uppfærslan tak- ast mjög vel. Fór þar saman góð leikstjórn og góður leik. ur eingtakra leikara. Má mikið vera, ef menn muna ekki „strandkapteininn” lengi í með- förum Geira. Þetta leiðir hug- ann að því, hvort ekki sé nú kominn tími til að hafa fleiri íslensk verk á verkefnaskrá en verið hafa og á ég þá jafn- framt við nútímaverk og þau, Ég ætla að éta hana Rauðhettu. Úlfurinn: Hiynur Ólafsson. Rauðhetta: Sigríður Einars- dóttir talar við fuglana. „Á ég að elta hana Rauðhettu?” Hérinn: Halldóra Magnúsdóttir sem eldri eru. Við eigum marga mjög góða höfunda, sem hafa skrifað enn fleiri mjög góð leikrit, sem eiga að öllu jöfnu meira erindi til okkar en t. d. „enskir skripaleikir”, sem svo lengi hafa verið aðal- verkefni íslenskra áhugamanna leikhúsa. Nóg um það. Seinni hluta vetrar var svo tekið til sýninga gamanleikur- inn „Klerkar í klípu” eftir Phil ip King, undir leikstjórn Sigur. geirs Scheving. Par sannaðist enn frekar að við eigum starfs. krafta hér heima í héraði, sem ekki hafa verið nýttir fram til þessa, en geta kafað í brunn sinnar eigin reynslu og þekk. ingar og ausið hinum reynsl. unni. Aðsókn var í meðallagi. Eftir að ýmsir leikarar fé- lagsins höfðu gantast og látið öllum illum látum á manna- mótum um sumarið, svo sem á Pjóðhátíð, var hafist handa á nýliðnu hausti. Hafði þá verið ráðinn til fjögurra mánuða leik stjóri og leiðbeinandi, Magnús Axelsson, ljós lífsins í Iðnó. Var strax hafist handa við upp- setningu leikritsins „Plógur og stjörnur”, eftir Sean O’Casey. Er þetta ein viðamesta sýning Leikfélags Vestmannaeyja til þessa. Leikritinu hafa verið gerð skil í fjölmiðlum, svo ekki er ástæða til að ræða það frek- ar hér, en þess er skemmst að minnast, að aðsókn var mjög dræm, og er það miður. Nú, meðan á æfingum verksins stóð gekkst félagið fyrir leiklistar- námskeiði. Leiðbeinandi var Magnús Axelsson. Pátttakendur voru tíu talsins og flestir ný. liðar í starfi L. V. Má í því sambandi benda á þá gleðilegu hreyfingu, sem orðið hefur með al ungs fólks, sem komið hefur til starfa hjá L. V. í fyrsta skipti í vetur. Síðasta verkefni ársins 1976 var svo barnaleikritið Rauð. hetta eftir Jewgeni Schwarz, undir leikstjórn Magnúsar Ax. elssonar og Sigurgeirs Schev. ing. Var mjög ánægjuleg hóp- vinna, sem þar átti sér stað, ekki síst vegna þess að meðal- aldur leikara var ekki mjög hár. Sérstaka athygli vakti leik sviðið, sem gert er úr þúsund- um krepafklippinga, er mynda mjög skemmtilegan og raun- verulegan skóg. Um leiktjöld sá Maggi. Magg. Þegar upp er staðið í árslok er margt, sem Ieitar á hugann. Margt hefði sjálfsagt mátt bet- ur fara í starfsemi félagsins, en ég vil aðeins minnast á eitt atriði í lokin. Pví miður virðist fj árhagsgrund völlur félagsins ekki Ieyfa það, að ráðnir séu fastir starfskraftar til félagsins í langan tíma í senn, þó æski. legt væri. Þó er víst, að félagið mun halda áfram að ráða til sín fólk í stuttan tíma í senn, því nýir kraftar hleypa ávallt nýju blóði í starfsemina. Bergur Pórðarson. f tilefni þess, að Iðnskóli Vestmannaeyja varð 40 ára. — „Vestmannaeyjum í maí 1972. Iðnskóli Vestmannaeyja. Herra skólastjóri Lýður Brynjólfsson. Þar sem ég undirritaður er nú á næstunni að fara héðan alfarinn úr Eyjum. Þá vil ég þakka þér persónulega velvild í minn garð, og ekki hvað sist síðan þú varðst skólastjóri Iðn. skólans. Til iðnskólans ber ég alltaf hlýar tilfinningar, og hef alla tíð álitið það aðal uppist.öðu í getu og lífi iðnaðarmanna, vera menntun sem allra besta. Eg veit, að þú er mér sam. mála í því, og hefur sýnt svo ekki verður um villst í verki, síðan þú varðst skólastjóri. Eg vil biðja þig að bera ISn- skólanum og nemendum minar innlegustu kveðjur og óskir um góða og gæfuríka framcíð og svo skólanefnd. Með þessum fáu og ótu’l- komnu línum kveð ég ykkur. Og ég vona, að iðnaðarmenn frá Iðnskóla Vestmannaeyia megi bera hróður skóla síns hvar sem þeir fara eða verða við iðnaðarstörf. Guðjón Scheving.” Eg þakka fyrir birtingu þessa bréfs og meðfylgjandi myndar, þer sem Guðjón heit. inn Scheving var einn skel- eggasti baráttumaður fyrir menntun iðnaðarmanna i Vest- mannaeyjum. Lýður Brynjólfsson. 88888686 88888688 888886888888888888888888 8886 8R 88***8888 88 8R8RSRSRSRSRSRSRSR8R***SR * * æ 88 æ IIL KMUKbHCItlUVUH. * æ | * 88 * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * 88 38 * * * * * * * 88 TILKYNNING TIL KAUPGREIÐENDA. Með tilvísun til reglugerðar nr. 245/1963 sbr. og reglugerð nr. 162/1973 er þess krafist að kaupgreiðendur, sem ekki hafa enn full' nægt þeirri skyldu sinni, að senda til skrif- stofu embættisins skrá yfir alla starfsmenn sína, geri það nú þegar. Pess er jafnframt krafist að kaupgreiðend' ur haldi eftir af launum starfsmanna til greiðslu þinggjalda og geri skil til skrifstof unnar án tafar. Sérstök athygli er vakin á því, að van* ræksla á því að tilkynna starfsmann eða halda eftir af launum hans, veldur kaup- greíðanda persónulegri ábyrgð á þinggjöld* um starfsmannsins, og má kaupgreiðandi vænta þess að vangreidd þinggjöld starfs' manna verði innheimt hjá honum sem um eigin gjöld væri að ræða. BÆJARFÓGETINN í VESTMANNAEYJUM 88 88 88 * * * 88 * * 88 æ 88 * * * * 88 88 * æ æ æ æ æ æ 88 æ æ æ æ æ æ

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.