Fylkir


Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 1
29. árgangur Vestmannaeyjum 12. marz 1971 3. tölublað. JÓHANN FRIÐFINNSSON: flfliutiirjleo flfgreiosld FjarhdgsóóEtlunar 1977 Þegar afgreiðsla Fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjakaupstaðar 1977 kom til afgreiðslu 26. jan. s. 1. var skv. beiðni okkar í minni. hlutanum lofað, að bæjarfulltrúar fengju í hendur greiðsluyfirht liðins árs, ásamt upplýsingum um greiðslubyrðina og fjárhagsaf- stöðuna almennt. Sömuleiðis var, að gefnu tilefni, vegna upplýsinga bæjarstjóra, farið fram á fund með úttektarnefndinni, er skipuð var í byrjun ársins 1976 að tilhlutan félagsmálaráðherra til að kanna fjárhags- stöðu bæjarsjóðs og stofnana hans. Þessum tveim atriðum lofaði bæjarstjóri, að skyldu verða komið í kring, áður en endanleg afgreiðsla fjárhagsáætlunarinnar færi fram. Við þetta var ekki staðið og afgreiðslan knúin fram af meiri. hlutanum á síðasta bæjarstjórnarfundi, 26. febr. s. 1. Eins og bæjarbúum er kunnugt, hafa engir reikningar kaup- staðarins verið lagðir fram til samþykktar síðan er reikningar til og með árinu 1972 voru samþykktir á síðasta ári, ásamt reikn- ingum frá 1968—1969—1970—1971. Ekki er kunnugt um hlið. stæður slíkra endemissmeðferða mála eins og hér er viðhöfð af ráðamönnum kaupstaðarins. Það er því ekki að undra, þótt slík leynd, sem hér er land. læg í þessum efnum, veki efasemdir og tortryggni. Þetta skeður & sama tíma og allar reglur og kvaðir um reikningsskil einstakl. inga og fyrírtækja er jafnt og þétt hert. Um þessi mál er oft rætt í bæjarstjórn, það er lofað að kippa þessu í lag, en efnd- irnar eru grátlega litlar, eins og allir geta séð. Grelðsluyflrlit. Það þykir sjálfsagt, að bæjarfulltrúar fái í hendur undirstöðu. gögn til að geta með fullri ábyrgð tekið þátt í jafnveigamikilli afgreiðslu eins og fjárhagsáætlun jafnan er. Greiðsluyfirlit er þá talið nauðsynlegt og sjálfsagt, enda á að koma fram þar, hvernig fá bæjarbúa hefur verið varið úr þeirra sameiginlega sjóði. Bæjarfulltrúar hafa nú undir höndum greiðsluyfirlit yfir fyrstu 9 mánuði ársins, og í stað þess að þeir fengju í hendur það sem á vantaði til áramóta, var í febrúar sent út plagg nokkuð, sem bar yfirskriftina „Yfirlit 1976". Þegar nánar var að gáð, var hér á ferðinni eftirlíking, mjög ófullkomin, eða öllu heldur tilraun til greiðsluyfirlits. Við athugun á þessu plaggi og samanburð á því, og greiðslu- yfirlitinu út september kom ýmislegt skrýtið fram, m. a. þettar A greiðsluyfirlitinu, er tekur til fyrstu 9 mánaða 1976, eins og fyrr segir, sést eftirfarandi um tekjurnar: „..................................:..... Gjafafé .................. 5.510.076 I „Yfiríiti 1976": „.......................................... Gjafir .................. 3.800.000 Þegar bæjarstjóri var spurður að því, hverju það sætti, samkv. framangreindu, að .gjafaféð' hefði rýrnað um 50%, var engin svör að fá. Það virðist sem „gjafaféð" ætli áð bögglast fyrir fleirum en álitið var. I þessum plöggum má einnig sjá, að eftir fyrstu 9 mánuðina hafði verið varið „............................................. til eignabreytinga kr. 113.843.918 I „Yfirliti 1976" er þessi sami liður kominn niður í kr. 113.300.000 Þá hafði rúmlega 6 millj. kr. tekjur af leiguhúsnæði eftir 9 mánuðina breytst í 13 millj. kr. halla á „Yfirliti 1976". Þessi dæmi sýna glögglega, hve flausturslega málin eru lögð fyrir. sjálfságt fást einhvern tíma seint og um síðir skýringar á fyrirbærunum, ennþá sem komið er liggja þær ekki á lausu. Uttektarnefndin. Eins og minnst er á hér að framan, kom það mjög spanskt fyrir sjónir, er fyrri umræðan fór fram, að í tillögugerð meiri- hlutans var gert ráð fyrir „lánsfé að tilhlutan úttektanefndar", 100 millj. kr. Þegar bæjarstjóri var spurður, hvort þetta væri virkilega það eina, sem bæjarbúar mættu vænta frá úttektarnefndinni, sem allir hefðu vænst svo mikils af til hagsbóta fyrir byggðarlagið. Svaraði hann þá því til, að nefndarmenn hefðu að undanförnu eins og hann orðaði það, verið að lóða dýpið í stjdrnvöldum, ráðamönnum landsins. Við í minnihlutanum lýstum furðu okkar á þessari máls. meðferð, stæðum • við í þeirri trú, og svo myndi um flesta bæjarbúa, að verk úttektamefndar væri fyrst og fremst að leggja staðreyndir á borðið um stöðu kaupstaðarins eftir áfallið mikla, hve mikið á vantaði til þess, að bætur skv. reglugerðinni um Viðlagasjóð hefðu nægt til þess, að kaupstaðurinn og stofn- anir hans stæðu jafnfætis því, sem staðan var fyrir nátturu- hamfarirnar miðað við það, að kvaðir á bæjarbúa væru ekki meiri en í öðrum sambærilegum kaupstöðum landsins. Þetta hlýtur að vera krafa bæjarbúa og það er bæjarfulltrú- anna, þegar staðreyndir liggja fyrir, að knýja á við stjórnvöld, að við marggefnar yfirlýsingar þeirra um stuðning við Vest- mannaeyjar verði staðið. Undir þetta grundvallarsjónarmið var tekið á janúarfundinum og þá var það, sem bæjarstjóri lofaði bæjarstjórn, að koma í kring fundi bæjarfulltnia og úttektarnefndar, sem var þá talin réttilega aðkallandi og brýnt til að sjónarmið bæjarstjórnar kæmu fram umbúðalaust. Framhald á 3. síðu Leiðrétting í síðasta tbl. Fylkis urðu þau leiðu mistök, að niður féll málsgrein í setningu greinar Guðjóns Árm. Eyjdlfssonar um Landsgrunnslögin og Jóhann Þ. Jósefsson. Á forsíðu neðarlega í næst síðustu málsgrein segir: „Hann var (þ. e. J. Þ. J.) fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og gegndi því starfi allan þann tíma, sem Þór, fyrsta björgun- ar. og varðskip fslendtnga, var gert' út frá Vestmannaeyjum, en skipið kom til Eyja 26. mars 1920". Hér féll úr málsgrein- inni, sem skipti mjög máU, svo hljóðandi: „og var gert út frá Eyjum af Björgunarfélaginu fram til fyrsta júlí 1926" o. s. frv. Leiðrétt lýkur málsgreininni á þessa leið: „Hann var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og gegndi því starfi þann tíma, sem Þór, fyrsta björgunar. og varðskip íslendinga, var gert út frá Vestmannaeyjum, en skipið kom til Eyja 26. mars 1920 og var gert út frá Eyjum af Björgunarfélaginu fram til fyrsta júlí 1926, er ríkið keypti skipið og fslenska Landhelgis- gæslan var sett á stofn." Greinarhöfundur er hér með beðinn afsökunar á mistökun- um. Páll Scheving.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.