Fylkir


Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 2
♦>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ 2 FYLKIR «♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Ábyrgdarmaður: ♦ ?áll Scheving. Útgefandi: S.jálfstæðisfélögin i Vestmannaeyjúm. PRENTSMIDJAN EYRÚN H F Cangavakan Nú er hafin hin, má segja, árvissa langavaka. Hún hófst að þessu sinni sem svo oft áður, með ráð-(aleysis)- stefnu A. S. í. Þar voru málin, eins og venjulega, rædd af mikilli kostgæfni og þekkingu og reynt að rifja upp sem flest af því, sem talað hafði verið og skrifað áður af sama tilefni. Margt har þar sjálfsagt á góma í allri þeirri yfir- ferð. Af nógu var líka að taka. Þær eru ekki orðnar svo fáar ræðurnar, sem birtar hafa verið og fluttar, bæði í sjónvarpi og hljóðvarpi, þar sem því hefur ver- ið af sannfæringarkrafti haldið fram, að nú gerðir samn- ingar um kaup og kjör væru alls ekki á nokkurn hátt verðbólguvaldandi. Eftirá hefur það þó flökrað að mönnum, að margt hafi farið öðruvísi en til stóð. En hvað er að fást um það? Öllum getur yfirsést og þá er bara að átta sig á hlutunum, viðurkenna mistökin og læra af reynslunni. Eitt af því, sem sumum finnst að hafi yfirsést eða ekki verið haft nógu ofarlega í huga, er það, hve lítill hluti hins vinnandi fólks vinnur við útflutningsfram- leiðsluna og fær laun sín greidd frá þeim vettvangi. Stóri hópurinn vinnur við ýmiskonar þjónustustörf og þau störf verður sá að greiða, sem þjónustunnar nýtur, og hækkunin verður í flestum tilfellum miklu meiri en nemur hækkun kaupgjaldsins, vegna þess, að sölu- skattur o. fl. kemur þar líka til greina til hækkunar og í sumum tilfellum frá fleiri en einni hlið. Það er því ekki neitt undarlegt og ætti engum að koma á óvart, þó nú heyrist ávæningur af, að nú skuli reyndar nýjar leiðir og að allt skuli liggja klárt á borð- inu, einfalt og auðskilið, þegar upp verður staðið og samningum lýkur. Það verður að viðurkennast, að nú er svo komið, að þeir eru fáir, sem vita hvað hin raunverulega kaupgreiðsla er. Það er búið, við marga undanfarandi kaupsamninga, að flétta inní þá ýmsum hliðarráðstöfunum til launajöfmmar, bæði á vegum trygginga og skatta, að fæstir vita hver upphæðin telst vera, fyrr en kemur að skattaframtali. En hver upp- hæðin er til hækkunar á tíma- eða vikukaupi, held ég, að fáir geti svarað, enda af fáum talið nokkurs virði, nema ef breyta skal reglunum. Það verður því kærkomið og af flestum mjög vel þeg- ið, ef rétt reynist, að samninganefnd A. S. í. ætli nú að venda sínu kvæði í kross. Eins og allir vita, er kaupgjald hvergi á Norðurlönd- um eins hátt í krónutali og á íslandi. Nú hefur það „flogið fyrir“, að við samningana eigi nú að bjóða lækk- un kaupgjaldsins niður í sömu krónutölu og er í Dan- mörku eða öðru Norðurlanda, gegn því, að mótsemjend- ur finni leiðir til að gera íslensku krónuna jafn verð- mæta og krónu viðmiðunarlandsins. - Eða er þetta kannske tómur tilbúningur? ANDLAT Síðast liðinn laugardag fór fram frá Landakirkju útför Magn- úsar Tómassonár, Brimhólabraut 28. Hann lést á sjúkrahúsir.u 1. þessa mánaðar. Magnús var barnfæddur Vestmannaeyingur, öllum að góðu kunnur. Hans verður nánar minnst í næsta tölublaði Fylkis. Frá Rauða krossinum Um s.l. áramót lauk í aðalatriðum starfi Rauða kross Islands að Vestmannaeyjamálinu. Voru þar þáttaskil í tæplega fjögurra ára starfi félagsins að því máli. Fara hér á eftir upplýsingar, sem varðar landsmenn, gefend- ur hjálparfjár, innlenda sem erlenda, svo og Vestmarmaeyinga sjálfra hvar sem þeir búa núna. Greinargerðir um fyrri þætti málsir.s er að finna í Rauða kross blaðinu og ársriti Vestmanna. eyja, Blik, m.a. um fjöldahjálp og fyrirgreiðslu við fóikið fyrstu vikurnar eftir að gosið hófst í Heimaey. Var varið til þess þátt. ar um 45 millj. kr. af söfnunarfé. I maí 1974 afhenti Rauði kross- inn Vestmannaeyjabæ barnaheimilið Rauðagerði. I september sama ár afhenti félagið, ásamt öðrum er að því stóðu, elli- og vistheimilið Hraunbúðir. A sameiginlegum fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Vest. manneyjadeildar Rauða krossins með fulltrúum Rauða kross Islands, er haldinn var í ráðhúsi bæjarins 27. desember s.l., fór fram ráðstöfun eigna og fjármuna, sem nú skal greint frá í að- alatriðum: Til Vestmannaeyjabæjar: a. Andvirði hluta Rauða krossins í Krluhólasjóði (sjá síðar), auk vaxta af fénu í um það bil 2 ár kr. 36,2 millj. b. Framlag, sem varið var til sjúkrahússins í Vestmannaeyjum (með vöxtum) .............. kr. 26,9 millj. c. Innréttingar 18 íbúða að Síðumúla 21, kostnaðarverð 1974, 14,5 millj. kr. en nú áætlað .......kr 10,0 millj. samt. kr. 73,1 millj. Samkomulag er um það við bæjarfélagið, að fénu verði varið til að mæta byggingarkostnaði að hálfu bæjarfélagsins við Hraun búðir og Rauðagerði (undirstaða og öll aðstaða), upp í þriggja ára reksturskostnað við heimilin og til fleiri félagslegra verk. efna á vegum bæjarfélagsins. Til Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins var á sama tíma ráðstafað: a. Andvirði Völvuborgar (sjá síðar) sem er með vöxtum ............................ kr 30,6 millj. b. Spariskírteini og veðskuldabréf ........... kr 5,6 millj. Samtals kr 36,2 millj. Deildinni er falin frekari ráðstöfun fjárins til verkefna í Vest. mannaeyjum, sem samrýmanleg eru markmiði gefenda og Rauða krossins, að höfðu samráði við stjórn Rauða kross Islands. Félagið hefur ekki enn ákveðið ráðstöfun 12 íbúða húss, er keypt var árið 1973 til afnota fyrir aldraða Vestmannaeyinga og stendur það við Brekkulæk í Reykjavík. Þessar íbúðir og íbúðirnar við Síðumúla verða áfram á vegum Vestmannaeyjabæjar. Rauði krossinn stuðlaði að byggingu 46 íbúða blokkar við Kríu- hóla í Reykjavík í samvinnu við Viðlagasjóð, Bæjarsjóð Vest. mannaeyja og Hjálparstofnun kirkiunnar. Ibúðirnar voru seld- ar, m.a. til Vestmannaeyinga haustið 1974. Megin hluti framlags Viðlagasjóðs til þessarar framkvæmdar var andvirði giafafjár frá Gautaborg, sem afhent var með því skilyrði, að Rauði kross- inn og Hiálparstofnun kirkjunnar hefði hönd í bagga með ráð. stöfun fjárins. Söluandvirði íbúðanna var veitt að láni til íbúð. arbygginga í Vestmannaeyjum gegn ávísun á andvirði húsnæðis- málastiórnarlána. Hefur lánstiminn yfirleitt verið til allt að 2ja ára. Aðild Rauða krossins að hlutdeild Viðlagasjóðs í umræddum lánasjóð er að sjálfsögðu ekki talin með í ofangreindum fjár- ráðstöfunum. Völvuborgir er barnaheimili, er reist var í Breiðholti við Völvu fell og tók það til starfa haustið 1974. Keypti Rauði krossinn heimilið frá Noregi uppsett, en Reykjavíkurborg lagði til undir. stöður og alla aðstöðu og hefur rekið það frá upphafi í sam- vinnu við Sumargjöf. (Frá Rauða krossi Islands). ðö ðC ðo iTS o6 ðfí an flK 06 ðö ðö oo ðo oö ðo 06 06 iXt <X> 06 06 05 fln 05 05 05 06 05 05 05 flr> fln 05 05 05 nr> tr> <x> ix> fr> /rv æ * æ * 1 1 TILKYNNING | H UM DRATTARVEXTI i * * 86 * | Dráttarvextir, 2,5% verða lagðir á 1. hluta | fyrirframgreiðslu upp í gjöld þessa árs að I kvöldi hins 15. marz n.k. | 88 S Innheimta Bæjarsjóðs 88 88 88 88 88 88

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.