Fylkir


Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 6

Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 6
6 FYLKIR Almmn rdði BÆJARFULLTRÚAR MEIRIHLUTANS ORBNIR SKELKAÐIR VEGNA Rfc'iÐI BÆJARBIÍA ÚT í RÁBAMENN. BÆJARSTJÚRUNUM FINNST ÞEIM GETI LIBIST ALLT MEÐ SJÖ BÆJARFULLTRÚA Afi BAKI. Pegar litið er til baka á það ár, sem liQið er frá því að nú- verandi bæjarstjóri tók að sér stöðuna, hefur komið í ljós svo ekki verður um villst, að núverandi minnihluti bæjarstjórnar gat réttilega ekki vegna hagsmuna bæjarbúa tekið þátt í því sjónar. spili, er þá var sett á svið, fyrst og fremst af bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins, er sóttu það fastast, að P. Z. yrði ráðinn, svo tryggt yrði, að engin breyting yrði. Peir gætu tryggt aðstöðu sína og sinna í væntanlegu endurreistu vinstra samstarfi, sem S. K. hafði rofið, er hann kom í veg fyrir framhaldsráðningu M. M. sumarið 1975. Að Alþýðufiokknum hafi tekist þetta þarf nú engin að vera í vafa Iengur. Að vísu er greinilegt, hve dregið hefur úr áhuga M. M. í seinni tíð, því þótt framboð hans til Alþingis hafi verið tilkynnt með glæsibrag á miðju kjörtímabili, er almennt brosað að því, ekki síst vegna þess, hve Garðar plataði hann fyrir síð- ustu þingkosningar, er hánn lofaði nonum bæjarstjórastöðunni, ef hann færi ekki í mótframboð, sem Alþýðuflokksmenn töldu sér þá meira virði en þingsætið, er þá stóð jafnvel til boða. I reynd standa málin nú þannig, að Páll er yfirmaður tækni. 'deUdar, en Georg er yfirmaður fjármálanna og samningagerða svo sem í Magnúsar-tíð. Bæjarbúar hafa að undanförnu fengið að finna fyrir þeirri embættisfærslu, er hinir 7 bæjarfulltrúar komu í kring með ráðningu Páls og Georgs, sem þrátt fyrir marggefnar yfirlýsingar margra bæjarfulltrúa um hið gagnstæða, virðist aldrei hafa ver. ið fastari í sessi en nú, og bera aðgerðir hans á gömlu skurð- stofunni því gleggst vitni, hver það er sem ræður. Nú eftir áramót, eftir að tilkynningar um dráttarvaxta- og lóðarleiguskuldir fóru að dynja yfir bæjarbúa, lífs og liðna, frá Ráðhúsembættismönnunum hefur alda reiði og mótmæla gengið yfir bæinn, svo að lengi mun í minnum haft. Er langt síðan að bæjarbúar almennt hafa látið í ljós jafn almenna skömm og reiði út í ráðamenn bæjarins. Pessi mál voru að tilhlutan minnihlutans tekin sérstaklega til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi og eftirfarandi tillögur fluttar: Tillögur frá Jóhanni Friðfinnssyni og Sigurbjörgu Axélsdóttm': Dráttarvextir. „Vegna mikilla og réttrnætrar reiði skilvísra bæjarbua, sem hafa að undanförnu fengið sendar innheimtukröfur um van. goldna dráttarvexti af bæjargjöldum, útsvörum og fasteignagjöld- um, samþykkir bæjarstjórn, að nú þegar verði kröfugerð þessi látin niður falla á hendur þeim, sem gert höfðu skil fyrir áramót 1976/1977 skv. áður sendum kröfum bæjarsjóðs þar um og voru því réttilega í góðri trú um að þeir væru skuldlausir. Jafnframt lýsir bæjarstjórn vonbrigðum sínum yfir því, að slíkar hótanir við skilvísa bæjarbúa skulu hafðar í frammi, rétt til þess að spilla nauðsynlegu trausti og skilningi milli bæjar- búa og þeirra, sem kjörnir hafa verið til umsjónar og ákvarð. ana um embættisfærsluna. Lóðargjöld. Bæjarstjórn lýsir yfir vonbrigðum sínum með þau síendurteknu mistök æðstu embættismanna kaupstaðarins að breyta æ ofan í æ lögiegum lóðarleigusamningum til hækkunar á lóðarleigugjöld- um, nánast eftir geðþótta. Það er ekki í anda bæjarstjórnar að reynt sé á þennan hátt að ala á óánægju meðal bæjarbúa og rýra traust á kjörnum bæjarfulltrúum, sem eiga að sjá um að embættisfærslan sé sómasamleg. Pað er ekki til að laða fólk til búsetu í kaupstaðnum, ef það verður árvisst, að bæiarbúar þurfi að standa í útistöðum til að fá leiðréttingu mála sinna hjá embættismönnum, sem eiga að þjóna bæjarbúum af réttsýni. Eftir miklar umræður tókst M. M. að fá samþykkta tillögu um að vísa málinu til bæjarráðs gegn atkvæðum minnihlutans og S. J. Til marks um það, hvernig meirihlutamenn eru húnir að verða fyrir miklu aðkasti af þessum fruntalegu árásum á bæj- arbúa, af völdum embættismannaklíkunnar, má geta þess, að R. G. lét það fyigja stuðningi sínum við tillögu Magnúsar .... að gera þá það, sem þeim bæri í bæjarráðinu....Pað kom berlega, í ljós, að mál þessi höfðu komist inn i hæjarráð, án þess að það hefði manndóm í sér til að stöðva ósómann. Nú reynir á, hver hugur fylgir máli. Magnús taldi þurfa að skoða hvern og einn gjaldanda sérstaklega. Sama sagði Þórar- inn!!! Verður reynt að fylgja málinu eftir. Vonandi fer ekki svo, eins og einu sinni var komist að orði: Vont er þeirra ranglæti, en verra beirra réttlæti. Pað verður óbjörgúlegt, ef bæjarráðið setur á sig þau pólitísku gleraugu, sem notuð hafa verið til þcss að losa stuðningsmenn við bæjargjöldin, að ekki sé talað um ýmsa samninga, sem gerðir hafa verið á þeim bæ, og skaðað hafa bæjarfélagið um margfaldar þær upphæðir, sem nú með rangindum er reynt að hafa af bæjarbúum. Ef hæjarstjórn hefði haft k.jark í sér til að samþykk.ja tillögur minnihlutans, er hefðu komið þessu leiðindamáli út úr heimin- um í eitt skipti fyrir öli, þá hefðu bæ.iarbúar fengið betri hug. til ráðamanna heldur en er í dag. Og það er sárgrætilegt til að vita, að þeir, sem þessum vandræðum valda, skuli skýia sér á bak við 7 manna meirihluta bæjarstjórnar. Jóh. Friðf. Tilkynning UM AÐSTÖÐUGJÖLD í VESTMANNAEYJUM 1977 Samkvæmt. heimild í 38. grein V. kafla, laga nr. 8/1972 um, tekjustofna sveitarfélaga, hefur Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákveðið að innheimta aðstöðúgjöld í Vestmannaeyjum ár- ið 1977. I samræmi við ákvæði 2. gr. laga nr. 104, 24. desember 1973, um breytingu á lög- um nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, hefur gjaldstigi verið ákveðinn sem hér segir: 1. Af Utgerð fiskiskipa og rekstri flugvélar ............... 0,33% 2. Af rekstri verslunarskipa og af fiskiðnaði .............. 0,65% 3. Af hvers konar iðnaðarrekstri öðrum ................... 1.00% 4. Af öðrum atvinnurekstri ... 1.30% ♦ Peir, sem eru ekki framtalsskyldir tii ♦ tekju- og eignaskatts, en eru aðstöðugjalds- t skyldir, þurfa að senda Skattstofunni sér- X stakt framtal til aðstöðugjalds innan tveggja ♦ vikna frá birtingu auglýsingar þessarar. J F’eir, sem margþætta atvinnu reka, þanm J ig að útgjöld þeirra teljast tii fleiri en eins J gjaldflokks samkvæmt' oíanritaðri gjaldskrá, J þurfá- að senda fullnægjandi greinargerð um, j hvað tilheyri hverjum flokki, sbr. ákvæði 7. gr. ♦ reglugerðar um aðstöðugjald., Framangijeind ♦ gögn ber að senda skattstjóra innan tveggja J vikna frá birtingu þessarar aúglýsingar. Að ♦ öðrum kosti verður aðstöðugjald. svo og skipt- ♦ ing í gjaldaflokka, áætlað, eða aðilum gert aö J greiða aðstöðugjald af öllum utgjöldum sín- ♦ um samkvæmt þeim gjaldflokki, sem hæstur t er. I Tekið skal fram, að hafi'gjaldendur sótt um og fengið frest umfram þau- tímamörk, sem auglýsing þessi gerir ráð fyrir, gildir sá fréstur einnig um skil á framangreindum ♦ gögnum varðandi aðstöðugjald. ♦ Vestmannaeyjum, 8. mars 1977. ♦ Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. ^ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦,♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.