Fylkir


Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 7

Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 7
FYLKIR 7 ÆTLAR BÆJARYFIRVÖLDUM AÐ TAKAST AÐ EYÐILEGGJA STÖRF ÚTTEKTARNEFNDARINNAR ? Eins og fram kemur á öðr- um stað í blaðinu hafa orðið talsverðar umræður á tveim síð. ustu bæjarstjórnarfundum um störf Úttektarnefndar. Svör bæjarstjóra hafa verið á þann veg, að ekki hefur verið mikið á þeim að græða, og hefur jafnvel hvarflað að manni, að honum væri ekki treyst fyrir upplýsingum um störf nefnd- arinnar. Svo sem flestir muna, þá birtist í Morgunblaðinu í kring um áramót hlutar af skýrslu nefndarinnar, er hún hafði skil- að félagsmálaráðherra þá fyrir nokkru. Var sem hér væri um bráðabirgðaskýrslu að ræða. Marg aðspurður hefur bæjar- stjóri upplýst, m. a. á fund- inum 26. febr. s. 1., að hann hefði ekki séð skýrsluna og væri ókunnugt um, hvernig hún hefði komist í Morgunblaðið. Hann hefur reyndar ekki beðið um hana, þar sem nefndar- menn vildu ekki að innihaldið bærist út. Á þetta hlustuðu þeir bæ.iar. fulltrúar og áheyrendur, þó nokkrir, sem voru viðstaddir. Það kom því mjög flatt upp á fundarmenn, er í ljós kom, að skýrslan hafði verið til hér í bæ í nokkurn tíma, og er erfitt að skilja það, hvers vegna bæjarstjóri vill ekki við- urkenna, að hann hafi getað kynnt sér innihald hennar, og það verið meginástæðan fyrir því, að hann vill sem minnst um þetta ræða. Undirrituðum var rétt þessi skýrsla rúmum klukkutíma áð- ur en áminnstur bæjarstjórnar- fundur var haldinn, svo að ekki gafst mikið tóm til að kynna sér innihaldið. Að ósk bæjar- fulltrúa, R. G., las ég skýrsluna fyrir viðstadda, og fór ekki á milli mála, að flestum brá í brún við lesturinn. Svo farið sé fljótt yfir sögu, þá finnst mér athyglisverðast eftirfarandi: a. Úttektarnefndarmenn urðu sjálfir að gera efnahags- reikning Vestmannaeyjákaup staðar 1975 og draga ekki dul á, að höfuðástæðan fyr- ir drætti þeirra við að ljúka störfum og skila áliti, sé skortur á upplýsingum frá ráðamönnum kaupstaðarins. b. Ekki verður séð, að fram- kvæmd á bótareglum Við- lagasjóðs verði til þess, að kaupstaðurinn eigi eftir að fá nema brot af því fjár. magni sem flestir höfðu von- ast eftir að yrði til ráðstöf- unar eftir að þessir ágætu menn væru búnir að fjalla um málefnin og leggja spil- in á borðið. c. Það vekur undran, hve út- tektarnefndin virðist hafa beint verksviði sínu í þá átt að leiðbeina stjórnvöld- um um ráðstöfun á eignum Viðlagasjóðs og uppgjöri sjóðsins við Seðlabankann. Ástæðan er kannske sú, að nota beri tímann meðan beð- ið er eftir gögnum, sem eiga að leggjast til grundvallar, svo úttektamefndin geti sinnt sinu upphaflega hlut- verki, sem í allra hugum var, að gera úttekt á stöðu kaup- staðarins og stofnana. Þann- ig að bæjarfulltrúar og aðr- ir, sem vinna eiga að fram- gangi mála, fái þau vopn í hendur, sem þurfa til að tryggja endurreisn og upp- byggingu í Eyjum, svo fólk, sem hér býr, sjái framtíð sinni borgið, og ekki verði á öllum sviðum dýrara og erfiðara eins og málin því miður virðast vera að þró- ast í áttina að. Það er mikil ábyrgð, sém ráðamenn kaupstaðarins hafa kallað yfir sig, að slá á þá útréttu hendi, sem að okkur var beint með skipan úttektar- nefndarinnar. Bæjarbúar eiga kröfu á því, að allir möguleik- ar er bjóðast séu nýttir til upp- byggingarstarfsins og fordæma þessi vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið, að stinga undir stól og fara undan í flæmingi, er um er að ræða mikilsverðustu málin, sem á döfinni eru. Málefni Vestmannaeyja eru stærri og þýðingarmeiri en svo að hægt sé að glingra með þau á lokuðum klikufundum, og ætla þannig að komast hjá því, að sannleikurinn verði dregin fram, en í þessu máli er því miður komið í ljós, að vegna getuleysis eða kannske áhuga- leysis fyrir að bæjarreikning- arnir komi fram, þá hafa störf úttektarnefndarinnar ekki enn. þá borið meiri árangur en orð- inn er. Og bæjarbúar geta nú sjálfir séð, hver ástæðan er fyrir því, að bæjarstjórinn sveikst um að fundur yrði haldinn með út- tektamefndinni og bæjarstjórn, eins og lofað hafði verið. Jóh. Friðf. uimminrviinmiiimiyionmmgnmiYimgnmmgnryinnQnnonnnnnnnngnmnnnnnnnnnnnnnnnnmnnMflono vo OO oo uo (T) oo oo oD od oo oo cX) <T> cT) iTj (X) cT) (D cx) wj <X> iT> cx) <T) CX) cx) <x> cx> cx) <T> cx> cx> (Ti Cx> Cx> cx> cxj cx> cx> íx> 1 VILTU HÆTTA AÐ REYKJA ? | I 1 86 96 1 Fundur í Félagsheimilinu kl. 8,30 mánudags- 1 1 kvöld 14. þ.m. | 1 Hallgrímur Magnússon, læknir, mæíir með | * nýjung. i 38 38 889888888888888888888888888888888888883888988888 98 38 * 88 88 88 88383838 38*88 3888 388838 38» 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 86 88 88 88 88 88 98 88 88 88 88 88 * 88 38 38 38 ÚTGERÐARMENN OG AÐRIR KAUPGREIÐENDUR Munið að gera skil á gjaldfallinni fyrirfranr greiðslu starfsmanna yðar eigi síðar en 15. marz n.k. Álagning dráttarvaxta. á 1. hluta fyrirfram- greiðslunnar fer fram að kvöldi þess dags. INNHEIMTAN 88 88 88 86 88 86 86 86 86 86 86 86 86 88 88 88 88 86 86 86 86 88 88 88 88 88 88 86 88 öo oo oo cx> cx> Od oo cxj cxj oo cxi <X> cx> cx> cx> cx> cx> (X) cx> cx> cx> <x) cx> w <x> <x> <x> x> w ro <x> <x cx> cx> /X} <x> <x> <x> cx> ro <x> tX> <x) cx> 88 88 88 88 88 88 88 88 88 æ 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 68 88 38 88 88 88 86 88 88 88 88 38 88 38 38 38 88 38 38 38 38 AUGLÝSING U M LÖGTAK Lögtaksúrskurður var kveðinn upp þann 9. mars fyrir eftirtöldum opinberum gjöldum: 1. Söluskatti fyrir júlí 1976 til janúar 1977 ásamt hækkun vegna eldri ára. 2. Skipulagsg.jaldi álögðu í janúar 1977. 3. Bifreiðagjöldum 1977. 4. Gjaldföllnum fyrirframgreiðslum þing- þinggjalda 1976, svo og hækkun þing- gjalda 1976 og eldri ára. Lögtak má fara fram að liðnum átta dög- um frá birtingu auglýsingar þessarar. Vestmannaeyjum, 11. mars 1977. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum. 86 86 86 86 86 86 88 88 88 86 88 88 86 86 86 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 IX* UU UL> SJf <JL> UL> UL> uy <X> uu OO oy QO uouo uo uy uo qo qo oa qo qp nnQp QOQn npnp op nn go gn opoo go OOQO 0000 NEÐAN FRÁ SJÓ — Framhald. þarf meira að koma til en þetta eina skip. Takmarkið er að koma í veg fyrir, að frystihúsin séu verkefnalaus eða lítil' mánuðum saman. Slíkt fær ekki staðist til lengdar. Hvort svo vandinn verður leystur með fleiri togurum eða á annan hátt, skal ósagt látið að sinni, en í þess stað fluttar heillaóskír til skipstjóra og skipshafnar um góðan byr og hverskyns vel- gengni. Aflafréttir af Suðurnesjum: Frá 1. janúar til 28. febrúar s.l. var heildarafli línu- neta- og togskipa frá Suðurnesjum sem hér seg- ir: 12286 lestir í 2447 sjóferðum. Af þessum afla lönduðu togarar 2075 lestum. A sama tíma í fyrra var aflinn 5720 lestir í 980 sjó- ferðum og þá var afli togara 2190 lestir. Aflahæstu skipin 28. febrúar s.l. voru: NET 1. Jóhannes Gunnar, Grindavík 299 lestir 2. Höfrungur II., Grindavík 276 lestir 3. Anna, Grindavík 272 lestir LINA 1. Freyja, Sandgerði 284 lestir 2. Þórir, Grindavik 242 lestir 3. Víðir II., Sandgerði 205 lestir TOGARAR 1. Aðalvík, Keflavík 508 lestir 2. Dagstjarnan, Keflavík 494 lestir 3. Erlingur, Sandgerði 434 lestir Björn Guðmundsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.