Fylkir


Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 8

Fylkir - 12.03.1977, Blaðsíða 8
FYLKIR 8 MEðAN FRÁ SJÓ Veðráttan: Menn eru alveg agndofa. Allan febrúar logn og blíða. Blakti varla hár á höfði. Ja, hvílík tíð. Menn eru nú velflest árin öðru vanir í febrúar. Ætla mætti, að í þessari einstöku tið hefðu hinar heefðbundnu veiðar, þorskfiskveiðarnar, notið að nokkru, með auknu aflamagni, cg það hefur nú gert það. Margir róðrar, en fulllítið í flestum, ef ekki öllum. Botnvarpan: Fyrri part vetrar hefur nú oft verið ósköp dauft í trollið. En sjaldan eins og nú. Eiginlega alveg þurr sjór, og þá einkum hérna „heimundir". Bátarnir hafa verið að koma með þetta eitt til tvö tonn eftir daginn og „þaðanaf" minna. Bestu bátarnir eru Sigurbára með 133 tonn og Björg 107, þegir þetta er skrifað. Þetta eru báðir hörkumenn, Gísli Valur og Oskar á Sigurbárunni, og þeir eiga báðir áreiðanlega eftir að gera góða vertíð. Bestu mánuðirnir eru jú eftir. Alls eru og verða líklega í vetur 30 bátar á trolli. Netin: Þar hefur tíðin nú aldeilis hjálpað til, því að dálítið hefur nú kroppast upp hjá bestu bátunum, því að nær alltaf hefur verið hægt að róa. Má til að mynda geta þess, að Guð- finnur á Árna í Görðum fór 22 róðra í janúar og 21 í febrúar. En ef til vill má nú ekki taka mið af honum, því að hann er „sko“ alltaf á sjó. Það er annars meiri krafturinn. Hinu er svo ekki að leyna, að þrátt fyrir góða veðrið hefur aflinn í róðri nær alltaf verið rýr, velflest róðrana 3—4 tonn — og hvað er það í 7 til 8 trossur eða um 100 net. Aðeins kom viðbragð núna rétt um mánaðamótin, Arni í Görðum 20 tonn og Sveinn á Valdemar Sveinss. um 17 tonn, nær allt þorskur. Menn urðu léttari í spori og héldu að „hann“ væri að koma. En eitthvað verðum við að bíða enn, því að þetta koðnaði svo aftur niður í ekki neitt. Hæstu netabátarnir voru þann 30. marz eða s. 1. fimmtudag, þeg- ar þetta er skrifað, 1. Ami í Görðum 264 tonn 2. Þórunn Sveinsdóttir 184 tonn 3. Danski Pétur 153 tonn 4. Dala-Rafn 136 tonn 5. Olduljón 130 tonn 6. Ofeigur II. 114 tonn Flotinn: Ekki væri nú úr vegi að gera fólki grein fyrir, hvernig útgerð, svona í stórum dráttum, verður háttað í vetur. 14 bátar voru á loðnu, en þeir fara svo yfir í netin, og er þá gert ráð fyrir að 32 verði á netum, 30 með fiskitroll og 2 á línu, þannig að alls verði gerðir út 64 bátar með Vestmannaeyjar sem heimahöfn. Þar að aujd munu róa héðan til fiskjar 10 bátar víðsvegar að af landinu. Alls eru þetta 74 bátar, og svo bætast að sjálfsögðu við skuttogararnir, Vestmannaey og Klakkur. Nú, og ef guð gefur einhvern afla úr sjó, ætti ástandið um lokin, hvað afla áhrærir, ekki að verða sem verst. — Línan: Eg sé í aflaskýrslunni fyrir febrúar, að komin eru á land í mánuðinum 63 tonn á línu. Það er nýlunda. Ef til vill fer línan að koma upp aftur. Vandamálið er og verður beitningin. Við í Isfélaginu höfum oft verið að hugsa um þessi mál. Koma upp beitningarstöð í landi o. s. frv. og svo framvegis, en minna hefur orðið úr og málið strandað. Mest að sjálfsögðu fyrir það, að mönnum hefur þótt lítil aflavon. En kannske á þetta eftir að breytast og menn fari aftur að „fá ’ann“ á línu eins og í gamla daga. En ekki skulum við gleyma því, að þeir tveir menn, sem mest. koma við sögu línunnar að þessu sinni, eru Siggi í Bæ og Sveinn á Krissunni, báðir eins og fæddir í þetta, þaulkunnugir, þekkja hvern krók og kima, ef svo má að orði komst, hér í kring, og geta þar af leiðandi hringað spottann kringum þá klakka og trintur, sem helst er fiskivon. Bátur í smíðum: Nú mun afráðið, að Oskar á Sigurbárunni fari í nýsmíði. Verður báturinn smíðaður á Seyðisfirði hjá Stefáni Jóhannssyni og verður um það bil 150 tonn og gert ráð fyrir að skipað verði fullbúið í byrjun næsta árs, ef allt gengur svo sem áætlað er í dag. Er gott til þess að hugsa, að fá nýtt skip í flotann. Loðnufrysting: Mikið átti að gera í vetur. Nú er sýnt, að minna verður úr en í upphafi var ætlað. Má til nefna, að Is- félagið og Fiskiðjan áttu að frysta um 500 tonn fyrir ákveðinn kaupanda í Japan, en ég efast stórlega um, að upp í þennnan samning verði fryst meira en 150 tonn. Þarna kom margt til, en fyrst og fremst það, að gæðakröfur Japananna, sem reyndar sendu hingað her manna til eftirlits, voru ekki í neinu samræmi við veruleikann. Hvort svo að Japanarnir komast niður á jörð. ina í þessum efnum, skal ósagt látið, en eitt er víst, að reyna verður af fremsta megni að halda í þessi viðskipti, þar sem hér er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir alla, er hlut eiga að máli — og líklega eru það nú velflestir í Eyjum. Loðnan: Það er mikill fiskur loðnan. Nú ræður hún örlggum heillar þjóðar, hér norður við ysta haf. Enda er henni sýndur mikill sómi, menn sigla til móts við hana langt norður í höf, og daglega er útreiknað, hve mikið hún gefi oss í beinhörðum gjald- eyri. Ekki hefur nú þetta alltaf verið svo, áður fyrr, í raun ekki ýkja langt síðan, synti hún hér fram hjá, nær alveg ótrufluð, helst þá að menn báru við að fá sér tunnu og tunnu í beitu. Þorskinum þótti hún og þykir sjálfsagt enn lostæti, — en nú er allur þorskur búinn eða að minnsta kosti svo af honum dregið, að ekki gengur hann með loðnunni sem hann gerði áður fyrr. Svona breytast tímarnir. Minnisstætt er mér, að fyrir nokkrum árum, er við vorum á Útvegsbændafélagsfimdi, að á fundinnn komu m. a. Oli heitinn frá Skuld og Asi 1 bæ, voru þeir nokkuð gustmiklir, er þeir föru að tala um hvað það væri sárgrætilegt, að geta ekki nýtt loðnuna. Hér synti hún fram hjá vertíð eftir vertíð og ekkert að gert. Skyldi þessum góðu mönn- um hafa þá komið til hugar, að vegur loðnunnar yrði svo mikill sem raun er á orðin. Og nú vilja menn byggja skip, fleiri og fleiri, öll til þess að veiða loðnu. Og þau eiga að kosta einn og hálfan milljarð króna og lesta allt í tvö þúsund tonn. Þá vantar verksmiðjur í landi. Engum eða að minnsta kosti fáúm hefur dottið í hug, að um ofveiði geti verið að ræða. Ja, þvi skyldu menn vera að leiða hugann að slíku. Segja ekki fiskifræðingarnir, að allt sé í lagi — en hvað sögðu þeir ekki um þorskinn? Og hinum megin á hnettinum, í Perú, jusu þeir upp ansjósunni um 'árabil, og þar. lendir menn töldu, að aldrei þryti. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Ættu menn ekki að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá að sér. Er alveg víst, að aldrei lækki borðið á Ioðnubrunninum. — Loðnuveiðarnar: Eigum við þá ekki að sinni að sleppa hug- leiðingum um loðnuna og kasta okkur út í kaldann raunveruleikann. Við erum að sigla inn í metvertíð og ekkert lát á veiði. Ok.kar menn standa sig með prýði, aflamagnið er að sjálfsögðu misjafnt, vegur þar mest burðarþol skipanna. Eg sá í „blaðinu", að Guðjón á Gullberginu er hæstur, með um 8600 tonn, og næstur er Huginn, tæp 8 þúsund tonn. Hér á land eru komin alls 70 þúsund tonn, er það '30 þúsund tonnum meira heldur en á allri vertíðinni í fyrra. Fiskimjölsverk- smiðjan hefur tekið á móti 44 þús. tonnum, en verksmiðja Einars Sigurðssonar 26 þús. tonnum. Er hér um meira magn að ræða hjá verksmiðjunum heldur en þær tóku á móti hvor um sig alla vertíðina í fyrra. — Mér er sagt, að báðar verksmiðjurnar hafi selt talsvert af mjli fyrirfram, en séu nú búnar að fram- leiða upp í þá fyrirfram samninga. Hitt er svo, að lítil lireyfing ku vera á mjölmarkaðinum um þessar mundir og lítið um sölur. Hinsvegar er lýsisverð með ágætum. — Klakkur: Togari frystihúsanna, Klakkur, er nú að leggja •af stað frá Bodö í Noregi áleiðis til Islands, en þar lestaði skipið fiskikassa. Miklar vonir eru bundnar við þetta skip. Hráefnisleysi frysti- húsanna langtímum saman, eða frá því í september og allt fram í febrúar er mikið áhyggjuefni og vandamál. Er hinu nýja skipi ætlað að leysa þennan vanda að no^kru leyti með því að sækja afla á fjarlæg mið. Hitt er svo annaö mál, hvort ekki Fxamhald á 7. síðu. RAFSTRENGSBILUNIN Veður hefur hamlað því, að hægt værí að gera vlð bilunina á rafstrengHum frá landi. Tekist hefur vonum framar að full- nægja raforkuþörfinni, en dýrt er „drottins orðið”. Olíueyðslan mun kosta um eina og hálfa milljón kr. á sólarhring og er því þessi liður tjónsins komin í yfir 20 milljónir króna. Herjólfur er nú í dráttarbraut í Reykjavík tU viðhalds og eftirlits samkvæmt ábyrgðarskilmálum .Mun Herjólfur ekki hefja sínar daglegu ferðir aftur fyrr en seinnipart næstu viku.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.