Fylkir


Fylkir - 30.04.1977, Blaðsíða 6

Fylkir - 30.04.1977, Blaðsíða 6
6 FYLKIR HVER VAR AÐ SEGJA HVERJUM HVAÐ? Sagan endurtekur sig. Pað fer ekki milli mála, að Alþýðuflokknum hér hefur aldrei vegnað svo vel, þrátt fyrir allt, eins og eftir að núverandi inn- heimtustjóri kaupstaðarins með meiru, G. H. T., kom Magnúsi til stuðnings. Það er því ekki að undra, þótt Magnús fyllist kvíða af tilhugsuninni um að hafa Georg ekki sér við hlið , kosninga- baráttunni, sem framundan er. Það kom því engum á óvart á bæjarstjórnarfundinum síðasta, er Sigurgeir upplýsti vegna ráðningar nýs skrifstofustjóra, að Magnús hafi sagt frá því í bæjarráði af þessu tilefni, að Georg færi í sumar, og bað Sigurgeir um að það yrði bókað, en Magnús kvað þetta ekki rétt eftir sér haft, hann hefði sagt, að líkindi væru fyrir því, að Georg færi. Aðrir viðstaddir bæjarráðsmenn, Sigurður og Þórarinn, tiáðu sig þannig, að fyrrnefndur stóð með Sigurgeir, en síðarnefndur virtist fylgja báðum aðilum, þó mátti skilja hann þannig, að Magnús færi með rétt mál. Þetta sýnir, að grunnt er á því góða hjá hinum fjölmenna meirihluta og lítið má út af bera. En nokkuð er víst, að G. H. T. lætur ekki reka sig og þarf reyndar ekki að óttast slíkt, meðan lærimeistari hans, Magnús, talsmaður meirihlutans, er annars vegar. Þessi gagnkvæma að- dáun á eftir að kom,a betur í ljós, er bæjarreikningar síðustu ára loks koma í leitirnar, og m. a. koma þá fram ýmsar samn. ingagerðir þeirra félaga frá velmektardögunum. Er í því sam- bandi skemmst að minnast afhendingar Þvottahússins 1974. En nýlega hefur komið í ljós, að á þeim gerningi hefur hæjarfélagið tapað mörgum milljónum, en málið í heild er nú samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar í höndum endurskoðenda bæjarsjóðs og verða niðurstöður kunnar innan tíðar. pfjgj GATNAGERÐARÁÆTLUN Búið er að gera eina gatnagerðaráætlun til viðbótar, sam- kvæmt upplýsingum bæjarstjóra. Engin hefur á móti áætlana- gerðum, en skelfing eru þær samt hvimleiðar, ef ekkert kemst til framkvæmda. Þessa dagana sjást greinilega merki þess, að eitthvað er að ske við malbikunarstöðina. Vonandi kemst hún í gang, þótt ekki séu líkur til þess að byrjað verði að malbika 1. maí, eins og búið var að slá föstu. ATHUGASEMD í tilefni greinar í 6. tölublaði Brautarinnar, undir nafninu „Sæfari", og mér er nú full- kunnugt um að er formaður Sjómannadagsráðs Vestmanna- eyja, Jóhannes Kristinsson, vil ég taka þetta fram: Ég hef aldrei sóst eftir að vera ritstjóri Sjómannadags- blaðs Vestmannaeyja, — hvorki fyrr né síðar. Það var ekki fyrr en þannig hafði verið á málum haldið af sjálfum formanni Sjómannadagsráðs, sem er út. gefandi blaðsins, að ekki lá annað fyrir en spurningin um, hvort blaðið kæmi áfram út, sem ég féllst á að gera það sem ég gæti til að afstýra því að út- gáfan félli niður. Það er því í fyllsta rnáta ó- sæmilegt af formanninum að dylgja um annað undir dul- nefni í blöðum bæjarins. Virðingarfyllst, Steingrímur Arnar. SAMSALAN LOKAR MJÓLKURBÚÐUM SlNUM Nú um mánaðamót hættir mun hafa keypt Samsöluna á Mjólkursamsalan verslunar- Hólagötu til að reka þar mjólk rekstri sínum. Er óhætt að full urbúð og verslun með matvör- yrða, að bæjarbúar þakka ur. starfsfólki Samsölunnar fyrir Nokkrar aðrar matvörubúðir lipur og góð samskipti á und- verzla framvegis með mjólk og anfömum árum. mjólkurvörur. Gunnar Ólafsson & Co. h.f. Flaggskip íiskiílotans Hinn glæsilegi skuttogari XLAKKUR VE 103, eign samnefnds hlutafélags í eigu frystihúsanna, kom til heimahafnar 29. f. m. Bæjarbúar fögnuðu hinu myndarlega skipi og skipshöfn og fylgja því góðar óskir um að þær vonir, sem við komu þess eru hundn- ar, efling atvinnulífs og framleiðslu megi rætast. Oll hugsánleg tæki og búnaður er í skipinu, sem er í alla staði hið fullkomnasta. Stjórnarformaður Klakks h.f. er Guðmundur Karlsson. Skipstjóri Guðmundur K. Jónsson, I. vélstjóri Jón Sigurðsson, I. stýrimaður Helgi Agústsson. Skipið er nú í þriðju veiðiför sinni og hefur allt gengið vel, ef frá eru taldir smábyrjunarörðugleikar, sem alltaf má búast við. Kaídar 1. maí kveðjur Magnúsar — Þórarins og Co. í meiri hluta bæjarstjórnar til launþega og aldraðra. Svo sem bæjarbúar hafa fylgst með, hefur minnihluti bæjar- stjórnar reynt að þoka áleiðis ýmsum réttlætiskröfum þeirra. Arángur hefur því miður orðið of lítill vegna samstöðu meiri- hlutans, þar sem ráðamestir eru fulltrúar þeirra flokka, seem kenna sig við alþýðu — flokk og bandalag. Sláandi dæmi eru tillögur, sem þessir hrokafullu ráðamenn snerust á móti á síðasta bæjarstjórnarfundi og létu vísa frá: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir, að nú þegar vSrði stöövaðar innhéimtuaðgerðir á dráttarvöxtum og fyrirframgreiðslu útsvara hjá öryrkjum og öldruðum, sem engar tekjur hafa aðrar en bætur almannatrygginga.“ „Þar sem fyrirliggur niðurstaða bæjarráðs á tillögu okkar um stöðvun innheimtu dráttarvaxta, frá 26. febrúar s. 1., samþykkir bæjarstjórn, að afturkölluð verði innheimta allra dráttarvaxta hjá launafólki, sem greitt hefur gjöld sín reglulega af kaupi, samkvæmt kröfum, sem innheimta bæj- arsjóðs hefur sent atvinnurekendum og fengið kvittun í hendur frá bæjarsjóði um fullnaðarskil. Jafnframt verði endutgreiddar þær upphæðir, ér þegar hafa verið inn- heimtár af þessu skilvísa fólki.“ Bæjarbúar sjá af þessu, hver hin raunverulega umhyggja meirihluta bæjárstjórnar er á kjörum þeirra og högum, og ekki ber saman skr'fum Brautarinnar og Eyjablaðsins og framkomu fulltrúa þeirra í bæjarstjórn. jóh. Friðf. HVENÆR FÁL'M VID MESRIHLUTA í BÆJARSTJÖRN, SEM STÖDVAR SVONA EMBÆTTISFÆRSLU? 1 iíii ’jSTi V • V . írfn ■ éí b ib i ra I1 Í7Z1 a KLAKKUK tanum skrýddur í Friðarhöfn.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.