Fylkir


Fylkir - 28.05.1977, Page 1

Fylkir - 28.05.1977, Page 1
JÓHANN FRIÐFINNSSON: Qlvar verður ^JlugslöðÍn? í framkvæmdaáætlun Flug- málastjórnar fyrir yfirstand- andi ár er gert ráð fyrir fjár- veitingu fyrir byggingu flug- tums og 1. áfanga flugstöðvar, sem byggja á sitt í hvoru lagi f Vestmannaeyjum. Þetta er vonum seinna, oft hefur verið skorað á flugmála- yfirvöld að láta til skarar skríða um fyrrnefndar fram- kvœmdir, sömuleiðis ýmis ör- yggismál, svo sem Ijós á N.-S- brautina, að ekki sé talað um þau vonbrigði, er urðu þegar öskuflutriingamir utan á flug- brautimar vom í algleymingi cg ollu gífurlegum gróður- skemmdum. Samskipti bæjaryfirvalda við þennan hluta báknsins hefur verið stirður, svo ekki sé meira sagt. Vegna þess, að byggingar- nefnd var nokkuð einhuga um að haldið væri" við fyrri sam- þykktir um staðsetningu flug- stöðvar, þ. e. austan megin við N. enda N.-S.-flugbrautar, frestaði hún afgreiðslu á beiðni Flugmálastjórnar, er nefnd- inni barst síðast í mars s. 1., um að færa bygginguna austur í Djúpadal. Hins vegar sam- þykkti nefndin strax staðsetn- ingu flugtumsins, svo ekkert helJi átt að vera til fyrirstöðu um bvriunarframkvæmdir þar, Pessár ágætu myndir tók Leifur Magnússon, aðstoðarflugmála- stjóri. Geta bæjarbúar af þeim séð, hvorn staðinn þeir telja ákjósanlegri. en þá var fullyrt, að teikning- ar lægju fyrir. Ekkert hefur bólað á þessu ennþá, og nú berast fréttir um, að „nýjar teikningar" af turninum séu í undirbúningi. Þriðjudaginn 10. maí síðast- liðinn komu flugmálastjóri, Agnar K. Hansen, ásamt vara- flugmálastj., Leifi Magnússyni, í fylgd með Garðari Sigurðs- syni flugráðsmeðlim og Stein- grími Arnar flugvallarstjóra til fundar við byggingarnefnd. Undirritaður notaði tækifærið og spurði nokkuð um öryggis- mál flugvallarins. Þá upplýstu flugmálastjórarnir, að fyrir haustið yrði búið að fjarlægja lóðabelgina, er nú marka N.-S- flugbrautina og setja upp full- komna lýsingu í staðinn. Þetta finnast mér gleðifréttir og ekki seinna vænna, eftir 10 ára notkun brautarinnar. Þá lof- uðust sömu aðilar til þess að stofnun þeirra myndi að hálfu á móti bæjarsjóði fús til að kosta uppsetningu girðingar sunnan flugbrautarsvæðisins. Ætti þá að vera handhægt að halda búfénaði frá brautunum og nýræktarsvæðunum þar fyr- ir norðan. Á fundi þessum í byggingar- nefnd var skipst á skoðunum um framkomna beiðni á breyt- ingu á fyrirhuguðum flug- stöðvarstað. Gestir fundarins sóttust nokkuð eftir að beiðni þeirra yrði samþykkt, og töldu eins og í bréfinu til byggingar- nefndar eftirfarandi helstar ástæður fyrir Djúpadalshug- myndinni: a) með hiiðsjón af „vind- rós” fyrir Vestmannaeyjar er augljóst, að austanáttin er ríkj andi vindátt, og austur/vestur- flugbrautin því oftast notuð. í Djúpadal myndi helst fást skjól fyrir flugvélar á hlaðinu, en það er álitið töluvert öryggis- atriði. Starfsmenn flugvallar- ins hafa bent á að sterkur vind strengur að austan sé oft við norðurenda norður/suður-flug- brautarinnar, og geti flugvélum því verið hætta þar á hlaði. b) Ef flugstöð væri við norð urenda flugbrautarinnar þyrfti eftir snjókomu í flestum tilfell- um að moka snjó bæði af austur/vestur og norður/suður- flugbraut þar sem A/V-braut- in er langmest notuð en opna þyrfti N/S-flugbraut fyrir akst- ur flugvéla. Ef flugstöðin væri í Djúpadal myndi oftast nægja að halda A/V-flugbrautinni op- inni. Á byggingamefndarfundinum vom 4 nefndarmenn mættir og samþykktu 3 þeirra umbeðna breytingu, en ég gerði eftir- farandi grein fyrir andstöðu minni við hana: Beiðnl um breytingu á stað- setningu flugstöðvar: Greinargerð fyrir sératkvæði Jóí anns Friðfinnssonar: Sé ekki ástæðu til að breyta núverandi aðalskipulagi, þar þar sem gert er ráð fyrir flug- stöð austanmegin norðurflug- brautarenda, sem á sínum tíma, 1975, var ákveðin sam- kvæmt tillögu flugmálayfir- valda. öryggis vegna hljóta sömu rök að gilda nú og þá, enda flugöryggi að litlu leyti háð staðsetningu flugstöðvar, er byggja á á öðram stað en flug- turninn, svo sem hér er fyrir- hur/ið. Tel flugstöðvarbyggingu skv. núg. skipulagi verða á miklu ákjósanlegri stað sökum ná- lægðar við byggð — og því til mikils hagræðis og þæginda fyrir farþega- og vöruaf- greiðslu, seem byggingunni er fyrst og fremst ætlað að þjóna. Framh. á 3. sfðu.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.