Fylkir


Fylkir - 11.06.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 11.06.1977, Blaðsíða 1
19. árg. Vestmannaeyjum, 11. júní 1977. 7. tbl. Magnús HL Magnússon bæjarfulltrúi gerist opinber ósannindamaður í grein sinni í Brautinni 1. þ. m. reynir Magnús Magnús- son, bæjarfulltrúi, að svara á- bendingum mínum um inn- heimtu ráðamanna bæjarins á bæjargjöldum umfram það sem lög leyfa, svo sem innheimtu dráttarvaxta af dráttarvöxtum, innheimtu hluta af sjúkratrygg ingargjöldum, sem ríkissjóður hefur tekið að sér innheimtu á og innheimtu lóðargjalda um- fram það sem samningar segja til um. Byggist svar hans einvörð- ungu á að reyna að kenna öðr- um um mistök bæjaryfirvalda og gerræði í þessu sambandi. Er þetta alkunnur vani hans, þegar rökin þrjóta. Ég mun ekki ræða þennan þátt greinar M. M. að þessu sinni. Án efa gefst til þess tóm síðar. Kinum kafla í grein M. M. bykir mér þó rétt að svara ntí þegar. En hann hljóðar þann- ig: „Helstu áhugamál G. G. i bæjarstjórn og utan allar göt- ur frá árinu 1966 (ef undan er skilinn seinni helmingur ársins 1975) hafa nú reyndar yerið að berjast á móti því, að bæjar- sjóður Vestmannaeyja fái eðli- legar tekjur af tekjustofnum sínum og eðlilegar fyrirgreiðsl- ur opinberra sjóða. Nærtæk. asta dæmið þar um er bar- átta hans gegn því að bæjar- GUNNAR PRENTARI Allir sem komið hafa ná- lægt blaðaútgáfu hér síðustu áratugina hafa haft meiri og minni samskipti við Gunnar Sigurmundsson prentsmiðju- stjóra Eyrúnar. Er margs góðs að minnast frá ágætum sam- skiptum við Gunnar prentara, þegar litið er til baka. Nú hefur svo skipast, að Gunnar hefur látið af störfum og flutt til Reykjavíkur ásamt Vilborgu Sigurðardóttur, eigin konu sinni. Fylkir vill að þessu tilefni þakka Gunnari samfylgdina í 29 ár og óskar honum og Vil- borgu velfarnaðar. sjóður fái umbeðin lán til hita veituframkvæmda, þótt vitað sé, að það er svo til eingöngu undir lánafyrirgreiðslu komið, hve langan tíma það tekur að leggja hitaveituna um allan bæ inn." Varðandi hið fyrra atriði, að ég hafi reynt að koma í veg fyrir, að bæjarsjóður nýtti lög- lega tekjustofna sína, vil ég skora á M. M. að nefna þar um eitthvert dæmi. Hitt er rétt, að ég hef gagnrýnt ráðamenn bæj arins fyrir að fara, að mínum dómi, út fyrir ramma sveitar- stjórnarlaganna í innheimtu sinni á gjöldum úr vasa bæj- arbúa umfram það sem lög leyfa; og tel ég fulla þörf á að ekki einasta ég, heldur bæj- arbúar almennt séu vel á verði gagnvart ráðamönnum bæjar- ins hvað þetta atriði snertir. Á því er vissulega full þörf. f sambandi við hitt atriðið, að ég hafi reynt að koma í veg fyrir að bæjarsjóður fengi lán úff opinberum sjóðum, og þá sérstaklega til hitaveitufram- kvæmda, vil ég lýsa Magnús H. 'Magnússon, bæjarfulltrúa, opinberan ósannindamann að þessari aðdróttun sinni, og skora á hann að nefna eitthvert dæmi þar um og nafngreína þann eða þá aðila, sem hann telur heimildarmenn sína varð andi þetta atriði, ef einhverjir slíkir fyrirfinnast, sem hæpið mun vera, þar sem ég tel að hér sé aðeins um hans eigin heilaspuna eða ívieðfædda ó- sannindaáráttu að ræða. Að því er varðar seinagang hitaveituframkvæmdanna er al veg tilgangslaust fyrir M. M. að vera að bera við lánsfjár- skorti. Hitaveitur byggðar á jarðvarma hafa haft forgang hjá stjórnvöldum um Iánsfjár- útvegun þar sem sveitarstjóm ir hafa lagt kapp á þessar fram kvæmdir. En svo hefur þvi miður ekki verið hér. Þegar rafstrengurinn bilaöi fyrir nokkru, var fjölmiðlum tilkynnt að tap rafveitunnar vegna olíukaupa væri um ein milljón kr. á dag, og er engin ástæða til að véfengja það. Hitt er ekki síður staðreynd, að íbúar okkar ágæta byggðar- lags hafa á undanförnum miss erum og árum verið að tapa um hálfri milljón krdna á dag í sambandi við olíukaup til húsahitunar, einvörðungu vegna amlóðaháttar lélegustu yfirstjórnar bæjarmála, sem hér hefur nokkurntíma verið, því samkvæmt yfirlýsingu nú- verandi bæjarstjóra mun kynd ingarkostnaður íbúðarhúsa lækka um helming, þegar hraunhitaveitan er orðin að veruleika, sem auðvitað heíði átt að vera fyrir löngu, ef þeir aðilar hér heima í héraði, sem áttu að vinna að framgangi málsins, hefðu ekki brugðist skyldu sinni eins og raun ber vitni um. Guðl. Gíslason. BROT Nú liggja fyrir reikningar Bæjarsjóðs 1972—1975. Þykir það kraftaverk að loksins skuli vera hægt að afgreiða þessa gömlu reikninga. Fyrrverandi bæjarstjóri og Co. fljóta nú sem áður (reikn 68—72) á að allt þetta sé orðið gamalt og erfitt að fara ofan í. Þórarinn Magnússon hefur áð ur sagt að íbúðarkaup Georgs H. Tryggvasonar væri of mik- ill að hans mati, þótt vítavert svo að ekki taki því að erfa það! Það skyldi þó aldrei vera reynt hafi verið hingað til að draga reikningana svo á lang- inn að mótherjar M. M. og Co. gætu ekki svo nokkru nemi farið ofan í málin svo að gagn værí að. Ýmislegt kemur þó í ljós þeg ar upp er litið. íbúð eins og M. M. „gaf" Georg H. Tryggva- syni 1972 er í dag seld á 6.4 millj. Bæjarsjóður er ekki bú- inn að fá borgað nema nokkur hundruð þúsund fyrir þessa íbúð vegna skuldabréfakaup- anna. Pegar litið er svo á Cor- nett-málið upplýsist, að það hefur kostað bæjarsjóð kr. 8.414.803,00, sem sundurliðast svo: Kaupverð .Reynigrund 7, Kópavogi 7.000.000,00 Pinglýsing, stimpilgj. 68.800,00 Viðskiptaskuld B. Johan. sen, kvittuð út 737.763,00 Húsaleiguskuld v/ Reynigr. 7, gr. Viðl.sj. 228.000,00 Málskostnaður Jóns Hjaltasonar, hrl. 290.100,00 Málskostnaður Haf- steins Baldvinss., hrl. 92.140.oi"> Alls kr. 8.414.80-3,00 Þetta allt hefur M. M. varið með kjafti og klóm og talað um áróður frá okkar hálfu. Nú þegar Georg H. Tryggva- son hættir í sumar, eins og Sigurgeir Kristjánsson lét bóka og Sig. Jónsson tók undir, við ráðningu skrifstofustjóra, J. P. Andersen, þá minni ég einu sinni enn á þá fullu ábyrgð, er G. H. T. lýsti yfir í „Frétt- um" 1. júní '76 og fer hér orð- rétt á eftir: „Svo háttar nefnilega til, að bæjarsjóður hefur ekki heim- ild til þess lögum samkvæmt, að ástunda fasteignasölu fyrir áðra. Þá heimild hef ég per- sónulega í krafti míns lögfræði prófs. Það var því ég, sem að- stoðaði við þessar fasteignasöl ur á mína eigin ábyrgð og af fúsum og frjálsum vilja." Hlýtur það að vera krafa allra þeirra, sem hvergi er hlíft við að borga í bæjarsjóð, að Iáta jafnt yfir alla ganga og G. H. T. verði skylt að afsala sér íbúð sinni til bæjarsjóðs, þegar hann fer héðan. Á síðasta bæjarstjórnarfundi upplýsti bæjarstjóri, að enn væri ekki komjð svar frá Fé- Iagsmálaráðuneytinu um íbúð- arkaup Georgs. Nauðsynlegt er að því verði fylgt eftir, en kann ske er þar sem annars staðar, að málið verið saltað þar til það þyki of gamalt. M. M. hefur líka Iýst fullri ábyrgð á hendur sjálfum sér, sem verður sem rós í hnappa- gati í atkvæðaveiðum til Al- þingis. S. A.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.