Fylkir


Fylkir - 11.06.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 11.06.1977, Blaðsíða 2
2 FYLKIR 05 ÖJ sX> <^? 00 QO QL> ^ QD QO OO QD QD QO QD QC QC QC QO QC QO 9C U? ^ tt? Qt? 00 QC 00 Cí? ^ CX? <X? (X? ^ 00 OOt OO Ö5 ÖC OQ OU oCj OO OO OD OD CXJ OO CX) cXj CTj <X) 6C CX) lX> (X) <Xi (Ti (TS txS rF> cTi CXi lX) <Tb (TfS iTTS (Tri |TT) (TS (Tri iTTi (TTi iTTi (TS /TS iTri (TTi (TV æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ PRENTSMIÐJAN EYRUN HF. 88 Ritstjóri: Björn Guömundsson. Afgreiðsla og auglýsingar: Símar 1344 og 1129. Utgefandi: S j álf stæðisf élögin í Vestmannaeyjunu ææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææ ÁTÖKIN Á VINNUMARKAÐNUM Enn einu sinni er komið til átaka á vinnumarkaðn- um. Átök þessi hafa legið í loftinu um langan tíma, svo mánuðum skiptir. Eigi að síður blasir sú rauna- lega staðreynd við, að raunverulega er lítið sem ekkert aðhafst fyrr en allt er komið á ystu nöf. í þessum efn- um virðist sem að allir, er að standa, hafi ekkert lært og engu gleymt. Hér virðist skorta nokkuð á raunsæi, því að ekki stendur vinnudeilan til eilífðar og á ein- hvern hátt leysist hún — og að lausn lokinni er öllum Ijóst, að sáttum var hægt að ná miklu fyrr og ef til vill án teljandi tjóns. Kannske þarf þetta að vera svona, menn þurfi að bíta 1 skjaldarendann áður heldur en eitthvað fer að þok- ast — en óneitanlega mælir almenn skynsemi á móti svona vinnubrögðum. Svo sem fyrr er sagt, leysist þessi kjaradeila ein- hverntíma og á einhveern hátt. í hita bardagans vilja stundum staðreyndir og rök vera fyrir borð borin og með tilliti til reynslu undanfarandi ára og útlit í dag virðist svo sem að það ætli að verða tilfellið í þessari kjaradeilu. Það þarf ekki langt mál um, að það sem í raun er deilt um í þessari vinnudeilu er skipting þjóðartekn- anna. Það er í sjálfu sér eðlileg deila og mannleg. Hitt er svo jafn óeðlilegt, ef menn ætla að skipta meiri þjóð- artekjum en í raun eru fyrir hendi, en það sýnist ætla að verða tilfellið, eins og nú horfir. Og með hvaða af- leiðingum, enn ein kollsteypan, verðbólgan magnast og innan ekki langs tíma standa menn upp með að vísu fleiri krónur í höndunum, en minni kaupmátt heldur en þegar af stað var farið. Af ráðamönnum er viðurkennt, að eitthvað svigrúm sé til kjarabóta, jafnframt er viðurkennt af sömu aðil- um, að þessai- kjarabætur eigi einkum að ganga til lág- launafólks, er það og í samræmi við þá láglaunapólitík, er rekin er af verkalýðsforystunni. Af þessu sýnist, að yfirstandandi deila sé tiltölulega auðleyst. En það er nú eitthvað annað, allt virðist komið í hnút, og hvers vegna — jú, allir í senn og þegar í stað, hver og einn þrýsti- hópurinn ætlar sér að taka allt til sín, alla kökuna, og hæst lætur í þeim, er best og mest mega sín, — þar liggur méinið. Lausn þessarar kjaradeilu verður að byggjast á því að til sem minnstra verðhækkana komi, sanngjörnum launahlutföllum og tekjuskiptingu verður best náð með því móti. Verðbólgusamninga verður að forðast í lengstu lög — og umfram allt. Björn Guðmundsson. Eíiuu- Gíslason heiörar afreksnicmi á Sjómaiiiiadaginn. GA TNAGERÐARGJÖLD Nú liggur fyrir að afgreiða í bæjarstjórn reglugerð um gatnagerðargjöld. Svo sem nafnið bendir til, er um að ræða tekjustofn til fjármögn- unar á varanlegri gatnagerð og verða bæjarbúar að vera und- ir það búnir, að til þeirra verði leitað að þessu tilefni. Reynt verður að sjá svo um, að kvaðir þessar verði ekki ósann gjarnari en tíðkast annarsstað- ar, en gjald þetta er víða kom- ið á. Svo langt höfum við nú dregist aftur úr með varanlega gatnagerð, að lengur verður ekki við unað. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar hafa dregist, en ekki má koma fyr ir, að ekki verði tekið til við þessar bráðnauðsynlegu fram- kvæmdir. Útlit kaupstaðarins hefur því miður sett mjög niður eftir því sem gatnakerfinu hefur hnign- að. Þá má einnig benda á, að víða skortir mjög á að ýmsar smálagfæringar, t. d. á gang- stéttum, séu framkvæmdar, en ekki látnar danka mánuðum og árum saman. Er þetta mjög hvimleitt og gefur ekki gott fordæmi. Mikið vantar á um hirðu- semi og snyrtimennsku innan og utan bæjarlandsins. Allir verða að taka höndum saman, að á þessu verði breyting til batnaðar. Hreinsun stendur nú yfir á bæjarlandinu, og er það vel. En það myndi spara bæj- arbúum miklar fiárhæðir og auka bokka bæiarins, ef dagleg umgengni íbúanna um bæinn sinn batnaði. 1627 - 17. JÚLÍ - 1977 í sumar eru 350 ár liðin frá þeim mesta voðaatburði, er saga Eyjanna greinir frá, en það er Tyrkjaránið. Svo sem bæjarbúar vita, var legsteinin- um er stóð yfir moldum séra Jóns píslarvotts Þorsteinsson- ar á Kirkjubæ bjargað undan hraunstraumum jarðeldanna í janúar 1973. Sóknarnefndin hefur að und anförnu unnið að því, að iog- steinninn verði endurreistur i þeim stað úti á hrauni, sem Kirkjubær er undir. — Fyrir nokkru fóru fram mælingar og staðarákvarðanir voru gerðar, kom þá í Ijós, að staðurinn er á malarbungu í um það bil 100 metra hæð yfir Kirkjúbæjum, spölkorn frá veginum, er ligg- ur meðfram þeim stað, þar sem undanfarið hefur verið sótt mikið af vikri, er þangað var ekið í hreinsuninni. Sést staðurinn mjög vel frá veginum um hraunið, er kom- ið er á móts við Brekastíg og Hvítingaveg til vesturs. f samráði við herra Sigur- geir Einarsson biskup, sem hef ur sýnt máli þessu mikinn á- huga, hefur verið valinn texti, er greyptur verður í fótstallinn sem byggður verður undir leg- steininn. Sunnudaginn 17. júlí n. k., á 350. árstíð séra Jöns píslar- votts, er fyrirhuguð minningar sithöfn, og verður nánari til- högun auglýst, þegar þar að kemur. GEYSIR í GÓÐU FORMI Föstudagskvöldið í síðustu viku voru Eyjarnar sóttar heim af góðum gestum. Karla- kórinn Geysir undir stjórn Sig urðar Demetz. Franssonar á- samt kvennakór hélt hljóm- leika í Félagsheimilinu við stór kostlegar undir tektir allt of fárra áheyrenda. Óhætt er að fullyrða, að bæjarbúar sem voru svo heppn ir að mæta á söngskemmtun þessa munu lengi minnast hennar, svo ágæt og eftirminni leg sem hún var. Söngskráin var mjög fjöl- breytileg og við allra hæfi, flutningur kórs og einsöngvara frábær og ekki spillti hinn snjalli undirleikari, Thomas Jackman, þeirri miklu stemn- ingu, er á hljómleikunum ríkti. Hafi Norðanmenn bestu þakk ir fyrir komuna, sem mættu vera fleiri, en er er við því að búast meðan bæjarbúar sýna ekki meiri áhuga en raun ber vitni?

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.