Fylkir


Fylkir - 25.06.1977, Qupperneq 1

Fylkir - 25.06.1977, Qupperneq 1
29. árg. Vestmannaeyjum, 25. júní 1977 8. tölublað - 350 ára áriíð Zyrkiaránsins - Legsteinn Jdns Þorsteinssonar píslarvotts Á þessu sumri munu Vest- mannaeyingar minnast þess, að 350 ár eru liðin frá Tyrkjarán- inu 17,—18. júlí 1627, en ásamt eldgosinu í Heimaey er það sá atburður, sem mest hefur markað sögu Vestmannaeyja og ávallt mun minnst verða. Á hlaðinu á Kirkjubæ stóð fram að eldgosi minnisvarði Jóns Þorsteinssonar, sem nefndur hefur verið píslarvott- ur, en hann var drepinn á grimmilegan hátt skammt austur af Kirkjubæ hinn 17. júlí 1627. Minnisvarði Jóns Þorsteins- sonar fannst af tilviljun aftur vorið 1924 og var varðinn, sem stóð á Kirkjubæ, nákvæmt líkan af honum og var vígður á 300 ára irtíð Tyrkjaránsins 1927. Öll er saga þessi Vestmanna eyingum kunn. Ætlunin er nú að endurreisa þennan minnisvarða, en eftir jarðeldana er saga hans orðin enn merkilegri og hann verð- ugt tákn minningar hvors tveggja, Tyrkjaránsins og eld- gossins í Heimaey 1973. Fimmtudagsmorguninn, 25. janúar 1973, er hraunið lá um mitt hlað á Kirkjubæ og öll bæjarhús þar voru brunnin, stóð varðinn hálfur út úr hraun stálinu og þá svo heitur, að ekki var viðlit að koma við hann með berum höndum. Sleg ið var bandi á steininn og hann dreginn út úr hraunstál- inu með bíl og síðar fluttur í örugga geymslu. ★ Ég las í einhverju Vestmanna eyjablaðinu í vetur, að ætlunin væri að reisa legsteininn úti á MAGNÚS M. M. er alltaf samur við sig þegar ýtt er við óstjórn hans og starfsmanna hans. Lag hans er að svara út í hött, þeg- ar hann er gagnrýndur. Nú er hann sáreiður yfir því að Georg H .Tryggvason fékkekki að setja Cornett-málið fyrir Hæstarétt. Búið er að tala við fjölmarga lögfræðinga og láta greiða Hafsteini Baldvinssyni, hlr., kr. 92.440,00, — þar sem öllum bar saman um að málið væri fyrirfram tapað vegna formgalla á málinu, þar sem G. H. T. hafði láðst að fá und- irskrift eiginkonu. En G. H. T., sem er „alvitur", sótti fast að setja málið í Hæstarétt. Þar hefðum við enn mátt tapa töluverðum fjármunum. Að standa í málaferlum við mann, er á í erfiðleikum, með sjúka eiginkonu og 10 börn ,er okkur til skammar. Þeim hefði verið sæmra að semja í upp- hafi við manninn. Svo hefði átt að kóróna verkið með AUMUR Hæstaréttarmáli, aðeins til að fá gilgafrest fyrir G. H. T. og M. M. M. M. gleymir að svara því og taka undir það sem skiptir máli, að G. H. T. lýsti sig á- byrgan fyrir allri fasteignasölu á vegum bæjarsjóðs verði lát- inn standa við þá ábyrgð. Nær væri honum að stuðla að því að hann axli þá byrði. Aldrei verður of oft rætt um það svívirðilega athæfi M. M. að selja G. H. T. umrædda íbúð fyrir skuldabréf á nafnverði, sem hann sjálfur hafði keypt með stórum afföllum. Skömm M. M. er því meiri, að sam- starfsmaður hans, Sigurgeir Kristjánsson hafði ekki hug- mynd um þetta baktjaldamakk og hefði aldrei samþykkt. — Skuldabréfakaupin eru ævar- andi blettur á G. H. T. sem lögmanni og M. M. sem bæjar- stjóra. (H)rós í hnappagöt þeirra (Alþýðuflokksbrandari). S. A. nýja hrauninu, beint yfir þeim stað þar sem Kirkjubæir voru. Ég hef einhvern veginn aldrei fellt mig við þessa hugmynd og af því tilefni eru þessar lín- ur ritaðar. Ef til vill kemur þessi at- hugasemd of seint fram, en orsök þess er í og með sú, að mér kom í hug, að einhverjum Eyjabúa myndi e. t. v. finnast, að mér, burtfluttum mannin- um, kæmi þetta lítið við, og má það satt vera. En svona er það nú samt, eins og hið fornkveðna segir: „Að römm er sú taug . . og held ég, að fáar eða engar bernsku- og æskustöðvar eða heimkynni um lengri eða skemmri tíma eigi jafn sterk og ævarandi tök í fólki og einmitt Vestmannaeyjar með sínu fjölbreytilega mannlífi og sterku náttúru, sem því miður hefur og má svo oft þola harkaleg tök af völdum manna sem.V skapandi og eyðandi kynngiafla landsins. Það hefur því dregist að senda þessa athugasemd, og veit ég að skiptar skoðanir geta verið um efnið, en efbjr að hafa rætt við Pétur Guðjóns son frá Kirkjubæ, sem er einn Framhald á 2. síðu. Mmnisvarðinn, sem Gísli J. Johnsen lét reisa á gröf séra Jóns Þorsteinssonar og afhjúpaður var 17. júlí 1927.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.