Fylkir


Fylkir - 02.07.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 02.07.1977, Blaðsíða 1
29. árg. Vestmannaeyjum, 2. júlí 1977 9. tbl. Svo sem komið hefur fram, hefur mikill tími og þjark ver- ið í bæjarstjórn á kjörtímabil- inu vegna afgreiðslu bæjarreikn inga. Á sl. ári voru loks til af- greiðslu reikningar 1968^1972, sem fengu þannig afgreiðslu ,að ennþá er á huldu, hvort Félags málaráðuneytið getí staðfest þá. Það er af og til verið að minna á, að bæjarfulltrúar geti leitað réttar síns hjá ráðu. neyti, þegar sérstakt ofríki í samþykkt mála á sér stað, eins og því miður hefur stundum orðið raunin á hér og ýmsar samþykktir orkað tvímælis. Mín persónulega skoðun er, að slík kærumál út á við séu mjög leiðinleg og eigi ekki að gera nema í nauðvörn. Mér finnst, að bæjarstjórn sé vett- vangurinn, og okkur bæjarfull trúum beri að skýra bæjarbú- um, kjósendum okkar, frá m.il um, og þeir séu dómbærir að meta störf okkar, er að kosn- ingum kemur, og þeir kveða upp sinn dóm. Nú hafa árin 1973—1975 ver- ið á döfinni, og var ég farinn að vona, að sú afgreiðsla gæti farið fram á skikkanlegan máta og virtist allt benda til þess t. d. á fundi með bæjarráði hinn 15. júní, þar sem afgreiðsla þeirra var sérstaklega rædd og kynnt. T. d. var þar bent á, að bæj- arfulltrúar hefðu áhuga á að gerður yrði sérreikningur fyrir hið mikla bákn, B. Á. V. með reikningum bæjarsjdðs 1975, en fram var komið, að vinna lögg. endurskoðenda sl. ár við þá kostaði bæjarsjóðs yfir hálfa milljóna króna. Gunnar Zoega upplýsti þarna, að þessi reikningur væri til og kæmi fram við afgreiðslu í bæj arstjórn, aðeins stæði á því, að formaður framkvæmdastjórnaf G. H. T. kæmi í bæinn, síðan yrðu bæjarfulltrúum send gögn in. Þetta fór þó á annan veg, reikningar þessir voru ekki látnir koma fram. Aðeins örfáar línur í Bæjar- sjóðsreikningunum um þetta — Nú þykir mér týra — Ja, nú þykir mér týra á tík- arrófunni. Eru menn ekki komnir í hár saman útaf hver sé sá er skrifar í Brautina und ir dulnefninu Sæfari. Og þetta gengur svo langt, að jaínvel sjálfur ritstjóri Brautarinnar, grandvar hæglætismaður, býðst til þess að ganga fyir geistleg og veraldleg yfirvöld þessa bæj ar, að sverja fyrir undir eiða að Jói í Steypustöðinni sé ekki Sæfari. — Ekki er nú lítið sem á geng. ur og taka menn nú hlutina ekki heldur um of alvarlega. Pyrir það fyrsta má spyrja, hvern fjárann varðar menn um hver er Sæfari? Varla breytti það heimspólitíkinni, þó upp. lýstist. Fyrir nú utan það, að pistlar þessa Sæfara myndu ef til vill gufa upp í ólykt, ef vit- að værí um höfundínn. Þessu getur stundum verið svona far ið. Og um hvað eru svo þessir blessaðir pistlar? Nú, róleg- heita rabb um allt og ekki neitt og skipta nákvæmlega engu máli til eða frá. Helst er verið að reyna að skjðta á í- haldið, en allt í góðu. Þá hafa komið fram í þessum pistlum þó nokkrar áhyggjur út af framboðsmilum Sjálfstæðis- manna hér í bæ. Ekki er of- sögum sagt af hiýleika og tryggð Kratanna í garð Sjálf- stæðismanna. Nú vilja þeir líka axla byrðarnar í sambandi við framboðin. Þetta er fal- lega gert af Krötunum, því að ekki er því að leyna, að áhyggj- ur hafa Sjálfstæðismenn af framboðunum, bæði til þings og bæjar, margir eru kallaðir, en fáir útvaldir. Þessu er öðru vísi farið hjá Krötunum, þar er enginn kallaður, og enginn útvaldur, allt slétt og fellt — bara Magnús. mikla bákn, sem á árinu 1975 tók til sín meira fjármagn en sem nam útsvars- og aðstöðu. gjaldatekjum bæjarsjóðs. Finnst bæjarbúum furða, þótt minnihlutinn sé óhress yf- ir svona vinnubrögðum, sem beinlínis stuðla að tortryggni og efasemdum og í flestum til. fellum mætti forðast, ef ekki 'yæri alltaf verið með þetta makk og undanbrögð, eins og Sigurgeir hefur lýst svo eftir- minnilega? í sambandi við þetta rifjast upp ágæt grein, er Sigurður upp ágæt grein, er Sigurbjörg Axelsdóttir reit 1975, þar sem hún Iýsti bókhaldi B. Á. V. í kassanum fræga inni á skrif- stofu varabæjarstjórans. Sannaðist þetta einnig áþreif anlega, er Krötum tdkst að láta stinga undir stól samþykkt um úttekt á Þvottahúsmálinu, þar sem fram kom um sl. ára- mót, að þau vinnubrögð, er samningur þessi bauð upp á, er búinn að skaða bæjarsjóð sérstaklega vegna Sjúkrahúss- ins um margar milljónir kr. Þegar um þetta hneyksli er rætt í bæjarstjórn, segir M. M. gjarnan, að samningurinn (sem hann og G. H. T. gerðu) sé góður, en framkvæmd hans hafi verið slæm og farið úr böndunum!!! Ekki fékkst upplýst, hvað milljónirnar eru orðnar marg. ar. — Kratar hafa ekkí sama skilning á þessari óhæfu og flokksbróðir þeirra, Vilmundur Gylfason, sem varð maður árs- ins fyrir að benda á ósömann. Hjá Krötum hér, erum það við, er reynum að gæta hags- muna bæjarbúa og gagnrýna það, sem aflaga fer, sem er- um skúrkarnir. Svona er réttlætiskenndin á þeim bæ. Síðar gefst vonandi tækifæri til frekari umræðna um reikn- ingana. J. F. SIGURGEIR STAÐFESTIR Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI, AÐ ÓHEILINDI OG BAKTJALDAMAKK HAFI RÁÐIÐ ÚRSLITUM UM ÞAÐ, AÐ HANN SNERI BAKI VIÐ MAGNÚSI SEM BÆJARSTJÓRA Segja má, að síðasti bæjarstjórnarfundur, 23. júní sl., hafi verið mjög sögulegur, auk þess að tímalengd, eða 11 klukkustunda fundir, eru frekar sjaldgæfir í seinni tíð. Það má til tíðinda telja, að fundinn sat kjörinn fulltrúi frá Alþýðubandalaginu, Garðar Sigurðsson, sem hefur verið fátítt á kjörtímabilinu. Að þessu tilefni m. a. og vegna þess, að reikningar bæjarsjóðs og stofnana út valdatímabil Magnúsar í bæjarstjóraembættinu voru til afgreiðslu, gafst tækifæri til að rifja upp, hvernig tíma- bil hans rann á enda. En það vakti alþjóðarathygli, er fyrrv. forseti bæjarstjórnar, Sigurgei, hætti stuðningi við Magnús og þáverandi vinstri meiri- hluta, er farið hafði með völd í tvö kjörtímabil, en sú varð raunin eftir bæjarstjórnarkosningarnar, eins og menn muna. Það var Garðar Sigurðsson, sem kom því til leiðar, að Sigur- geir lét undan og studdi Magnús „til reynslu?" í 12 mánuði til viðbótar. Sigurgeir hefur ekki mikið rætt ástæðurnar fyrir þessu atferli sínu á opinberum vettvangi, svo að það mega teljast mikil tíð- indi, er hann í umræðum, er undirritaður hóf á fundinum, lýsti því afdráttarlaust yfir, að baktjaldamakk og ótrúnaður í valda- tíð Magnúsar við sig, hefði gert sér óbærilegt að styðja Magnús lengur, og hefði brall þeirra Magnúsar og Georgs með skulda. bréfið fræga 1972 ráðið úrslitum þar um, en það var gert í bak Framh. á 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.