Fylkir


Fylkir - 03.09.1977, Page 1

Fylkir - 03.09.1977, Page 1
29. árg. Vestmannaeyjum, 3. september 1977 10. tbl. VINUR KVADDUR Stefán Ámason, fyrrverandi yfirlögregluþjónn F. 31. des. 1892 — D. 29. júlí 1977 4. ágúst sl. var ég á leið heim frá Kanada, eftir vel heppnað ferðalag, alla leið til Vancouver við Kyrrahaf. í>að var svo ráð fyrir gert, að vinafólk mitt í Keflavík tæki á móti mér á flugvellinum og ég færi ekki lengra að sinni. Pað fyrsta, sem ég leit, er ég kom þar í stofu, var Morgun- blaðið, og á síðunni blasti við mér gömul Pjóðhátlðarmynd af Stefáni Árnasyni, fyrrverandi yfirlögregluþjóni hér í Eyjum. „Já, hann var jarðsettur í dag, rödd hans heyrist nú ekki oftar á Pjóðhátíðinni," sagði vinur minn, er hann tók eftir, á hvað ég var að horfa. Allir eru óviðbúnir andláts- fregnum, jafnvel þó við þeim megi búast. Ég kvaddi Stefán vin minn á heimili hans, áður en ég fór áleiðis til Kanada. Hann var þá búinn ao vera veikur og var fluttur daginn eftir á Sjúkrahúsið hér í síð- asta sinn. Hann óskaði mér innilega góðrar ferðar og að ég mætti hafa af ferðinni mikla ánægju. Við Stefán vorum búnir að þekkjast lengi, eða í hartnær 60 ár. Hann flutti til Eyja haustið sem Katla gaus, 1918. Pegar gosið hófst, var Stefán við smalamennsku inni á Afréttum og voru þeir tveir saman. Það varð Stefáni til lífs þá, að þeir tóku strax rétta stefnu oggátu forðað sér. Stefán vann fyrstu vertíð sína hér í Eyjum sem beitningamað- ur á mb. Frans. Ég var þá líka beitningamgður á öðrum bát, mb. Haffrú. Beitumenn voru þá nokkuð fjölmenn stétt. — Milli þeirra urðu fljótt mikil samskipti og kynning. Pað var metnaður í að skara fram úr í flýti og vandvirkni. Þar var Stefán enginn eftirbátur. Beitu menn þurftu oft að bíða lengi eftir að bátar kæmu að landi. Var þá oft gengið á milli beitu- skúranna og reynt að gera sér eitthvað til gamans. Stefán varð fljótt þekktur og velkominn í hópinn. Það kom strax fram, hve létt honum var um að segja skemmtilega frá og að leika ýmsar persónur. Hann var því velkominn gestur. Stefán gerðist hér fljótt þátt- takandi í ýmissi félagsmálastarf semi. Hann varð meðstofnandi að íþróttafélagi, sem aðfluttir Eyjamenn stofnuðu hér og frá því félagi sótti hann árið 1922 ásamt sex öðrum piltum úr hinum íþróttafélögunum ( þar á meðal undirrituðum) íþrótta- námskeið, sem ÍR gekkst þá fyrir, að haldið var í Reykja- vík. Námskeiðið sóttu yfir 30 menn, víðsvegar að af landinu. Peim var búinn samastaður í Sjómannaskólahúsinu og skipt í tvær stofur. Forsvarsmenn ÍR skipuðu Stefán umsjónarmann með annarri stofunni og átti hann að gæta þess, að reglur þær, sem ÍR setti, væru í heiðri hafðar. Starf þetta leysti Stefán af hendi með prýði. Stefán gekk síðar í íþróttafélagið Þór, og hann var áhugasamur um allar íþróttir, hann lærði ungur sund og iðkaði það til æviloka. Stefán byrjaði að vinna í lög- reglunni sem næturvörður að vetrinum til, en vann aðra tíma ársinss hjá bæjar- og hafnar- sjóði sem bílstjóri, en brátt varð lögreglustarfið hans aðal- starf. Pegar faðir minn lét af störf- um í lögreglunni, fyrir aldurs- sakir, 1932, tók Stefán við starfi hans sem yfirlögregluþjónn og gegndi hann því starfi þar til hann líka varð að víkja vegna aldursákvæðanna, eftir rúmlega 40 ára starf, þar af rúm 30 sem yfirlögregluþjónn. Leiðir okkar lágu víða saman í ýmsu félagsmálastarfi og með okkur tókst sú vinátta, sem hélst til leiðarenda. Pað var ekki ætlun mín að hafa þessi orð öllu fleiri. Ég hef aðeins rifjað upp nokkrar kærar minningar og vil með orð um þessum mega þakka Stefáni fyrir allar ánægjustundirnar, er við áttum saman og kveðja hann með sömu orðunum og hann kvaddi mig síðast: „Guð leiði þig og styrki, vin- ur minn, hvert sem leiðir liggja.“ Páll Scheving. Vegleg minningargjöf til Eykyndils 15 ágúst sl. var Slysavarna- deildinni Eykyndli færð vegleg minningargjöf að upphæð kr. 150.000,00 frá Gíslínu Jónsdótt- ur, önnu Halldórsdóttur og börnum Magnúsar Þórðarsonar (Skansinum), sem þau gefa til minningar um: Magnús Pórðarson, f. 24. 12. 1876, d. 1. 4. 1955, og syni hans: Þórarin, f. 27. 11. 1906, d. í janúar 1940, Ólaf, f. 19. 9. 1916, d. í janúar 1943, Óskar, f. 15. 8 1927, d. í jan- úar 1950. Gjöfin var gefin á 50 ára af- mælisdegi Óskars Magnússonar. Hugheilar þakkir fyrir þá vel- vild, sem Slysavarnadeildinni Eykyndli er sýnd með gjöf þessari. Gefendum sendum við bestu kveðjur og óskum þeim gæfu og guðs blessunar. F. h. Slysavarnad. Eykyndils, Sigríður Björnsdóttir. FARÞEGAFLUTNINGAR STÚRAUKAST í INNANLANDSFLUGI. Heildarflutningar með flug- vélum Flugleiða voru svipaðir fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs og á sama tímabili í fyrra. Farþegum í millilandaflugi hef- ur fækkað lítilsháttar en vöru- flutningar aukist verulega, svo og póstflutningar. í innanlands- flugi hafa farþegaflutningar stóraukist en vöruflutningar dregist lítillega saman. Þá hafa póstflutningar innanlands auk- ist. MILLILANDAFLUG: ; Fyrstu sex mánuði yfirstand- asdi árs flugu 152.580 farþegar með millilandavélum Flugfélags íslands og Loftleiða og er það 2% færri farþegar en á sama tímabili árið áður. Vöruflutn- ingar milli landa hafa hinsveg- ar aukist verulega. Þeir námu á fyrra helmingi þessa árs 16,5 millj. tonn-km. og jukust um 48,5%. Póstflutningar milli landa jukust um 12,4% miðað við sama tímabil í fyrra. INNANLANDSFLUG: Sem fyrr segir hafa farþega- flutningar innanlands aukist verulega á fyrstu sex mánuð- um þessa árs miðað við sama tímabil 1976. Frá 1. janúar til 30. júní voru fluttir á innan- landsleiðum 110.000 farþegar sem er 19,2% aukninga miðað við sama tímabil árið áður. Vöruflutningar innanlands námu á þessu tímabili 573 þús. tonn-km. og minnkuðu um 4,2%. Póstflutningar jukust á hinn bóginn um 14,2%. Frá Kynningardeild Flugleiða

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.