Fylkir


Fylkir - 03.09.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 03.09.1977, Blaðsíða 2
FYLKIR S j álf stæðisf élögin Ritstj. og ábm.: Björn Guðmundsson. Pósthólf 116. — Vm. Afgr. og augl.: Simar: 1344 og 1129. Vestmannaeyjum. Prentun: Prentsmiðjan Eyrún hf. Geysilegir erfiðleikar blasa nú við fiskvinnslunni í landinu. í umræðunni um þessi mál hefur komið fram, að afkoma fiskvinnslustöðvanna er mjög misjöfn eftir landshlutum, en einna lökust er afkoman hér í Eyjum og á Suðvesturlandi. Er fjárhag margra fiskvinnslufyrir- tækja á þessu svæði nú svo komið, að þau hafa orðið að hætta starfsemi og segja upp starfsfólki. Ennþá hefur ekki komið til uppsagnar starfsfólks hér í Eyjum, en sú hætta blasir vissulega við. Frystihúsin hér hafa síðan um áramót verið rekin með tapi, og það svo miklu, að um verulega skuldasöfnun hefur verið að ræða. Slíkt fær ekki staðist til lengdar, því að allt verður að bera sig. Þrátt fyrir þetta hafa forráðamenn frystihúsanna reynt af fremsta megni að halda rekstrin- um áfram frá degi til dags og eiga nánast tilveru sína í rekstrarlegu tilliti allt undir lánastofnunum, sem eru fjármagnsvana og geta ekki fjármagnað tap frystihús- anna. Pjármögnun á tapi til lengri tíma er ekki rétt- lætanleg, en hjálp til þess að komast yfir tímabundna erfiðleika er sjálfsögð. Þegar slík vandræði, sem hér um ræðir koma upp, eru alltaf hópur manna er rísa upp á afturlappirnar og kunna ráð við öllu, og kenna þá einnig ráðamönnum frystihúsanna um lélegan rekstur og skakka ákvörðunar- töku. Tala þeir þar hæst og mest um konung Ólaf Tryggvason, er aldrei hafa séð hann eða heyrt. En hver er þá orsök þessa ógnvekjandi ástands? Þar kemur að sjálfsögðu ótal margt til. Nú er ég viss um, að einhver lesandi segir sem svo, að nú byrji þessi sami barlómsvæll um tap og aftur tap. En þar er farið villt. Sem betur fer hafa fiskvinnslustöðvarnar hér grætt velflest árin, og þótt illa ári í svipinn, er ekki hugsunin með þesjfeum skrifum að berja barlómsbumbur, heldur leiða athygli að vandanum og orsökum hans. Svo sem fyrr sagði, eru vandræðin er að steðja hér í Eyjum marg- þætt. Fyrir það fyrsta hefur af li jlregist mjög saman á allra seinustu árum. Aðeins á ^SJÉ&stu vertíð varð sam- drátturinn 30%. Það munar um minna. Þá er þess að geta, að aflasamsetningin hefur hin síðari ár verið fisk- vinnslustöðvunum og útgerð mjög í óhag. Ufsi, sem er mjög óhagstæður til vinnslu, var til dæmis á seinasta vori tæp 30% af heildaraflanum, ýsan smá og léleg til vinnslu, og hlutdeild þorsksins í aflamagninu fer stöðugt minnk- andi. Þá hefur hráefnisaðstreymið verið óstöðugt, á stundum um of, en í annan tíma, eins og t. d. seinni hluta árs, nánast hráefnissvelti. Allt eru þetta áhrifa- miklir póstar, en afdrifaríkust er þó hin gífurlega dýr- tíð, er ríkir í landinu, og allt er að keyra í strand. Er nú svo komið, að 85—90% af heildartekjum frystihúsanna fara í tvo kostnaðarliði, hráefni og kaupgjald. Þegar svo er komið, að aðeins 10—15% err eftir til greiðslu á öðrum útgjaldaliðum, kannske oftar aðeins 10%, þarf engan að furða, þótt þungt sé fyrir um rekstur frystihúsanna. Rekstur útgerðar og fiskiðnaður er bakbeinið í til- veru þessa bæjarfélags. Bresti annarhvor þessara þátta er voðinn vís. Af þessu leiðir, að gera verður ráðstafanir til að tryggja rekstrargrundvöll fiskiðnaðarins. Stöðvun fiskvinnslustöðvanna má ekki koma fyrir. Stöðvun þýð- ir störfellt atvinnuleysi með þeim afleiðingum, að það sem byggt hefur verið upp á liðnum árum, kann að glatast á örskammri stund. Björn Guðmundsson. 88 æ æ æ æ 38 æ BREIÐFJÖRÐSKRÆKJUR TIL LEÍGU 12000 stk. til. æ æ æ æ æ æ TRÉSMIÐJAN »***********88*æ:868g*sK**ææ8388ææagæææ88ææ88ææs8a8ææææf lí Fley og fagrir litir Hörpu-skipamálning Verndar skipið gegn veðri, vindum og seltu, á ferðurn þess um hölin. Hörpu-vinnuvélalakk mikilvægur þáttur í verndun og viðhaldi véla og tækja. Þaulreynd og örugg efni, sem I áratugi hafa staðizt, hina umhleypingasömu Islenzku veðráttu. Verndandi —JeorandL Vélsmiðjan MAGNI

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.