Fylkir


Fylkir - 03.09.1977, Blaðsíða 3

Fylkir - 03.09.1977, Blaðsíða 3
FYLKIR Aðalíundur Frh. af 4. síðu Rekstur skipsins hefur þetta ár farið nokkuð á annnan veg en stjórn félagsins gerði ráð fyrir í ársbyrjun. Kemur þar helst til — sú mikla töf, er skipið varð fyrir í sambandi vð ábyrgðarskoðun þess — að 6 mánaða tímabilinu loknu frá afhendingu þess. Stjórnin gerði í upphafi ráð fyrir að skipið þyrfti aðeins að vera í slipp í Reykjavík í þessu sambandi um eina viku eða í hæsta lagi tíu daga. En allt fór það á annan veg, eins og kunnugt er, þar sem skipið varð úr rekstri í tvo og hálfan mánuð. Tel ég ekki ástæðu til að rekja ástæðuna fyrir því, þar sem hún mun flestum svo kunn og hefur verið rædd í fjölmiðlum bæði hér í Eyjum og ekki síður í Reykjavíkur- blöðunum og öðrum fjölmiðl- um þar. — En eins og kunn- ugt er, var öxull skipsins dæmd ur ónothæfur af Norsk Veri- tas, sem er flokkunarfélag skipsinss. En að dómi sér- fróðra aðila stöfuðu þær skemmdir, sem fram komu á byrðingi skipsins — aftan til — út frá því að öxull skipsins reyndist við athugun boginn á tveimur stöðum. Fjárhagstjón félagsins sök- um viðgerðarkostnaðar og stöðvunar á rekstri skipsins í svo langan tíma varð mikið. — Beinn kostnaður vegna endur- bóta og lagfæringa á skipinu varð um 40 millj. króna. Par af telur stjórn félagsins að seljandi skipsins, Sterkoder mek. verksted í Kristjansund, eigi að greiða rúmar 32 millj. Voru reikningar fyrir þessari upphæð sendir strax að lok inni viðgerð út til Noregs með kröfu um að þeir yrðu þá þeg- ar greiddir. En þrátt fyir ítrek- anir fékkst greiðsla ekki. Fóru þá um miðjan júlí sl. tveir af stjórnarmeðlimum félagsins, formaður ásamt Garðari Sig- urðssyni til Osló til að fylgja kröfum félagsins eftir eða að reyna að ná samkomulagi um endurgreiðslu, og var í förmeð þeim Árni Grétar Finnsson, hæstaréttarlögmaður. En í stuttu máli sag, náðist ekkert samkomulag. — Norð- mennirnir virðast ákveðnir í að láta málið fara fyrir norsk- an gerðardóm, eins og heimild er fyrir í 16. grein byggingar- samningss. Stjórnin hefur falið Árna Grétari, hæstaréttarlögmanni, að skrifa lögmönnum Sterko- der, þar sem enn er boðið upp á samninga og jafnframt til- kynnt, að synji þeir slíku, verði eftir 1. september næstkom- andi gerðar ráðstafanir til þess að þeir sérfræðinga, sem við teljum okkur í hag að kveðja til, þar með talinn umboðs- maður Norsk Veritas, verði kvaddir fyrir sjórétt til þess að gefa álit sitt um, hyort öx- ull skipsins hafi ekki verið gallaður, þegar hann var sett- ur í skipið. Einnig að þeir sem unnu við að setja öxulinn nið- ur í skipið í Kristjansund, svo og umboðsmaður Veritas þar, áður en skipið var afhent verði einnig kallaðir fyrir sjórett í Kristjansund til þess að svara spurningum lögfræðings okkar og þess íslenska sérfræðings, sem við munum láta honum í té til aðstoðar. Ég hef sagt lögfræðingi okk- ar, að ef út úr þessum réttar- höldum komi það, að veruleg- ar likur séu fyrir að öxull skipsins hafi verið gallaður, er hann var settur í, — muni það verða mín tillaga innan stjórn- ar Herjólfs hf., að hið norska fyrirtæki, Sterkoder, verði kært fyrir sakadómi í Kristjansund fyrir svik. Pví ef okkur tækist að sanna með yfirheyrslum — sérstaklega yfir þeim norsku aðilum, sem unnu að niður- setningu öxulsins — sem auð- vitað verða látnir vinna eið að framburði sínum — að öx- ullinn hafi verið gallaður, þeg- ar hann var settur niður, mun aðstaða Herjólfs hf. fyrir gerð- ardómi verða mun sterkari en ella. Ég harma það vissulega, ef slíkri hörku þarf að beita, en ég tel, að um ekkert annað sé að ræða. • Rekstursstöðvun Herjólfs og sá mikli kostnaður, er varð við lagfæringu skipsins hefur að sjálfsögðu valdið félaginu miklum fjárhagsörðugleikum. Fram úr þeim hefur þó verið komist nokkurnveginn skamm- laust. Fengið var 10 millj. kr. bráðabirgðalán hjá Byggða- sjóði, út á væntanlegan rekst- ursstyrk ríkissjóðs á þessu ári. Ríkissjóður veitti einnig bráða birgðalán að upphæð 10 millj. kr. og nú standa yfir viðræð- ur um 30 millj. kr. aukningu á hlutafé ríkisins. Þá lánaði Útvegsbankinn hér einnignokk urt fé til bráðabirgða og enn hfur ekki endanlega verið gert upp við þrjá af þeim aðilum, sem stóðu að viðgerð skipsins. En ef af hlutafjár- aukningu verður að ræða, mun félagið komast vandræðalítið fram úr því áfalli, sem það varð fyrir við stöðvun skips- ins í vetur. • Rekstur skipsins hefur geng- ið allsæmilega síðan það hóf ferðir aftur um 20. maí. Hefur það frá þeim tíma og fram til 22. þessa mánaðar flutt sam- tals 19.458 farþega — 3.592 bif- reiðar og rúmlega 2 þús. tonn af vörum. Ég held, að þessi miklu not af skipinu sanni alveg greini- lega, að full þörf og eðlileg krafa var að koma á daglegum ferðum milli Vestmannaeyja og fastalandsins. Og vonandi eru þeir erfið- leikar, sem við var að etja í vetur, yfirstignir — enda var ekki annað vitanlegt en að allt sé komið í lag um borð í skip- inu — þannig að vonandi get- ur skipið þjónað Vestmanna- eyingum í framtíðinni án nokk urra óeðlilegra tafa. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hana skipa: Guðlaugur Gíslason. Formaður félagsstjórnar er kosinn sérstaklega af aðalfundi og var Guðlaugur Gíslason, al- þingismaður, endurkosinn for- maður stjórnarinnar. Garðar Sigurðsson. Magnús H. Magnússon. Sigurgeir Kristjánsson. Stefán Runólfsson. Varastjórn: Heiðmundur Sigurmundsson. Jóhann Friðfinnsson. Sigurður Gunnarsson. Endurskoðendur: Arnar Sigurmundsson. Jóhann P. Andersen. Varaendurskoðandi: Eyjólfur Martinsson. uií SX" yy uo Qt> ytí W "jf <Jf 00 00 00 Q£í yO 00 'M 00 00 00 00 00 00 00 00 00 QÓ 00 QO QO QO QO QO 00 00 00 QO QO 00 00 00 00 00 00 QO 88 * -*— æ BRVNABÓTAFÉIAO ÍSLANDSÍ æ — gagnkvæmt tryggingarfélag — » 86 Vér bjóðum yður allar tryggingar á einum | stað. | Komið í hið nýja og vistlega húsnæði vort | | og reynið viðskiptin. I ALLAR TRYGGINGAR 86 fc 1 EIWUM STAÐ 86 86 86 86 86 86 86 86 86 86 oa 86 86 86 86 86 86 86 86 36 86 96 88 96 96 96 96 98 98 98 1/ernéð heimiliyfcr.... BRUNABðTAFÉLAG ÍSLANDS Vestmannaeyjaumboð — Skólavegi 6 Simi 1926 Opið kl. 13.00 laugardaga. 88 17.00 alla virka daga nema 88 LANDAKIRKJA Messa næstk sunnudag kl. 11. Séra Ólafur Oddur Jónsson prédikar. Kirkju- kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Sóknarprestur. Besti knattspymumaðurinn 1977 Tómas Pálsson með farandbik- ar fBV. — Fylkir óskar Tómasi innilega tU hamingju með verð- skuldað sæmdarheiti. — Ljósm.: Guðm. Sigfússon.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.