Fylkir


Fylkir - 03.09.1977, Qupperneq 4

Fylkir - 03.09.1977, Qupperneq 4
FYLKIR Botnvarpan: svo sem venja er um þetta leyti árs, er það botnvarpan, sem er punkturinn yfir i-ið hvað aflamagn áhrær- ir. Tíðin hefur verið alveg skap- leg og óvenju margir að, ef mið er tekið af árstíma. Afla- brögð hafa verið alveg sæmi- leg svona hjá velflestum og sum ir fá bara þokkalega túra. Til að mynda var Andvari inni í að frétta af loðnuskipunum okkar, Gullbergkiu, „Huginn", ísleifi og Kap. Gullbergið mun vera einna skarpast með afla, komið með um 4400 tonn. Þó nokkuð er komið heim af loðnu til bræðslu, um níu þúsund tonn. Hefði það ein- hverntíma þótt fyrirsögn, að loðnubræðsla væri komin vel í gang í ágústmánuði. Af þeim loðnuafla sem heim er kominn munar mest um aflaskipið „Sig urður". Það hefur komið heim með fullfermi, tvisvar ef ekki þrisvar. Saltfiskurinn: Það gengur hægt og sígandi að afskipa salt- fiskinum. Talið er, að það síð- asta sem saltað var frá vertíð- inni muni fara núna seint í þessum mánuði. Þá er það „til baka“, sem saltað var í sumar. Það er að vísu ekki nein ósköp, en hvert og eitt hár gerir skugga. Portúgalir, þessi góða við- skiptaþjóð okkar, á í efnahags- erfiðleikum, og er það mikið áhyggjuefni, ef að ekki úr ræt- ist. — f viðgerð: Bátar. þeirra Hilm- árs Rósmundssonar og Kristins Pálssonar, er hafa verið í við- gerð í Esbjerg í Danmörku, munu að öllum líkindum verða eitthvað lengur ytra en upphaf- lega stóð til. Aðalorsökin mun vera sú, að fyrirtæki það, er viðgerðina tók að sér, lenti í fjárhagsörðugleikum og gafst upp. Nú hefur þessu verkefni verið beint í annan farvg og allt komið í „full swing“ að nýju. — ★ Ljósm.: Guðm. Slgfúss. Aðalfundur Herjólfs hf. Skýrsla formanns félagsstjórnar, Guðlaugs Gíslasonar, alþingismanns vikunni með um 28 tonn. Spærlingurinn: Mikil hreyf- ing er á mönnum í spærling- inn. Ég hef heyrt, að þegar upp verði staðið í haust, að þá verði komnir allt að 20 bátar á þessar veiðar. Nokkrir bátar eru þegar byrjaðir, en hafa feng ið lítinn afla. — Togararnir: Það er bara nokk uð gott fiskirí á togurum upp á síðkastið. Sindri kom t. d. í fyrradag með um 130 tonn af góðum fiski og Vestmannaey var fyrr í vikunni með svipað- an afla. Af Klakk er það að segja, að hann hefur undan- farið verið í slipp í Reykjavík, þar sem togarinn var „tekinn út". Er von til þess að hann losni núna um helgina. — Reknetin: Þann 20. fyrri mán- aðar var veitt leyfi til rekneta- veiða. Ég hef það ekki alveg í kollinum, hve margir bátar héð an fengu leyfi til þessara veiða, en eitthvað verða þeir fleiri en í fyrra. Ég man eftir Hraunaey, Dala-Rafni, Danska Pétri og Árna í Görðum. Dala-Rafn er byrjaður og reyndi fyrir sér hérna í kringum Eyjar. 'rð lítið var. — Kaup og sala: Alltaf eru ein- hverjar breytingar á bátaflot- anum. Menn eru að kaupa og selja. Ég veit, að þó nokkrir bátar eru á söluskrá, líklega vel yfir tíu. Nú — og menn eru alltaf að kaupa. Má þar meðal annars til nefna, að Guð- jón Rögnvaldsson og Guðni Ól- afsson hafa nýlega komið heim með bát, er þeir keyptu úr Þorlákshöfn, 250—260 tonn, bát- inn hafa þeir nefnt Gjafar VE 600. Þá er aldeilis ekki uppgjaf- artónn í Helga Bergvins, búinn að fá sér annað skip, Hamra- borg úr Reykjavík, 150—160 tonn. Sá bátur kemur hingað heim núna alveg á næstunni, hefur verið uppi á Akransi í svona almnnri „skveringu" eins og við köllum það, svo gott sem það nú er. Richarður Sighvatsson frá Ási er líka alveg á næstunni heima með bát, Sæfara frá Akranesi, 160 tonn eða þar um bil. Loðnuskipin: Það er allt gott Þann 25. ágúst sl. var hald- inn aðalfundur í hlutafélaginu Herjólfur fyrir árið 1976. Á fundinum urðu nokkrar um ræður um málefni félagsins og fjárhagsstöðu Fer hér á eftir skýrsla félagsstjómar um starfs sem félagsins 1976 svo og það sem af er yfirstandandi ári. Góðir fundarmenn- Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 27. nóv. sl. og hafa síðan verið haldnir 36 stjórnar- fundir. Á aðalfundi félagsins 27. nóv. sl. var gerð ítarleg grein fyrir framkvæmdum og kostnaði við byggingu ms. Herjólfs og rekstri skipsins, og er því ekki ástæða til sérstakrar greinargerðar um gang mála fram að þeim tíma. En greinilega hefur komið í ljós, að allt fyrirkomulag við rekstur skipsins, að því er varð- ar flutninga á bifreiðum og vörum, hefur orðið mun hand- hægara og léttara í meðförum, eftir að ferjuaðstaðan var tek- in í notkun í Þorlákshöfn í byrjun nóvember síðasta ár og núverandi vöruflutningakerfi komið á. Heildarflutningar með skipinu voru samkvæmt bókum skips- ins og farmskrám seem hér segir árið 1976: Farþegar samtals 21.271. Bifreiðar samtals 3.359. Vörur samtals 3.870 tonn. Þetta er nokkru meira en stjórn félagsins hafði gert ráð fyrir í áætlunum sísum um rekstur skipsins. Nýting á svefnplássum skip- ins og farmskrám sem hér og 60%, og er það svipað og ráð hafði verið fyrir gert. Á fjárlög ríkisins fyrir þttta ár voru teknar inn 30 millj. króna sem rekstrarstyrkur til ms.Herjólfs og 1.7000 kr. fram- lag vegna mjólkurflutninga. — Halli varð á rekstri skipsins á síðasta ári, eins og reikningar íelagsins bera með sér, 24millj. 391 þúsund 976 krónur — auk vaxta af föstum lánum, sem greiddir voru af ríkisábyrgðar- sjóði 15 millj. 644 þúsund 762 krónur eða samtals 40 millj. 36 úsund 738 krónur. Fyrrverandi framkvæmda- stjóri félagsins og starfslið hans byrjaði að færa bókhald fyrir rekstur skipsins á skrif- stofum félagsins, en stjómin tók þá ákvörðun, að fá endur- skoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar, löggilts endur- skoðanda í Reykjavík, til þeess að færa upp það, sem ófært var af reikningum fyrir árið 1976 og gera upp reikninga fé- lagsins fyrir það ár, en fyrr- verandi framkvæmdastjóri fé- lagsins, Friðrik Óskarsson, hafði þá fyrir nokkru sagt upp starfi sínu. Sami háttur hefur verið á hafður um reikninga félagsins fyrir þetta ár. — Núverandi for stjóri, Ólafur Runólfsson, sem- ur greinargerð um öll útgjöld félagsins og tekjur og sendir það til hinnar löggiltu endur- skoðunarskrifstofu í Reykjavík ásamt fylgiskjölum, en engir reikningar eru greiddir nema með ávísun á viðskiptabanka félagsins, Útvegsbankann eða Sparissjóðinn. Hin löggilta end urskoðunarskrifstofa félagsins gerir síðan upp reikninga, þeg- ar árinu er lokið, Framh, á 3. síðu.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.