Fylkir


Fylkir - 17.09.1977, Page 1

Fylkir - 17.09.1977, Page 1
29. árg. Vestmannaeyjum 17. september 1977 11. tbl. S.U.S. þing 1977 Um pessa helgi er haldið hér í Eyjum 24. þing S.U.S., hófst það í gær og stendur það fram eftir degi á morgun, sunnudag. Allt frá því snemma í fyrra- vetur hefur verið að því unnið að fá þing þetta hingað út í Eyjar. Hafa Eyverjar lagt mik- ið upp úr því að fá þingið hing- að, og hafa þeir barist fyrir því á öllum vígstöðvum. Og það tókst. f byrjun ágúst samþykkti stjórn S.U.S. að þingið skyldi haldið hér og er það vel. Hefur unCirbúningur þingsins staðið frá því í vor. Þingið sjálft er haldið í Samkomuhúsinu og í Félagsheimilinu. Hótelið sér um fæði og gistingu og er þar í nokkuð ráðist, því alls munu þingfulltrúár verða töluvert yf- ir 200 manús. AÐALMÁL. — Málefnalegur undir- búningur þingsins hefur staðið yfir um langt skeið í starfshópum, sem hafa und- irbúið umræðugrundvöll að ályktunum þingsins. Stjórn sambandsins hefur jafn- framt fjallað um málin og ályktunardrög hafa verið send stjórnum félaga og kjördæmissamtaka. Við höf- um valið þinginu kjörorðin BÁKNIÐ BURT og GEGN VERÐBÓLGU, sem gefa til kynna, að þingið mun að verulegu leyti fjalla um sam- dráttinn i ríkisbúskapnum og baráttuna gegn verðbólg- unni. Auk þessara mála verða tekin fyrir húsnæðis- mál, skattamál, sjávarút- vegsmál, landbúnaðarmál, dómsmál, menningarmál, byggðamál, kjördæmamálið o.fl. Þá verður rætt uni hugs- anlega aðild SUS að Æsku- lýðssambandi íslands, æsku- lýðssamtökum lýðræðis- sinna í Vestur-Evrópu og samtökum ungra hægri manna á Norðurlöndum. Þess má geta, að Per Arne Arvidsson, formaður nor- rænu samtakanna, verður gestur þingsins og ávarpar það. DAGSKRA ÞINGSINS: Föstudagurinn 16. sept. Samkomuhúsið. Kl. 10.00 — 17.45 Þátttakendur mæta á staðinn. Niðurröðun í gistingu. Afhending gagna. Kl. 17.45 — 19.30 Þingsetning formaður S.U.S. Ávarp Magnús Jónsson, form. Eyverja. Skýrsla formanns Friðrik Sophusson. Lýsing á starfs- tilhögun. Kosning í nefndir. Lagðar fram til- lögur um DEMYC, NUU og ÆSÍ. Ávarp Per Arne Arvidsson form NUU og MUF. Umræður. Kl. 19.30 — 20.30 Kvöldverður Kl. 20.30 — 22.30 Nefndarfundir. Álitsgerðir Kynntar og breytingartillögur mótteknar. Kl. 22.45 — 24.00 Kvöldvaka. Laugardagurinn 17. sept. Samkomuhúsið. Kl. 09.00 — 11.00 Nefndarfundir. Afgreiðsla úr nefndum. Kl. 11.00 — 12.00 Umræður og afgreiðsla ályktana Kl. 12.00 — 13.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 — 17.30 Umræður og afgr. ályktana. Kl. 17.30 — 19.00 Skoðunarferð um Heimaey. Kl. 19.30 Kvöldverður. Ávarp Dr. Gunnars Thor- oddsens varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Kl. 22.00 — 02.00 Dansleikur. Sunnudagurinn 18. sept. Félagsheimilð v/Heiðarv. Kl. 10.30 — 12.00 Umræður og afgr. ályktana Á SAMA TÍMA, SEM HEIMAFÓLKI ER NEITAÐ UM GJALDFREST A 73 ÞÚSUNDUM, ER SAMÞYKKT AÐ FÆRA BREIÐHOLTI H.F. 14,6 MILLJÓNIR Á SILFURFATI. All snarpar umræður urðu á síðasta bæjarstjórnarfuncli 8. sept. s.l. vegna samþykktar bæj arráðs um að fallast á „auka- greiðslur” til Breiðholts hf. í Reykjavík að fjárhæð kr. 14,6 millj. vegna meints umfram- kostnaðar, er byggingarfyrir- tækið hefði haft af vinnu sinni hér fyrir B.Á.V.. Fulltrúar minnihlutans í bæj- arstjórn vilu’a ekki fallast á þessi vafasömu fjárútlát og fella þessa samþykkt. Það er með ólíkindum að á sama tíma og aðgangsharka bæj aryfirvalda er í hámarki við einstaklinga, sem eru að koma þaki yfir fjölskyldur sínar skuli annað eins eiga sér stað. Og munu bæjarbúar almennt undr- ast og fyrirlíta þessi vinnu- brögð og undirgefni við bygg- ingabraskarana í höfuðstaðnum. Kom fram á fundinum, að nýlega var húsbyggenda, er var að flytja í hús sitt, en hafði ekki handbærar 73. þús. kr. neit- að um stuttan gjaldfrest, og átti þannig að koma í veg fyrir að fjölskyldan gæti flutt í hús sitt. Ekki þarf að taka það fram, að bæjarlögfræðingurinn, sem þessu réði —his masters voice — er framkvæmdarstjóri BÁV og talsmaður Breiðholts hér og í Mosfellssveitarframkvæmdun'um Tillaga Jóhanns Friðfinnsson- ar og Sigurbjargar Axelsdóttur vegna málsins var svohljóðanÁi Þar sem ekki Iiggja ennþá fyrir reikningar B.Á.V. þrátt fyr ir loforð þar um á fundi bæj- arfulltrúa með endurskoðendum 15. júní s.I. treystir bæjarstjórn sér ekki að verða við tilmælum ráðamanna B.Á.V. að samþykkja milljónaframlög (14,6) til Breið holts h.f. úr bæjarsjóði til styrkt ar þessum byggingarverktaka, auk þess þar sem vitað er að á sama tíma, er einstaklingum, er sjálfir eru að reyna að koma yfir sig húsnæði meinað um smá fyrirgreiðslu í formi láns til stutts tíma á tengigjöldum neysluvatns, samt. kr. 73.000, sbr. nýlegt dæmi úr Hamars- hverfinu. Vestmannaeyjum 8. sept ’77 Tillagan var felld með 5 gegn 2. Af þessu sést að fulltrúar meirihlutans eru gugnaðir á því að láta G.H.T. ráða ferðinni eins og verið hefur, þar sem tveir þeirra sátu hjá við tillöguna. Kannski er veldi varabæjarstjór ans að dvína? Jóh. Friðf. Ki. 12.00 — 13.30 Hádegisverður. Kl. 13.30 — 14.30 Umræður og afgr. ályktana. Kl. 14.30 — 15.30 Kosningar. Kl. 15.30 — 16.00 Þingslit. LOKAORÐ. Von okkar Eyverja er, að þing þetta takist vel og verði félagi okkar til sóma. Þá er það von okkar að þingið verði félaginu til framdráttar og starfið muni aukast að mun. Nýjir félagar bætist í hópinn og eldri félagar taki meiri þátt í félagsstörfum en hingað til. Eyverjar bjóða alla þingfulltrúa velkomna til Vest mannaeyja og vona að þeir njóti dvalar hér eins og framast er kostur.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.