Fylkir


Fylkir - 17.09.1977, Blaðsíða 4

Fylkir - 17.09.1977, Blaðsíða 4
FYLKIR Neðan fnf sj6 Eg kom á vigtarnar í fyrra- kvöld að leita frétta hjá mín-~ um mönnum. Þeir gáfu mér svo sem að venju greinargott yfirlit yfir það sem helst verða talin tíðindi frá sjávarsíðunni. Kom fram að um 20 bátar eru enn að á botnvörpu, en Einar hélt að þeim myndi fækka eitt- hvað núna um miðjan þennan mánuð. Um aflabrögðin kom vigtar- mönnum saman um að víst væru þau treg, en þó væri alltaf bátur og bátur er „ræki” í gott var AncVari nefndur, er var inni fyrir rúmri viku með 54 tonn. Þá voru talti.r Glófaxi, Sigur- bára, Frár er allir lönduðu um 9. þ.m. og voru með liðlega 20 tonn. Um togara er það að segja að Vestmannaey landaði 78 tonnum þann 8. þ.m. og Sindri kom inn þann 12. með 41 tonn, svo að ekki er nú hægt að segja annað, en að einnig sé tregt hjá togurunum. Svo hitti ég annan Einar, Einar á Brekku. Sá var nú hress Ílét all vel yfir fiskiríinu á ærlingnum þegar gæfi. Um 20 bátar eru nú á þessum veið- um. Annars eru þeir alltaf að fara og koma í þessum veiði- skap. Hætta í spærlingnum og fara á síld og af trollinu í spærlinginn. Þegar við Einar vorum að spjalla saman var Bylgjan að skríða inn, vel sig- in, ég yrði ekki hissa þó hún hafði verið með 100 tonn. Svo er það blessuð loðnan. Kap kom með 670 tonn fyrir viku, og um líkt leyti var Sig- urður RE með 1362 tonn. Á þess ari sumar- og haust loðnuvertíð er búið að landa 10.500 tonnum, FES með 6000 og Fiskimjöls- verksmiðjan 4500. Haförnin: Eg sá í aflaskýrsl- unni á dögunum að Ingólfur Matthíasson hafði verið hæst- ur á humarnum á Haf- örninni sinni. Fyrir nokkrum dögum hittumst við Ingólfur á fundi og þegar verk- efni fundarins voru frá, tókum við Ingólfur tal saman. Auð- vitað var spjallað um útgerð og aflabrögð. Kom þá í ljós að það sem af er ári er Ingólf ur búinn að fiska fyrir vel yfir 25 milljónir króna. Það er nú aldeilis gott á ekki stærri bát, aðeins 30 smálestir. Annars á það ekki að koma mönnum á óvart að þeir bræðurnir á Haf- erninum nái góðum árangri í sinni sjósókn, svo aðsætnir sem þeir eru við sjóinn, og bátur- inn vel búinn og snyrtilega að öllu staðið. f umræðu okkar Ingólfs kom fram að hann mun leggja bát sínum fram undir áramót þegar þessu tryggingar- tímabili lýkur, sem er að ljúka um þessar munCÍr eða 15. sept. Ingólfur ætlar að nota haustið, til þess að ditta að bát sínum, þegar hvað síst er fiskivon og tíð rysjótt. Haustútgerð: Það lítur helst út fyrir að heldur muni verða lítið um þessa hefðbundnu út- gerð, þ.e. trollið, í haust. Bæði er að erfitt er um sjósókn og hætt er við að hinir nýju kjara- samningar er kveða á um að kauptryggingartímabil skuli að- eins vera einn mánuður í senn, í stað 3ja eins og áður var, komi til með að hafa áhrif og draga úr útgerð á þessum árstíma. Áhyggjuefni: Eg gat þess hér í grein í blaðinu fyrir nokkru að afli hefði dregist saman á seinustu vetrarvertíð um 30% Það útaf fyrir sig er mikið á fall, en því miður virðist sum- arið ekki hafa lagað þetta til, ef marka má af því að í fisk- vinnslufyrirtæki e.r ég þekki til var um enn frekari samdrátt að ræða í sumar. Auðvitað eru áraskipti að aflabrögðum, en svo virðist sem að við hér sunn- anlands séum að ganga inn í lægðartímabil hvað þessu við- víkur. Maður vonar að sjálf- sögðu að svo sé ekki og að afli verði betri á næstu vertíð, en ekki sakar að búa sig undir það sem verra er og gera í tíma ráðstafanir til þess að mæta vandanum. Bj. Guðm. 8eæ86æææ86í«8e86ææ88æ 88888g88æ88æ 888RaRaRaR*ææ8e*****sR*íiRaR»!8RS(!*» æ * i FRÁ FÉLAGSHEIMILINU æ æ æ æ Og þá er það afli loðnubát- anna okkar í gærkvöldi: Gullberg 5700 Huginn 5400 Kap 5325 ísleifur 3585 Heildaraflinn er orðinn yfir 130 þús. lestir á yfirstandandi vertíð, en var alla vertíðina í fyrra 111 þús lestir. Kæstu lönd- unarstaðirnir eru: Siglufjörður 45.000 Reykjavík 13.000 Vestmannaeyjar 10.500 æ æ Opiö verður í leiktæki hússins frá kl. 13.30 til 18.00 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Æskulýðsráð , æ æ æ æ æ ææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææ æ | æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ TILKYNNING UM INNHEIMTU ÞINGGJALDA Athygli gjaldenda er vakin á því, að nú eru að hefjast lögtök vegna ógreiddra þinggjalda ársins 1977. Vinsamlegast gerið nú þegar skil á gjaldföllnum greiðslum, svo komist verði hjá kostnaði vegna lögtaks og uppboðsaðgerða. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum æ æ * æ æ æ æ æ CX><X>(V?ra?<V?rttCX->(V->CX-><X-><æ^OOg£QOQOQOQOQCQpgogogCQpQOQOQOQOQpgQQOQC>QOQOgg$v?9C9C9£S£Sy?9B9£g0 Frá ómunatíð hafa ýms mál- efni verið fólki svo hjartfólgin, að það hefur lagt fram mikla vinnu og fjármuni til þess að flýta fyrir framgangi þeirra og sýnt þannig viljann í verki. Fjárgjafir til líknarmála hafa verið ofarlega í hugum margra og eru ótaldir þeir milljónatug- ir, er fólk hefur lagt að mörk- um á undanförnum áratugum víðsvegar um landið. Sjúkrahúsið gamla, sem við köllum nú, var að forgöngu Gísla J Johnsen byggt fyrir gjafafé og áheit, svo sem flest- um er kunnugt. Bygging nýja sjúkrahússins hafði mikin hljóm grunn hjá Eyjabúum og éru miklir fjármunir, er lagst hafa til fyrir gjafir og áheit ‘o'g vérð- ur á engan hallað þótt kvenfél- agsins Líknar sé sérstaklega minnst í því sambandi. Einnig má minna á, að löngu áður en hafist var handa á byggingunni hafði fengist leyfi stjórnvalda til þess, að skemmtanaskattur af kvikmyndasýningum Sam- komuhússins rynni til sjúkra- hússsjóðsins og er svo ennþá. Þarna er um að ræða nokkra tugi milljóna, ef reiknað er með krónutölum dagsins í dag. í sambandi við jarðeldana ’73 bárust stórmyn 'irlegar fiárgjaf ir til byggingar sjúkrabússins þar sem mest munaði um gjafir Lionsfélaga, sem flýttu verkinu og spöruðu að því leyti ríkis- sjóði miklar fjárfúlgur, bar eð verkið varð að sjálfsögðu mun ódýrara vegna þess hve bygg- ingartíminn styttist af þessum sökum. Er kom til uppgjörs byggingar kostnaðarins fór að heyrast, að aðilar embættismannakerfisins vildu ekki una því að störgjafir til bæjarsjóðs vegna s júkrahús byggingarinnar gætu talist fram lag bæjarins og hefur þetta ver- ið staðfest með bréfi, er var til afgreiðslu á síðasta bæjar-stjórn arfundi, en afgreiðsla bæiarriðs er svohljóðandi: Afrit af bréfi ríkisendurskoð- unar til Heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðuneytisins varð- andi athugun ríkisendurskoðun ar á byggingarkostnaði Siúkra- húss Ve. Ríkisendurskoðun tel- ur skulc', ríkissjóðs við bæjar- sjóð Ve vera kr. 93.068.184 mið- að við framkvæmdakostnað 1. okt. 1976 og greiðslur ríkissjóðs til og með 10. ágúst 1977. Gjaf- ir til kaupstaðarins eru dregnar frá framkvæmdakostnaði áður en hlutfall ríkissjóðs er reiknað og ekki er reiknaður fiármagns kostnaður á byggingartímanum þrátt fyrir að bæjarsjóður hafi að mestu staðið einn að fjár- mögnun m.a. með lántökum. (77/474) — Bæjarráð lýsir vonbrigð- um sínum með afgreiðslu ríkis endurskoðunar á þessu máli, en að athuguðu máli mim bæiarráð fallast á niðurstöðu ríkisenc’ar- skoðunar, gegn því að ríkissjóð- ur greiði skuld sína að fullu fyrir n.k. áramót. Þar sem minnihlutinn vildi ekki una þessari afgreiðslú fluttu undirritaður og Sigur- björg Axelsdóttir eftirfarandi tillögu: Bæjarstjóm Vm mótmælir skilningi ríkisendurskoðunarinn- ar í bréfi 18. ágúst s.l. til Heil- brigðis- og tryggingarmálaráðu- neytisins og óskar úrskurðar fjármálaráðuneytisins á því, hvort andi laganna, sem hér á við, er sá að ríkissióður kom- ist undan gjaldskyldu á sínum hluta byggingarkostnaðar af fé sem aflað hefur verið með áheit ipn og gjöfum til byggingar Sjúkrahúss Ve á undanförnum árum. Vestm.eyjum 8. sept ’77 Var samþykkt með 9 sam- hljóða atkvæðum bæjarfulltrúa að vísa tillögunni til bæjarráðs, svo fullyrða má að bæjarstjórn hefur ekki sagt sitt síöasta orð í þessu réttlætismáli, sem vak- ið hefur athygli meðal lands- manna, enda víðar en hér, sem fólk vill leggja líknarmálum lið með fjármunum og fórn- fúsu starfi. Jóh. Friðf.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.