Fylkir


Fylkir - 24.09.1977, Side 1

Fylkir - 24.09.1977, Side 1
Tölva, Zölva, htrtn þú mér... Um langt skeið hefur það veírið vifað, að innheimtuað- ferðir bæjaryfirvalda hvað við kemur dráttarvöxtum á gjöld hefur ekki staðist lagalega. — Minnihluti bæjarstjórnar hef- ur hvað eftir annað reynt að koma á sjálfsögðum leiðrétting um, en fengið litlar undirtektir, skákað hefur verið í því skjóls húsi, að enginn bæjarbúa hafi ennþá kært. Það er nú þannig, að bæjar- búar almennt eru seinþreyttir til vandræða og vilja ekki fyrr en í síðustu lög hefja málssókn á bæjarfélag sitt. Tíllögur okkar um endur- reikning á ranglega álögðum dráttarvöxtum og sjálfsagðar fleiri leiðréttingar hafa ekki náð fram að ganga, en hafa þó ýtt við ráðamönnum, svo að í sínum röðum eru þeir farnir að huga að lagfæring- um. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var til umræðu „stórmerkileg" ályktun frá bæjarráði umþessi mál. Höfundar ályktunarinnar voru samkvæt bókun m. a. Magnús H. Magnússon, Garð- ar Sigurðsson og Páll Zóphan- íasson, bæjarstjóri. Eins og bæjarbúar vita, hefur hinn „sterki" meirihlutibæjarstjórn- ar komið í veg fyrir að rödd FRÁ SAMKÓR VESTMANNAEYJA Aðalfundur Samkórsins var haldinn sl. miðvikudag, 21. þ. mán. í Kiwanishúsinu. — Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru rædd ýmis mál, svo sem störf sl. árs, sem væru fyrst og fremst gerð hljómplötu kórsins og hina miklu vinnu í kring um hana, bæði hjá kór- félögum og ekki síst stjórnanda kórsins, einnig undirbúninginn að komu Bygdelagskoret frá Osló og hljómleika kóranna, og lögðu þar margir lið, bæði innan Samkórs og utan. Síðan kom að verkefnum næsta starfs órs. Þá fyrst og fremst að æfa fyrir vortónleika og í fram- haldi af því, ef allt gengur að dskum, að halda til Noregs í söngför í vor. Fréttatilkynning. minnihlutans fái að heyrast í bæjarráði, og er það ein ástæð- an fyrir löngum bæjarstjórnar- fundum, að fyrst er þangað kemur, fáum við í minnihlutan um tækifæri til að kynna okk ur og ræða málin. Þessi stórfurðulega ályktun, sem þarna er um að ræða, er svohljóðandi: „Bæjarráð samþykkir að fara þess á leit við I. B. M. á ís- landi, að prógrammi fyrirgjald endabókhald Vestmannaeyja- kaupstaðar verði frá og með 1. janúar 1978 breytt í það horf, að dráttarvextir leggist aðeins á höfuðstól skuldar, en ekki álagða dráttarvexti, jafnvel þó meira en 12 mánuðir séu liðn- ir frá álagningu þeirra.“ Ég lýsti undrun minni á því, að svo virtist cem bæjarráð teldi sig þurfa að krjúpa fyrir „apparati" þess til að hér sé farið að lögum. Tilgangurinn með þessum skrípaleik er augsýnilega sá, að reyna að koma því inn hjá bæjarbúum, að þeir sem vinna við reiknistölvur séu að baxa við að láta þær ná sér niðri á (lólkjt með ranglega álögðum útreikningum. En bæjarbúar vita betur. Þeir vifa, að bað er vegna óskílian- legrar þrjósku bæjaryfirvalda hér sem ennþá er verið að reikna dráttarvextina ranglega og stendur ekki til þess að leið- rétta fyrr en á næsta ári. Bar ég fram þá tillögu, að leiðréttingin næði til 1975, til þess að koma til móts við sann- girniskröfur bæjarbúa og fara að lögum. Samkvæmt ósk bæiarstióra varð málið ekki útkljáð á fund inum, óskaði hann eftir því, að því yrði frestað og var svo gert án atkvæðagreiðslu. Fær nú bæjarráð ennþá tæki- færi til að sýna snilld sína á meðferð þessa máls, sem svo lengi og böglingslega er búið að velkjast fyrir, til stórtjóns fyrir bæjarbúa. En svo virðist sem eitt aðal- áhugamál núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta sé að vera í útistöðum við bæiarbúa og láta þá kenna á valdi sínu. Jóh. Friðf. Fráfarandi formaöur Sl'S. Friórik Sophusson, óskar arftaka sínum Jóni Magnússyni, til hamingju meó kjörió. 24. Þing S. U. S. í Vestmannaeyjuni Svo sem getið var um í sein- asta blaði var 24. þing Sam- bands Ungra Sjálfstæðismanna haldið hér í Eyjum dagana 16. til 18. september sl., — og er það í fyrsta skipti, sem S. U. S. þingi er valinn staður hér. — Félag Ungra Sjálfstæðis- manna, „Eyverjar“, en þeir sáu um þinghaldið og undir- búning, var því nokkur vandi á höndum, að taka á móti svo mörgum þinggestum, alls um 240 manns. Vandann leystu þeir hinsvegar með mestu prýði, þar eð það var mál þinggesta, að móttökur og að- búnaður hefði verið upp á hið besta. Þingið var sett í Samkomu- húsinu föstudaginn 16. sept. kl. 6 e. h. af fyrrverandi formanni S. U. S., Friðriki Sophussyni. Á fyrsta fundinum var fundar- stjóri Sigurður Jónsson, kenn- ari. Að lokinni fundarsetningu flutti Magnús Jónasson, form. Eyverja, ávarp og bauð gesti velkomna til Eyja. Hófust síð- an almenn fundar- og nefndar- störf og voru þau háð á þrem stöðum í bænum, Samkomu húsinu, Hótelinu og Félagsheim ilinu. Gestir þingsins voru Gunnar Thoroddsen, varaform. Sjálf- stæðisflokksins, en hann flutti þingfulltrúum ávarp í kvöld- verðarfagnaði í Samkomuhús- inu sl. laugardag, og Per Arne Arvidsson, form ungra manna í sænska flokknum Moderade, sem er stærsti lýðræðis- og hægri flokkurinn í Svíþjóð, en hann flutti sitt ávarp í upp- hafi þingsins. — JON magnusson kosinn formaður Margir málaf’íokkar voru teknir fyrir á þinginu og um þá gerðar ályktanir, en þing- inu lauk sl. sunnudag með kjöri stjórnar. Formaður S. U. S. var kjörinn Jón Magnússon, form. Heimdallar, með 141 atkv. Vil- hjálmur Vilhjálmsson hlaut 97 atkv. f stjórn Sambandsins til næstu tveggja ára voru kosnir úr Suðurlandskjördæmi: Sig- urður Jónsson, Vestmannaeyj- um, og Hilmar Jónsson, Heilu. Hver ræður? Fyrir skömmu tók Félags- málaráð við úthlutun leigu- íbúða. Vestmannaeyjabær ræð ur yfir um 120 leiguibúðum. — Þegar mest var þörfin, er fólk tók að flytjast hingað eftir gos, varð bæjarfélagið að koma upp leiguhúsnæði meðan á upp byggingunni stóð. f dag skiptir allt öðru máli. Mikíil hluti fólks er komið í eigið húsnæði, þó enn vanti nokkuð á. Full ástæða er því t;l að minnka fjölþa leigu- íbúða. Um það eru flestir sam- mála. Bæjarstjórn gerir sér fulla grein fyrir því, að þörf er á að minnka umsvifin. Því var samþykkt á sinum tíma að selja Landsvirkjun 18 teleskop- hús í Bessahrauni. Einhverra hluta vegna varð ekki af söl- unni. Þegar Félagsmálaráð tók við úthlutun, ákvað það að láta fjarlægja teleskóphúsin í Bessahrauni jafnóðum og þau losnuðu. Ekki var bæjarstjóri sammála okkur og hunsaði ósk ir ráðsins. Þar sem samþykkt var fyrr, að húsin mætti selja, óskuðum við eftir því að fyrsta teleskóphúsið, sem laust vai orðið, yrði þrifið, lagað og pakkað saman. (Geta má þess, að það er oít með ólíkindum, hvernig fólk skilur við húsnæði, sem þaö hefur haft á leigu. Oft er ekki Framhald á 3. síðu.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.