Fylkir


Fylkir - 24.09.1977, Síða 3

Fylkir - 24.09.1977, Síða 3
FYLKIR Aivinnumálin Miklar blikur eru á lofti víðasthvar á landinu í atvinnu- inálum vegna rekstrarörðug- leika frystihúsa, sem víðast eru máttarstólpar atvinnu og af- komu fólks. Svo langt hefur þetta gengið, að uppsagnir verkafólks hjá þessum fyrir- tækjum hafa víða átt sér stað. Góðu heilli hefur ekki ennþá komið til slíkra ráðstafana hér og verður vonandi ekki. Miklar umræður urðu um þessi mál á síðasta bæjarstjórn arfundi, einkum vegna þeirrar deilu, er upp var komin útaf verkun síldar. Svo og þeirri stöðu, að ekki væri nóg að gera heildarsamninga, eins og í þessu tilfelli, vegna aukakrafna, sem upp komu innanbæjar frá verka lýðsforustunni, eftir að samn- ingum hefur verið náð, sem gilda eiga annarsstaðar. Kom fram vilji hjá öllum bæjarfulltrúum til þess að þessi deila mætti leysast sem fyrst, svo mikið sem í húfi væri. Kom fram, að á síðastl. hausti hefðu vinnulaun í síld- arverkun verið yfir 70 milljón- ir króna. Síðan hefði kaup- 'gjald hækkað um 40%, svo miðað við svipaða framleiðslu og þá, er um mikla fjármuni að ræða, beint og óbeint, ef allt er tekið með. Til þess að reyna að koma hreyfingu á málin flutti minni- hlutinn eftirfarand tillögu: „Þar sem fyrir liggur, að at- vinnurekendur í Vestmannaeyj- um eru tilbúnir að ganga inn í kjarasamninga um síldarsölt- un, er gerðir voru á Hornafirði 12. ágúst sl. milli fulltrúa at- vinnu'rekenda (Vínnuveitenda- sambandsins og Vinnumála- stofnunar samvinnufélaganna) og fulltrúa verkalýðsfélaganna á Austurlandi, Suðurnesjum, Akranesi og í Reykjavík, skor- ar bæjarstjóm Vestmannaeyja á verkalýðsfélögin hér að end- urskoða afstöðu sína, þar sem sýnt er, að annars gæti svo farið að engin síldarsöltun yrði hér á haustinu, sem þýða myndi stórkostlega afkomuskerðingu fólks og byggðarlagsins á þeim viðsjárverðu tímum, sem nú ríkja. Vestmannaeyjum, 8. sept. 1977. Jóhann Friðfinnsson, Sigurbjörg Axelsdóttir.“ Var tillagan felld með 7 at- kvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihlutans. En samþykkt var eftirfarandi tillaga frá Sigurgeir Krist- jánssyni: ,Jdeð hliðsjón af þeirri stöðu sem hér er komin upp, þar sem allt útlit er fyrir að engin ríld verði söltuð hér í fcaust og þar með glatist stór möguleiki til fjáröflunar í byggðarlaginu, þá skorar bæjarstjórn Vestmanna eyja á deiluaðila að gera sitt ýtrasta til að leysa málið. Fel- ur hún forseta bæjarstjórnar og bæjarstjórn að kveðja að- ila Saman til fundar um mál- ið.“ Af þessu geta bæjarbúar séð, að eins og við var að búast, eru sjónarmiðin um leiðir ekki þau sömu, þótt markmið séu svipuð. Sem betur fer hafa ábyrgir aðilar tekið höndum saman að |í:ysa vandann, sem upp var kominn, er það vel og von allra að veður og aflabrögð verði hagstæð, svo bæjarbúar og byggðarlagið megi njóta þeirra athafna, sem framundan eru. Jóh. Friðf. Hver ræður? Framhald af 1. síðu. mönnum bjóðandi aö nytja mn og kostar bæjarfélagið stórfé að laga og þrífa). Nú líður og bíður og ekkert gerist í málinu. Svo að á sið- asta bæjarstjórnarfundi kom ég með eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að teleskóphúsin í Bessahrauni verði lagfærð, hreinsuð og pökkuð saman jafnóðum og þau losna.“ Rökstuddi ég tillöguna með því að nú þegar væri farið að úthluta lóðum á þessu svæði og einstaka teleskóphús væri nú þegar fyrir. Benti ég og á, að t. d. Akureyri hefði aðeins um 30 íbúðir á sínum vegum. Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum. Pegar þetta er ritað, á miðvikudagsmorgni, hefur ekkert gerst í málinu. Mér finnst helv ... hart, að bæjarstjóijl, sem á að láta framkvæma samþykktir bæjar stjórnar, skuli komast upp með að hunsa gjörðir hennar. Spumingin er því einu sinni enn, en ég hef oft spurt áður hins sama: Til hvers er bæjar- stjórn eiginlega, ef bæjarstjóri getur gert eða ekki grt ná- kvæmlga það sem hann vill sjálfur og lætur sem vind um eyru þjóta hvað samþykkt er eða ekki? S. A. U5ár IÖT7 Bátaábyrgðarfélagið þakkar Eyjabííum ánægju- leg samskipti á umliðnum tíma. 'lvlú hefur starfsemi félagsins verið breytt, þannig, að það getur annast alhliða tryggingar- þjónustu. Viljum við sérstaklega benda á: ☆ Heimilis .................... T Húseigenda .................. R Bifreiða .................... Y Ferðaslysa .................. G Innbús ...................... G Slysa ....................... I Ábyrgðar .................... N ☆ G ☆ U Nú haustar að og nauðsyn tryggingar aldrei brýnna. — Gjalddagi eignatrygginga er 1. okt. Takmarkið er: Iðgjaldagreiðslur til ávöxtunar innanbæjar. Stefnum að því að svo niegi verða með því að beina öllum tryggingaviðskiptum til Báta- ábyrgðarfélagsins. Skrifstofa Bátaábyrgðarfélagsins, Strandvegi 63, homi Heiðarvegar, er opin kl. 10 tii 12 og kl. 2 til 5 e. h. SIMINN E R 1862 iv» yo «jo ui <jo UO 'JL' 'JL> 'X' <X> <JL> <3L> !X> QO <JO QO (X> QO QO QO ^IQPQÓQ0 00 00 QD QD QD QD QD QD QD QD 8P 88 88 88 88 88 88 88 38 38 36 38 38 38 38 i Fyrn' umsóknir endurnýist. 38 FRÁ SAMKÓR VESTMANNAEYJA Óskum eftir að fjölga í kórnum, alíar raddir koma ti! greina. - Þeir, sem hafa áhuga, hringi í stjórnanda kórsins, Sigurð Rúnar Jóns- son sem fyrst. sími 1823. Vinnusími 1944. - Stjórnin. 8f 88 88 86 88 88 88 88 86 38 36 38 36 88 38 38 38 36 8886!*! 38 88 88 36*® 88 86 86 86 83 86 86 88 86 36 86 86 86 86 868886 888886888888888686888888868888 86 86 86

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.