Fylkir


Fylkir - 24.09.1977, Blaðsíða 4

Fylkir - 24.09.1977, Blaðsíða 4
FYLKIR Neoan rí sió Aflabrögð og veðrátta: Segja má að veðráttan hafi verið all sæmileg seinustu viku. Að vísu þokusúld og dimmt yfir, en sem sé, þokkalegt. Nú er orð- ið dauft yfir trollinu. Líklega aðeins 14 bátar að veiðum. Um aflabrögð er í raun lítið að segja, kannske einna helst það að um kropp sé að ræða. Um helgina landaði Andvari 54 tonn um, Sigurbára með 25 og á miðvikudaginn var Ölduljón inni með 41 tonn. — Togararnir: Klakkur var inni á mánudag með 116 tonn, prýð- is fiskur, þar af 80 tonn af þorski. Vestmannaey hélt áleið- is til Þýskalands sl. miðviku- dag með um 150 tonn af fiski, mest ufsa. Er fyrirhúgað að skipið selji í Cuxhaven næst- komandi mánulag. Þennan afia fékk Vestmannaey á 10 dögum. Að því er Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri útgerðarinn- ar, tjáði mér, hefur Vestmanna ey gengið vel að undanförnu. Fékk í ágúst 329 tonn, að skipta verðmæti tæpar 25 milljónir króna Sindri var um miðja vikuna kominn með um 60 tonn, og er búist við honum til löndunar á mánudaginn. — Síldin: Nú er síldardeilan leyst, svo þá á söltun að geta hafist. Það ég best veit eru allar stöðvarnar tilbúnar til móttöku. Eftirtaldir Eyjabátar fengu leyfi til síldve *.a í nót: Andvari, Álsey, Bergur, Bjarn- arey, Bylgja, Glófaxi, Gunnar Jónsson, Heimaey, Kópavík, Stígandi, Suðurey, Þorbjörn, Þórunn Sveinsdóttir og Eyja- ver. Leyfi til reknetaveiða fengu: Árni í Görðum, Dala- Rafn, Danski Pétur, Guðrún Magnúsdóttir, Hrauney, Kópur, Surtsey og Ölduljón. Ekki er fullvíst um, hvort allir þessir bátar nota leyfin. Sýnilegt er þó, að einhverjir heltast úr lestinni. 2 rekneta- bátar eru byrjaðir veiðar, Dala- Rafn og Surtsey. Ég hef haft takmarkaðar fréttir að austan, þó vissi ég að Surtsey var hér inni á fimmtudaginn með 30 tunnur, og daginn áður land- aði Dala-Rafn 70 tunnum á Hornafirði. Tveir bátar, Bjarn- arey og Gunnar Jónsson eru farnjr til síldveiða í nót, en þær veiðar voru leyfðar frá 20. þ. mánaðar. Skipasölur: Alltaf er einhver hreyfing á skipamarkaðnum. Nú mun til að mynda afráðið að Valdemar Sveinsson verði seldur til Grindavíkur. Hyggst Sveinn Valdemarsson stækka við sig og fá nokkru stærri bát. Þá hafa þeir Kristján Thor- berg og Jón Ásgeirsson keypt mb. Stakk ÁR 32, um 50 lesta bát, sem gerður hefur verið út frá Þorlákshöfn. Spærlingur: Þó talsvert líf hefur verið í spærlingsveiðinni að undanförnu. Einna harðast- ur hefur verið mb. Friðrik Sig- urðsson úr Þorlákshöfn. Hefur sá bátur landað 191 smálest á viku. Af Eyjabátum er það að frétta, að sl. mánudag lönduðu eftirtaldir bátar: Bylgja 110 lestum, Þristur 42, Bergur 51, Stígandi 33, Gjafar 37, Eyjaver 54, Þorbjöm II. 72. í fyrradag lönduðu svo Óli Vestmann 17 tonnum, Eyjaver 69 og Þristur 39. — Bj. Guðm. SAMNINGAR NÁÐUST Svo sem kunnugt er, hefur að undanförnu staðið yfir deila millum verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda um kaup og kjör við síldarsöltun. Leit jafnvel svo út um tíma, að ekkert yrði saltað hér af síld á þessu hausti. Deilan snerist einkum um það, hvort hér skyidu gilda samn- ingar þeir, er undirritaðir voru í gúst sl. austur á Hornafirði og giltu nánast fyrir allt land- ið. Verkalýðsfélögin vildu ekki alfarið una þeim samningum, en vinnuveitendur buðust til að undirrita þá óbrytta. Á þriðjudagskveeldið náðist svo samkomulag í þessari deilu. I aðalatriðum varð sam- komulag um að Homafjarðar- samningarnir skyldu gilda hér. Einhverjar smábreytingar munu þó vera frá þeim samningum, og þá einkum frekar tæknilgs eðlis, ef svo má að orði kom- ast, heldur en fjárhagslegs. BETEL Guðsþjónusta næstkomandi sunnudag kl. 16.30, þriðjudag og föstudag kl. 20.30. Allir velkomnir. Betelsöfnuðurinn. FASTEIGNA MARKAÐURINN Nýr sölulisti vikulega. Skrlfsioft Vm.: Birn(. t, t. h*ð ViðUUtíml: liJO—19, mlðvikud. —ftetadafs- Sinrt 1M?. Skrlfstofm Rrik: Gmrðutnetl 11- VUUlstiml: Miandmcm Of þrifljn- dm<m. — Siml ÍIMI. JÚN HJALTASON, hrl. Söluverðlaun 50 þúsund króna verðlaton Ritstjórn Fylkis hefur ákveð- iðið að efna til sölukeppni með- al sölubarna blaðsins. — Hefst keppnin frá og með næsta tölu blaði, er kemur út 1. október n. k. — Keppnin er á þann veg, að veitt verða 3 verðlaun, 25 þús. kr., 15 þús. kr. og 10 þús. kr. Fyrstu veerðlaun, 25 þús. kr. fær það sölubarnið, er flest eintök selur af blaðinu á tima- bilinu 1. októbr til jóla, að jóia blaði meðtöldu, 2. verðlaun exu svo 15 þús. kr. og rennur sú fjárhæð til þss barns er næst- flest blöð selur, o. s. írv. Verðlaunin verða svo afher.t daginn fyrír Þorláksmessu, 22. desember. Auk þssara verðlauna verða svo greidd sölulaun af hverju blaði eins og venjulega, en það er 25 krónur á hvert blað. Sölubörn, verið með frá byrj- un. Vinnið ykkur inn aukapen- ing fyrir jólin. — FIRMAKEPPNI í INNANHÚSSKNATTSPYRNU Ákveðið hefur verið að ár- leg firmakeppni í innanhúss- knattspyrnu verði háð um mán aðamótin október-nóvember n. k. Rétt til þátttöku hafa að- eins fyrirtæki, og liðin skulu vera skipuð föstum starfsmönn um fyrirtækisins, sem hafasitt aðalstarf hjá fyrirtækinu og hafa verið á launaskrá hjá því sfðustu 10 dagana áður en keppnin hefst. Hvert fyrirtæki má aðeins senda eitt lið í keppnina. Keppnin er útslátt- arkeppni, þannig að lið er úr keppninni eftir tvö töp. Þau fyrirtæki, sem ætla að taka þátt í keppninni í ár skulu sækja um það skriflega til Knattspyrnuráðs Vestmanna- eyja fyrir 10. október n. k. — Þátttökugjald er kr. 5.000,00 og verður þátttökutilkynning því aðeins tekin gild, að gjaldþetca fylgi með. Hafi fyrirtæki áhuga á því að fá úthlutað æfingatímum í íþróttahöllinni, ber þeim að snúa sér til stjórnar ÍBV, sem annast um úthlutun tíma í hus inu. Leigugjald er kr. 2.400,00 á æfingatímann. KRV væntir góðrar þítttöku í firmakeppninni eins og und- anfarin ár og eru fyrirtækin hvött til þess að senda inn þátttökutilkynningar sínar, á- samt þátttökugj aldinu, sem allra fyrst. Fréttatilkynning frá KRV ixj«x>yt?yeQPQPQL>y£?yoQoyoQPQCQeyc>yL>yfc>yÉ?QCQPQ0QOQPQP^^<^t»^^tt?Q0^QC>QOQ0QPQOQ0^^^>a?cx> “ * 88 §8 AÐALFUNDUR | Aðalfundur Isfélags Vestmannaeyja hf., fyrir | árið 1976, verður haldinn í húsi félagsins við 88 88 88 86 38 88 Strandveg í Vestmannaeyjum, laugardaginn | 19. nóvember n. k. og hefst kl. 2 e. h. | Dagskrá: 1 Samkvæmt félagslögum. StjÓrnÍH. 98 'ÖC OO öo oC ðo cC X (X ðo oB ðíS ðo SS <Xt ðö ðc ðö ðö ðö IX/ iTi ðO ðC <X> oo oo oo <X> <X/ m X/ ot X/ X X ro X X X 88 88 88 88 88 88 88 88 88 LANGAR ÞíG í BITA ÞÁ ER BARA AÐ LÁTA OKKUR VITA Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í kindakjöt á gamla verðinu. 1/1 skrokkar 636,00 kr. pr. kg. Súpukjöt €67,00 Valið súpukjöt .... 728,00 Framhryggur .... 979,00 Læri .... 772,00 Lærissneiðar .... 979,00 Hryggur .... 793,00 Kótelettur .... 878,00 Slög .... 550,00 Saltkjöt .... 793,00 kr. pr. kg. Pitt að velja — Okkar að selja VERSLUN GUNNARS ÖLAFSSONAR & co. Strandvegi 47 — Sími 1052

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.