Fylkir


Fylkir - 01.10.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 01.10.1977, Blaðsíða 1
29. árgangur Vestm.eyjum 1. okt. W? 13. tbl. Raunir frambjóðandans TVEIR AF BÆJARFULLTRUUM MEIRIHLUTANS ASAMT SKÓLAYFIRVÖLDUM LÝSA VANTRAUSTI Á BÆJARSTJÓRA. Þegar lesin er eftirfarandi samþykkt skólanefndar, er bæjarfulltrúum liefur verið send fer ekki á milli mála, að mikil ólga er meðal skólayfirvalda um vinnubrögð bæjar- stjóra í málum skólanna. Hefur ekki í annan tíma sést harðorðari ásökun frá á- byrgum aðilum og verður fróðlegt að sjá hver verða við- brögð bæjarstjóra, verði bann ekki beðin afsökunar á opin- berum vettvangi hlýtur hann að heimta rannsókn á þess- um fullyrðingum eða segja af sér. Samþykkt skólanefndar er svohljóðandi: Urskrift úr fundargerð skólanefndar Vestmannaeyja frá 20. september 1977. 3. liður . Gerð var grein fyrir stöðu framkvæmda við skólana í Vestmannaeyjum. I því sambandi bendir nefndin á: Skólanefnd bendir bæjarstjóm á þá furðulegu staðreynd að á engan hátt hefur verið staðið við samþykkt nefndar- innar frá 13. apríl 1977, liður 5. Hafa þessi svik haft alvarlegar afleiðingar fyrir skóla- Starf í upphafi skólaárs. Skólanefnd samþykkir að skóla- hald hefjist ekki næsta skólaár, fyrr en lokið verður á- ætluðum framkvæmdum við skólana. Undir fundargerðina rita: Sigurður Jónsson, Sigurbjörg Axelsdóttir, Björn Bergsson, Gufimundur Páll Asgeirsson, Reynir Guðsteinsson, Lýður Brynjólfsson, Hermann Einarsson, Jóhann Björnsson, Þorbjörn Pálsson og Ragnar Oskarsson. Þess má að lokum geta, að þessi fundur er haldinn þeg- ar bæjarstjóri er erlendis og hafði því enga möguleika að bera hönd fyrir höfuð sér. granna, sem ég er þakkiátur f þeim kosningaundirbúningi sem hafin er, eru að vanda farnar að vakna ýmsar spurn- ingar. Er það að vonum, því eðli málsins vegna, er aldrei hægt að vita með vissu um úrslit leynilegra kosninga fyrr en talning er afstaðin. Gagnstætt við það, er við þekkjum á Norðurlöndum, sem oft er vitnað til með allskonar samanburð, hefup það skeð, að Kratar hér eru alltaf að verða fáséðari og fáséðari, á sama tíma og flokksbræður þeirra þar blómstra. Engin ein skýring er hald- bær, en ýmsu slegið fram, alla- vega er það greinilegt, að nú er staðan þannig, að vel geti farið svo, að Gylfi verði síðasti kjördæmakjörni þingmaður krata. En eins og menn muna frá síðustu alþingiskosningum þá var hann sá eini er náði kosningu, hinir fjórir eru upp- bótaþingmenn, en þeirra tilvera byggist á því, að einn nái kjöri. Verður Gylfi stoppaður upp? Þar sem nú liggur fyrir, að Gylfi hefur dregið sig í hlé, til að reyna að draga úr þeim miklu innbyrðis deilum er hrjá flokkinn í höfuðstaðnum, er eins víst, að flokkurinn nái ekki að fá mann kosinn í Reykjavík, og heyrir hann þá orðið sögunni til. Eitthvað hlýtur að vera mik- ið að, að þessi möguleiki skuli vera svo nálægur. Nýlega fór fram „opið próf- kjör” hjá sunnlenskum kröt- um. Svo sem vænta mátti, var mikið á sig lagt, að athöfnin færi sem best fram. Mikið var 1 húfi, þar sem áður var búið að tilkynna Magnús Magnússon í fyrsta sæti nokkru eftir síð- ustu alþingiskosningar. Þá stóð einnig til að Árni Gunnarsson fréttamaður og ritstjóri yrði næstur Magnúsi á listanum. En allt er í heiminum hverfult, þeg ar Árni var búinn að kynna sér stöðuna, mun hann hafa komist að raun um, að líkurn- ar fyrir kjöri Magnúsar voru vonlausar, og þar að auki yrði næsti uppbótaþingmaður flokks ins úr Norðurlandskjördæmi eystra ef svo ólíklega vildi til að flokkurinn bætti við sig. Árni stakk af. Þetta mun vera ástæðan fyr ir því að Árni sagði bless við Magnús og leitar hófanna fyr- ir norðan. Opna prófkjörið var svo gal- opið, að töluverður slatti kom í leitirnar eftir að „kjörstöðum” var lokað, en gárungamir segja að smölunin hafi ekki verið betur skipulögðTen það, að þeir sem þama voru á ferðinni hafi ekki fundist taka því að koma atkvæðum til skila í tæka tíð, þetta væri hvort eð er allt í plati-! ! Við lestur Breiðholtsgreinar- innar hjá Mm. á dögunum, er ekki hægt að ímynda sér, að þama sé á ferðinni hinn mikli sigurvegari grínkosninganna. Mm. hefur áreiðanlega gert sér grein fyrir þeim staðreyndum, er fyrir liggja um stöðu flokks hans hjá þjóðirni. Ekki má styggja G.H.T. Þessi áminnsti greinarstúfur er mest hjal og útúrsnúningur ásamt endurteknu blaðri. Það virðist vera alveg sama hve Mm er oft sýnt og sannað að ég samþykkt ákvörðun bæjar- stjórnar um Byggingaráætlun- ina, en hefi oft lýst vonbrigð- um yfir framgangsmáta, er gerst hefur hjá BÁV. og ekki hefur honum tekist að hrekja þær athugasemdir er ég hafði uppi. Og aldrei getur hann sýnt mótatkvæði mitt við stofnun B.Á.V. Það er greinilegt að Mm. hefur ekki skilning hjá bæjarbúum fyrir því, að ekki megi hliðra til fyrir einstakl- ingum, sem eru að koma sár upp húsum, á sama tíma og fallist er á vafasamar fjárfúlg- ur, í þessu tilfelli 14,6 m. kr., til Breiðholts í Reykjavík. Verða ávirðingar Vilmundar lífgjöf krata? Eins og oft vill verða er sann leikanum hver sárreiðastur og oft finnst mér það broslegt, að á sama tíma sem Mm. berst um á hæl og hnakka til að verja ýmsar vafasamar ráðagerð ir, sem orðið hafa hjá bænum að hans vitorði og undir hans stjórn á undanförnum árum. Þá skuli nú komin upp sú staða hjá flokki hans, að Vilmundur Gylfason, sem orðstír hefur get ið sér fyrir að benda á ósóm- ann í skrifum sínum, er eina von kratanna í næstu alþing- iskosningum. Skipulag bæjarins og lóðaút- hlutanir eru ofarlega í hugum Mm. og ennþá er hann að tafsa á því að við, sem vildum á sínum tíma ekki slíta byggðina sundur, og bentum á svæðið vestan Brimhóla, sem nú er verið að byrja að byggja upp, höfum verið á móti þróuninni. Eg er óhræddur við dóm fram- tíðarinnar. Mm, líttu þér nær. Og ennbi endist frambjóð- andinn til að halda á lofti þeirri markleysu, að ég hafi sett mig upp á móti skipulags breytingu á æskustöðvum min- um og nágrenni, ennþa einu sinni verð ég að vísa þessu rugli Mm til föðurhúsanna. Hið rétta er að ég eignaðist við þetta ennþá fleiri ágæta ná- fyrir, en Mm. gleymir s.iálfum sér, er hann flutti úr sínu gæta húsi. Kunni hann kannski ekki við sig, er farið var að Ibyggja á byggingarreitunum sem fyrir löngu höfðu verið skipulagðar í næsta nágrenni hans, eða var hann að æfa sig áður en hann flytti í þingmanns- bústaðinn.? Það gleymist arldrei. Endalok bæjarstjómarferils Mm. verður lenei í minnum hafð ur, enda ekki kunnugt um hú«stæflu, Sigureeú t,re>'sti sér ekki til að styðia hann lengur ástæðan liggur nú fyrir, undir- ferli, óreiða og makk I sam- starfinu gat Sigurgeir ekki leng ur þolað. Flestir hefðu í spor- í’m Maenúsar verið fliótir að taka pokann sinn og hynia sig, nei, svo mikil var bægðin og sv'p slæmt var ástandið, að hann þurfti 12 mánuði í viðbót til að taka til á skrifborðinu eða hvað? Jóh. Friðf.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.