Fylkir


Fylkir - 01.10.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 01.10.1977, Blaðsíða 2
FYLKIR Ritstj. og ábm.: Björn Guðmundsson. Pósthólf 116. — Vm. Afgr. og augl.: Símar: 1344 og 1129. Utgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Prentun: Prentsmiðjan Eyrún hf. - Hiiavdla - Efasemdir að hægt sé að nýta orkuna í nýja hrauninu til húshitunar eru sem betur fer roknar út í veður og vind. Og það sem betra er, að þeir menn sem af kjánaskap, mis- skildum metnaði og þvergirðingshætti töfðu málið í upphafi hafa viðurkennt staðreyndir og eru ekki til trafala lengur. Allt þetta er mikið gott. En vandinn er nú ekki aldeilis leystur þó þannig sé komið. Þetta er mikið og stórt mál, það stórt að stór hluti af getu bæjarfélagsins til framkvæmda í næstu fram- tíð hlýtur að fara í að koma málinu í höfn. Orkumálaráðherra dr. Gunnar Thoroddsen var hér á ferð fyrir nokkru og dvaldi hér í 2 daga. Ráðherrann kynnti sér einmitt sér- staklega allt er að hitaveitu með hraunhita lýtur. í viðtölum við hann kom fram að hann gerði sér ljósa þá miklu möguleika sem hér er um að ræða og var afar hlyntur málinu í alla staði. Þetta er fagnaðarefni og hlýtur að létta róðurinn. Sýnist því flest mæla með því að nú sé rétti tíminn til að auka hraða framkvæmd- arinnar og setja virkilega allt á fulla ferð. Hita- veita úr hrauninu í allan bæinn er heillandi verkefni, sem ráðamenn bæjarins eiga að setja metnað sinn í að leysa á sem stystum tíma og á sem hagfeldastan hátt. Björn Guðmundsson f II I I li f I I I LUXO - LAMPINN er rétti ljósgjafinn fyrir þá sem eru vandlátir. 5 gerðir, verð frá 3380 — 5680. Einnig er hægt að fá hjá okkur eftirlíkingar svo sem Luxus-lampa. Verð kr. 2750. STAFNES S.F. - Sími 1333 FRA FELAGSHEIMILINU í vetur mun æskulýðsfulltrúi hafa fastan viðtalstíma frá kl. 13.30 — 15.00 á skrifstof- unni í Félagsheimilinu (efstu hæð). Sími Félagsheimilisins er 1980. Æskulýðsráð ■ i j ii i j Einar H. Eiríksson segir af sér. Á aukfifundi bæjarstjórnar 26. sept s.l. lá fyrir bréf frá Einari H. Eiríkssyni þar sem hann afsalar sér stöðu sinni sem bæjarfulltrúi í Eyjum. Er afsögn Einars byggð á því er komið hefur í ljós í sam- bandi við fjárreiður Landa- kirkju. Samþykkt var með at- kvæðum allra bæjarfulltrúa að taka afsögnina til greina. Mál þetta er í höndum lög- giltra endurskoðenda hjá N. Mancher og Co í Reykjavík. Er að"vænta fréttatilkynningar frá Sóknarnefnd, er fyrir liggja endanleg reikningsskil og end- urskoðun Iokið. Jón í Sigurðsson hafnsögumaður tekur nú sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn. Jón hefur gegnt bæjarfulltrúa- stöðu um árabil, sem aðal og varamaður. Þá hefur Jón ver- ið formaður hafnarstjórnar mörg undanfarin ár. Heilbrigðisnefnd orðin ókyrr. Af fundi heilbr'igðisnefndar berast þær fregnir, að nefndin sé að vonum orðin langeyg eft ir úrbótum í sorpeyðingarmál- um kaupstaðarins. Margir mánuðir eru liðnir síðan sorpeyðingarstöð var keypt til bæjarins, en hvergi sjást þess merki að hún kom- ist upp á næstunni. Byggðarsafnsnefnd kosin. Að tillögu Þorsteins Þ. Vígl- undssonar hafa þær frúr Birg- itt Sigurðardóttir, Hrauntúni 47, Klara Bergsdóttir, Hólagötu 40 og Sigrún Þorsteinsdóttir, Illugagötu 39, tekið við nefnd- arstörfum í Byggðasafnsnefnd. Ennfremur Sigurður Jónsson, tilnefndur af sama aðila og kjör inn af bæjarráði. Sem kunnugt er hefur Þorsteinn unnið að því undanfarið að flytja safnið í Safnahúsið. QOQðooDOQQQpQpnoQnnnnoMnnmQonoDðnonnnðnnnnnnnnnnnnnpQnnnnnQor cxj oo oo oo uo (Xi 'ðo oo <X) oo od oo ou cxj cx> cX) cTi cxi cx> cx> <x> cx> rT> <x> (Tn <Tr> cx> <x> <x> rTN æ 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 VETRARÁÆTLUN FLUGFÉLAGS ÍSLANDS til og frá Vestmannaeyjum, gildir frá 1. okt 1977 til 30. apríl 1978. ' rxi iTn nn fTi rjT» <T> íTo rTi rii r«v 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 Morgunferðir daglega kl. 09.30 frá REK EFTIRMIÐDAGSFERÐIR á laugardögum sunnudögum kl. 15.00 frá REK. og A TIMABILINU 1. okt til 11. nóv. 1977 og 30. jan. tl 30. apríl 1978 eru eftirmiðdagsferðir mánudaga til föstudags kl. 16.00 frá REK. Á TÍMABILINU 14. nóv. 1977 til 29. jan 1978 eru eftirmiðdagsferðir mánudaga til föstudags kl. 15.00 frá REK. Farþegar frá Vestmannaeyjum eru vinsam- lega beðnir að athuga það að mæta ávallt 15 mínútum fyrir brottför úr Reykjavík. í GILDI EI^U: Helgarferðir, flugfar og gisting 2 til 3 nætur á góðum hótelum í R.vík, föstu- daga til mánudags. LEIKHÚSFERÐIR fyrir 10 til 25 manna hópa. Útvegum leikhúsmiða og gistingu, gildistími er 3 dagar. Tilvalið fyrir félagasamtök og vinnuhópa. Við viljum eindregð minna á okkar ódýra akstur. Sækjum og flytjum vörur til viðskipta- vina. Afgreiðsla Flugfélags íslands, Skólavegi 2 verður opin alla virka daga frá kl. 08.30 — 18.00 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 08.30 til 17.00, síminn er 1520 og 1521. w Flugfélag fslands h/f, Skólavegi 2, símar 1520 og 1521. 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 86 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 86 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 æ 88 88 88 88 88 88 88 88 W888888888888 * 888888 * 8888888888888888888888888888888888888888888888888888 88888888888

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.