Fylkir


Fylkir - 08.10.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 08.10.1977, Blaðsíða 1
29. árg. Vestmannaeyjum 8. okt. 1977 14. tbl. Topparnir í Ráðhúsinu í síðustu Dagskrá ritar Magn ús frá Hafnarnesi, starfsmað- •ur bæjarins í 14 ár, dálitla hug- vekju um ráðamenn bæjarins og logandi ljós allar nætur í Ráðhúsinu. Hann spyr: Eru menn að snapa sér vinnu á kosnað skattborgarans? Vegna Þessara skrifa fór ég á stúfana til þess að athuga hvað þessi ljósagangur langt fram á nótt í Ráðhúsinu þýddi í peningum hjá æðstu mönnum bæjarins.. í samningum Starfsmanna- félags Vestmannaeyjabæjar og bæjarstjórnar Ve stendur svo í 11. grein um yfirvinnukaup: Forstöðumenn (og þá væntan- lega topparnir) eiga ekki rétt á yfirvinnugreiðslu skv. tíma- kaupi. Þurfi þeir þó að vinna yfirvinnu vegna anna í staríi, er heimilt að greiða þeim sér- staka þóknun til viðbótar mán- aðarlaunum þeirra. Slíka greiðslu ákveður bæjarstjórn með samkomulagi við viðkom- andi starfsmenn og vitund Starfsmannafélags Vestmanna- eyjabæjar. Hér á eftir fara Iaunagreiðsl- ur 3ja toppa í Ráðhúsinu: Bæjarstjóri: laun alls aukav. maí 298.971 35 kl júní 319.093 35 kl júlí 331.854 35 kl ágúst 331.854 35 kl september 344.897 35 kl Skriftofustj. og varabæjarstj: laun alls aukav. maí 314.398 40,5 kl júní 455.124 94,0 kl júlí 563.315 130,0 kl ágúst 347.945 21,0 kl september 661.473 143,5 kl Lögfræðingur og innh.stj.: laun alls aukav. maí 327.329 57,0 kl júní 283.637 29,0 kl júlí 348.090 51,0 kl ágúst 281.387 31,5 kl september 409.419 61,0 kl Þegar barnaheimila og leik- vallanefnd var beðin um að at- huga hvort ekki mæt.ti draga úr þeirri litlu yfirvinnu sem þar er, (en við verðum að opna 7 lh fyrir þá sem mæta í vinnu kl. 8 og V2 — 1 á kvöldin) en samanlagt eru aukavinnu- klukkustundirnar t.d. á Sóla 160 gegnum sneitt á allar stúlk- urnar, en þær eru 9, yfir mán- uðinn. Þá lögðum við okkur í líma til að athuga hvort ekki mætti eitthvað draga saman. En vissum þó að ef það yrði gert mundum við missa okkar góðu starfskrafta, því ekki er kaupið svo gott. En þegar það sést áþreifan- lega að þeim sem trúað er fyr- ir að reyna að hafa útgjöld bæjarins sem allra hagkvæm- ust, þá virkar það sem kjafts- högg að sjá að hægt er að skammta sér kaup að eigin vild. Bæjarstjóra til hróss, þá hlýtur hann því að fá ekki meirji í aukavinnu en honum ber. Hitt er svo stjórnleysi hans að láta starfsfólk sitt skammta sér kaup að vild. Þó að Þórarinn Magnússon háfi sagt að skrifstofustjórinn væri óborganlegur, þá efast ég um að hann hafi meint það 100 ára ártíð ENGILBERTS GÍSLAS0NAR Málara. Þann 12. okt. n.k., eru 100 ár liðin frá fæðingu Engilberts Gíslasonar málara. Engilbert fæddist hér í Eyjum og hér ól hann allan sinh aldur, en hann lést desember 1971, 94 ára að aldri. Engilbert heitinn var kunnur og mikilsvirtur borgari þessa oæjar, afbragðs fagmaður, en kunnastur mun hann vera fyr- ir listaverk sín á sviði málara- listarinnarinnar sem til munu vera á mörgum heimilum inn- an bæjar og utan, og glatt hafa margt augað í ,<?egnum tíðina. Væri nú ekki vel til fundið að Byggðasafnið, sem senn kemst í gagnið í nýja Safna- svona bókstaflega, eða hvað? Minna má á það að þegar Jóhann P var ráðinn, lét Sigur- geir Kristjánsson bóka það að Mm. hefði sagt að G.H.T. mundi hætta störfum í sumar. Nú er kominn október. í sept- ember höfðu þeir G.H.T. og J.P.A. samanlagt 1.070.892. Þess skal að Ibkum geta, að sumaffrí er tekið að einhverju leiti á þessum mánuðum og í rnaí-mánuði var yfirvinnubann. i SJL KRAFA BÆJARBÚA ER: BURT MEÐ SUKKIÐ 0G ÓRÁÐSÍUNA Því miður er frekar dauft yfir atvinnulífi Eyjanna um þessar mundir. Aflabrögð eru í lakara lagi og sjósókn minni, en oftast áður. Einhæfni atvinnulífsins er ennþá svo mikil, að ef ekki er sæmilegur afli, sem berst á land, er það fljótt að segja til sín í byggðarlaginu. Einn er þó sá vinnustaður í bænum sem virðist blómstra en það er Ráðhúsið. Þarna hefur verið komið fyrir ágætri aðstöðu fyrir yfirstjórn kaupstaðarins og vonir stóðu til, að ýmiskonar mistök og stjórnleysi sem afsökuð voru með lélegum aðbúnaði og þrengslum vær.u úr sögunni. Þetta ætlar þó að fara á annan veg. Nú er komið í ljós, að þeir svartsýnustu á forustuleysi bæjaryfirvalda, hins „sterka" meirihluta með bæjarstjórann í broddi fylk- ingar höfðu á réttu að standa. Bæjarbúum er nú að verða æ ljósari sú staðreynd, að breytinga er þörf ef ekki á að kollsigla bæjarfélagið. Það gera sér allir grein fyrir því, hvar í flokki sem þeir standa, að þegar störf í Ráðhúsinu gefa tveim, að vísu háttsettum í embættisliðinu, tækifæri til að labba út með um 1100 þús kr. segi ég og skrifa ellefuhundruðþúsund kr. fyrir vinnu sína einn mánuð, þegar ekki er vitað til þess að neitt sérstakt sé við að vera, hljóta að vakna ýmsar spurningar. I fyrsta lagi: Er fjármuflum bæjarbúa vel varið með slíku háttálagi? Er fjárhagsstöðu kaupstaðarins þannig háttað í dag, að svona framferði sé réttlætanlegt? Hve stórköstlega skaðar þetta álit byggðarlagsins hjá lána- stofnunum? Erú þessir menn færir um að gæta hagsmuna bæjarfélagsins? Svona mætti áfram spyrja og svar bæjarbúa verður nei og aftur nei. Þetta staðfestir svo ekki verður um villst, að við Sigur- björg vorum fyrst og fremst að gæta hags bæjarfélags- ins, er við reyndum að stöðva óheillaþróunina sem varð þegar liðið í kring um Magnús var tryggt í sessi með ráðningu núverandi bæjarstjóra, sem virðist dyggilega feta í fótspor lærimeistara síns. Jóh. Friðf. húsinu, gengist fyrir sýningu á verkum þessa látna heiðurs- manns í tilefni af þessum tíma- mótum. Gaman væri að opna í hinum nýju húsakynnum með sýningu á verkum Engilberts. LÖNG VÚRU ÁRIN f KRATAVISTINNI Eftir áralangt hlé hefur Fram sóknarblaðið séð dagsins ljós. Ber því að fagna, að fram sóknarmenn skuli hafa hert sig upp í blaðaútgáfu. Vitað er, að framsóknarmenn hafa átt mjög óhægt um vik og eru ekki bún- ir að ná sér eftir ósigur K-list- ans við síðustu bæjarstjórnar- kosningar. í ágætri grein eftir Sigurgeir, sem hann kallar „Kratapólitík" byrjar Sigurgeir að rifja upp samstarfsárin með Magnúsi, einhverra hluta vegna talar hann um að Magnús hafi hrökl- ast úr sæti bæjarstjóra eftir ellei'u ára setu. Þá veit maður það, 8 árin að viðbættu 1 til reynslu eða samtals 9 ár, hafa_ verið 11 ár, þegar fyrrverandi forseti, Sigurgeir, lítur yfir far- inn veg. Löngu er vitað, hve illa Sigurgeir leið í samstarfinu, en engan mun hafa órað fyrir því að svo slæmt hafi það verið að þessi 9 ár hafi verið Sigurgeir 11 ára hrollvekj°. Er fróðlegt að lesa lýsingu á misnotkun og fjármálaspill- ingu er viðgekkst undir handar jaðri Magnúsar, og heppnir voru þeir, Georg og Magnús, að eng- inn Vilmundur skyldi hafa ver- ið nærri til að skýra alþjóð frá sukkinu og mikið má langlund argeð Sigurgeirs hafa verið að vera öll þessi ár, hinn þægi og prúði maður, sem lét allan þennan ósóma viðgangast, þótt greinilega hafi ýmsu verið hald ið kyrfilega leyndu fyrir hon- um. En alltaf verður hans hlut ur stór fyrir að segja hingað og ekki lengra, er það meira en hægt er að segja um aðra er haldið var, að myndu eiga þann 'irynndómi, og Slgurgeir átti þótt betur hefði verið, að hann hefði fylgt þessu betur eftir og ekki látið aftur falla í sömu gryfjunna eins og yfirstjórn bæjarmála er komin í. Jóh. Friðf.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.