Fylkir


Fylkir - 15.10.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 15.10.1977, Blaðsíða 1
Svo sem fram kom í síðasta Fylki hefur bæjarstjóri samiö um mölun á grjóti við verk- takafyrirtæki í Reykjavík fyrir framhald malbikunarfram- kvæmda. Þessi ráðstöfun bæjaryfir- valda hefur vakð mkla undr- un meðal bæjarbúa, þar sem ekki var annað vitað en 'nokk- uð gott samstarf væri milli Steypustöðvarinnar og bæjar- ins. S.l. þriðjudag kom eitt af strandferðaskipunum frá Reykjavík með miki'jin farm, er reyndist vera grjdtmulnings- tæki, til notkunar hér næstu vikurnar. Voru tækin kyrfilega merkt Miðfelli og Þóriscs, sem eru stórir framkvæmdaaðilar uppi á landi. í stuttu rabbi við bæjarstjóra sama dag, upplýsti hann, að ekki hefðu náðst sam.iingar við Steypustöðina, væru þeir ekki til viðtals um það verð, sem að- komumenn vilja selja bænum grjótmulninginn fyrir, auk þess, sem tæki þeirra væru ekki í því ástandi, sem æskilegt væri. Verður þetta að teljast mið- ur farið svo ekki sé meira sagt, ef fyrirtæki, sem hefur haft for gang í bænum á u.idanförnum árum með sölu og vinnslu bygg ingarefna, notar þannig einoic- unaraðstöðu sína, að bæjarsjóð ur er neyddur til að gera slíkar 86 ráðstafanir svo að miklir fjár- munir fara út úr byggðarlaginu af þessum sökum. Þessi mál verða betur könnuð á öðrum vettvangi, þar sem full nauðsyn virðist vera á frekari skýringum. Væri t.d. fróðlegt að vita hvað Steypu- stöðin hefur greitt bæjarsjóði á undanfömum árum fyrir byggingarefni, sem fyrirtækið virðist hafa haft ótakmarkað- an aðgang að um alla Eyju og selt háu verði? f samtali mínu við bæjar- stjóra lýsti ég vonbrigðum mín um yfir, að,fara ætti með grjót mulningstækin austur á Eyju og hef ja þar vinnslu, vegna þess að í mínum huga og margra annarra hefur alltaf verið talið, að þessi starfsemi ætti að hefj- ast í hraunkantinum austan á Strandvegi og vinna með því, í fyrsta lagi að nýta grjótið í byggingarefcii fyrir götur og opna með því dýrmætt svæði við höfnina. Hafði ég vonast til að þetta tækifæri yrði notað til að opna t.d leiðina austur á Skans með því að láta grjótmulningstæki hefja vinnu á því svæði eins og fyrr segir. Þótt svona hafi verið að stað- ið að þessu sinni má ek.ki gef ast UPP. Jóh. Friðf. Árshátíð 88 æ 88 2. w 3. 88 88 4. * 8R b. 88 88 6. 88 88 7. 86 86 8 Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum verður haldin í Samkomuhúsinu laugard. 22. okt. og hefst með borðhaldi kl. 7 e.h. Létt tónlist verð- ur leikin á meðan á borðhaldi stendur. Hátíðin sett: 1. Ávörp þingmanna kjördæmisins: Guðlaugur Gíslason, Ingólfur Jónsson, Steinþór Gests- son. Tvísöngur: Sigurður Björnsson og Sieglende Kahmann. Undirleikari Carl Billich. Gamanvísur: Sigurbjörg Axelsdóttir. Ómar Ragnarsson. Tískusýning. Söngur. Dans. Happdrætti. Veislustjc-ri Jóhann Friðfinnsson. — Miðar seld- ir í Samkomuhúsinu föstud. 21. kl. 4 — 7 eh. Borð frátekin. — Verð miða kr. 4000. Sjálfstæðisfélögin. Árshátíðin 29. árgangur Vestmannaeyjum 15. okt. 1977 15. tbl. Mölun á byggingarefni Svo sem áður hefur verið til- kynnt verður Árshátíð Sjálf- stæðisfélaganna hér í bæ hald- in í Samkomuhúsinu laugard. 22. okt. n.k. (fyrsta vetrardag) • og hefst með borðhaldi kl. 7 eh. Að venju verður mjög til há- tíðarinnar vandað, e.i aðgöngu miðaverði mjög stillt í hóf. Verð ur nánar skýrt frá þessari hátíð síðar. 36 f síðustu viku var haldið hér innanhússmót í langstökki á'n atrennu og hástökki með atrennu. Mjög þokkalegur á- rangur náðist hjá efstu mönn- um í báðum þessum greinum, þó sér í lagi hástökkinu því ár- angur Guðmundar R Guðmunds sonar er aýtt íslandsmet drengja Það væri óskandi að það tæk- ist að glæða áhuga ungs fólks á frjálsum íþróttum og koma þeim til vegs og virðingar á ný. Þess vegna ætti þessi góði árang ur að vera gott veganesti fyrir Sigga í Húsavík og Co þegar þeir hvetja yigri kynslóðina til þátttöku í þessum glæsilegu íþróttagreinum. Árangurinn í mótinu var þessi Hástökk með atrennu: Guðmundur R. Guðmunds. FH 1,97,5 (ísl. met) Gunnar Alfreðsso'n ÍBV 1.20,0 m Bjarni Magnússon ÍBV 1,20,0 m. Langstökk án atrennu: Gunnar Alfreðsson ÍBV 2,93 m Guðm. R. Guðmunds. FH 2,78 m Jón Gíslason ÍBV 2,64 m Bjarni Ó Magnúss. ÍBV 2,53 m Daði Garðarsson ÍBV 2,44 m Marteinn Heiðarsson ÍBV 2,17 m KNATTSPYRNAN: Þá er knattspyrna sumars- ins lokið. Henni lauk s.l. laug- ardag með leik mfl. Þórs og Týs. Ekki var hún glæsileg fcaatt- spyrnan sem félögin sýndu enda ekki nema furða því menn komnir úr æfingu. Held ég að þeir áhugamenn sem mættir voru á völlinn þennan góðviðr- is dag hafi verið sammála um að þennan leik hef ði átt að leika fyrr, eða rétt eftir að keppnis- tímabilinu lauk hjá ÍBV. Týr sigraði í þessum leik með 2 — 0 Fyrra markið kom i fyrri hálf leik og var þar að verki Ómar Jóhan-isson eftir hroðaleg mis- tök hjá Kalla Sveins, en hið síðara í seinni hílfleik og það skoraði Sigurlás eftir að Stein- ar markvörður Þórs hafði hálf varið skot frá Ómari. Þetta voru nokkuð sanngjörn úrslit nema hvað Þórarnir voru ó- heppnir að skora ekki í einni af sóknarlotum sínum í seinni hálfleik þegar geysileg hætta skapaðis við mark Týs og Gylfi Sigurðsson skaut í stöng. Bestu menn: Þór: Kalli, Sveinn og Andrés. Týr: Tommi, Óskar og Þórður Þegar upp er staðið, skiptast Vestm.eyjameistaratitlarnir svona á milli félaga: Meistaraflokkur Týr 2. flokkur Þór 3. flokkur Þór 4. flokkur Týr 5. flokkur A Týr 5. flokkur B Týr 6. flokkur A Þór 6. flokkur B TÝR 90991 BETEL Guðsþjónusta næstkomandi sunnudag kl. 16.30, þriðjudag og föstudag kl. 20.30. Barnaguðsþjónusta á sunnu- dag kl. 13.00. Allir velkomnir. Betetsöfnuðurinn. \^=r// K.F.U.M ¥/ FUNDIR OG SAMK0MUR Drengir yngri — Mánud. 17.30. Drengir eldri — Fimt.d. 20.00 Saumaf. yngri — Fimt.d. 17.30 Saumaf. eldri — Mánud. 19.30 * Almenn samkoma á sunnudag kl. 20.30. Allir velkomnir. KJÖRDÆMISÞINGIÐ Aðalfundur K.iördæmisráðs Sjálfstæðismanná í Suðurlands- kjördæmi verður haldinn hér í Vestmannaeyjum dagana 21. og 22. okt. n.k. Er búist við fjölmenni á þing ið bæði ofan af landi og héðan úr^Eyjum. SÖLUKEPPNIN Sölukeppnin, sem nú er í gangi meðal sölubarna Fylkis er á fullri ferð. Hófst keppni.i 1. okt. og líkur fyrir jól. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir Þor- láksmessu. Duglegir krakkar geta þarna háð sér í dílagleg- an aukaskildiag, 1. verðlaun eru 25 þús. kr. 2. verðlaun 15. þús. kr. og þau 3. 10 þús. krónur. Nú sem stendur eru 6 krakk- ar mjög svipuð hvað seldum eintakafjölda viðvíkur og keppni þgr af leiðandi mikil.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.