Fylkir


Fylkir - 15.10.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 15.10.1977, Blaðsíða 2
FYLKIR Ritstj. og ábm.: Björn Guðmundsson. Pósthólf 116. — Vm. Afgr. og augl.: Símar: 1344 og 1129. Utgefandi: Sjálfstæðisfélögin i Vestmannaeyjum. Prentun: Prentsmiðjan Eyrún hf. -Ucíjólfur Eitt af höfuðmálum hvers hyggðarlags eru samgöngu- mál. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífæðin. Lífs og atvinnuhættir nútímaþjóðfélags krefjast þess að hver og einn geti komið og farið án teljandi óvissu um brott- för eða heimkomu. Áður fyrr þegar samgöngur í lofti voru nær eina leið- in frá og að bvggðarlaginu var óvissan um upphaf og endi ferðalagsins mest þrúgandi. Menn er þurftu að reka erindi dagstund í höfuðborginni gátu átt það á hættu að teppast svo dögum skipti. Ferðalög á eigin biium til „meginlandsins” voru miklum örðugleikum háð, og stund um næsta ómöguleg, eins og ferðum og aðstæðum á gamla Herjólfi var háttað svo að maður tali nú ekki um smá ferðalög um helgar. Með tilkomu nýja Herjólfs hefur þetta gjörbreytst. Kunningi minn sagði við mig á dögunum „Herjólfur hef- ur breytt byggðinni”. Petta eru orð að sönnu. Byggðin hefur breytst til hins betra. Óvissan og öryggisleysið er úr sögunni. Menn fara og koma samkvæmt áætlun, það er lóðið. Pýðing Herjólfs verður seint ofmetin. Peir menn sem höfðu forystu um smíði og hingaö komu þessa góða skips eiga miklar þakkir skyldar. Og til þess að undirstrika enn frekar þýðingu Herjólfs má benda á að frá áramótum til seinustu mánaðarmóta hefur skipið flutt 27 þús. farþega og liðlega 5300 bíla til og frá Eyjum. Sem sé, Herjólfur er okkar þjóðvegur. Og í hugum okkar á hann að vera það, þjóðvegur, sem opinn er alla daga ársins, og út frá því sjónarmiði á fyrst og fremst að stjórna og reka skipið. Nú veit ég að stjórn Herjólfs er mikill vandi á hönd- um varðandi rekstur skipsins. Yms vandamál koma UPP og þá sérstaklega á fjármálasviðinu. Sýna verður gætni og aðhald, en þó með þeim hætti að því hlutverki sem Herjólfi var upphaflega ætlað að leysa sitji ávallt í fyrirrúmi. Við vitum að okkar þjóðvegur, „Herjólfur” ber sig seint, en hvenær hefur til að mynda þjóðvegurinn austur fyrir Hellisheiði „borið sig” í þess orðs fyllstu merkingu, en þrátt fyrir það er veginum haldið opnum allt árið Eins verður að vera með Kerjólf, hann verður að ganga allt árið, alla daga, vera kjölfestan í samgöngumálum okkar, það sem hægt er að treysta á. Af þessu leiðir að ekki á að vera að fella niður ferðir að vetrinum. Vissulega eru færri farþegar að vetrinum. en það er ekki heila málið. Málið er, daglegar ferðir til meginlandsins. í hugum fólksins á það að vera svo, að á hverjum degi fari Herjólfur, því sé hægt að treysta. Pá er komin sú öryggiskennd sem og í raun það ferðafrelsi sem svo mjög skorti fyrrum. Björn Guðmundsson. o? 88 Ca> æðc cv; æðc cv 88 | BREIÐFJÖRÐSKRÆKJUR TIL LEIGL' i 88 gg i 12000 stk. til. | 1 TRÉSMIÐJAN i w fVJ oo « 00 95 w fVJ æcT> 88 wæææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææ ivxxx^'X’OOOO'JOOO'X’OOOOOOOOOOOOOOOO'OOOOOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOOOOOQOQOOOQOOOOOOOQOQOQOOOQOOO (TS Ou ðu ðo cTj OD ðo oo oo co oo ðo (X3 rTí (Tj <T> <Tj cT) cx> <X> <X> cxj <X> cxj oo cT) Xj cxj X) (X> <X> cX) (x> <T> cT> <X> (X) (X) <X> <X> 98 | * i æ æ æ æ æ æ æ æ æ % æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ TILKYNNING UM LÁNSVIÐSKIPTI. Minnum viðskiptavini okkar á að skv. skil- málum um lánsviðskipti, ber að greiða úttekt fyrir 15. næsta mánaðar. Að gefnu tilefni skal það ítrekað, að hafi úttekt ekki verið greidd innan tilskilins tíma eða sérstaklega um hana samið, er lokað fyrir frekari úttekt og skuldin innheimt með vöxt um. Kaupfélag Vestmannaeyja æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ Óstjórnin Svo virðist sem bæjarbúar almennt hafi ekki gert sér grein fyrir óráðsíunni í yfirstjórn bæjarmálanna, haldið þeim sæmilega borgið í höndum nú- verandi ráðamanna með hinn „sterka” meirihluta að baki. Uppljóstranir Fylkis á dög- unum hafa haft slík áhrif að með ólíkindum má telja. Hafa bæjarbúar ekki í annan tíma sýnt almennari undru.i og reiði með meðferð fjármuna bæjar- ins eins og eftir útkomu síð- asta blaðs. Sterkt aðhalr frá minnihlutanum, á að geta spar- að bæjarbúum stórar fjárfúlgur og það ér krafa bæjarbúa að snúið verði af óheillabrautin.ii. Er mjög nauðsynlegt, að bæj- arbúar snúi sér til Fylkis með hugðarefni sín, og verður þeim komið á framfæri. Það er á- byrgð, sem hvílir á sérhverjum bæjarbúa gagnvart byggðarlag- inu og réttmæt gagnrýni er nauð sjraleg. Ekkert mælir með því, að ör- fáir aðilar misnoti svo aðstöðu sína, vegna stjórnleysis, að byggðarlagið sé hvað eftir ann- að haft að skotspæni og líði fyrir á opinberum vettvangi. Pað er ekki sama hvernig f jár munum byggðarlagsins er varið. Meðan mál standa þannig, að við þurfum aðstoðar lánastofn- anna í öllum áttum til að geta rekið bæjarfélagið og komið því upp á ný, verður að hindra með öllum tiltækum ráðum, að fégráðugir og óprúttnir náung- ar, sem trúað hefur verið fyrir nokkrum völdum, um stunda- sakir, hagi sér eins og raun er á orðin. VÉLA — TENGI llfHIBl TENGIÐ ALDREI -LnL sYl Sl!yotæíJ®UB, 'Mmssœm & ©ffl my.oavik.ic.lam> ctái VESTUíGOTU 16 - SÍMAI 146Ö0 - 21480 - POS 605-TEIEX. 2057 STUUA IS O I AL

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.