Fylkir


Fylkir - 15.10.1977, Blaðsíða 4

Fylkir - 15.10.1977, Blaðsíða 4
FYLKIR Afli: Nánast enginn afli sögðu þeir á vigtunum, aðeins í spærl- ingnum og þó er eins og ha.ir. sé að „syngjast upp”. Pessir hátar lönduðu í vikunni: Óli Vestmann 27 tonn, Pristur 35, Bergur 111, Draupnir 15, Emma 11, Porbjöm II 21, Eyjaver 51. Og nú er bara einii bátur kominn á línu, Elliðaey. Það þykja nú tíðindi. Báturinn er búinn að fara 4 sjóferðir og fá 13 to'.nn af þokkalegum fiski, þorski, ýsu og löngu. Síldin: Rólega gengur í síldinni og lítið búið að salta. Gunnar Jónsson var inni í vikunni með yfir 700 tunnur af stórri og fall egri síld eftir því sem Hjörtur Hermansson í Fiskiðjunni tjáði mér. Alls mun Gunnar Jónsson vera búinn að fá um 1000 tunn- ur og er það allra besta af Eyjabátunum. Netin: Eg sé í marg umtalaðri september aflaskýrslu að í sept. í fyrra voru 5 bátar á netum, í ár enginn. Sem sé, menn hafa hreinlega gefist upp. Par var heldur ekki feitan gölt að flá. Verið er að sækja ufsa og þá helst stórufsa með það fyr- ir augum að sigla með aflann á erlendan markað, en það litla sem fékkst var einna helst milli ufsi og fyrir hann fæst jafnan lítið verð. Eftirtekjan af neta- veiðunum í fyrrahaust var því rýr, sem best sést á því að nú er enginn bátur við þessar veiðar og ekki útlit fyrir að nokkur útgerðarmaður hugsi sér til hreyfings. Annars var það svo að hér áður fyrr að það gat verið ávinningur að „siglingum” að haustinu til, þegar hægt var að fylla bátinn á fáum dög- um, aflinn var stórufsi, sem fékkst á grunnslóð með stórum rninni veiðarfærafórnum heldur en í dag. Lifur: í seinni tíð hafa verið uppi raddir um að við íslend- ingar nýttum ekki lifrina sem skyldi. Margur lifrarbroddur- inn færi fyrir lítið. Ekki verð- ur það sagt um okkur hér í Eyjum. Hér er nálega hver broddur tíndur upp. Lifrar- arsamlagið hefur lagt sig í fram króka um þetta, á þetta eink- um við um þá lifur sem fæst á botnvörpuveiðum að sumr- inu og á haustin. Me.in fá tunn- ur um borð og heilmikið stúss gert til þess að ekkert fari til spillis. Pó er það nú svo að þrátt fyrir allt er það sem kemur af lifur alltaf að minnka. Liðlega eitt þúsund tonn til septemberloka í ár, en 1366 til sama tíma í fyrra. Þarna segir aiiarýrnunin til sín. Þeir eru seigir í Lifrarsam- laginu og hafa ýmislegt á prjón unum t.d. heyrði ég að í bfgerð væri að kaupa vélar til niður- suðu á lifur og líka að setja í túpur. Pað á að sexfaldast útflutningsverðmætið á þennan hátt, eða svo skrifaði að minnsta kosti einn ritstjóri eins Reykjavíkurblaðsins í uttekt sinni á íslenskum sjávarútvegi og framtíðarmöguleikum hans. Togararnir: Vestman'uaey var inni á þriðjudag með 100 tonn af fiski, mest ufsi, eftir aðeins liðlega 5 daga útivist. Þetta eru prýðis aflabrögð. Vegna verk- falls er illt að ná sambandi við skipin á miðunum. Eru því litlar fréttir aí Sindra og Klakk. Arnar gerði þó ráð fyrir að Klakkur yrði hér til löndunar á mánudag. Frá ári til árs: f seinasta þætti var aflaskýrslan í september. Skýrslan er útaf fyrir sig mik- ill fróðleiksbrunnur og segir í raun miklu meira heldur en þar stebdur. Má í því sambandi benda á að loðnu- og spærlings aflinn er 1. okt. í ár orðinn um 115 þús. lestir, en var á sama tíma í fyrra 47 þús. lestir. Þetta segir ákveðna sögu. Þróunin virðist stefna í þá átt að svo- kölluð „skítfiskveiði” sem sum- ir kalla svo, og er ónefni, sé sí og æ að verða stærri þáttur í fiskveiðunum. S.tór ný skip eru smíðuð og hönnuð nær ein- göngu ef þá ekki alveg, til þess að stunda þessar veiðar, og eldri skip eru stækkuð og endur bætt í sama tilgangi. Um þetta er í sjálfu sér allt gott að segja. Petta léttir á sókn í þorskinn, og þeír sem vínna pennan afla' bæði á sjó og landi hafa góð- ar tekjur. En svo að maður haldi áfram að gera samanburð og velta því fyrir sér, sem í skýrshunt stendur, þá er það sláandi að ennþá minnkar botnfisk. flinn þ.e. Porskur, ýsa, ufsi og svo framvegis. f ár, það er til sept- emberloka er aflinn af botn- fiski um 31 þús. tonn, en var á sama tíma í fyrra 37 þús. lestir. Þetta er umhugsunarefni. Sér í lagi takandi tillit til þess að hér eru 6 fiskverkunarstöðv ar, fullkomnar og afkastamikl- ar, og þessi afli er einfaldlega ekki nógur til þess að þær geti haldið uppi stöðugri atvianu, svo að ég tali nú ekki um að þær beri sig, sem þær verða að gera. Einhvernvegin segir mér svo hugur að við hér í Eyj um séum að ganga inn í lægð- artímabil hvað afla snertir. Staðreyndin er sú. að aflim minnkar frá ári til árs. Hvað veldur er aftur svo önnur saga. Við því vilja margir vera með skýringar, margar og misjafn- ar. Lífsskilyrði í sjónum hafi breytst, verið sé að drepa æti og smáfisk með ótímabærum veiðum á öðrum fisktegundum s.s. spærlmgi. Lengi má um þetta fjalla, en staðreyndin stendur samt sú að við höfum ekki nógan fisk. Og hvað er þá til ráða? Fleiri togara? Má vera. Víst er að meirihluti landsbyggðarinnar treystir á útgerð togara til hráefnisöflunar. Hvort þetta er svo lausain hér í Eyjum er ekki hægt að slá föstu að sinni. LANDAKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11 fh. Messufall Sóknarprestur. Zónskolið Enn erum við komin af stað En eins og ég sagði síðast er af nógu að taka, alveg heill hellingur af nýjum skífum erlendum og innlendum. Gífurleg vakning er í jass um allan heim og við hér heima fylgumst vel með. Er hér starf- andi jassklúbbur sem hefur fengið spilara úr Reykjavík og haldið plötukvöld. Meira mættu þeir gera af því. ★ The Doobie Brothers/Living on the Fault Line. Petta er sjöunda skífa þeirra ielaga og jafnframt sú besta, mjög heilsteyptir, þétt sound, ljúfur söngur og vinna á skíf- unni eftir því mjög góð. Band sem tekur miklum framförum með hverri skífu. Góð í safnið. ★ CHICAGO/XI Chicagó flokkurinn er Banda rískur eins og nafnið gefur til kynna. Hafa þeir félagar verið iðnir við að gefa út skífur hverja annarri betri. Pú verður ekki fyrir vonbrigðum með þessa frekar en hinar fyrri. Bestu lög: Take me back to Chicagó, — Baby, what a big surprise. — Takin’ it on up^ town. ★ THIN LISSY/Bad Reputation Árið 1975 var Lissy kosin bjart- asta vonin í einu af stærsta poppblaði í heiminum, Rolling Stones, og þeir hafa svo sann- arlega staðið fyrir sínu, fyrst með plötuna „Johnny the Fox” sem er algjört meistaraverk og svo þessi, ekkert slor, pottþétt- ir að vanda. Undirritaður komst á konsert hjá þeim erlendis í- sumar, voru þeir alveg stór- kostlegir. Ef þig langar í góða rokkplötu þá verslaðu THIN LISSY. KÚTUR. 8886 88 88 88*888888 889888 86 88888886888888889888***!« 88*88******»?******» 88 * * * sk 88 88 88 88 88 88 86 86 86 86 88 88 88 88 86 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 98 88 88 EYVERJAR 86 86 86 86 86 86 86 86 86 jíe I dag er síðasti dagur til að skila tillögum til 88 88 | | trúnaðarstarfa fyrir félagið á næsta starfsári. 88 88 88 Vegna verkfalls póstmanna, skal tillögum skil- æ að til Magnúsar Jónassonar, Höfðavegi 28. STJÓRN EYVERJA. 88 88 88 88 88 88 88 88 88 86 Verslið ódýrt í Kaupfélaginu í FYRRA FENGU VIÐSKIPTAVINIR 0KKAR 17,6 MILLJ. KRÓNA VÖRUMARKAÐSAFSLÁTT.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.