Fylkir


Fylkir - 22.10.1977, Blaðsíða 3

Fylkir - 22.10.1977, Blaðsíða 3
FYLKIR TRÉSMIÐJA VALGEIRS JÖNASSONAR BYGGIR FLUGSTÖÐINA í DJÚPADAL 36 86 86 86 86 86 86 88 86 86 86 96 86 86 FRÁ BÆJARFÓGETANUM í VESTM.EYJUM Almenn afgreiðsla embættisins er lokuð vegna verkfalls B S R B Bæjarfógeti og fultrúar hans eru við á venju- legum skrifstofutíma. Sparisjóður Vestmannaeyja tekur á móti greiðsl- um gjalda á venjulegum afgreiðslutíma Spari- sjóðsins. BÆJARFÓGETINN í VESTMANNAEYJUM æ æ æ æ æ æ 30 ðö fJU W 'JU JU 'JU W 'JU 'JU 'JV 'JtS 'JLf W SJf W QP OC> OO 'JU JU 'JU <JP qo qd qo qd qd qo OD qd qd qd qd qd qd qd qd qd qo qd qd QD QD qd w t7j (X) (X> (X) (7b (7b (jquIjOo&j OoOO SLAGURINN AÐ HEFJAST f dag hefst slaguri.m hjá Tý og Þór í íslandsmóti 3. deild- ar í handknattleik (ef það verð ur flug). Það verða Njarðvík- ingar sem sækja okkur heim og vona ég að það verði erfið heimsókn, þótt gestrisnir séum. í dag er það Týr sem í eldlín. unni verður, en Þór á morg- un. Eg held að félögin eigi stór. an möguleika á því að verða í efstu sætum 3ju deildar í vetur ef dæma á eftir getu s.l. vetrar. Og suma hefur maður heyrt tala um 2. deild að ári. Þór og Týr hafa háð tvo æfingaleiki í haust og sigraði Þór í þeim báðum, en ekki er hægt að dæma um getu þeirra í þessum leikjum. Æfingaleik- irnir hefðu að mínum dómi mátt vera fleiri úr því að ekki var hægt að fá hingað lið af fastalandinu, þótt mikið hafi verið rætt um það og rey.it. Það er mín von, að liðin bæði vinni sína fyrstu leiki því það hefur ekki svo lítið að segja að sigri í byrjun, móralst séð. Og svo eru það^ jú, stigin sem ráða þegar upp er staðið. Við höfum líka verið þekktir fyrir allt annað en vettlinga- tök þegar á hólminn er kom- ið. Hvet ég svo Eyjabúa til þess að mæta í íþróttahúsið og láta vel í sér heyra. 90991. ANDLÁTSFREGNIR Arný Sigurðardóttir, Suður- garði, andaðist 15. okt. sJ. Jarð arför hennar verður gerð í dag kl. 2 frá Landakirkju. Guðrún Guðmimdsdóttir frá Uppsölum, Faxastíg 43, andað- ist 19. okt. sJ. BETEL Guðsþjónusta næstkomandi sunnudag kl. 16.30, þriðjudag og föstudag kl. 20.30. Bamaguösþjónusta á sunnu- dag kl. 13.00. Allir velkomnir. Betelsöfnuðurinn. Sigurgeir bjargar Reyni í horn. Á bæjarstjórnarfimdinum s.l. fimmtudag var fyrsta mál á dagskrá kjör forseta. Til að íorseti sé löglega kjörinn í fyrstu umferð verður hann að fá 5 atkvæði, það tókst ekki, aðei'.is fékk Reynir 4 frá kröt- um og komma. í annari umferð fékk hann 5 atkv., er Sigurgeir hljóp undir bagga. Er Reynir Guðsteinsson, skólastjóri, orð- inn forseti með tilstyrk sinna gömlu samherja. Varaforsetar voru kjörnir Sigurður Jónsson og Sigurgeir Kristjánsson. VILDU ÞEIR SKIPTA ? Um Þessar mundir heyja op- inherir starfsmenn kjarabar- áttu sína með .verkfallsvopnið í höndunum. Á fyrra ári þegar núverandi ríkisstjórn Geirs Hall grímssonar beitti sér fyrir að láta þennan gamla draum op- inberra starfsmanna rætast, var margt rætt og ritað og hefur ýmislegt af því verið ryf jað upp nú. Sitt sýnist hverjum, og mun reynslan skera úr hvort rétt var að farið og næstu daga og vikur reynast mælikvarði á það. Þegar við sjáum kennarana okkar í fremstu röð yerkfaUs- varðá, svo sem á bryggjunni á dögunum, verður manni hugsað tU starfsbræðra þeirra austan jámtjalds, sem nú í gleði sinni geta einbeitt kröftum sínum til að minnast 60 ára afmælis bylt ingarinnar, sem leiddi af sér þá blessun að hvorki verkföll né kröfugerðir em hafðar um hönd. Hvorir stéttarbræðranna ætli séu sælli með hlutskipti sín? S.l. fimmtudag hófust fram. kvæmdir í Djúpadal, í samba.idi við nýja flugtöð sem þar mun rísa. Byrjað er á uppgreftri úr hússtæðinu og jurðvegsskipt- um í afgreiðsluplani og athafna svæði verktaka. Áhaldahús bæj- arins og Vörubílastöðin annast jarðvegsvinnu í ákvæðisvinnu. Trésmiðja Valgeirs Jónasson- ar mun hafa með höndum bygg ingarframkvæmdir samkvæmt 1 útboði, þ.e. að koma húsinu undir þak. Yfirsmiður verður Hörður Þórðarson. Tilboð Tré- smiðjun'.iar í þessa tilteknu verkþætti var rúmlega 26 millj. króna, en áætlun verkfræðinga B'lugmálastj órnarinnar var um 25 milljónir. Þessum áfanga rerksins skal lokið 10. mars nk. Flugstöðvarhúsið verður tæp- ega 600 fermetrar að flatarmáli. i/eggir eru steyptir e'.i burðar- litar í þaki verða límtré. f hús- inu verður að finna alla hugs. anlega aðstöðu fyrir flugfar- þega og starfsfólk, og á við það besta sem þekkist í landinu. Áætlað er að byggingu stöðv- arinnar ljúki að fullu á næsta ári, og verði þá þar með lokið því ófremdarástandi sem ríkt hefur í þessum efnum hér á flugvelli’ium um langt árabil. Arkitekt flugstöðvarinnar er Gísli Halldórsson en verkfræði- þjónustu annast verkfræðistofa Gunnars Torfasonar. Framhaldsframkvæmdir við flugturnin'-i eru einnig í fullum gangi. LANDAKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11 fh. Messufall Sóknarprestur. OQ ðb ðQ OQ OQ oK ðQ ðfS OtS OD ÖQ OÖ OQ OO OÖ ðö ðO ÖQ ðö ðO ðQ /Tt ÖTS fTi /T> <T>(X) fTí iT> fTt fTí fTt fTt fTi fTS fT\ «1 fTt fTí fT\ /TTá 96 96 96 88 86 86 86 88 SÍMNOTENDUR VESTMANNAEYJUM Vakin er athygli á því, að símnotendur geta nú, eins og endranær, greitt þá símareikninga sína, sem sendir eru út með gíróseðlum, í Útvegsbanka íslands, Vestm.eyjum og Spari- sjóði Vestmannaeyja. Ertu ad byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa I huga er að tryggja sér gott timbur. 1 meir en 70 ár höfum við verslaö með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olfusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress f útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmfði. Efni f glugga og sólbekki. Ondufine þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma f ýmiss konar mannvirki. Timburverzlunin Yölundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.