Fylkir


Fylkir - 05.11.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 05.11.1977, Blaðsíða 1
Innilegt þakklæti færi ég þeim fjölmörgu, sem heiðruðu mig á 85 ára afmæli mínu þann 23. okt. með heimsóknum, gjöfum, hlýjum orðum og kveðj- um, sem gerðu mér þennan dag ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Steinn Ingvarsson. 29. árg. Vestm.eyjum 5. nóv 1977 er 1977 18. tbl. — Minning — Gísli Jónsson, skjpstjóri og útvegsbóndi frá Arnarhóli. Fæddur 23. janúar 1883 - Dáinn 26. október 1977. f dag fer fram frá Landa- kirkju útför Gísla Jóvissonar, skipstjóra og útgerðarmanns fra Arnarhóli. Hann lést á Sjukrahúsi Vestmannaeyja 26. október sJ. eftir stutta veru þar. Gísli var orðinn háaldraður maður, var á nítugasta og fimmta aldursári, er hann a-nd- aðist. Hann átti því að baki langt og viðburðaríkt æviskeið. GísU var fæddur að Arnarhóli í V-Landeyjum. Móðir hans hét Sólveig Gísladóttir, ættuð frá V-Eyjafjöllum, Rangárvalla- sýslu. Sólveig lést hér í Eyjum, þá • á níræðisaldri. Faðir Gísla var Jón Brands. son, bóndi í Fíflholti V-Land- eyjum. Jón Brandsson var tví- kvæntur og átti samtals sjö barnsmæður og með þeim 31 barn. Gísli átti því 30 hálf. systkini. Hann ólst upp með móður sinni og átti heimili á mörgum bæjum í V-Landeyjum í uppvexti sí.ium. Hann varð snemma að fara að taka til hendi eins og þá tíðkaðist og átti hann margar minningar frá uppvaxtarárunum. 10 ára gamall lenti Gísli í mikilli lífs- reynslu og kom þá þegar fram, það sem hani átti í svo ríkum mæli, alla sína löngu ævitíð, en það var eftirtektar og útsjónar- semi og að verða fljótur til að taka réttar ákvarðanir. Hann var sendur "með hest frá heim. ili sínu, sem þá var Sigluvík í V-Landeyjum, fram í Sand, til að sækja fisk, sem sjóme'.in höfðu ekki komist með, með sér heim úr róðri. Honum gekk vel að koma fiskinum á klakkana og að komast á bak klárnum. En veðrið hafði versnað og nú var komin blind bylur. Heim úr Sandinum var yfir Gliána að fara og var húa nokkuð vatns- mikil, en þó sæmileg, ef far- in var rétt leið. Gísli lagði ó. trauður á stað heim og hugð- ist taka rétta stefnu, en hest- urinn vildi fara í aðra átt, en Iét þó að stjórn. En brátt tek- ur drengurin.i eftir því, að vatn ið á Gljánni er orðið dýpra á hestinum, en það var, þegar Gísli 89 ára. Myndin tekin 1972 þeir fóru fram í Sandinn. Hon. um flaug þá strax í hug, að hann færi ekki rétta leið, slak- aði því á taumhaldinu og lét hestinn ráða ferðinni. Hestur- inn sneri strax við og hélt stöð- ugt áfram og stoppaði ekki fyrr en þeir voru komnir heim. Þá voru heimamenn að leggja á stað að leita hans. Gísli byrjaði að róa frá Lavad- eyjasandi, strax éftir fermingu. Hingað til Eyja kom hann fyrst á vetrarvertíð, þegar hann var á tuttugasta árinu. Gísli réri sína fyrstu vetrar- vertíð hér hjá Ástgeiri Guð- mundssyni í Litlabæ og hét bát ur hans Herjólfur. Eftir það var ha-in hér á hverri vetrarvertíð. Vertíðina 1907 var Gísli hjá Magnúsi Þórðarsyni frá SjóUst og var hann „mótoristi" á þein^ bát. Sá bátur hét Fálki VE 105,' tæpar 10 smálestir að stærð með 10 hestafla Hoffmanns-vél. Bát- urinn var nýr, smíðaður í Nair- egi og þá einn stærsti báturmn hér í höfn. Þess má geta, að hásetar á bátnum þessa vertíð voru þeir sóma bræður, sem síðar urðu svo kunnir borg- arar hér, þeir Þórður á Bergi og Guðmundur á Háeyri og mun það hafa verið fyrsta ver- tíð Guðmnndar hér i Ey.jum. Um vorið fór Gísli austur til Borgarfjarðar og þar byrjaði hann fomemsku á bát. Það atvikaðist svo, að formaðurinn á árabátnum, sem Gisli réri á, veiktist um sumarið og var Gísli þá beðinn að fara með bátinn. Honum faraaðist formennskan vel og var hann svo eftir þetta formaður, að sumrinu til, í 3 vertíðir á opnum bát frá Borg- arfirði Eystra. Einn af þeim bátum, sem bætt ust í bátaflotann hér vertíðina 1909 var Mb. Víkingur VE 133. Eigendur hans voru 7. Einn af þeim var Gísli, sem þá er talinn til heímilis að Hlíðarenda, sem nú er skráð Skólavegur 3. Premur árum síðar tók Gísli við formennsku á Víkingi og var það upphafið að hans langa og farsæla skipstjórastarfi, sem varaði í 30 ár. Gísla hlekktist aldrei á og hjá honum urðu ekki slys á mönnum eða skipi. Hann hafði árum saman sömu skipverjana og suma allt að 20 vertíðir. Gísli átti í útgerð til ársins 1953 eða- í nær 45 ár. Eftir að hann hætti sjómennsku, vann hann við ýmis störf í landi, m.a. hjá Vestmannaeyjabæ í mörg ár. Gísli kvæntist unnustu sinni, Guðnýju Einarsdóttur frá Aiia- arhóli í V-Landeyjum árið 1910. Þau stofnuðu heimili og byrj. uðu búskap að Hlíðarenda við Skólaveg 3. Tæpum þremur ár- um síðar fluttu þau í nýtt hús, sem þau höfðu byggt sér. Það hús nefndu þau Arnarhól, eftir fæðingarbæ þeirra beggja, en þau voru bæði fædd að Arnar- hóli í V-Landeyjum og meira að segja í sama rúminu. Á Arn. arhóli bjuggu þau Guðný og Gísli allan sinn búskap eða þar til að Guðný andaðist árð 1956. Guðný var vel gefin sóma kona. Hún var efci af stofnend- um Betel-safnaðarins hér árið 1926 og starfaði þar af heilum hug, allt til hinstu stundar. Þau Gísli og Guðný eignuðust 6 börn og eru þau öll nema eitt á lífi. Þaii eru: Guðný Svava, gift Óskari Ein- arssyai, lögregluþjóni. Salóme, ekkja Vigfúsar Jónssonar, vél- smíðameistara. óskar Magnús, skipstjóri, Kvæntur Jónínu Þorsteinsdóttur. Eyberg Haf- stein, lést á fyrsta ári. Einar Jóhann, safnaðarstjóri, tví- kvæatur. Fyrri koná Guðný Sig- mundsdóttir lést af barnsför. um. Síðari kona, Sigurlína Jó- hannsdóttir. Og yngst barna Gísla er Kristín Þyrí, gift Har- aldi Steingrímssyni, rafvirkja- meistara. Afkomendur þeirra Guðnýj. ar og Gísla eru nú orðnir 48, 6 börn, 20 barnabörn og 22 barnabarnabörn. Eitt af sínum dótturbörnum, Guðnýju Óskars dóttur ólu þau upp þar til hún var uppkomin. Eftir að Gísli missti Guðnýju konu sína, seldi hann Einari syni sínum hús sitt Arnarhól og var til heimilis hjá honum, fyrst undir handleiðslu Guðnýj- ar, fyrri konu Einars og svo Sigurlínar, síðari tengdadóttur- innar. Gísli hafði mikið dálæti á báðum þessum tengdadætrum sínum og var þeim mjög þakk- látur fyrir það sem þær gerðu fyrir hann. Þegar Einar Gisla- som fluttist til Reykjavíku ár- ið 1970 og gerðist þar safnað- arstjóri fyrir Hvítasunnusöfn- uðinn þar, flutti Gísli frá Arn- arhóli til Salóme dóttur sinnar og manns hemiar- Vigfúsar, en með þeim Gísla og Vigfúsi var innileg vinátta. Þar leið honum vel, en því miður naut hann skammt hins góða félagsskap- ar tengdasonar síns, því Vig- fús andaðist aðeins nokkrum mánuðum síðar, af öllum álit- ið langt um aldur fram, sárt saknað af ' öllum, sem hann þekktu. Og árin líða hvert af öðru. Gísli er heilsuhraustur, léttur á fæti og léttur í lund, upplits- djarfur og getur ávallt horfst í augu við hvern sem er. Gam- ansamur og glaður og getur jafnvel tekið þátt í leikjum unglinga og barna, ef svo ber til. Og áfram líður tíminn. Ára- mótin 1972 og '73 eru að baki og Gísli nálgast níræðisafmæli sitt. Salóme dóttir hans býr sig und ir að geta gert honum glaða'.a dag og tekið á móti ættingjum og vinum, þar á meðal gömlum nágrönnum á afmælisdegi hans 23. janúar 1973. Og allt er til reiðu kvöldið fyrir afmælisdaginn. En það er skammt liðið á Liótt, þegar allir vakna við að mikil tíðindi eru að gerast. Eldgos hefur brotist út á Heimaey. Hér skal engan afmælisfagnað halda í þetta sinn, heldur hraða sér burt frá öllu sínu og náttúru- hamförunum. Þau Gísli og Sal óme yfirgefa heimili sitt og halda til Reykjavíkur. Þar er tekið á móti þeim af Þyrí, dótt. ir Gísla og Haraldi tengdasy.i- inum og hjá þeim dvaldi Gísli svo um það bil hálft þriðja ár. Þar var vel um hann hugsað og þar leið honum eftir atvikum vel, en heilsu Gísla fór þí að hraka og hann varð að dvelja á spítala nokkrum sinnum í leigri eða skemmri tíma. Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.