Fylkir


Fylkir - 12.11.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 12.11.1977, Blaðsíða 2
nrucm Ritstj. og ábm.: Björn Guðmundsson. Pósthólf 116. — Vm. Aígr. og augl.: Simar: 1344 og 1129. Utgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Prentun: Prentsmiðjan Eyrún hf. í minningú Alvinnumálin Mikið hefur verið skrifað og margt sagt um atvinnu- mál þessa byggðarlags. Er allt gott um það að segja. Atvinnumálin þurfa alltaf að vera á dagskrá og í brenni- depli. í umræðunni um atvinnumálin hefur margt komið fram sem áhugavert er og bent á ýmislegt sem huga beri að. Þar á meðal það hve atvinnulíf er hér einhæft, allt fellur og stendur með því sem úr sjónum fæst. Vissu- lega er það svo og mun verða um ófyrirsjáanlega fram- tíð að sjávarútvegur og fiskiðnaður verður hér aðalat- vinnuvegurinn. Fram hjá því verður ekki gengið. Bæjar- yfirvöld og fólkið verður að lifa samkvæmt því. Stefnan hlýtur að verða og vera, að hlúa að og efla þessar höfuð- greinar atvinnulífsins. Prátt fyrir þessa staðreynd er rétt að gera sér grein fyrir því að æskilegt og nauðsyn- legt er að skapa meiri breidd í atvinnulífið. Bæði er að ekki geta allir né vilja stundað þær aðalatvinnugreinar sem fyrr eru nefndar. svo og hitt að eigi bæjarfélagið að þröast eðlilega verða að vera fleiri atvinnutækifæri en á eínu eða tveim sviðum. Staðhættir gera það að verkum að ekki er í margt að hlaupa til þess að gera atvinnulífið fjölbreyttara. Við bú- um á eyju, landrými er nær ekkert, aðdrættir til og frá dýrir og fleira mætti tilnefna er skapa mikla örðugleika Einna helst virðist vænlegast að halla sér að einhvers- konar iðnaði tengdum sjávarútvegi. Par kæmi sjálfsagt margt til. Mætti tilnefna skipabyggingar og viðhald skipa. Ekki er vafi á að á því sviði eru miklir möguleikar. Þar af leiðir að skip'alyftumálið er mjög aðkallandi. Það þarf að koma meiri hreyfing á það mál. Það er vont til þess að hugsa að stór hluti af viðhaldi skipaflotans verður að sækja í önnur byggðarlög, svo að það eitt sé nefnt. Iðnaður í sambandi við gerð og uppsetningu veiðar- færa er líka mjög til athugunar. Svo er að sjálfsögðu þeir möguleikar sem fyrir hendi eru í sambandi við sjávaraflann, niðurlagning, niðursuða og þessháttar. Atvinna er nóg í'dag, en þrátt fyrir það held ég að það sé nauðsynlegt. að gera sér grein fyrir að í sambandi við atvinnumálin verða menn að vera vel á verði. Björn Guðmundsson. SÍMNOTENDUR VESTMANNAEYJUM Vegna útkomu nýrrar símaskrár (landsíma- skrár) eru allir þeir, sem einhverju vilja breyta eða bæta við frá því sem er í síðustu símaskrá (frá 1977) beðnir að tilkynna það Pósti og síma, Vestmannaeyjum fyrir 18. növember nk. Best er að tilkynningar berist bréflega og má í því sambandi nota eyðublað fyrir pöntun á talsíma á blaðsíðu 351 í síðustu símaskrá. Einnig má hringja í eftirtalin símanúmer: 1003, 1005, 1006 og 1000. Póstur og sími' Vestmannaeyjum Astu Arsslsdóttur frá Fögrubrekku Einn af hornsteinum hvers þjóðfélags era heimilin. Gildi heimilanna markast af ríkjandi aada þar og getur haft úrslita áhrif á lífsviðhorf og gæfu barn anna, er þess njóta. Fyrir Vestmannaeyinga var Fögjrubrekkuheimilið, þeirra samstilltu sæmdarhjóna, Lauf- eyjar Sigurðardóttur og Ársæls Sveinssonar, með sinn stóra barnahóp, en þau eignuðust 9 börn, til mikillar fyrirmyndar og eftirbreytni. Yfir vötnunum svifu fornar dyggðir, er voru í heiðri hafð- ar. Jafnframt því, að fylgst var með tímanum og umsvif Ársæls í verklegum athöfnum, einkum við sjávarsíðuna og þátttaka á félagsmálasviðinu, mörkuðu farsæl og djúp spor í byggðar. laginu. Á Fögrubrekkuheimilið komu ár eftir ár tugir vertíðarfólks og fengu þá aðhlynni'igu og skjól, sem það segist eiga hvað best í minningum sínum, er þess urðu aðnjótandi. Með mildi og reisn stjórnaði Laufey sínu stóra heimili, en Ársæll dróg mikla björg í bú, enda maður- inn með ólíkindum dugmikill og heppinn með þau mörgu verk, er hann tók sér fyrir hend ur um dagana. Guðrún Ásta, eitt Fögru- brekkusystkinanna, er kvödd frá Landakirkju í dag, en Ásta eins og hún var jafnan kölluð lést langt um aldur fram 2. nóvember s.l. aðeins 47 ára að aldri. Ásta var gædd því besta í fari sinna ættmenna og vakti hvarvetna athygli fyrir fágaða framkomu og ljúfa. Frá ung- dómsárunum og lengst af tók hún virkan þátt í störfunum mörgu á æskuheimilinu við hlið móður simiar og systkina, sömu leiðis í fyrirtækjum þeirra og drðg hvergi af sér, til að gera hlut fjölskyldunnar sem mest- an. Hún var alla tíð mjög sam. rýmd ættfólki sínu, og var tryggðin í blóð borin, ávallt til- búin að rétta hjálparhönd og það kom í hennar hlut að verða stoð og stytta foreldra sLina eftir að systkinin fluttu burtu og stofnuðu' heimili. Til eftirbreytni, sem ekki gleymist var Ásta, er hún sá um heimili foreldra sinna, þeg- ar kraftar þeirra þverruðu, síð ast með föður sinn einan í nokkur ár, eftir að móðir henn- ar féll frá. Ásta tók virkan þátt í störf- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var þar sem annarsstaðar góð- ur' liðsmaður sem alltaf mátti treysta. Það var ástvinum Ástu og vinarf jöld , mikið áfall, er það spurðist fyrir nokkrum vikum hve alvarlegur sjúkdómur henn ar væri og sýnt var að hverju dróg. 1 Hún hafði alltaf verið auga- steinn fjölskyldu sinnar og því mikið skarð fyrir skildi, er hún í blóma lífsins er öll. E.n sárastur er harmur henn ar ágæta eiginmanns, Ágústar Helgasonar frá Birtingarholti, af merkum ættum Árnesinga, en hann er okkur að góðu kunn ur, sem forstjóri Mjólkursam- sölunnar hér um árabil. Samvistir Ástu og Ágústar voru stuttar, en ástríkar og þeim til gag'.ikvæmrar ham- ingju. Þau giftu sig 1971 og höfðu búið sér fagurt heimili að Þorfinnsgötu 6 í Reykjavík. Við biðjum Alföður að styrkja Ágúst, systkini Ástu og fjöl- skyldur þeirra við ástvinamiss- int. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa. Jóhann Friðfinnsson « M ÍSFELAG ^m Vestmannaeyja hf. AÐALFUNDUR Aðalfundur ísfélags Vestmannaeyja h.f. er halda átti 19 nóv n.k-, er frestað til fimmtu- dagsins 29. desember n.k. Nánar auglýst síðar. Stjórnin

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.