Fylkir


Fylkir - 12.11.1977, Blaðsíða 4

Fylkir - 12.11.1977, Blaðsíða 4
FYLKIR Friðarhafnarbryggjan: Pað er sannarlega gaman að koma nið ur að sjó, á Friðarhafnarbryggj- una og mikill munur frá því sem áður var. Búið að malbika allan bryggjukant- inn norðan Vfnnslustöðvarinn- ar og kringum Vigtarhúsið. Austurendi bryggjunnar er að vísu eftir, en vonandi verður ekki bið á því að þessi hluti hryggjunnar verði „tekin í gegn” og öll bryggjan senn malbikuð. Það hefur dregist um of að gera þessu mikla athafnasvæði við höfnina skil. Ber því að fagna því, að þetta svæði skuli nú loks vera komið í það á- stand að sæmandi sé að vinna þar að matvælaframleiðslu. Nýtt skip: í flota Eyjamanna hefúr bætst nýtt og glæsilegt skip. Fiskimjölsverksmiðjan hf. hefur fest kaup á einu glæsi- legasta og nýtískulegasta skipi íslenska flotans, þar sem er Guðmundur Jónsson GK 475. Skipið er búið að vera á veið- uíjn í rúmlega ár, var smíðað í Slippstöðinni á Akureyri og af- hent fyrrverandi eigendum, Rafn hf., í Sandgerði um mitt s.l. ár Skipið er 491 smálest að stærð, með 1740 Alpha-vél og búið öllum hugsanlegum siglingar- og fiskileitartækjum og gert fyrir tog- og nótaveiðar. Smíði þessa skips vakti á sínum tíma nokkra athygli og erlend fiskveiðitímarit töldu það eitthvert fullkomnasta fisk- veiðiskip er til þess tíma hafði verið smíðað. Fylkir óskar hin- um nýju eigendum, Fiskimjöls- verksmiðjunni, til hamingju með hinn glæsilega farkost. Síldarsöltun: Svo sem fyrr hef- ur verið getið í þessum þáttum er síld söltuð á fjórum stöðum hér í Eyjum, Hraðfrystistöð- inni, ísfélaginu, Vinnslustöð- iini og Fiskiðjunni. Að undan- förnu hefur verið nóg um að vera í síldarsöltuninni. Mikið af síld hefur borist að, og segja má helst til mikið í einu. Hef- ur því verið erfitt að koma öllu í lóg á tilsettum tíma. Nokk uð af þeirri síld sem að hefur borist hefur farið í frost, en meginhluti þó farið í salt. S.l. miðvikudag var bú’ð að salta í 17700 tunnur og skipt- ist á söltunarstöðvarnar sem hér segir: Hraðfrystistöðin 5500 t Fiskiðjan 5100 t Viniislustöðin 3900 t ísfélagið 3400 t Saltað var af miklum ’-rafti á öllum stöðum núna um helg ina, svo að ofangreindar tölur eru sjálfsagt allt aðrar í dag. Ef mig misminnir ekki þá var heildarsöltunin hér í fyrra um 20 þús tunnur. Netin: Einhver hreyfing er að komast á netaveiðarnar. Ég hefi fyrir satt, að eftirtaldir bátar munu verða „á netum” í haust: Þórunn Sveinsdóttir, Andvari, Glófaxi, Ölduljón, Eyjaver og Árni í Görðum. Einhverjir bess- ara báta eru þegar byrjaðir, en aðrir fara á stað mjög bráð- lega. Talið er að flestir þess- ara báta muni „sigla” með afl- ann. Línan: Gamla góða „línan” er aftur að komast til vegs og virðingar. Það má marka af því að Elliðaey er búin að vera við línuveiðar í einn mánuð og aflinn orðinn 100 tonn, róðrarn- ir eru um 20, svo að meðalafl- inn í róðri er um 5 tonn. Það er nú vel bærilegt. Tveir aðrir bátar eru á línu Sif og Öðl- ingur. Þeir hafa einnig fiskað vel, til dæmis fékk Öðlingur um 12 tonn á miðvikudaginn. Línuaflinn er að verulegu leyti keila og langa. Veður og afli: Veðrið getur nú varla verið betra, sólfar og logn flesta dagana. Mikil blessuð blíða. Það snýst nú allt um síldina þessa haustdaga, en þrátt fyrir það má nú ekki gleyma hefðbund'nu veiðunum, botnvörpunni. Verst er að það er svo lítið af þeim að segja. Líklega innan við 10 bátar á trolli og afli mjög tregur. Þegar ég var á „vigtunum” sögðu þeir mér að Sæþór Árni hefði land að 10 tonnum um seinustu helgi og Sigurbára hefði komið með um 30 tonn í byrjun vikunnar. Af spærlingsveiðunum er það að segja að þar hefur verið heldur dauft yfir. Sjö bátar eru á þessum veiðum. Best hef- ur verið hjá Berg, en Bjarnar- ey var einnig með góðan túr í vikunni. Togararnir: Sindri var inni á mánudaginn með 80 tonn. Þetta var erfiður túr hjá þeim á Sindra, afli tregur og það sem verra var hluti af aflanum reyndist skemmt og var keyrt í gúanó. Vestmannaey er að fiska „í siglingu”, en gengur frekar illa að því er seinustu fréttir herma. Klakkur kemur inn á mánudag, um afla vissi ég ekki. Frá höfninn1: Lagarfoss var hér á miðvikudag og setti í land 8 þús. síldartunnur. Stuðlafoss var hér um seinustu helgi og lestaði freðfisk til Rússlands. Loðnan: Guðjón skipstjóri á Gullberginu var hér í bænum í vikunni. Hafði han'i þær fréttir að segja mér af loðnumiðunum fyrir norðan, að þar hefði eng- in veiði verið að undanförnu, bæði væri að veður hefði verið óhagstætt svo og að loðnan hefði dreift sér og væri þar af leiðandi ekki veiða íleg. Á vest- ursvæðinu út og norður af Vest fjörðum væri allt fullt af ís. Eyjabátarnir hafa því engu bætt við sig að undanförnu, en eins og ég sagði frá síðast er Gullberg hæst með liðlega 10 þús. tonn. Síldveiðin: Skorið var á rek- netarana á fimmtudagi'an þann j.0. þ.m. Búrur með skammtmn 10 þús. tonn. Af þeim fimm oar um er héðan voru á reknetum mun Dala-Rifn vera hæstur. Hinsvegar hefi ég ekki getað orðið mér út um aflatölur, þar sem bátamir hafa lagt upp bæði á Hornarfirði og hér og því dálítið óhægt um vik. Nóta bátarnir, Andvari, Eyjaver, Gunnar Jónsson, Suðurey, Heimaey, Glófaxi, Þorbjöm II, eru allir b\!nir að fiska NOTUÐ BORÐSTOFUHÚSGÖGN Notuð borðstofuhúsgögn óskast. Upplýsingar í sím- um 2477 og 2092. Junion Chamher Vestmannaeyjum. V J FASTEIGNA* MARKAÐURINN Nýr sölulisti vikulega. Skrlfitofs Vm.: Birnc. t, t. hmS VlðUUtlml: UJ0—19, mUMkud. _fðatndaf*. Slmt 1M7. Skrlfitofi Rtik: GuOutneti 11. VlðUUtiml: Mánnd«t» Of triSja- dtp. — Siml ÍMU. JÚN HJALTASON, hrl. „skammtinn”, 200 tonn. Bylgja, Stígandi og Sæfari munu eiga lítilsháttar eftir en verða að öllum líkindum búnir að fylla sinn kvóta, þegar þetta kemur íyrir augu lesenda. Ég hitti Erling Pétursson á Eyjaver aðeins að máli í fyrra- dag. Hann var þá nýkominn að landi með ágætis síldarafla á báti sínum, Eyjaver. Sagði Erlingur mikla síld á ferðinni á miðunum austur með landi, góð og falleg síld austur „á milli Horna” en aftur smærn og lélegri í Meðallandsbugt. Eigendaskipti: Sigurfari Ve 138 hefur skipt um eiganda. Sigurð ur Kristinsson er átt hefur bátinn undanfarin 3 ár hefur nú selt hann Kjartani ívarssyni. Hinn nýi eigandi hefur gefið bátnum nýtt nafn og heitií hann nú Faldur. Utvegsbændafélagið: Á morg- un kl. 2 e.h. hefur Útvegsbænda félagið boðað til fundar með meðlimum sínum. Er fundur- inn í Félagsheimilinu við Heið- arveg. Stjómin óskar þess að félagar fjölmenni, svo fremi að þeir geti komið því við. Bj. Guðm. Zónskotið Nú er jólatraffíkin að hefj- ast í íslenskum hljómskífúm og ætlar húa að verða engu minni enn í fyrra. Þá komu út um 40 skífur. Hæst ber nýja plat. an frá Bókaútgáfunni Iðunni, „Út um grænar grundir”, þar hafa Gunnar Þórðarson, Björg- vin Halldórsson og Tómas Tóm assoi allan veg og vanda af henni eins og þeirri síðustu, „Einu sinni var” e'n hún seldist í rúmlega 15 þús. eintökum, sem er íslandsmet. Næst er það svo skífan með þeim í „Mannakorn”, Pálma Gun'iarssyni og félögum. Ber hún heitir „f gegnum tíðina”. Eru lög og textar eftir Magnús Eiríksson nema Ræfilskvæði sem er eftir Stein Steinarr. Er allur flutningur til fyrir- myndar eins og við mátti bú- ast. Góð skífa. Og enn, Dúmbó og Steini eru komnir af stað á nýrri skífu. Þar taka þeir til við gömlu lög in. Þetta er skífa sem geng- ur í hvaða Diskóteki sem er. Jóhann G Jóhannsson á tvö lög og texta, eru það lögin Hljóm- sveitin og Graumbær. Kemst hljómsveitin ágætlega frá þessu. KÚTUR Verslið ódýrt í Kaupfélaginu í FYRRA FENGU VIÐSKIPTAVINIR OKKAR 17,6 MILLJ. KRÓNA VÖRUMARKAÐSAFSLÁTT.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.