Fylkir


Fylkir - 22.11.1977, Qupperneq 1

Fylkir - 22.11.1977, Qupperneq 1
29. árg. Vestmannaeyjum 22. nóv. 1977 20. tbl. Svona fer þegar kerfið hunds ar hagsmuni almennings Harðduglegt lið frá Val- geir Jónassyni hefur nú tek- ið til við framkvæmdirnar við flugstöðina. 30 ára draumur er nú að verða að veruleika og fög.ium við því öll. Aðstaðan við flugvöll okkar hefur verið með slíkum endemum, að ekki þarf að eyða því frekari orðum, svo oft hefur það verið gert á þessum vettvangi og hinir fjöl- mörgu sem átt hafa ótal leiðir þarna um á síðustu áratugum eru dómbærir á ástandið. Ekki get ég látið hjá líða í framhaldi af mótmælum mín- tim í byggingarnefnd og bæj- arstjórn fyrir staðsetningu flug stöðvarinnar að bæta aðefns við til að sýna bæjarbúum, hvern- ig farið er með almanna fé að þarflausu. Áður hefur komið fram, hversu mikið hagræði, það væri fyrir bæjarbúa, að flugstöðin hefði fengið að vera norður frá næst bænum, eins og á- kveðið var 1975, þar voru flest- ar lagnir tiltækar og vegagerð- arkostnaður í lágmarki. Pá þykir mér rétt að birta bréf til flugmálayfirvalda, sem sýnir að það var ekkert einka- mál mitt að reyna að koma í veg fyrir þau óþarfa mistök sem hér hafa orðið, til að þjóna duttlungum embættismannakerf isins. Hr. deildarstjóri flugvalladeildar, Hrafn Jóhannsson, Flugmálastjórn, Reykjavík. Tilefni þessa bréfs er aö undirritaÖir hafa fengiÖ þær fregnir aÖ^til standi aÖ hefja byggingu flugstöövar- byggingar á Vestmannaeyjaflugvelli. Okkur skilst aÖ þessi bygging ei§i aö standa í kvosinni fyrir norÖan núverandi farþegaskyli á flugvellinum. Þér er minnisstæö ferÖ okkar til Vestmannaeyja til viöræöna viÖ bæjarstjórn um mögulega breytingu á A-V flugbrautinni. ViÖ getum ekki annaö séÖ, aö ef úr verÖur aö byggja flug- stöövarbygginguna k ofangreindum staö, þá sé úr sögunni möguleg breyting á A-V flugbrautinni. Þér er kunnugt um áhuga okkar á aÖ þessi breyting gæti oröiö aÖ veruleika, þar sem viö teljum aö flugbrautin yröi betri til lendingar og flugtaks, þar aÖ auki yröi næturlending auÖveld til vesturs, sem er óframkvæmanleg á núverandi flugbraut. Meö þessu bréfi viljum viÖ vekja' athygli stofnunarinnar á þeim mögulega skaöa sem yrÖi um ókomna framtíö, ef ekki verÖur haldiÖ opnum þeim möguleika á aö snúa A-V flugbraut frá Sæfellinu. Samrit: Bæjarstjórn Vestmannaeyja UmboÖsmaÖur FÍ - VEY Jóhannes Einarsson REK Einar Helgason REK Þjálfunarflugmenn F-27 FLUGFÉLAG ÍSLANDS H/F Kerfið hlustaði ekki á rök flugstjóranna, sem hafa ára- tuga reynslu í starfi og þekkja best aðstæður okkar. Því var þessu bréfi stungið undir stól og hefur mér vitan- lega aldrei verið svarað. Nú er komið fram í vegagerð- aráætlun, að miðað við núgild- andi verðlag kostar fyrirhug- aður vegur frá IJalaveginum yfir strynturnar og austur í Djúpa- dal tæpar 30 milljónir króna sbr. bls. 47 í framkvæmda og byggðaáætlun Vestm.eyja 1977 — 1986, Þessi ágæta mynd Sigurgeirs Jónassonar sýnir glöggt hve staðurinn norður frá hefði verið ákjósanlegur fyrir flugstöðina, enda staðsetning flugturnsins greinlega í samræmi við ákvörðun flugmálayfirvalda frá 1975. Fremst á myndinni sést umdeilda vegasvæðið í Djúpa- dalinn, 30 milljónir takk. Þessu svara embættismenn- irnir, allt í lagi, það er ríkið sem borgar þetta. Svona er því miður hugsunarhátturi'.in. Embættismannakerfið virðist svo slitið úr tengslum við fólk- ið í landinu, að hægt sé að bjóða upp á hvað sem er, því miður er það svo að æðstu embættismenn ríkisins eru skip aðir eða æfiráðnir, svo varla er hugsanlegt að hrófla við þeim, árangurinn er eftir því, þeir verða svo heimaríkir að þeim finnst þeim líðist allt. Og fróðlegt verður að fylgj- ast með því, hver verður gerð- ur ábyrgur fyrir þeim furðu. lega klaufahætti, að ekki verð- ur mögulegt að sjá frá flug- turninum, sem virðist staðsett- ur með hliðsjón af því, að flugstöðin væri byggð norður frá, og inn á svæðið í Djúpa- dal. Sem sagt, frá flugturni'.ium að sjá „gleypir” jörðin og landslagið flugvélarnar þegar þær eiga upp undir 100 metra eftir að flugstöðin'.ii. Þessi mynd Sigurgeirs er tekin frá flugturninum í átt að flugstöðvarbyggingunni. Engin getur af henni séð hvað er bak við holt og hæðir og engir möguleikar fyrir flug- stjórnarmenn að fylgjast með því frá vinnustað sínum með berum augum, sem fram fer á flugstöðvarsvæðinu, hvað þá að líta eftir þeim geysilegu verðmætum, sem í framtíðinni verða oft og tíðum á þessum stað. Sjálfsagt verður farið fram á við náttúruverndarnefnd að fá að ryðja klettunum vestan Djúpadals í burtu, frekar en byggja ofan á flugturninn, þar sem hann er. Við bíðum og sjá- um til. Það hefur verið giskað á að flutningur flugstöðvarinnar frá upphaflegum stað norður frá og austur í Djúpadal muni gera framkvæmdirnar milljónatug- um dýrari og þær upplýsingar sem nú liggja fyrir um vega- gerðarkostnaðinn staðfesta það fullkomlega. Pað er ekki að ófyrirsynjuðu, sem ungir Sjálfstæðismenn hafa gert að kjörorði sínu: Bik'.iið burt. Það er ekki seinna vænna að unga fólkið rísi upp gegn óstjórninni, sem því miður blas ir allt of víða við. — Jóh. Friðf.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.