Fylkir


Fylkir - 26.11.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 26.11.1977, Blaðsíða 1
29. árg. Vestmannaeyjum, 26. nóvember 1977 21. tbl Sigurður Scheving skrifstofustjóri Kveðjuorð Sigurður Scheving lést að heim ili sinu hian 10. þ.m. Hann var fæddur í Vestmahna eyjum 9. apríl 1910, sonur hpónanna Sveins Scheving og Mfltum jflonríflfliidfl svoroft Að undanförnu hefur eúri af okkar ágœtu bæjarfulltrúum, og sem jafnframt er byggingar- nefndarmaður, gagnrynt opin- berlega staðsetningu flugstöðv- arinnar 'nýju, sem verið er að reisa í Djúpadal, og starfs- hætti þeirra manna sem þar hafa einkum komið við sögu. Þetta hefur gerst æ ofanf æ, og ekkert lát er á þótt nú séu framkvæmdir hafnar fyrir löngu, flestum bæjarbúum (öörum am.k.) til óblandinnar gleði. Ekki má spilla fyrir Ég tel mig eiga töluverðan þátt í því, hvax flugstöðinni var endanlega valinn . staður. Samt hef ég ekki fram að þessu séð astæðu til að svara þessari gagnryni, því lauðvitað eiga menn rétt á að hafa sína skoð. un á málum og að birta hana almenningi. En nú er svo kom- ið, að mér finnst gagnrýmn komin á stig sem gæti orðið hættulegt þeim framkvæmdum, sem nú fara fram við Vest- mannaeyjaflugvöll, með því að gefa bæjarbúum almennt og bæjaryfirvöldum og öðrum ráðamönnum, sem sækja þarf til ýmsa vandfengna hluti, brenglaða hugmy.id um það sem þarna er að gerast; hugmynd, sem væri ef til vill til þess fallin að svipta þessar kær- komnu og nauðsynlegu fram- kvæmdir þeim fyrirgreiðsluvilja ráðamanna þjóðarinnar, sem nú virðist vera fyrir hendi. Allir vildu vel Staðsetniag flugstöðvarinnar í Djúpadal er ekki augnabliks. ákvörðun. Hún er gerð að vel athuguðu máli. Peir menn sem að henni stóðu, höfðu ekki ann- að í huga en gera sitt besta. Rökin fyrir því að byggja flug- stöðina í Djúpadal fremur en vestanu-idir Hrafnaklettum eru svo mörg og sterk og öllum aug- ljós, sem um þessi mál hugsa af þekkingu og velvilja, að ekki kom til greina að ganga fram- hjá þeim. Aðeins það meinlegasta Þessi rök verða ekki rakin hér. Til þess gefst ekki rúm í blaðinu. Það er aðeins tvennt það meinlegasta, sem komið hefur fram í sambandi við þessa gagnrýni, sem ég mun elta ólar við. Pað er: 1. Um skert útsýni úr flug. turai yfir athafnasvæði við flug- stöð og vandkvæði því samfara. 3. Skrif tveggja flugstjóra F.í. (sem auðvitað eru pöntuð) um staðsetningu flugstöðvar í Djúpadal, með byggingu nýrr- ar flugbrautar í huga. Fyrra atriði Bygginganefnd Vestmannaeyja mun í ofboði hafa sent flug- málayfirvöldum skeyti um þetta fram komna atriði, og fengið eftirfarandi svar: Reykjavíkurflugvelli 15. nóv. 1977 Byggingarnefnd, Vestmannaeyjum. Vísað er til eftirfarandi bókunar á fundi byggingar- nefndar, Vestmannaeyjum: ,3ygginganefnd vill jafnframt taka fram, að fram hefur komið, að út- sýni frá nýbyggðum flugturni að væntanlegu at- hafnasvæði við flugstöð er mjög skert. Auk þess vill nefndin gera fyrirspurn um það hvort forsend- ur vegna byggingu flugstöðvar hafi breyst." Af þessu tilefni er rétt að eftirfarandi kom fram: 1. Samkvæmt alþjóðareglum um flugumferðar- stjórn (ICAO Doc. 4444-RAC/501/10, PANS-RAC, Part V, Aerodrome Control Service), er verksvið flugturna takmarkað við umferðarsvæði (manocuv- ring area) hlutaðeigandi flugvallar. í flugreglum nr. 415/1975, sem samhljóða eru ICAO Annex (Rules of the Air), er umferðarsvæði skilgreint sem „sá hluti flugvallar sem ætlaður er fyrir flug- tök og lendingar loftfara og ferðir þeirra í sam- bandi við flugtök og lendingar, að hlöðum þó uudan skildum." Þar sem við verður komið er æskilegt að flug- turn hafi einnig yfirsýn. yfir hlöð síns flugvallar, en aðstæður á Vestmannaeyjaflugvelli leyfa slíkt ekki. Staðurinn, sem endanlega var valinn fyrir flug- turninn, veitir hins vegar besta yfirsýn yfir flug- brautirnar og umferðarhringinn fyrir flugvöllinn. Þess skal hér getið, að hlað Keflavíkurflugvallar sést ekki frá flugturni hans. 2. Flugmálastjórn er ekki kunnugt um að nein- ar forsendur fyrir byggingu flugstöðvar á Vest- mannaeyjaflugvelli hafi breyst, enda hefur bygging hennar þegar hafist af fullum krafti. Leiiur Magnússon (sign) Pess má geta hér að Leifur Magnússon, verkfræðingur og varaflugmálastjóri, er viður. kenndur á alþjóðavettvangi sem sérfræðngur í þessum efn- um. Auk þess hef ég ekki heyrt annað en hann þyki hinn samviskusamasti embættismað- ur í hvívetna. Atriði númer tvö, sem er í sjálfu sér miklu alvarlegra mál, verður vegna rúmleysis að bíða næsta blaðs. Steingrfmur Arnar. konu hans Kristolínu Berg- steinsdóttur. Sigurður ólst upp hjá foreldr um sívium að Steinsstöðum og síðar að Hjalla við Vestmanna- braut. Fyrstu kynni okkar Sigurð. ar voru eftir að hann fluttíst i bæinn þá ungur að árum, því Heiðrarbruh er næsta hús við Hjaila, en þar átti ég þá hsima. Við lékum okkur saman sem drengir, sem síðar færðist upp í félagsskap unglmgsáranna. Þegar Sigurður var um 18 ára gamáll fór hann til náms í Samvinnuskólann í Reykja- vík, fyrir tilstilli bróður síns Páls, sem kostaði námsdvöl hans, en Sigurður lauk námi eftir tvo vetur. Við urðum herbergisfélagar í Reykjavik þennan fyrsta vetur því ég fór til náms þangað um sama leiti. Við deildum saman herbergi að Laufásvegi 20, en borðuð- um sitt á hvorum stað. Eg minnist þessa tíma með ánægju enda vorum við báðir á þeim aldri, að ástæðulaust var að láta sér leiðast, þó fjárhagur- beggja væri nokkuð knappur. Eg hafði aðstöðu til að vivina við smíðar fyrir mínum náms. kostnaði en Sigurður fékk sinn skammt mánaðarlega frá Páli bróður sínum. Það fór ekki framhjá mér þegar Sigurður hafði fengið „sendingu" því gjarna.i vildi hann halda uppá daginn með nokkrum glaðning og taldi hann þá ekki eftir veiti.igar til mín, en kannski hef ég eitthvað hjálpað upp á sakirnar við hann síðustu daga mánaðar- ins þar sem ég hafði mínar tekjur vikulega. Að námi sínu loknu fór Sig- urður að vinna við skrifstofu- störf, sem hann og gerði alla sína starfstíð, fyrst um árabil í Vestm.eyjum og síðar á fasta landinuog nú síðast sem skrif stofustjóri við Kaupfélagið Þór að Hellu, þar til heilsan bilaði og hann flutti til Reykjavíkur. Sigurður var félagslyndur maður, samleið áttum við í Lúðrasveit Vestm.eyja og víðar. En mesfa áhugamál hans í þeim efaum var starfsr.mi hans Framhald á 3. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.