Fylkir


Fylkir - 26.11.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 26.11.1977, Blaðsíða 2
FYLKIR Ritstj. og ábm.: Björn Guðmundsson. Pósthólf 116. — Vm. Afgr. og augl.: Simar: 1344 og 1129. U'tgefandi: Sjálfstæðisfélögin i Vestmannaeyjum. Prentun: Prentsmiðjan Eyrún hf. REGLUR UM FRAMKVÆIUID PRÖFKJÖRS f VESTMANNA- EVJUM, VEGNA FRAMBOÐS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VID ALPINGISKOSNINGARNAR I SUDURLANDSKJÖR- DÆMI 1978, SAMPVKKTAR Á FUNDI í FULLTRÖARÁÐI SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA, 20. NÖVEMBER 1977. 1. grein: FuUtrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna kýs 5 manna prófkjör- stjórn, sem hefur það verkefni að undirbúa prófkjörið og stjórna því. Prófkjörstjórn sker úr um ágreiningsmál. 2. grein: í prófkjörinu er kosið um 1. sæti Vestmannaeyinga á fram- boðslista SjáJfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi (sæti Guðlaugs Gislasonar hingað til) við alþingiskosningarnar 1978. 3. grein: Frambjóðendur í prófkjönnu skulu vera úr hópi flokksbund. inna Sjálfstæðismanna, sem kjörgengir verða í Vestmanna- eyjum við kosningarnar. Prófkjörstjórn auglýsir eftir framboðum. Hverju framboði skulu fylgja skrfleg meðmæfi minnst 40 og mest 50 flokks- manna í Vestmannaeyjum, á kosningaaldri. 4. grein: Prófkjörstjórn veitir 7 daga frest frá því auglýsing eftir framboðum kemur fyrst fram, og þar til framboðum skal hafa verið sklað. Framboðum skal skila til formanns prófkjörstjórnar. 5. grein; PioiKjörinu skal lokið fyrir árslok 1977. Kosningarétt hafa allir meðlimir sjálfstæðisfélag- anna í Vestm.eyjum og aðrir þeir Vestmannaeyingar, sem eru yfrlýstir stuðningsmen.i flokks. ins, og eru 18 ára og eldri. Prófkjörstjórn sér um að enginn prófkjósandi kjósi oft- ar en einu sinni. í því skyni fær kjörstjórni.i í hendur skrá yfir meðlimi sjálfstæðisfélag- anna í Vestm.eyjum og aðra þá stuðningsmenn flokksins, sem vitað er um og kosningarétt hafa í prófkjöri þessu, og merk ir kjörstjórnin í henni við nöfn þeirra sem kjósa. Vilji einhver kjósa, sem ekki er á framangreindri skrá, ke:-:i ur til úrskurðar kjörstjórnar. 6. grein: Prófkjörið stendur í 2 daga og að minnsta kosti í 8 klst. hvorn dag. Kjörstað og stund skal auglýsa vel og skilmerki- lega. Utan kjörstaða atkvæða- greiðsla er heimil, þrjá daga íyrir kjördag. 7. grein: Prófkosning er skrifleg og leynileg. Kjörstjórn lætur út. búa kjörseðla með árituðum nöfnum frambjóðenda í staf- rófsröð. Kjósandi setur x fyr- ir framan nafn þess frambjóð- anda, er hann kýs. Að kosningu lokinni lætur kjósandi kjörseð- ilinn í kjörkassa, sem er til staðar á kjörstað. Kjörkassinn er tryggilega innsiglaður af bæj arfógeta. 8. grein: Strax að prófkjöri loknu hefst talning atkvæða. Hver frambjóð andi hefur rétt til að vera við- staddur talningu, eða til að hafa þar fulltrúa sinn. 9. grein: Ekkert í starfi prófkjörstjórn ar er leyndarmál gagnvart flokksmönnum almennt og er hún skyldug að veita hvers- konar upplýsingar viðvíkjandi prófkjörinu, hvenær sem um þær er beðið, svo sem um fram komin framboð o.fl. Upplýsing- ar um hverjir hafa kosið er þó ekki heimilt að veita, með aa kosningu er ekki að fullu lokið. 10. grein: Prófkjörið er bindandi, ef að minnsta kosti 300 kjósendur greiða atkvæði. Kjörstjóm lýsir úrslitum próf kjörs strax að lokinni talningu atkvæða. Réttkjörinn er sá frambjóðandi, er flest atkvæði hlýtur. Samkvæmt þessum reglum, auglýsir kjörstjórnin hér með eftir framboðum til prófkjörs- ins og skal þeim skilað til fo -manns kjörstjórnar, Páls Scheving, fyrir kl. 15 laugar- daginn 3. desember 1977, Ey- verjasalnum, Samkomuhúsinu. Vestm.eyjum 24. nóvember ’77 Kjörstjórnin. AÐVENTKlKKJAN: Samkomur í Aöventkirkjunnl Biblíurannsókn, laugard. kl. 10 Guðsþjónusta kl. 11 Kvöldsamkoma föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Gísli Gíslason stórkaupmaður sextugur S.l. þriðjudag varð Gísli Gíslason stórkaupmaður 60 ára. Hann er fæddur hér í Vest- mannaeyjúm 22. nóv. 1917. For- eldrar hans voru hjónin Rann- veig Vilhjálmsdóttir og Gísli Þórðarso'n, vélstjóri og sjó- maður. Gisli missti föður sinn þegar hann var barn gð aldri, en móðir hans giftist aftur Viggó Bjömssyni, bankastjóra hér í Vestmannaeyjum. Hjá þeim ólst hann upp. Gísli Gíslason útskrifaðist frá Verslunarskóla íslands 1936. Starfaði síðan við Útvegsbanka íslands í Vestmannaeyjum 1936 — 39, en snéri sér þá að verslunarrekstri einvörðungu. Árið 1933 hóf Gísli umboðs. verslun hér í Eyjum, sem síðar varð Heildversiun Gísli Gísla- son, sem starfar enn í dag. Árið 1945 stoí'iaði hann Prent- smiðjuna Eyrúnu h.f. og er hann stjórnarformaður hennar og aðaleigandi. Gísli hefur átt þátt í stofnun og rekstri fjöl- margra fyrirtækja í Vestmanna eyjum og eins í Reykjavík. Sem dæmi um félög í Reykjavík, sem Gísli hefur verið meðeig- andi og stjórnarformaður í, mætti nefna: Prentsmiðjan Oddi hf., Sveinabókbandið hf. og Bókhlaðan hf. Hann var einn af stofnendum og lengi stjórn. arformaður skipafélagsins Haf- skip hf., sem stofnað var 1958, en sagði af sér stjórnarfor- mennsku þar 27. júlí 1973, þegar hann hafði verið kjörinn í stjórn Viðlagasjóðs, sem til varð vegna náttúruhamfar- anna á Heimaey, — en var áfram í stjórn félagsins. Pá fór hjá Gisla Gíslasyn sem endra- nær; þegar hagur hemabyggðar. 'nnar kallar á óskpta starfs- krafta, urðu önnur málefni frá að víkja um sinn. Gísli Gíslason hefur frá fyrstu tíð verið sjálfstæðismaður og mikill áhugamaður um málefni Sjálfstæðisflokksins. Hann var formaður Félags ungra sjálf tæðsmanna í Vestmannaeyjum 1934 — 35. Ha tn hefur í áratugi átt sæti í fulltrúaráði sjálfstæð- isfélaganna og verið formaður þess um árabil, einnig lengi í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæð isflokksins í Suðurlandskjör. dæmi og formaður þess um skeið. Gísli átti sæti í Bæjarstjórn Vestmannaeyja 1962 — 1974, eða í 12 ár samfleitt. Forseti bæjarstjórnar var hann 1962 — 1966, og 1. varaforseti 1971 — 74.. Settur bæjarstjóri 1960 — 61. Varaþisgmaður fyrir Suðurlands kjördæmi 1971 og síða i. Auk þeirra margpættu starfa á sviðum atvinnureksturs og stjórnmála, sem rakin hafa ver ið hér að framan, á Gísli Gísla- son sæti í stjórnum fjölmargra félaga og stofnana annars eðlis, sem of langt yrði upp að telja. Gísli Gíslaso.i var skmaður þýskur ræðsmaður í Vestmanna eyjum 30. janúar 1974. Þó að Gísla Gíslasyni hafi oft verið falin margþætt og mikil- væg störf utan heimabyggðar innar, hefur hans aðalstarfssvið verið hér heima, — vð rætur Helgafells. Tryggð hans við Vestmannaeyjar og Vestmanna. eyinga er mikil, og hér vill hann eiga heima og hvergi an.i- arsstaðar. Vinsældir Gisla Gíslasonar eru miklar, bæði í Vestmanna- eyjum og víðar. Sást þetta best á afmælisdaginn, þegar honúm bárust gjafir og heillaóskir í hundraðatali víðsvegar að, og straumur geSta lagði leið sína á glæsilegt he^mili hans að Höfðavegi 20 hér í bæ. Auð- séð var, að þar voru menn ekki mættir fyrir siða sakir, heldur til að heilsa upp á kæra'-i vin og kunningja á heiðursdegi hans. Gísli Gíslason hefur unnið til vinsælda sinna. Alkunnugt er að margir leita ráða hjá Gísla, þegar vanda ber að höndum, og fáir munu þeir er horfið hafa með öUu bó'.nleiðir til búða. Gísli Gíslason er kvæntur Guðrúnu Sveinbjamardóttur Jónssonar fyrrum rafveitustjóra og eiga þau fjögur böm. Fylkir flytur Gísla Gíslasyni og fjölskyldu hans hugheilar ámaðaróskir i tilefni merkis- afmælisins, og óskar honum gæfu og gengis á komandi ár. um og væntir þess að heima- byggðin og fólkið sem hér býr fái enn um mörg ókomin ár að njóta mikilhæfra starfskrafta hans og hoUráða. BETEL Guðsþjónusta nJc. simnudag kl. 16.30, mánudag og föstudag kl. 20.30. Bamaguðsþjónusta á sunnu. dag kl. 13.00. AUir velkomnir. Betelsöfnuðurinn.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.